Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 4

Morgunblaðið - 17.01.1999, Page 4
4 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 ►LÖGREGLA og tollgæsla í Eyjum fundu riíni flmm kíló af hassi og lítilræði af marxjúana við komu Breka VE til Vestmannaeyja. Sölu- verð fíkniefnanna er talið var á bilinu 5-10 milljónir króna. Tveir eru í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Stefnt að lækkun skulda STEFNT er að því að lækka skuldir ríkissjóðs á árinu 1999 um 21 milljarð króna. Fyrirhugaðar afborganir af lán- um ríkissjóðs á innlendum lánamarkaði á árinu eru um 16 milljarðar kr. um- fram lántökur og stefnt er að því að lækka erlendar skuldir um fímm millj- arða á árinu. ► STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík mun ekki leggja til að prófkjör fari fram vegna komandi þingkosn- inga. Verði þetta raunin verður þetta í fyrsta sinn sx'ðan 1974 að ekki er haldið prófkjör á vcgum flokksins í Reykjavík. ►ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála fclldi úr gildi bráðabirgða- úrskurð Póst- og fjarskipta- stofnunar um að Landssím- anum beri að innheimta gjöld fyrir millilandasímstöð Tals hf. Taldi úrskurðar- nefndin að Póst- og fjar- skiptastofnun hafi ekki til- greint lagaleg rök fyrir úr- skurðinum. ► VERJA á í kringum 500 milljónum króna til ýmissa vegaframkvæmda á árinu sem tengjast kristnihátíð á Þingvöllum á næsta ári að meira eða minna leyti. Gert er ráð fyrir framkvæmdun- um í vegaáætlun sem sam- þykkt var á liðnu vori. Meðal framkvæmda er gerð bfla- stæða og göngustíga á Þing- völlum auk nýrrar akreinar á vegarkaflanum milli Grafn- ingsvegar og Almannagjár. Kosta þær framkvæmdir um 90 milljónir kr. Þá verður vegarkaflinn frá Þingvalla- vegi í suðurátt að Nesjavalla- vegi byggður upp og lagður bundnu slitlagi. Aætlaður kostnaður er um 200 milljón- ir kr. Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða ALÞINGI hefur samþykkt breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Breyting- arnai- snúa einkum að fiskveiðistjórnun- arkerfi krókabáta, einkum þeirra sem hafa róið hafa á sóknardögum, og verð- ur með lögunum í raun til nýtt kerfi fyr- ir þá. Að öðru leyti eru lögin að mestu eins og kveðið var á um í frumvarpi rík- isstjórnarinnar til breytinga á lögum um fiskveiðisstjórnun sem lagt var fram í desember í kjölfar dóms Hæstaréttar í kvótamálinu svokallaða. Agamál rædd í Hagaskóla HÚSFYLLIR var á fundi Foreldrafé- lags Hagaskóla í Reykjavík um agamál. Á fundinum kom fram stuðningur við skólastjórann og stefnu skólans. Voru foreldrar hvattir til að beita aga og hafa skýrar reglur. Þrír drengir hafa játað að hafa verið valdir að sprengingum í Hagaskóla fyrstu daga ársins. Flugeldur nærri flugvél FLUGELDUR fór nálægt Fokker-flug- vél Flugfélags Islands á sunnudags- kvöld, þegar hún var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Akur- eyri. Flugmennirnir fipuðust ekki og gekk lending vélarinnar að óskum. Sam- kvæmt reglugerð um sölu og meðferð skotelda er almenn notkun og sala skot- elda til almennings óheimil nema á tíma- bilinu 27. desember til 6. janúar. Ótti við efnahagssam- drátt í heiminum MIKIÐ uppnám varð á fjármálamörkuð- um heimsins á miðvikudag þegar gengi realsins, gjaldmiðils Brasilíu, féll um tæp 8% og olli það ótta við að fjármálakreppa í þróunarlöndunum gæti dregið úr hag- vexti í heiminum. Gengi verðbréfa lækk- aði verulega í Bandaríkjunum og Evrópu og óttast var að gjaldeyriskreppan í Brasilíu gæti leitt til hrinu gengisfellinga og fjármálaumróts í Rómönsku Amer- íku. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar íyrir efnahag Bandan'kjanna, sem selja um 20% af útflutningi sínum til Ró- mönsku Ameríku, auk þess sem banda- rísk fyi-irtæki hafa fjárfest í miklum mæli í þessum heimshluta. Efnahagssér- fræðingar eru sammála um að fjármála- ólgan í Brasilíu hafi einnig aukið líkur á samdrætti í Evrópu á árinu. Jacques Santer ávarpar Evrápuþingið. Framkvæmdastjórn ESB hélt velli Tillaga um vantraust á framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) vegna ásakana um fjármálamisferli var felld á Evrópuþinginu í Strassborg á fimmtudag með 293 atkvæðum gegn 232. Megintillagan um vantraust, sem þingmenn jafnaðarmanna fluttu, var hins vegar dregin til baka þegar þingið hafði samþykkt að komið skyldi á fót nefnd, sem rannsakaði ásakanirnar. Daginn áður hafði Jacques Santer, for- seti framkvæmdastjórnarinnar, hótað að segja tafarlaust af sér ef útlit væri fyrir að meirihluti þingsins samþykkti tillögu um vantraust á stjórnina, en af því varð ekki. ► SAKSÓKNARAR fulltrúa- deildar Bandarikjaþings hófu á fimmtudag málflutning fyr- ir öldungadeildinni í máli Bills Clintons Bandaríkjafor- seta. Er þetta í fyrsta sinn f 130 ár sem efnt er til réttar- halda vegna ákæru á hendur bandarískum forseta til emb- ættismissis. Ekki er enn ljóst hvort vitni verða kölluð fyrir og þá jafnvel Clinton sjálfur. ► SKÆRULIÐAR í Frelsis- her Kosovo (KLA) slepptu á miðvikudag átta júgóslav- neskum hermönnum, sem þeir höfðu haldið í gíslingu í nokkra daga. Júgóslavneskir hershöfðingjar höfðu hótað að beita hervaldi til að frelsa gíslana og óttast var að það gæti leitt til nýs stríðs i' Kosovo. ► BANDARÍSKAR herþotur gerðu árásir á ratsjár- og loftvarnastöðvar í Irak í fjóra daga í röð cftir að ein þeirra festi skotmið á eftirlitsvélar á flugbannssvæðinu yfir norð- urhluta landsins á mánudag. Nokkrum af hersveitum Kú- veits var skipað að búa sig undir hugsanleg átök vegna „hótana“ íraka og harðorðra yfirlýsinga þeirra um sam- starf Kúveita og Sádi-Araba við Bandaríkjamenn. ► LEIÐTOGI uppreisnar- manna f Sierra Leone sagði á fimmtudag að þeir myndu heQa vopnahlé á morgun, mánudag, sem ætti að standa í viku. Hersveitir Vestur-Af- ríkurikja náðu höfuðborg- inni, Freetown, á sitt vald í vikunni sem leið eftir að upp- reisnarmennimir höfðu lagt miðborgina undir sig. ► HAFT var eftir Ariel Shar- on, utanríkisráðherra ísraels, á miðvikudag að hann teldi að Palestínumenn myndu stofna sjálfstætt ríki. Sumum brá í brún vegna uppgjörs Hita- og vatnsveitu Akureyrar Nauðsynlegt að fylgj- ast með notkuninni Á TÖFLUNNI sést hversu miklu vatni var dælt inn á dreifikerfi Hita- og vatnsveitu Akureyrar á árunum 1997 og 1998. Þar kemur fram að heildardæling inn á kerfíð var mun meiri i' fyrra en árið áður. Akureyri. Morgunblaðið. VIÐSKIPTAVINUM Hita- og vatnsveitu Akureyi'ar brá sumum hverjum í brún er þeir fengu í hendur uppgjörsreikninga fyrir heitavatnsnotkun á síðasta ári. Reikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti en aðeins er lesið af mælum einu sinni á ári, um ára- mótin, og eru dæmi um að við- skiptavinur hafi fengið uppgjörs- reikning upp á um 80 þúsund krón- ur. Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Hita- og vatnsveitu, sagði nauðsynlegt fyrir fólk að fylgjast vel með heitavatnsnotkun á heim- ilum sínum. Komi upp bilun í hita- kerfi sem er án eftirlits kemur hún ekki fram fyrr en við álestur um áramót og á þeim tíma getur mikið vatn hafa farið til spillis sem viðskiptavinurinn þarf engu að síður að borga fyrir. „Enn meiri aðgæðslu er þörf nú þegar aðeins er lesið af einu sinni á ári. Enda höfum við ekki möguleika á að vera með viðskiptavini okkar í gjörgæslu." Reikningar hærri en árið áður Franz sagði reyndar að almennt væru reikningar fyrir heitavatns- notkun á síðasta ári nokkru hærri en árið áður vegna árferðis. Hann sagði að þar væri almennt um að ræða aukakostnað sem samsvaraði einum til tveimur mánuðum en einnig væru dæmi um mjög háa reikninga. Frá því í byrjun síðasta árs hafa bæjarbúar fengið hitaveitureikn- inga sína á tveggja mánaða fresti en áður voru reikningarnir sendir út mánaðarlega. Áður var einnig lesið af mælum tvisvar á ári en nú er aðeins lesið af um áramót. Þess- ar breytingar voru kynntar mjög vel á sínum tíma og fólk þá hvatt til þess að fylgjast en betur en áð- ur með vatnsnotkuninni og skrá hana niður mánaðarlega. Þannig sé hægt að grípa tímanlega inn í komi upp bilun í kerfinu. Lagning Borgarfjarðarbrautar Veitt leyfi til efnistöku HREPPSNEFND sveitarfélagsins „Borgarfjarðar" samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að veita Vegagerð ríkisins fram- kvæmdaleyfi vegna efnistöku til lagningar Borgarfjarðarbrautar. Undirbúningur að lagningu hins umdeilda kafla Borgarfjarðarbraut- ar, neðan Kleppjárnsreykja, stend- ur yfir af hálfu verktakans, Leifs Guðjónssonar í Borgarnesi. Hreppsnefndin hefur veitt fram- kvæmdaleyfí fyiir veginum nema um svokallaða Steðjabrekku vegna mótmæla bóndans þar. Fyrirhugað er að taka umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir þann kafla vegarins til afgreiðslu á næsta reglulega fundi hreppsnefndar og gefst bóndanum á Steðja tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum að. Vegagerðin sótti einnig um fram- kvæmdaleyfi vegna efnistöku til vegagerðarinnar. Hreppsnefndin samþykkti fyrir sitt leyti að veita heimild fyrir þremur námum af fjórum, að því er fram kemur í fundargerð. Frestað var leyfi til efnistöku í námu, sem er í landi Steðja. Alvarleg meiðsl eftir útafakstur ÖKUMAÐUR bifreiðar, sem lenti út af veginum við Húnaver á föstudagskvöld, hlaut alvar- leg meiðsl að sögn læknis á Sjúkrahúsi Blönduóss. Hann var hafður í gjörgæslu á Sjúkrahúsi Blönduóss eins og tök voru á og var þess beðið fram eftir degi í gær að veður lægði til að unnt væri að flytja hann til Reykjavíkur á sjúki-a- hús. Blindhríð og slæmt skyggni var þegar slysið varð og slösuð- ust tveir farþegar bifreiðarinn- ar einnig, en minna. Vindurmn færði bifreiðir úr stað í Kópavogi LÖGREGLA og Hjálparsveit skáta í Kópavogi aðstoðuðu Kópa- vogsbúa aðfaranótt laugardags þegar byggingarefni tók að fjúka um bæinn og bifreiðir færðust úr stað. Hjálparsveitir voru kallaðar út seinnipart nætur og huguðu að mótauppslætti og öðru lauslegu, sem roldð hafði af stað. Bifreiðum, sem færðust úr stað á bifreiðastæðum, var reynt að ýta í var eða setja fyrir hjól þeirra. Mest voru vandræðin í Engihjalla, en þar mynduðust sterkir vind- strengir milli fjölbýlishúsa. Þá lét ljósastaur undan vind- hviðu við tengiveg milli Hafnar- fjarðaiTegar og Kársnesbrautar og lagðist endilangur. Snemma í gærmorgun var ekið á umferðarljós á Nýbýlavegi við Birkigrund og var einn maður fluttur á slysadeild. I Hafnarfii'ði var óveðursnóttin hins vegar róleg samkvæmt upp- lýsingum lögreglu, sem sagði bæ- inn hafa sloppið ótrúlega vel. Minniháttar tjón í höfuðborginni LIÐSMENN björgunarsveita að- stoðuðu höfuðborgarbúa aðfara- nótt laugardags við að fergja og festa lausa hluti og voru við störf fram á laugardag. Timbur, plötur, ruslatunnur og annað fauk á víð og dreif og hlaust af því minniháttar tjón. Þá losnuðu hurðir og gluggar fuku upp, rúður brotnuðu og þak- plötur losnuðu. Fátt fólk var í miðbænum við lokun skemmtistaða aðfaranótt laugardags enda varla stætt í verstu hviðunum. Skemmdir á bifreið SKEMMDIR urðu á fólksbif- reið í Vík í Mýrdal í gær þegar grjót þeyttist í gegnum rúður bifreiðarinnar, svo þær brotn- uðu allai'. Þá fauk jeppabifreið út af veginum við Klifanda á föstudagskvöld og var hún dregin upp af björgunarsveit- inni Víkverja sama kvöld. Eng- in slys urðu á fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.