Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sjaldan hefur skæruhernaður verið jafn árangursríkur á þessari öld og í uppreisn Fidels
Castros á Kúbu. Stjórn landsins hélt upp á það í byrjun árs að 40 ár eru liðin frá falli
einræðisherrans Fulgencios Batista, sem naut stuðnings Bandaríkjanna. Halldór Sigurðsson
greinir frá þeirri óvenjulegu atburðarás, sem gerði Castro að hetju á Kúbu og um allan heim
og síðan að verst þokkaða nágranna Bandaríkjanna.
LUKKAN tvö
aðfaranótt ný-
ársdags 1959
söfnuðust fjór-
ir tugir manna
saman við
flugbraut
stærstu her-
stöðvarinnar á Kúbu, Kólumbíu-
herstöðvarinnar í Havana. Þessir
hnuggnu menn höfðu ekki haft tíma
til að fagna nýju ári eins og þeir
voru vanir. Þarna voru broddar
samfélagsins: æðstu hershöfðingj-
arnir, lögreglustjórar, ráðherrar í
fylgd nánustu skyldmenna - og Ful-
gencio Batista.
Batista hafði verið einráður á
Kúbu á árunum 1933^44 og aftur
frá 1952. Nú var hann búinn að
vera, jafnvel Bandaríkjamenn höfðu
loksins sleppt hendinni af honum.
Hálftíma síðar lagði flugvélin af
stað til höfuðborgar Dóminíska lýð-
veldisins. Þar átti hann að fá hæli
um sinn hjá manninum, sem var
grimmastur allra einræðisherra Ró-
mönsku Ameríku, Leonidas Trujill-
os. (Batista endaði ævina í útlegð
við gott atlæti einræðisherra Spán-
ar og Portúgals 1973.)
Nokkrir dagar liðu þar til fullnað-
arsigur vannst á valdakerfi einræð-
isstjómarinnar. 1. janúar er þó sá
dagur sem tileinkaður er sigri
Fidels Castros og fylgismanna hans
á einræðisstjórninni illræmdu og
upphafi þjóðfélagsbyltingarinnar á
Kúbu, sem átti eftir að marka djúp
spor í sögu vesturhvels jarðar og
hafa mikil áhrif á kalda stríðið.
í tilefni af 40 ára afmælinu skipu-
lagði stjórn Kúbu mikil hátíðahöld,
sem náðu hámarki í Santiago de
Cuba, næststærstu borg landsins,
þar sem uppgjörið við stjórn
Batista hófst.
Ógæfulegt upphaf
uppreisnarinnar
Það var í Santiago sem Castro
hafði reynt í fyrsta sinn að steypa
stjórninni. Hann náði þá öflugu
virki, Moncada, á sitt vald ásamt
150 fylgismönnum sínum. Þessi við-
vaningslega tilraun endaði með
ósköpum; 68 þeirra, sem voru tekn-
ir til fanga, voru teknir af lífi, flestir
eftir að hafa sætt pyntingum, en
Castro, sem var sonur eiganda stórs
herragarðs í héraðinu, fékk aðeins
fangelsisdóm. Tveimur árum síðar,
1955, var hann náðaður - og voru
það mestu mistökin á ferli Batista.
Castro fluttist til Mexíkó, þar
sem hann safnaði saman nýrri fylk-
ingu ungra kúbverskra stjórnar-
andstæðinga. Einn þeirra, sem
slógust í hópinn, var ungur læknir,
fæddur í Argentínu, sem átti eftir
að reynast ómetanlegur fengur: Er-
nesto Guevara, seinna þekktur sem
Che. Þeir æfðu skæruhernað,
keyptu öll þau handvopn, sem þeir
gátu safnað peningum fyrir, og leka
viðarsnekkju, sem var aðeins ætluð
tólf mönnum og hét því lítt hetju-
lega nafni „Amma“.
Siglingin til Kúbu tók viku og
hvasst var í veðri. Mennimir 82
voru þrekaðir og soltnir þegar þeir
komu að fenjaviðarskógunum á suð-
austurströnd Kúbu, fundust og
urðu fyrir árásum hermanna og
flugvéla. Eftir tveggja daga átök
hafði mönnunum fækkað í tólf, en
svo ótrúlega vildi til að á meðal
þeirra voru sérlega skörulegir
menn, sem seinna urðu leiðtogar
byltingarinnar, þeirra á meðal bróð-
ir Fidels, Raúl (sem er nú næst-
valdamesti maður Kúbu), Camilo
Cienfuegos og asmasjúklingurinn
Che, sem var særður. Næstum öll
skotfærin voru uppurin.
Frá ströndinni tókst þessum fá-
menna hópi að komast upp í skógi-
vaxnar hlíðar Sierra Maestra, fjall-
garðs norðan við Santiago, en hæsti
tindur hans, Pico Turquino, er næst-
um 2.000 m hár. Þetta var í desem-
ber 1956 og Castro var 29 ára.
FIDEL Castro flytur ræðu í kúbanskri herstöð á síðasta ári þegar þess var minnst að 45 ár voru liðin frá fyrstu árás skæruliða á herlið Fulgencio Batista.
Hinir skegyjuðu ú
valdastnl á Kúbu
FIDEL CASTRO VANN STRÍÐIÐ
FYRIR 40 ÁRUM
Bandaríkjamaður á
Sierra Maestra
Skæruhemaðurinn gegn valda-
kerfi Batista, sem naut stuðnings
Bandarikjanna, stóð aðeins í tvö ár.
Það virðist harla furðulegt, ekki síst
miðað við hið mikla vægi, pólitíska,
efnahagslega (sykur) og hemaðar-
lega, sem Bandaríkjamenn hafa
alltaf talið stærstu eyju Karíbahafs-
ins hafa og til ársins 1959 litu þeir á
hana sem vanmáttugt fylgiríki.
Gardner sendiherra leit á Batista
sem „besta vin Bandaríkjanna" og
tilraun Smiths sendiherra, sem var
enn vanhæfari, til að fá stjómina í
Washington til að skerast í leikinn
undir lokin með landgönguliði flot-
ans misheppnaðist algjörlega í
ringulreiðinni.
Nokkur heppileg atvik hjálpuðu
bjartsýnismanninum Fidel Castro.
Þegar í febrúar 1957 fékk hann í
heimsókn spænskumælandi blaða-
mann sjálfs stórblaðsins The New
York Times. Það var Herbert L.
Matthews, sem varð fyrstur fjöl-
miðlamanna til að taka viðtal við
skæmliðaleiðtogann, þá öldungis
óþekktan í öðmm löndum, á Sierra
Maestra. Hann féll kylliflatur (en
einnig spámannlega) fyrir „yfir-
þyrmandi persónuleika Castros. Það
var auðvelt að skilja hvers vegna
menn hans dýrkuðu hann og hvers
vegna hann vann hug og hjörtu
kúbverskra ungmenna um alla eyj-
una. Þetta var menntaður maður,
forhertur ofstækismaður, maður
með hugsjónir, hugprýði og óvenju-
mikla forystuhæfileika."
Castro taldi blaðamanninum trú
um að liðsafli hans væri meiri en
hann var (80 menn á þessum tíma,
en aldrei meiri en 300). Þetta
„skúbb“ Matthews varð til þess að
Castro varð þekktur og var upphafið
að aðdáun margra Bandaríkja-
manna á þessari baráttu Davíðs við
Golíat.
Andstaðan við Batista eykst
Fátæku bændumir á fjallgarðin-
um urðu bandamenn Castros og
skæruliðamir komu fram við þá af
virðingu, sáu þeim fyrir læknisað-
stoð og greiddu fyrir matvörur. Her-
menn Batista, sem vora teknir til
fanga, vora ekki pyntaðir og skotnir,
heldur leystir úr haldi.
Castro kom sér upp útvarpsstöð,
Radio Rebelde, sem greindi Kúbu-
mönnum frá framvindu baráttunnar.
Hún stappaði stálinu í andstæðinga
Batista í bæjunum - afl sem áróð-
ursmenn Castros hafa aldrei gert
mikið úr eftir byltinguna. Einkum
létu námsmennimir, sem vora vel
skipulagðir, að sér kveða í allri þess-
ari atburðarás. Mannfallið í þeirri
baráttu var meira en í fjöllunum.
Þegar í byrjun ársins 1957 gerðu
þeir árás á forsetahöllina í Havana
og litlu munaði að þeir fengju högg-
stað á Batista. Nokkru síðar gerðu
hermenn uppreisn í flotastöðinni í
Cienfuegos en flugherinn barði hana
niður.
Staðhæfingar Castros um að
menn hans hafi aðeins barist með
vopnum, sem þeir náðu af hemum í
átökunum, standast ekki. Eftir því
sem hann varð þekktari fékk hann
vopn frá stuðningsmönnum erlendis,
ekki síst frá Miami á Flórída. Hins
vegar var kommúnistaflokkurinn á
Kúbu, sem var vel skipulagður og
hallur undir stjórnina í Moskvu,
lengi að koma út úr holunum - hann
hafði veðjað á Batista og hafði and-
styggð á þessum óvenjulega ævin-
týramanni. (Che Guevara varð fyrir
sömu reynslu með örlagaríkum
hætti í Bólivíu á sínum tíma.)
Batista, forfallinn munaðarseggur,
sem trúði því statt og stöðugt að
40.000 manna her sinn gæti ráðið við
þennan uppskafning, tók loksins á
sig rögg í maí 1958.
Hann hóf stórsókn með 17 undir-
fylkjum fótgönguliðs, sem nutu
stuðnings stórskotaliðs, skriðdreka
og flugvéla. Sóknin stóð í 70 daga og
um tíma munaði litlu að hún myndi
bera tilætlaðan árangur. Stöðugar
launsátursárásir urðu til þess að her-
sveitimar misstu móðinn og að lok-
um varð Batista að draga þær til
baka.
Castro notaði tækifærið í desem-
ber 1958 og sendi tvær fylkingar,
sem voru skipaðar 80 skæraliðum
hvor, frá fjöllunum. Önnur var undir
stjóm Che Guevara, en Camilo Cien-
fuego fór fyrir hinni. Þær hröðuðu
sér að miðhluta Kúbu og klufu eyj-
una í tvennt. Sóknin náði hámarki í
orrastunni um Santa Clara.
Batista var búinn að vera.
Vel heppnaður skærahemaður
Castros áttu eftir að vekja hugsjóna-
öfl til lífs í Rómönsku Ameríku
næstu árin. Skæraliðahreyfingar
sprattu upp í næstum öllum ríkjun-
um 20 í þessum heimshluta. Þær
náðu aðeins tilætluðum árangri í
einu landi. Það var í Níkaragva þar
sem sandinistar komust til valda.
Þar, eins og á Kúbu, vora afleiðing-
amar ekki í samræmi við þær há-
leitu hugsjónir sem skæruliðamir
börðust fyrir.
Fidel Castro fór til Havana 8. jan-
úar 1959 eftir 1.000 km sigurgöngu
yfir Kúbu. Los Barbudos, Hinir
skeggjuðu, höfðu sigrað.
Castro er þar enn, 72 ára að aldri,
eftir tilraunir níu Bandaríkjaforseta
til að losna við hann.
Hann er og verður einn þeirra
sem markað hafa dýpst spor í sögu
aldarinnar. En það hvemig til hefur
tekist í landi hans - Kúbu Kastrós -
er allt önnur saga.
Höfundur starfar hjá Danmarks
Kadio, þar sem hann sérhæfír sig í
málefnum spænsku- og portú-
gölskumælandi þjóða.