Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 56
£6 SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta sumartískan. Fatnaður á alla fjölskylduna, litlar og stórar stærðir. FÓLK í FRÉTTUM JÚLÍUS Kemp, stjórnarmaður Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, í góðra vina hópi. Morgunblaðið/Þorkell VILBORG Halldórsdóttir, Helgi Björnsson og Stefán Baldursson. Kvikmyndahátíð sett ar num 10-60% afsláttur af: • Töskum • SLeðum • Skartgripum • Hönskum • Snyrtivörum Ekki missa af þessu tækifæri \^0C/ Ö Laugavegi 80, sínii 561 1330. Stökktu til Kanarí 8. febrúar frá kr. 39.932 14 nætur Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð hinn 8. febrúar til Kananeyja í tveggja vikna ferð. Þú tryggir þér sæti í sólina í 2 vikur á hreint frábærum kjör- f um og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Kanaríeyjar eru einn vinsælasti áfanga- staður Evrópubúa, þar er nú yfir 20 stiga hiti og þú nýtur rómaðr- ar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeíns 12 sætf Verð kr. 39.932 Verð kr. 49.960 M.v. hjón með 2 börn, 8. febrúar, M.v. 2 í íbúð/smáhýsi, 8. febrúar, 2 vikur. 2 vikur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is KVIKMYNDAHÁTfÐ í Reykja- vík hófst með pompi og prakt í Regnboganum í fyrrakvöld með boðssýningu á dönsku myndinni Veislunni. Randver Þorláksson, formaður sljórnar Kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík, byrjaði á því að flytja stutta tölu og að því búnu tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri til máls. Þá tóku tveir af gestum hátíðarinnar, Ulrich Thomsen leikari og Valdís Óskarsdóttir klippari, sem unnu við gerð Veislunnar, stuttlega til máls. Salurinn var svo þéttsetinn að sumir urðu frá að hverfa. FRIÐRIK Þór Friðriksson og Sjigurður Valgeirsson. Löngu búin að gleyma handritinu „Mér fannst gaman,“ segir Valdís Óskarsdóttir eftir þéttsetna frum- sýningu Veislunnar í Regnboganum á opnun Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. „Mér fannst það dálítið sérstök upplifun að fara í bíó með venjulegum áhorfendum. Þegar maður fer á frumsýningar í Dan- mörku er aldrei tekið neitt mark á viðbrögðum fólks vegna þess að það er búið að setja sig í of miklar stell- ingar. Ég hef hins vegar einu sinni áður farið á venjulega sýningu með vinkonu minni. Það var sama upplif- un og í gær. Þá fór fólk að hlæja, tók andköf og klappaði. Sjálf er ég löngu búin að missa tilfinningu fyrir myndinni og það var mjög gott að upplifa hana með íslensku áhorf- endunum í gær.“ Myndin er alveg frábær, hvort sem það er leikstjórn, handrit, leik- ur, kvikmyndataka eða klipping. „Þakka þér fyrir,“ svarar Valdís. „Ég held að myndin hafi heppnast svona vel vegna þess að allir lögðu sálina í sér í hana. Ég held það speglist í myndinni." Klippingamar eru hraðar og aldrei er deyfð yfir myndinni. „Það eru frekar hraðar klipping- ar,“ svarar Valdís. „En það sem gerir myndina líka hraða er hreyf- anlega myndavélin. Það hjálpar til að hún er yfirleitt á hreyfingu." Hver er galdurinn við að klippa Dogma-mynd? „Þolinmæði,“ svarar Valdís. „Gíf- urleg þolinmæði af því það tekur svo langan tíma. Það tók mig hálft ár að klippa Veisluna enda vorum við með 56 klukkutíma af efni.“ Hvemig vannstu myndina? „Ég byrjaði á því að lesa handrit- ið og svo las ég það ekki aftur. Ég hafði það til viðmiðunar og klippti eitt atriði í einu. Tók fyrsta atriðið og klippti það. Fór svo í það næsta. Astæðan var sú að þá tók alltaf eitt- hvað nýtt við og maður var spennt- ur að sjá hvemig næsta atriði liti út. Þá var ég náttúrlega löngu búin að gleyma handritinu." Voru menn alveg sáttir við að þú litir framhjá handritinu? „Já, þeir skildu það fullkomlega að ég þyrfti að horfa á eitthvað nýtt. Hvemig í ósköpunum hefði ég getað horft á 56 klukkutíma af efni? Ég hef þurft að fara heim.“ Að hverju hefurðu unnið síðan þú fluttir til Danmerkur? „Jesper W. Nielsen hringdi í mig árið 1994 og bað mig um að klippa Síðasta víkinginn. Þegar mér var Danska verðlauna- myndin Veislan opnaði Kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrrakvöld og á meðal gesta var klippari myndarinnar, Valdís Oskarsdóttir. Pétur Blöndal talaði við Valdísi eftir frum- sýninguna um Veisluna og næstu verkefni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VALDÍS Óskarsdóttir í opnun- arhóflnu eftir frumsýningu Veislunnar á föstudagskvöld. boðið að klippa aðra mynd um sum- arið ákvað ég að flytja. Ég hef unnið að mörgum myndum síðan. Ég klippti aðra mynd fyrir Jesper sem hét Bönnuð börnum. Þá tók ég þátt í að klippa Hetjumar miklu eftir Vinterberg ásamt Jesper. Ég var samklippari Vesalinganna eftir Bille August og svo lauk ég við klippingu á þriðju Dogma-myndinni fyrir jól en leikstjóri hennar er Spren Kragh Jacobsen." Hvaðgeturðu sagt mér um hana? „Myndin nefnist Síðasti söngur Mifunne og er nafnið skírskotun í aðalleikara Kurosawa. Hún fjallar um ungan uppa í Kaupmannahöfn sem giftist dóttur framkvæmda- stjórans. Á brúðkaupsnóttina er hringt í hann vegna þess að pabbi hans er látinn. Hann þarf að fara til Hollands í jarðarforina en vanda- málið er að hann hafði sagt konunni sinni að hann ætti enga fjölskyldu. Þegar hann fer til Hollands kem- ur í ljós að hann á vangefinn bróður en hann segir konunni ekki neitt um það þegar hann hringir heim. Hann vinnur svo 100 þúsund danskar í skraplottói og ræður sér ráðskonu. Hún reynist vera símastúlka og þau hylma yfir hvort með öðm. Það má því segja að myndin fjalli um per- sónur sem em að reyna að bjarga sjálfum sér á lyginni." Hvað er framundan hjá þér? „Ég er líka með tvær stuttmynd- ir, Blómafangann eftir Jens Arentzen og Fyrsta skipti Friedu eftir Charlotte Zach Bomp. Þá er ég að kiippa aðra stuttmynd eftir Jens Arentzen og eigum við að vera búin að ljúka henni í janúarlok. Hún heitir Sólin er svo rauð. Svo fer ég líklega að klippa sænska sjónvarps- þætti sem Daniel Bergman leikstýr- ir. Það verkefni stendur fram í sept- ember.“ Veislan hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu. Hefur hún komið þér meira á framfæri? „Þegar Veislan var framsýnd var ég að vinna að heimildarmynd sem átti að verða að leikinni mynd. Hún nefndist „Verdens uret“ og er skrif- uð af Lars von Trier. Það voru átta- tíu tímar af efni sem átti að klippa niður í einn og hálfan tíma. Lars skapaði persónumar og sagði hver væri tengd hverri og hvað þær væm að gera. Leikstjóri var Jesper Jargil og var þetta leik- sýning sem gekk á hverjum degi í sex vikur. Þetta vora tugir klukku- stunda af efni og þegar ég var búin að setja efnið niður í tólf tíma átti ég ekki nema þrjár vikur eftir af tímanum og svo mikil vinna var eft- ir að ég gat ekki klárað það. Myndin var lögð í salt og þeir ætla að klára hana núna eftir áramótin. Við þetta sat ég og klippti þegar Veislan var fmmsýnd og eftir það fékk ég vissulega mikið af upp- hringingum um allt mögulegt, heim- ildarmyndir, stuttmyndir, kvik- myndir og auglýsingar." Þú hefur ekki bara klippt dansk- ar myndir. „Nei, ég klippti myndina Dansinn ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur í Danmörku. Mér finnst alltaf gaman að klippa íslenskar bíómyndir. Það er öðravísi að klippa á sínu móður- máli heldur en á dönsku. Þegar við vomm að klippa Dansinn rann allt í einu upp fyrir mér: „Heyrðu, þau era að tala íslensku!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.