Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu með nýjar tillögur í sjávarútvegsmálum
Almenningnr, ríkið og
sveitarfélög eignist kvóta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ fundinum í gær þar sem áhugahópur um auðlindir í almannaþágu kynnti
tillögur sínar. Guðmundur G. Þórarinsson er í ræðustól.
ÁHUGAHÓPUR um auðlindir í al-
mannaþágu leggur til að almenn-
ingi, ríki og sveitarfélögum verði
afhentar veiðiheimildir sem geti
síðan ráðstafað þeim á frjálsum
markaði. Lagt er til að hluta af
tekjum af sölu veiðiheimilda verði,
a.m.k. tímabundið, varið til að rétta
hag íbúa í þeim byggðarlögum sem
atvinna hefur minnkað vegna sam-
dráttar í fískveiðum.
í hópnum eru menn úr ýmsum
stjórnmálaflokkum. Talsmenn
hópsins á blaðamannafundi í gær
voru Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur, Ellert B. Schram,
forseti ÍSÍ, Hálfdán Kristjánsson
bæjarstjóri og Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor.
Guðmundur sagði að tillögur
hópsins hefðu það að markmiði, að
allir Islendingar nytu arðsins af
fískistofnunum og öðrum auðlind;
um sem þeir ættu jafnan rétt til. I
öðru lagi vildi hópurinn kynna til-
lögurnar fyrir almenningi og
hvetja hann til þátttöku í umræð-
um um þessi mál. I þriðja lagi vildi
hópurinn knýja stjórnmálaflokk-
ana til að breyta stefnu sinni í sjáv-
arútvegsmálum.
Guðmundur gagnrýndi harðlega
núverandi fískveiðistefnu sem
hann sagði að hefði leitt af sér
milljarða eignatilfærslu á fáum ár-
um. Enn meiri eignatilfærsla væri
framundan þegar núverandi eig-
endur kvótans yrðu keyptir út úr
greininni. Hann sagði að úthlutun
kvóta á sínum tíma hefði byggst á
veikum veiðiréttarlegum gnmni.
Heildarverðmæti kvótans væn á
milli 300 og 400 milljarðar. Árið
1997 hefðu eigendur þessa kvóta
verið 706 og þar af hefðu 22 aðilar
átt 50% kvótans. Guðmundur sagði
að kvótakerfið hefði farið illa með
sjávarútvegsbyggðir þar sem kvót-
inn hefði verið seldur og eftir stæði
fólk án atvinnu.
Aðganginum stýrt með
markaðsaðferðum
Markús Möller hagfræðingur
sagði að tillögur hópsins byggðust á
því að aðgangur að fískveiðum við
Island yrði stýrt með markaðsað-
ferðum. Veiðiheimildimar yrðu af-
hentar almenningi, ríki og sveitarfé-
lögum sem gætu ráðstafað þeim á
fijálsum markaði til þeirra sem
nýta þær. Jafnframt gerðu tillög-
umar ráð fyrir að ríkisvaldið verði
hluta veiðiheimildanna til að rétta
hag íbúa í þeim byggðarlögum þar
sem atvinna hefur minnkað vegna
samdráttar í fiskveiðum. Markús
sagði að tillögumar miðuðust að því
að breytt yrði úr núverandi kerfí í
nýtt kerfi á 10-15 áram þannig að
sjávarátvegsfyrirtækin fengju tíma
til að aðlagast nýju kerfl.
Markús sagði að tilgangur tU-
lagnanna væri að því að draga úr
brottkasti afla, sem væri einn
stærsti galli núverandi kerfis.
Árangum'kasta leiðin til þess væri
að lækka verð á veiðiheimildum.
Hann sagðist telja allar líkur á að
verðið myndi lækka þegar allur
kvóti væri kominn á markað. Nú-
verandi kvótaverð væri óeðlilega
hátt.
Markús sagði að í tillögunum
væri gengið út frá því að kvóti yrði
seldur á markaði til nokkurra ára.
Jafnframt yi-ði kvóti ekki bundinn
við skip.
■ Stefna/12
Asta þigg-
ur níunda
sætið
ÁSTA Möller, formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, hefur ákveðið að þiggja
níunda sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík við al-
þingiskosningar í vor.
„Þetta leggst ágætlega í
mig. Eg bjóst ekki við því að
mér yrði boðið þetta sæti. Eg
hafði uppi önnur áform og er
reyndar að hætta sem formað-
ur hjá hjúkranarfræðingum I
vor og hafði ráðstafað mér
annað næsta vetur. Eg þurfti
því að endurskoða þau mál.
Þetta var því dálítið eifið
ákvörðun," sagði Ásta.
„Mér finnst það hafa verið
rétt ákvörðun að taka inn
konu. Það skapar aukið jafn-
vægi og aukna vídd á listan-
um. Eg held að listinn sé mjög
frambærilegur," sagði Ásta.
Ari Edwald, sem sóttist eft-
ir sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins, sagði: „Sé þetta nið-
urstaða nefndarinnar liggur
mitt tækifæri í næsta próf-
kjöri.“
Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, sem orðuð hafði verið við
sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, kvaðst fagna
niðurstöðu kjömefndar. „Eg
er sátt við þessa niðurstöðu og
tel hana mjög góða fyrir flokk-
inn. Ásta Möller er góður full-
trái og ég tel niðurstöðuna
sigur fyrir konur. Nái Ásta
kjöri inn á þing, og miðað við
sama stuðning í næstu kosn-
ingum, era allar líkur á því að
hlutur kvenna í þirgliði sjálf-
stæðismanna muni tvöfaldast.
Það væri mikill sigur fyrir
konur og Sjálfstæðisflokkinn í
heild,“ sagði hún.
Gæsluvarðhald Nígeríumanns
Kröfu um framleng-
ingu svarað í dag
GÆSLUVARÐHALD Nígeríu-
mannsins, sem innleysti falsaðar
ávísanir fyrir á tólftu milljón króna í
Islandsbanka í síðustu viku rann út
í gær og tók dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur sér frest til morguns, í
dag, fóstudag, til að svara kröfu rík-
islögreglustjóra um hálfsmánaðar
framlengingu á gæsluvarðhaldi
mannsins.
Annar Nígeraímaður var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 10.
mars í gær og beinist rannsókn
málsins að fleiri útlendingum sem
tengjast málinu, enda hefur ríkis-
lögreglustjóri rökstuddan gran um
að um sé að ræða alþjóðlegan
glæpavef. Hversu marga menn um
ræðir er hins vegar ekki ljóst enn-
þá, en alþjóðalögreglan Interpol
annast meðal annars tengsl á milli
lögreglusveita í þeim löndum, sem
vefurinn er talinn teygja anga sína
til.
Morgunblaðið/Ásdís
Neró vaktar
Laugaveginn
LEIÐIR flestra íslendinga
liggja um Laugaveg fyrr eða
síðar, enda ein helsta verslunar-
gata í þéttbýli hérlendis. Hund-
urinn Neró hafði komið sér vel
fyrir og virti hús og mannlif
fyrir sér af mikilli athygli þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins
rakst á hann í gær. Hann
vaktaði Laugaveginn friðsæll á
svip og virtist ekki til þess lík-
legur að fylgja fordæmi nafna
síns sem grunaður var um að
eiga þátt í bruna Rómar í keis-
aratíð sinni árið 64 eftir Krist.
Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi
Sýndi ámælisvert gá-
leysi við framúrakstur
RÚMLEGA fertugur maður var í
gær dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi og 150 þús-
und króna sekt auk ökuleyfissvipt-
ingar í tvö ár fyrir að hafa ekið í
veg fyrir bifreið á öfugum vegar-
helmingi við framúrakstur í Hval-
firðinum sumarið 1997 þar sem
vegsýn var skert vegna hæðar á
veginum.
Maðurinn tók fram úr tveim bif-
reiðum í einu, þar af einni 20
metra langri vöruflutningabifreið
skammt vestan Hvammsvíkur og
var gefið að sök að hafa ekki gætt
nægilega vel að umferð á móti með
þeim afleiðingum að mjög harður
árekstur varð með bifreið manns-
ins og bifreið sem kom á móti. Þrír
fullorðnir slösuðust alvarlega í
árekstrinum, þar af móðir ákærða,
sem hlaut heilaskaða og slæm
beinbrot, og hjón á þrítugsaldri,
sem hlutu margháttuð beinbrot og
meiðsli.
Taldi framúrakstur leyfílegan
Ákærði leit svo á að hann mætti
hefja framúrakstur þar sem veglín-
an á akbrautinni væri rofin á átta
metra kafla og neitaði að hafa tekið
fram úr bifreiðunum á óbrotinni
línu, en í niðurstöðu dómsins sagði
að rofið í vegmerkingunni væri
augljóslega vegna vegarslóða sem
lægi til sjávar. Hins vegar yrði að
skýra þann vafa, hvort vegmerk-
ingin að þessu leyti væri nægilega
skýr, ákærða í hag.
Dómurinn komst engu að síður
að þeirri niðurstöðu að ákærði hefði
ekki sýnt þá aðgæslu við framúr-
aksturinn sem krafist væri af bif-
reiðastjóram ahnennt og að telja
yrði það stórkostlegt gáleysi að
treysta því að hann hefði greiðan
veg framundan þegar hann tók
fram úr bifreiðunum tveimur.