Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________FRÉTTIR_____
Stefna áhugafólks
um auðlindir
í almannaþágu
Markmið
Fiskistofnarnir verði varðveittir
og arðsemi þeirra tryggð handa
komandi kynslóðum.
Sjálfbær þróun
Þetta fellur að markaðri stefnu
um sjálfbæra þróun í íslensku sam-
félagi. Tryggt verði fulit jafnræði í
aðgangi landsmanna að auðlindum
sjávar.
Dómur Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur með dómi sín-
um 3. desember 1998 kveðið skýrt á
um jafnræðið. Hvorki má mismuna
mönnum á sögulegum forsendum
né neinum öðrum.
Allir landsmenn njóti sambæri-
legrar hlutdeildar í afrakstri nytja-
stofna á íslandsirþðum.
Gnmdvallarbreyting
Þetta er aftur í fullu samræmi við
fyrrgreindan dóm Hæstaréttar og
kallar á grundvallarbreytingu á
ríkjandi fyrirkomulagi.
Markmiðin eru í samræmi við
lagaákvæði um þjóðareign á físki-
miðunum og stjómarskrárákvæði
um jafnræði landsmanna.
Þjóðareign
Dómur Hæstaréttar vísar veginn
í þessu eins og fyrri atriðum.
Atvinnufrelsi
Jafnræði gildir einnig um at-
vinnufrelsi auk þess sem það er var-
ið með sérstöku stjómarskrárá-
kvæði.
Breytt stjórnkerfi
Núverandi stjómkerfi fiskveiða
verði endurbætt og þróað með eftir-
farandi gmndvallarbreytingum:
Festa í stjómkerfi
veiðanna
Veiðum úr helstu nytjastofnum
hefur verið stýrt með aflamarks-
kerfi í hálfan annan áratug. Með því
hefur tekist að hafa hemil á ofveiði.
Aflamarkskerfi sem slíkt getur
stuðlað að hagkvæmni við veiðarn-
ar. Hámarkshagkvæmni hefur þó
ekki náðst vegna þess að eðlilegt
gjald hefur ekki verið greitt fyrir
aflaheimildimar. Hér er bætt úr
þessu án þess að æskilegri kjölfestu
kerfisins sé raskað.
Aðgangi að fiskveiðum við Island
verði stýrt með markaðsaðferðum.
Veiðiheimildir verði afhentar al-
menningi, ríki og sveitarfélögum
sem ráðstafa þeim á frjálsum mark-
aði til þeirra sem nýta þær með því
að veiða fiskinn.
Jafnræði og arðshlutdeild
Megininntakið í dómi Hæstarétt-
ar er að allir skuli njóta sambæri-
legrar hlutdeildar í afrakstri nytja-
stofnanna. Það verður best gerð
með því að afhenda hverjum og ein-
um veiðiheimildir sem fólk getur
síðan fénýtt sér með ýmsu móti.
Með þessu er komið á jafnræði í að-
gangi landsmanna að auðlindum
sjávar.
Hlutverk hins opinbera
Nokkur hluti veiðiheimildanna
komi þó í hlut ríkisins til að standa
undir kostnaði vegna byggðasjónar-
miða, vegna þjónustu við sjávarút-
veginn og ef til vill vegna fleh-i at-
riða, sjá síðar. Þessar veiðiheimildir
verði yfirleitt seldar á frjálsum
markaði, rétt eins og heimildir sem
úthlutað er til almennings.
Tímalengd veiðiheimilda
Hér er ekki kveðið á um til hve
langs tíma veiðiheimildir skuli af-
hentar í einu. Einfaldast er að
hugsa sér afhendingu til eins árs í
senn en meiri stöðugleiki fengist
með því að afhenda heimildir sem
næðu nokkur ár fram í tímann. í
raun skiptir þetta ekki höfuðmáli
þar sem verðbréfamarkaðir geta
skapað hæfilega fjölbreytni. Sala á
varanlegum veiðirétti tryggir hins
vegar ekki rétt komandi kynslóða
og samrýmist ekki þeim kjama
máls að þessi réttur er sameign
þjóðarinnar.
Markaðsbúskapur
Það hefur ótvíræða hagræna
kosti að allar veiðiheimildir fari á
markað. Aðgangurinn að hinni tak-
mörkuðu auðlind, fiskinum í sjón-
um, fær þá eðlilegt markaðsverð
sem endurspeglar i senn verðmæti
hans og greiðslugetu útgerðarinnar.
Þetta jafngildir ekki auðlindagjaldi
sem yrði ávallt háð pólitískum
ákvörðunum. Með sölu á markaði
ákveða stjórnvöld ekki greiðsluna
fyrir aðganginn, heldur ráða þar
markaðslögmál eins og í öðrum
þáttum atvinnulífsins. Utgerðar-
menn munu ekki bjóða hærra i afla-
heimildimar en svo að þeir geti rek-
ið fyrirtæki sín með viðunandi
hagnaði. Þess vegna munu afla-
heimildir lækka vemlega í verði
með tilkomu þessa nýja kerfis.
Óbærilegar byrðar?
Sú spurning getur vaknað hvort
óbærilegar byrðar séu lagðar á út-
gerðir og fólk í sjávarplássum með
markaðssetning veiðiheimilda. Hér
er að mörgu að hyggja. - í fyrsta
lagi eru byrðarnar síst minni í nú-
verandi kerfi þegar til lengdar læt-
ur. Upphaflegir handhafar kvótans
hætta útgerð fyrr eða síðar og þeir
eða erfingjar þeirra selja þá
„kvótaeigrí* sína. Þetta verður að
verulegum álögum á útgerð fram-
tíðarinnar, bæði sem útlagður
stofnkostnaður og sem fjármagns-
kostnaður vegna fjárfestingarinn-
ar. - I öðru lagi mun stórlækkað
kvótaverð á markaði styrkja stöðu
smærri útgerðarfyrirtækja og báta
og þar með einnig smærri byggða
sem standa nú höllum fæti. - í
þriðja lagi er í þessari stefnumótun
gert ráð fyrir sérstökum ráðstöfun:
um til vemdar byggðunum. - I
fjórða lagi er mikils virði að skapa
þjóðarsátt um fískveiðistjórnina og
innleiða eðlilegan markaðsbúskap í
útgerð. Þetta hvort tveggja mun
leiða til bættrar og traustari af-
komu fólks og fyrirtækja í sjávar-
útvegi.
Félagsleg jöfnun
Veruleg félagsleg jöfnun felst í
því að afhenda landsmönnum sjálf-
um sem mest af veiðiheimildunum.
Fjölskyldumar í landinu munar um
þau verðmæti sem hér um ræðir.
Stjómkerfið verði endurbætt til
að koma í veg fyrir að afla sé kastað
fyrir borð. Þó að lækkun á kvóta-
verði við fyrrgreinda markaðsvæð-
ingu leiði til minna brottkasts er
ekki víst að það dugi.
Minni hvati
Einn helsti ágalli aflamarkskerf-
isins í núverandi mynd er sá að
menn geta haft verulegan hag af því
að kasta lélegum fiski fyrir borð,
einkum ef þeir hafa keypt veiði-
heimildir dýrum dómum. Með al-
mennri markaðssetningu veiðiheim-
ilda lækkar verð þeirra stórlega.
Þar með ætti að draga verulega úr
þessari sóun.
Beinar aðgerðir
Ef verðlækkun á veiðiheimildum
dugir ekki, em til fleiri leiðir að
sama marki. Veita má takmarkaða
heimild til löndunar utan kvóta
gegn hæfilegu fostu gjaldi sem
hvetur ekki til misnotkunar. Aukið
eftirlit og hert viðurlög koma einnig
til álita.
Aðlögun að breyttu kerfi
Ríkisvaldið verji hluta veiðiheim-
ildanna eða hluta tekna af sölu
veiðiheimilda, a.m.k. tímabundið, til
að rétta hag íbúa í þeim byggðar-
lögum þar sem atvinna hefur
minnkað snögglega vegna sam-
dráttar í fiskveiðum.
Sanngirni gagnvart
landsbyggðinni
Við allar breytingar ber að taka
tillit til hagsmuna þeirra sem eru
háðir sjávarútvegi. Þetta á ekki ein-
ungis við um útgerðarmenn og sjó-
menn, heldur einnig alla íbúa í sjáv-
arplássum, þar sem atvinna og bú-
seta eru í hættu eftir að veiðiheim-
ildir hafa verið seldar burt.
Fé eða kvóti?
Lagt er til að byggðirnar fái bein
framlög í formi kvóta eða fjár. í
reynd á ekki að skipta máli hvort er
gert. Ef veiðiheimildir eru afhentar
sveitarfélögum munu þau væntan-
lega selja þær á markaði. Þeim er
þá í sjálfsvald sett hvort þau setja
skilyrði um að útgerð og vinnsla
haldist í byggðinni eða selja hæst-
bjóðanda og nota andvirðið til ann-
arra atvinnuskapandi aðgerða.
Sterkari staða smábyggðanna
Þegar kvótinn verður ekki lengur
á uppsprengdu verði er þess að
vænta að smábyggðir styrldst mið-
að við það sem ella væri í núverandi
kerfí. Þar að auki skapar hið nýja
kerfi af sjálfu sér fjárhagslegt svig-
rúm til að nota tekjur af veiðiheim-
ildum að hluta til byggðaverndar.
Núverandi kvótaréttur minnki
um tiltekið hlutfall á hverju ári og
þurrkist út á ákveðnu árabili.
Skynsamlegt til sátta
Skapað verður til frambúðar
traust kerfi sem almenn sátt getur
ríkt um. Því er sanngjarnt og skyn-
samlegt að kollvarpa ekki núver:
andi fyrirkomulagi á einni nóttu. í
stað þess er lagt til að þetta gerist
hægt og bítandi. Hlutfallið gæti t.d.
verið 10-20% á ári þar til kvótarétt-
urinn er uppurinn á 5-10 árum.
Aðlögun í 15 ár
Vert er að minna á að núverandi
kerfi hefur verið við lýði í 15 ár.
Þeir sem fengu veiðiheimildimar af-
hentar í upphafi hafa því þegar
fengið drjúgan tíma til að nýta sér
þær.
Þeir sem hafa keypt kvóta nýlega
fái tækifæri til að afskrifa þau verð-
mæti á hæfilega löngum tíma áðui’
en skerðing kvótanna hefst með
fyrrgreindum hætti.
Viðskipti í góðri trú
Enda þótt núverandi kerfi stand-
ist ekki ákvæði stjómarskrárinnar,
sbr. dóm Hæstaréttar, hafa menn
átt viðskipti með veiðiheimildir í
góðri trú. Því er sanngjarnt að veita
þeim sem hafa keypt veiðiheimildir
sérstaka aðlögun til að afskrifa
kaup sín. Þetta kallar á tímabundna
heimild til slíkra afskrifta til skatts.
Sérstakar afskriftir
Eðlilegt er að kvótakaup af þessu
tagi afskrifist til dæmis á 5 árum
(sbr. dóm Hæstaréttar þar um). Því
mætti veita þeim sem hafa keypt
kvóta s.l. 5 ár þau grið sem vantar á
þann tíma áður en almenn skerðing
veiðiheimilda tekur gildi gagnvart
þeim.
Ráðstöfun tekna af hlut ríkisins í
sölu veiðiheimilda Hér á undan hef-
ur verið fjallað um ráðstöfun verð-
mæta til byggðaverndar. Að auki
verði tekjum ríkisins varið til að
kosta opinbera þjónustu við sjávar-
útveginn svo sem rannsóknir, land-
helgisgæslu og veiðieftirlit.
Skyldur eigenda fiskimiðanna
Samkvæmt kjarna þessarar
stefnumótunar verða fiskimiðin að
raunverulegri þjóðareign. Eigand-
inn, þjóðin, verður þá að taka á sig
þá ábyrgð sem eignarhaldinu fylgir,
svo sem að kosta öflugar hafrann-
sóknir og eftirlit með miðunum.
Eðlilegt er að tekjur af sölu veiði-
heimilda standi undir þessu.
Ef tekjur ríkisins af sölu veiði-
heimilda verða meiri en kostnaður
af opinberri þjónustu við sjávarút-
veginn og af byggðavemd í tengsl-
um við fiskveiðistýringu, verði um-
framtekjum varið til að lækka
skatta eða til samfélagslegra þarfa
eftir því sem hentar á hverjum
tíma.
Þjóðfélagsleg markmið
Þeirri stefnumótun sem hér er
lögð fram er ekki ætlað að taka al-
mennt á þjóðfélagsmálum. Hér er
því ekki tekin afstaða í ríkisfjármál-
um heldur aðeins bent á möguleik-
ana.
Lokaorð
Hér er lögð fram heildstæð til-
laga um kerfi sem geti komið í stað
kvótakerfisins eins og það er nú eða
vísað veginn um áframhaldandi þró-
un þess. Reynt hefur verið að gera
þessa tillögu þannig úr garði að sem
flestir landsmenn geti sameinast
um hana, hvað sem líður viðhorfum
manna að öðru leyti.
Kaffihjálp gaf
af sér 170 þús-
und krónur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÉR eru Aðalheiður Héðinsdóttir (t.v.) og Anna M.Þ. Ólafsdóttir
með sérmerktan kaffipakkaun á milli sín og upprúllaða ávísun til
Hjálparstarfsins.
KAFFIHJÁLP var sérstök tegund
af kaffi frá Níkaragva sem Kaffitár
setti á markað fyrir jólin og rann
hluti söluverðsins til Hjálparstarfs
kirkjunnar vegna verkefna í Mið-
Ameríku. Aðalheiður Héðinsdóttir,
eigandi Kaffitárs, afhenti nýlega
Hjálparstarfinu skerfinn, sem var
um 170 þúsund krónur.
Aðalheiður kvaðst í kjölfar nátt-
úruhamfaranna í Mið-Ameríku á
liðnu hausti hafa fengið hugmynd-
ina um að framleiða þessa sér-
stöku kaffitegund og selja með
þeim formerkjum að hluti sölu-
verðsins rynni til verkefna í Mið-
Ameríku. Runnu 200 krónur af
hverju kílói til hjálparstarfsins frá
Kaffitári og 200 krónur frá Ný-
kaup. Kaffið var í sérmerktum um-
búðum og sá auglýsingastofan Fít-
on um hönnun og Miðaprentun
prentaði miðana og var framlag
beggja aðila endurgjaldslaust.
Hjálparstarf kirkjunnar sendi 1,5
milljónir króna strax til Hondúras
vegna neyðarhjálpar og eftir söfn-
unardag á Rás 2 í desember voru
sendar þrjár milljónir króna sem
lofað var þar til verkefna í öðrum
Mið-Ameríkuríkjum.
Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu-
fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar,
segir frumkvæði sem þetta ánægju-
legt og sagði söfnunina á Rás 2 hafa
verið að frumkvæði Bjarkar Gísla-
dóttur. Hún sagði muna um öll slík
tiltæki, hver og einn gæti hjálpað á
sínum forsendum og þannig
fengjust meiri fjármunir til hjálpar-
verkefna. Anna sagði einnig mikil-
vægt fyrir fjáröflun Hjálparstarfs-
ins að menn fyndu sífellt nýjar og
ólíkar leiðir til að styðja starfið.
Fjögur útköll
Slökkviliðsins
í Reykjavík
SLÖKKVILIÐIÐ í Reylgavík
sinnti fjórum útköllum í fyrrinótt
vegna bruna og vatnsleka, en tjón
varð ekki teljandi í neinu tilfell-
anna.
Á miðvikudagskvöld fór Slökkvi-
liðið að húsi við Rauðarárstíg þar
sem biunndæla hafði bilað í kjall-
ara hússins og valdið vatnsleka.
Nokkium mínútum síðar fór
slökkviliðið að árekstri á Kringlu-
mýrarbrautinni til að hreinsa upp
olíu frá skemmdri bifreið.
Klukkan 3.34 um nóttina var
slökkviliðið kallað að veitingahús-
inu Naustinu þar sem kertaskreyt-
ing hafði brunnið niður, en lögregl-
an hafði þá þegar slökkt eldinn.
Tíu mínútum síðar var tilkynnt um
bruna í lyftarageymslu Granda hf.
þar sem kviknað hafði í hleðslu-
tæki fyrir rafmagnslyftara.
Slökkviliðið reykræsti og tjóri
hlaust ekki af.