Morgunblaðið - 05.03.1999, Side 21

Morgunblaðið - 05.03.1999, Side 21
mm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 21 VIÐSKIPTI Marel selur í Bandaríkjunum 120 m.kr. fisk- vinnslubúnaður Starfsmenn fyrirtækis- ins ein stór fjölskylda MAREL hf. hefur gengið frá sölu á fiskvinnslubúnaði ásamt tilheyr- andi hugbúnaði við bandarískt fyr- irtæki fyrir vinnslu á bolfiski og laxi. Gert er ráð fyrir að búnaður- inn verði afhentur í maí næstkom- andi og nemur samningsupphæðin um 120 milljónum króna. Hörður Arnarson, staðgengill Geirs A. Gunnlaugssonar forstjóra, Deutsche bankar í Frakklandi Frankfurt. Reuters. DEUTSCHE Bank, stærsti banki Þýzkalands, bankar á dyr í Frakklandi, þar sem hann ætlar að koma á fót bankakeðju. Hingað til hefur Deutsche ekki tekizt að ná því marki að eignast franska fjármálastofn- un. Bankinn hyggst bæta úr því með því að ráða 150 starfsmenn og opna 10 útibú. Auk þess verður veitt síma- og tölvuþjónusta í París. Deutsche rekur útibú í Belgíu, á Italíu og Spáni auk Þýzkalands. Frakkland hefur alltaf verið stór „eyða“ á evru- svæðinu, sem bankinn lítur á sem heimamarkað. sem er í þriggja mánaða veikinda- leyfi vegna vinnuálags, segist ánægður með samninginn sem sé ákveðinn áfangi í ljósi þess að fé- lagið hefur ekki verið að selja svo stór kerfi inn á Bandaríkjamarkað undanfarin ár. Marel hefur sl. 10 ár selt búnað í fiskvinnslur í Alaska og verksmiðjuskip sem veiða í Kyrrahafi, en ekki afhent heild- stæða verksmiðju áður. Ein fullkomnasta verksmiðja í Norður-Ameríku Samkvæmt fréttatilkynningu mun bandaríska fyrirtækið reisa húsnæði fyrir verksmiðjuna í Alaska-fylki sem verður ein sú full- komnasta fyrir bolfisk og lax í Norður-Ameríku. Marel var valið til að gera tillögu að vinnslufyrir- komulagi fyrir verksmiðjuna og síðan til að afhenda allan vél-, raf- og hugbúnað fyrir utan frysti- og flökunarvélar. Fytr á þessu ári gekk Marel USA, dótturfyrirtæki Marels vest- anhafs, frá sex sölusamningum, samtals að upphæð um eitt hund- rað milljónir króna á alþjóðlegri kjúklingasýningu í Atlanta. Framundan er hin árlega sjávarút- vegssýning í Boston sem fram fer dagana 16.-18. mars, þar sem Mar- el verður meðal þátttakenda, ásamt níu öðrum íslenskum íyrir- tækjum en alls taka um 750 fyrir- tæki þátt í sýningunni sem er ein stærsta sinnar tegundar í heimin- um. HARALDUR Haraldsson nýr stjórnarformaður og eigandi Aburð- aivcrksrniðjunnar í Gufunesi ásamt öðrum nýjum stjórnarmönnum og eigendum, kynnti sig og fyiTrætlanir sínar með verksmiðjuna á fundi í Áburðarverksmiðjunni í gær. Að sögn Haraldar gekk fundurinn mjög vel og var góður andi á honum að hans sögn. Hann sagði að á fundinum hefði m.a. verið greint frá ráðningu Bjarna Kristjánssonar, fyrrum fjár- málastjóra hjá Stöð 2, í ráðgjafastarf hjá verksmiðjunni en hann mun að sögn Haraldar skoða alla þætti rekstursins til að sjá hvernig hægt er að ná sem mestum og bestum ár- angri í rekstri hennar. Georg Árnason formaður starfs- mannafélags verksmiðjunnar hélt stutta ræðu á kynningunni og bauð nýja eigendur velkomna í „fjölskyld- una“ en hann segir að starfsmenn verksmiðjunnar séu eins og ein stór fjölskylda. „Nýir eigendur ætla jafnvel að koma með meiri starfsemi í verk- smiðjuna og það leggst vel í menn þar sem fyrri eigandi gerði ekkert til að bæta við starfsemi til að styðja við rekstur hennar enda þröngur stakk- ur búinn. Haraldur og hans menn gera sér grein fyrir að það þarf að að styðja við reksturinn en framtíðin sker úr um framhaldið. Við tökum einn dag íyrir í einu,“ sagði Georg. Hann sagðist í ræðu sinni hafa tal- að um að starfsmenn ættu samleið með verksmiðjunni og að verksmiðj- an væri ekkert án starfsmannanna. „Við erum bara menn fyrirtækisins og erum margir búnir að vinna í ár og áratugi hér. Við fógnum því ef það kemst drift í hlutina." Á fundinum sagði eldri stjóm verksmiðjunnar af sér og ný stjórn tók við. Nýja stjórn skipa eftirfar- andi menn. Haraldur Haraldsson er stjórnarformaður, Jóhann J. Ólafs- son er varafonnaður og meðstjórn- endur eru þeir Gunnar Ólafsson, Þorvaldur Jónsson og Ásgeir Sigur- vinsson. • Morgunblaðið/Árni Sæberg HARALDUR Haraldsson og aðrir nýir stjórnarmenn og eigendur Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi kynntu sig og fyrirætlanir sínar fyrir starfsmönnum verksmiðjunnar í hádeginu í gær. / S Georg Arnason á kynningarfundi í Aburðarverksmiðjunni í gær g ACO ~ Amur ACO andlitslínan er sex hágæðavörur fyrir milda en áhrifaríka vernd viðkvæmrar andlitshúðar. ACO Andlitslínan dekrar við húðina og uppfyllir allar ströngustu kröfurACO um öryggi og áreiðanleika. ACO ~ HVERM DAG ACO HVERN DAG ernútímaleg lína húðvemdarvara sem notaðar eru daglega til að viðhalda heilbrigðri húð andlits, bols, handa og fóta. ACO ~ LÁGT VERD Þessi húðvörulína sameinar mikil gæði og lágt verð. Stórar pakkningar stuðla að því að magn og gæði fáist fyrir lítið. ACO ~ MEDICM ACO MEDICIN línan er til að leysa vandamál varðandi húðina, hvort sem það er mjög þurr húð, svitavandamál eða viðkvæmur hársvörður. ACO býður upp á bestu fáanlegu lausnina. ACO ~ KARIMEKH Mikil þekking og löng reynsla ACO er hér nýtt sérstaklega með þarfir karlmanna í huga. ACO ~ ACNE Margir unglingar eiga í stríði við bólur á húð og fílapensla. ACO býður hér upp á bestu fáanlegu lausn. Salicylsýran leysir upp nabbana sem stífla svitaholurnar og hindrar þannig fílapenslamyndun um leið og þeim gömlu er eytt. ACO ~ 6ARAI Húð smábama er sérstaklega viðkvæm og er t.d. mikið þynnri en húð fullorðinna. Hér koma ACO vörurnar að sérlega góðum notum og að sjálfsögðu eru engin ilmefni notuð. 9ACO Þæreru ffamleiddar eftir ströngustu öryggiskröfiim og í þæreru aðeins valin hráefhi sem þekkt eru afþvíað valda ekki ofhæmi. í flestum tilvikum er hægt að velja á milli ACO húðvara með eða án ilmefha. h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.