Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýjar bækur
Valdahandbók fyrir
konur gefin út
• GEGNVM glerþakið - valda-
liandbók fyrir konur (Krossa
glastakt - Markhandbok för
kvinnor) er eftir Mariu Herngren,
Evu Sxvedenmark og Annicu
Wennström í þýðingu Bjargar
Árnadóttur. Bókin kom út í Stokk-
hólmi árið 1998 og byggist á viðtöl-
um við um hundrað konur úr öllum
stjórnmálaflokkum Norðurland-
anna. Hingað komu höfundamir til
að ræða við frú Vigdísi Finnboga-
dóttur og íslenskar stjórnmálakon-
ur. Ur viðtölunum unnu þær ís-
lenska viðbót við bók sína og flétt-
uðu hana inn í textann.
í formála í sænsku útgáfunni
segir m.a.: „Eitt stærsta skref sem
sænskar konur hafa tekið í jafnrétt-
isbaráttunni er að krefjast þess að
konur taki annað hvert sæti á fram-
boðslistum. En þessi tilraun skap-
aði ekki hið fullkomna jafnréttis-
þjóðfélag heldur leiddi hún í Ijós að
ennþá er grunnur lýðræðis okkar
ævafom valdapíramídi þar sem
karlar eru viðmiðið og yfir konur
hafnar.
Karlar hafa haft einkarétt á að
skilgreina heiminn. Það hefur leitt
til þess að stjómmálin byggjast ein-
göngu á reynslu þeirra - eða
reynsluleysi, sem er enn verra og
verða því einsleit og ófullkomin.
Stærstu vandamál samtímans; um-
hverfisslys, fátækt og styrjaldir,
stafa af því að einkynja stjórnmála-
öfl em ófær um að finna nýjar leiðir
og lausnir."
I formála íslensku þýðingarinnar
sem skrifaður er af Sigríði Lillýju
Baldursdóttur, formanni KRFI,
segir m.a.: „Islendingar era enn
ekki búnir að brjóta af konum gler-
þakið en margt bendir til þess að sá
sögulegi atburður verði í Alþingis-
kosningunum í vor.
Konur eiga í mörgum tilvikum af-
ar erfitt uppdráttar og margar
hæfUeikaríkar og skeleggar konur
hafa hrakist frá stjómmálaþátt-
töku.“
Útgefandi er Kvenréttindafélag
Islands. Bókin er 160 bls. Prent-
vinnsla og umbrot: Hagprent - Ing-
ólfsprent. Verð: 1.500 kr.
SIGRIÐUR Lillý Baldursdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands,
fylgir bókinni úr hlaði á Hallveigarstöðum.
Norrænar bókakynningar
í Norræna húsinu
Karlar í kvennabaráttu
KARLAR í kvennabaráttu verður
yfirskrift tónlistardagskrár á veg-
um Listaklúbbsins mánudaginn 8.
mars. í tilefni alþjóðlegs baráttu-
dags kvenna koma stelpumar eða
konurnar af plötunni Áfram stelp-
ur og úr sýningunni Ertu nú
ánægð kerling? saman að nýju. f
fylgdarliði þeirra að þessu sinni er
sænski leikhúsmaðurinn og laga-
smiðurinn Gunnars Edander, en
það var einmitt hann sem gerði
lögin á umræddri plötu - fyrir 25
árum!
Síðari hluti dagskrár kvöldsins er
í höndum Gunnars Edander, en þá
flytur hann ljóðadagskrá sem vakið
hefur mikla athygli víða um heim
um sænska kvennamanninn og stór-
skáldið August Strindberg
BÓKAKYNNINGAR norrænu
sendikennaranna við Háskóla ís-
lands fara fram sunnudaginn 7.
mars. Nú verða kynningarnar allar
á einum degi og kynna sendikenn-
ararnir áhugaverðar bækur og rit-
höfunda sem sendu frá sér skáld-
verk á árinu 1998. Dagskráin hefst
kl. 14 og henni lýkur um kl. 16.30.
Elisabeth Alm sendikennari fjall-
ar um sænskar skáldsögur og talar
m.a. um nýjustu skáldsögurnar eft-
ir Göran Tunström, Jan Guillou og
P.C. Jersild. Finnski sendikennar-
inn Eero Suvilehto kynnir síðan
ljóðskáldið Tua Forström og
finnskar bókmenntir. Að loknu
kaffihléi tekur norski sendikennar-
inn Kjell 0ksendahl við og talar um
norskar bókmenntir og fjallar sér-
staklega um Kjartan Flogstad og
Linn Ullman.
Að lokum fjallar Siri Agnes Kar-
sen um danska ljóðskáldið Piu Taf-
drap, sem hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs í ár, og auk
þess talar hún um rithöfundana
sem voru tilnefndir til bókmennta-
verðlaunanna í ár.
Þeir vora Þórarinn Eldjárn,
Hallgi-ímur Helgason, Carsten Jen-
sen, Monika Fagerholm, Irja Rane,
Geir Pollen, Jan Erik Vold, Lars
Norén, Göran Sonnevi og græn-
lenski rithöfundurinn Ole Korneli-
ussen.
í bókasafni Norræna hússins
verða bækur allra þessa höfunda til
útláns.
Langur laugardagur - Miðborgin og ndgrenni
Síðustu forvöð að
koma á tilboðsdagana
20-40%
afsláttur
af sængurfataefnum,
sængurverasettum og
sængum
Skófavörðustíg 21 a, sími 551 4050.
• "-1 ■ •.yýf-.Uuv
Glæsilegar
dragtir í
úrvali
Verð frá
kr. 9.900
tON
LAUGAVEGI 72,
SÍMI 561 3377
vor/sumar 1999
Nýr bæklingur - Nýir litir