Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Valdahandbók fyrir konur gefin út • GEGNVM glerþakið - valda- liandbók fyrir konur (Krossa glastakt - Markhandbok för kvinnor) er eftir Mariu Herngren, Evu Sxvedenmark og Annicu Wennström í þýðingu Bjargar Árnadóttur. Bókin kom út í Stokk- hólmi árið 1998 og byggist á viðtöl- um við um hundrað konur úr öllum stjórnmálaflokkum Norðurland- anna. Hingað komu höfundamir til að ræða við frú Vigdísi Finnboga- dóttur og íslenskar stjórnmálakon- ur. Ur viðtölunum unnu þær ís- lenska viðbót við bók sína og flétt- uðu hana inn í textann. í formála í sænsku útgáfunni segir m.a.: „Eitt stærsta skref sem sænskar konur hafa tekið í jafnrétt- isbaráttunni er að krefjast þess að konur taki annað hvert sæti á fram- boðslistum. En þessi tilraun skap- aði ekki hið fullkomna jafnréttis- þjóðfélag heldur leiddi hún í Ijós að ennþá er grunnur lýðræðis okkar ævafom valdapíramídi þar sem karlar eru viðmiðið og yfir konur hafnar. Karlar hafa haft einkarétt á að skilgreina heiminn. Það hefur leitt til þess að stjómmálin byggjast ein- göngu á reynslu þeirra - eða reynsluleysi, sem er enn verra og verða því einsleit og ófullkomin. Stærstu vandamál samtímans; um- hverfisslys, fátækt og styrjaldir, stafa af því að einkynja stjórnmála- öfl em ófær um að finna nýjar leiðir og lausnir." I formála íslensku þýðingarinnar sem skrifaður er af Sigríði Lillýju Baldursdóttur, formanni KRFI, segir m.a.: „Islendingar era enn ekki búnir að brjóta af konum gler- þakið en margt bendir til þess að sá sögulegi atburður verði í Alþingis- kosningunum í vor. Konur eiga í mörgum tilvikum af- ar erfitt uppdráttar og margar hæfUeikaríkar og skeleggar konur hafa hrakist frá stjómmálaþátt- töku.“ Útgefandi er Kvenréttindafélag Islands. Bókin er 160 bls. Prent- vinnsla og umbrot: Hagprent - Ing- ólfsprent. Verð: 1.500 kr. SIGRIÐUR Lillý Baldursdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, fylgir bókinni úr hlaði á Hallveigarstöðum. Norrænar bókakynningar í Norræna húsinu Karlar í kvennabaráttu KARLAR í kvennabaráttu verður yfirskrift tónlistardagskrár á veg- um Listaklúbbsins mánudaginn 8. mars. í tilefni alþjóðlegs baráttu- dags kvenna koma stelpumar eða konurnar af plötunni Áfram stelp- ur og úr sýningunni Ertu nú ánægð kerling? saman að nýju. f fylgdarliði þeirra að þessu sinni er sænski leikhúsmaðurinn og laga- smiðurinn Gunnars Edander, en það var einmitt hann sem gerði lögin á umræddri plötu - fyrir 25 árum! Síðari hluti dagskrár kvöldsins er í höndum Gunnars Edander, en þá flytur hann ljóðadagskrá sem vakið hefur mikla athygli víða um heim um sænska kvennamanninn og stór- skáldið August Strindberg BÓKAKYNNINGAR norrænu sendikennaranna við Háskóla ís- lands fara fram sunnudaginn 7. mars. Nú verða kynningarnar allar á einum degi og kynna sendikenn- ararnir áhugaverðar bækur og rit- höfunda sem sendu frá sér skáld- verk á árinu 1998. Dagskráin hefst kl. 14 og henni lýkur um kl. 16.30. Elisabeth Alm sendikennari fjall- ar um sænskar skáldsögur og talar m.a. um nýjustu skáldsögurnar eft- ir Göran Tunström, Jan Guillou og P.C. Jersild. Finnski sendikennar- inn Eero Suvilehto kynnir síðan ljóðskáldið Tua Forström og finnskar bókmenntir. Að loknu kaffihléi tekur norski sendikennar- inn Kjell 0ksendahl við og talar um norskar bókmenntir og fjallar sér- staklega um Kjartan Flogstad og Linn Ullman. Að lokum fjallar Siri Agnes Kar- sen um danska ljóðskáldið Piu Taf- drap, sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár, og auk þess talar hún um rithöfundana sem voru tilnefndir til bókmennta- verðlaunanna í ár. Þeir vora Þórarinn Eldjárn, Hallgi-ímur Helgason, Carsten Jen- sen, Monika Fagerholm, Irja Rane, Geir Pollen, Jan Erik Vold, Lars Norén, Göran Sonnevi og græn- lenski rithöfundurinn Ole Korneli- ussen. í bókasafni Norræna hússins verða bækur allra þessa höfunda til útláns. Langur laugardagur - Miðborgin og ndgrenni Síðustu forvöð að koma á tilboðsdagana 20-40% afsláttur af sængurfataefnum, sængurverasettum og sængum Skófavörðustíg 21 a, sími 551 4050. • "-1 ■ •.yýf-.Uuv Glæsilegar dragtir í úrvali Verð frá kr. 9.900 tON LAUGAVEGI 72, SÍMI 561 3377 vor/sumar 1999 Nýr bæklingur - Nýir litir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.