Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndlistarvor Islandsbanka í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
LISTAMAÐURINN ásamt fjölskyldu sinni og sýningarstjóranum,
Benedikt Gestssyni, lengst til hægri. Til vinstri er Margrét Lísa Stein-
grímsdóttir, eiginkona Helga Þorgils Friðjónssonar, sem er í miðjunni,
og með þeim börn þeirra, Þorgils og Olöf Kristín.
Það sem
skiptir máli
Helgi
Þorgils sýn-
ir málverk
FYRSTA myndlistarsýningin í
fímm sýninga röð, sem haldin verð-
ur undir yflrskriftinni Myndlistar-
vor íslandsbanka í Vestmannaeyj-
um, verður opnuð á morgun, laugar-
dag. Það er Helgi Þorgils Friðjóns-
son sem ríður á vaðið og sýnir mál-
verk í gamla áhaldahúsinu á horni
Græðisbrautar og Vesturvegar.
Sýningin verður opnuð kl. 14 á
morgun og stendur fram til sunnu-
dagsins 14. mars. I kjölfarið fylgja
fjórar sýningar sex iistamanna,
hver á fætur annarri, allt fram til 9.
maí.
Markmiðið með Myndlistarvori
íslandsbanka í Eyjum er að sögn
forsprakkans, Benedikts Gestsson-
ar, blaðamanns á Fréttum í Vest-
mannaeyjum, að efla skilning á
samtímamyndlist og ekki síður að
efla tengsl ísienskra myndlistar-
manna við íbúa í dreifðum byggðum
landsins. „Ef vel er á málum haldið
ætti að vera hægt að gera Vest-
mannaeyjar að eftirsóttum sýning-
arstað," segir hann.
Fannst eitthvað vanta
Sjálfur er Benedikt aðkomumað-
ur í Eyjum, flutti þangað fyrir um
ári frá Reykjavík. „Þar hefur maður
haft ýmsa möguleika tii þess að
njóta sjónlista og ég hef alla tíð ver-
ið mikill áhugamaður um myndlist.
Svo þegar ég kom hingað til Eyja
þá fannst mér einhvern veginn
vanta eitthvað," segir hann. Með
þetta í huga fór hann að kanna jarð-
veginn og tókst að fá styrk hjá
Vestmannaeyjabæ til þess að fá
myndlistarmann í heimsókn sl.
haust. Ekki leið á löngu fyrr en
Bjarni H. Þórarinsson kom með
heilt Sjónþing til Eyja og vakti það
þó nokkra athygli, að sögn Bene-
dikts. „í framhaldi af því fréttu ung-
ir myndlistarmenn í Reykjavík af
þessum sal, sem er ansi skemmti-
legur. Þeir komu svo hingað á eftir
Bjama, þeir Jón Óskar, Guðjón
Bjarnason og Bjarni Sigurbjörns-
son og héldu sýningu."
Hver sýning nær
yfir tvær heigar
Segja má að ekki hafi verið aftur
snúið og enn fór Benedikt af stað, í
þetta sinn til bankastjóra íslands-
banka í Vestmannaeyjum, Barkar
Grímssonar. Benedikt hafði í huga
að halda eina sýningu en banka-
stjórinn spurði hvort ekki væri
hægt að halda sýningaröð. „Þannig
að veiviljann vantar ekki,“ segir
Benedikt, sem hófst strax handa við
að skipuleggja sýningahaldið. Auk
íslandsbanka styrkja Vestmanna-
eyjabær, Eyjaprent/Fréttir og Sjó-
vá-Almennar í Vestmannaeyjum og
HSH-flutningar Myndlistarvorið.
Allar verða sýningarnar opnaðar
á laugardegi og er miðað við að síð-
asti sýningardagur verði á sunnu-
degi rúmri viku síðar, þannig að
hver sýning nái yfir tvær helgar. Að
lokinni málverkasýningu Helga
Þorgils verður opnuð samsýning,
sem stendur frá 20. til 28. mars, en
þar sýnir Sigþrúður Pálsdóttir,
Sissú, skúlptúi’ og Guðlaugur Krist-
inn Óttarsson andaflsverk. Dagana
l.-ll. apríl sýnir svo Gabríela Frið-
riksdóttir veggmyndir og 17.-25.
apríl sýna þeir Kristján Steingrím-
ur og Tumi Magnússon málverk.
Síðasta sýningin í þessari lotu hefst
1. maí og stendur til 9. maí. Þar sýn-
ir Lovísa Lóa Sigurðardóttir mál-
verk, innsetningar og „perfor-
mance“.
TOJVLIST
Háskólabfó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Mozart og
Mendelssohn. Einleikari: Edda Er-
lendsdóttir. Stjórriandi: Rico Saccani.
Fimmtudaginn 4. mars 1999.
ÞAÐ er sérkennilegt að bæði
verkin eftir Mozart á þessum tón-
leikum, Parísar-sinfónían og síðasti
pínanókonsertinn, eru verk þar
sem meistarinn var ekki í sínu
besta formi. I Parísar-sinfóníunni
er hann að leitast við að geðjast
Frökkum, sem á þessum tíma litu á
sinfóníska tónlist að nokkru sem
annars flokks tónlist og í píanó-
konsertinum K. 595, er Mozart
ekki sá magnaði píanisti, sem birt-
ist oft með stórkostlegum hætti í
sumum fyrri konsertunum. Hvað
um það, þá er Parísar-sinfónían
gott verk og var að mörgu ieyti vel
leikin undir stjóm Saccanis.
Edda Erlendsdóttir lék hinn
ljóðræna og allt að því innhverfa
konsert Mozarts mjög vel, sérstak-
lega hæga þáttinn og einnig loka-
rondóið, þar sem mest er um að
vera fyrir píanóið og hefst á stefi,
sem kalla má frumgerð lagsins,
sem við Islendingar syngjum við
texta Þorsteins Erlingssonar, Nú
tjaldar foldin fríða, sinn fagra
blómasal. Edda „söng“ konsertinn
mjög fallega og af öryggi og gerði
ekki tilraun til að gera meira úr
tónmáli verksins, með því að keyra
upp hraðann eða leggja efninu
meiri hljómstyi-k, heldur flytja
verkið í heild, af því látleysi, sem
segja má að sé aðall þess.
Lokaverk tónleikanna var sú
„skoska“ eftir Mendelssohn (1809-
1847). Mendelssohn lifði aðeins
fram undir miðja 19. öldina og þá
voru menn enn að undrast yfir
Beethoven, rétt aðeins farnir að
vingast við J.S.Bach og áttu jafn-
vel eftir að læra að meta
Schubert. Tónmálið hjá Mendels-
sohn er því klassísk rómantík og
jafnvel hinum frumlega Schumann
hafði ekki tekist að semja hrein-
rómantíska sinfóníu, svo að rétt er
að hafa það í huga, þegar endur-
meta skal tónlist snillingsins, því
snillingur var Mendelssohn óum-
deiianlega. „Skoska" sinfónían er
gott verk og var sérlega vel flutt
af Sinfóníuhljómsveit íslands,
undir stjórn Saccanis, sem gefur
hverri tónhendingu sinn tíma,
leggur áherslu á blæbrigði og sér-
kenni í rithætti og nær hljómsveit-
inni svo, að lesa má úr andliti
hvers hljóðfæraleikara einbeitni,
er blómstrar í sérlega áhugaverð-
um og athyglisverðum leik, þannig
að tónmálið fær tilfinningalega
merkingu, verður eitthvað sem
skiptir máli. Með öðrum orðum,
leikur Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, undir stjóm Saccanis, í
þeirri „skosku“, eftir Mendels-
sohn, var hreint frábær.
Jón Asgeirsson
"Það besta sem komið hefur frá leikstjóra Sense And Sensibility."
- ROGER EBERT, Chicago Sun Tirnes
eftir
Ang
Lee
” í
1 i
r'
Kevin Kline
Joan Allen
Sigourney Weaver
°9
Christina Ricci
Þa& var árið 1973,
og stroumhvörf lágu í loftinu.
tory
nrv
ii
* , hltí ölt Wá ki tejlij isteffiifetIfefei kjlé
' ■ ítotop'jfe M. |ÉíiÉilp Átóíjfii
m ■■■ JÍBej ;liS|jits wtififflc íliéiáte VsÉr^lf.122^
FRUMSÝND í DAG M
iMVú
3.-16. mars
Strandverðir
teknir upp
í Ástralíu.
Kíkt Bak
við tjöídin
til Völu Matt.
Beinar
útsendingar frá
Formula 1.
í Dagskrárblaðinu þínu.
/ allri sinni mynd!