Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 50

Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 INGA JÓNSDÓTTIR + Inga Jónsdóttir fæddist 28. júní 1926 í Lunansholti í Landsveit. Hún lést í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðnín Sæmundsdóttir (1898-1936) frá Lækjarbotnum í Landsveit og Jón Eiríkur Oddsson (1888-1968), bóndi í Lunansholti. Guð- rún var dóttir hjón- anna Sigríðar Theódóru Páls- dóttur (1869-1942) hreppstjóra á Selalæk (1834-1870) Guð- mundssonar hreppstjóra á Keldum Brynjólfssonar og konu hans Þuríðar Þorgilsdótt- ur (1832-1869) bónda á Rauð- nefsstöðum Jónssonar. Jón E. Oddsson, faðir Ingu, var sonur Odds Jónssonar (1858-1925) Ei- ríkssonar bónda í Lunansholti og konu hans Ingiríð- ar Arnadóttur bónda á Skammbeinsstöð- um í Holtum Arna- sonar. Inga var önn- ur í röð fimm systra en hinar eru: Oddný f. 1.6. 1925, Sigríður Theódóra, f. 25.8. 1927, dóttir hennar er Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 15.3. 1955, Guðrún, f. 27.6. 1930, sonur hennar er Jón Eiríkur Rafns- son, f. 7.4. 1956, Þuríður, f. 23.9. 1932, eiginmað- ur hennar er Björgvin Kjartans- son, f. 10.3. 1932, og börn þeirra eru Þórunn, f. 20.1. 1959, Guð- mundur Þröstur, f. 9.9. 1962, Árni, f. 21.2. 1964, og Kjartan, f. 6.3. 1966. Inga giftist 9. apríl 1955 Óðni Birni Jakobssyni, f. 4.3. 1925 á Spóastöðum í Biskupstungum. Óðinn er sonur Jakobs Björns- Elsku amma, þakka þér fyrir all- ^ an tímann sem þú gafst okkur, allar ferðimar austur í Lunansholt, sem við fórum með ykkur afa, fyrst við sem emm eldri en seinna tóku þau yngri við. Líka allar næturgisting- arnar í Hraunbænum og kjötsúpu- veislurnar sem þú hélst fyrir okkur. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir okkur og vildir gera allt fyrir okk- ur. Söknuður okkar er mikill en minningin um þig mun lifa í hjört- um okkar. Við trúum að þér líði vel hjá Guði. Við skulum hugsa vel um ■s'afa fyrir þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfír mér. (Hallgr. Pét.) Astarkveðjur. Barnabömin þín. Ingiríður Jónsdóttir andaðist 20. febrúar síðastliðinn 72 ára að aldri. Farsælli ævi mætrar konu er lokið. Inga bar nafn foðurömmu sinnar, Ingiríðar Amadóttur, fyrrverandi húsfreyju í Lunansholti. Inga, eins og hún var jafnan nefnd, var önnur * *i röð fimm systra en hinar em Odd- ný, Sigríður Theódóra, Guðrún og Þuríður. Vorið 1936 varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa móður sína en hún andaðist í apríl rétt tæplega 38 ára að aldri. Þá vora dæturnar á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Faðir þeirra tókst því á við hið þunga hlutskipti að ala einn upp dætur sínar og koma þeim til manns. Yngsta dóttirin fór í gott fóstur á næsta bæ, Bjalla, þar sem hún hlaut hið besta atlæti hjá hjón- unum Ingvari Arnasyni og Málfríði Amadóttur sem þar bjuggu. Sam- band systranna er einstakt og ef til vill hefur móðurmissirinn þjappað þeim enn þéttar saman því að með- v al skyldmenna eru þær yfirleitt nefndar í einu orði, systurnar í Lunansholti. Varla er hægt að hugsa sér nánara eða betra sam- band en ríkir milli þeirra. Móðir mín, Jóhanna Vigdís Sæmundsdótt- ir, var systir Guðrúnai’, móður Ingu, og ber ég nafn hennar. Afar kært var með þeim systram og að- eins eitt ár á milli þeirra. Móðir mín lét sér mjög annt um systurdætur sínar og endurguldu þær henni það með margvíslegum hætti meðan hún lifði. Og við systurnar og fjöl- 'skyldur okkar höfum ekki farið var- hluta af vináttu þeirra og tryggð. Eg var sjö ára gömul er ég fór fyrst til sumardvalar að Lun- ansholti með rútu í fylgd Oddnýjar, elstu dótturinnar á bænum. Það var í fyrsta skipti sem ég fór ein að heiman. Þegar í Lunansholt kom JJpftir langa og stranga ferð þar sem sprakk að minnsta kosti einu sinni á rútunni í Kömbum, þá fannst mér allt vera framandi og var ekki laust við að ég væri með hálfgerða heim- þrá. Hún hvarf fljótt. Næsta morg- un vakti Jón bóndi mig og bað mig að koma með sér út í skemmu. Þar sýndi hann mér litla hrífu sem hann hafði smíðað handa mér um kvöld- ið. Frá þeirri stundu var ég bundin Jóni og dætrum hans órjúfandi böndum. Eg naut þess vissulega að bera nafn húsfreyjunnar, móður- systur minnar, sem andaðist viku áður en ég fæddist. Þarna dvaldist ég í sjö sumur og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast búskaparháttum sem þá vora um það bil að hverfa. Það eru ekki margir í dag sem fluttu mjólk- ina á brúsapallinn og strokkuðu smjör. Bóndinn stóð við sláttinn með orf og ljá og mikið var komið undir veðurfari hvernig til tókst með heyöflun og hvernig afkoma heimilisins var. Lunansholt er landnámsjörð og stór bújörð. Baðstofan í Lun- ansholti var rúmgóð. Rúmin stóðu meðfram veggjunum og gluggi var við enda baðstofunnar og þar blasti við fjallahringurinn fagri með Heklu, Þríhyrning og Eyjafjalla- jökul í öndvegi. Að gömlum sið var stofa á bænum sem einkum var ætluð gestum sem að garði bar í Lunansholti. Auk Jóns bónda og dætranna vora þar heimilisföst þau Guðný Hansdóttir (1876-1942) og Guðfinnur Jónsson (1894-1952), vistráðin hjú. Guðfinnur kom að Lunansholti 1939 og átti þar heimili upp frá því. Allt þetta góða fólk hjálpaðist að við að gæða andrúms- loftið hlýju og góðvild og eiginleik- ar eins og nýtni og nægjusemi sátu í fyrirrúmi. Þegar ég kom fyrst að Lun- ansholti var Inga 17 ára. Hún bar þá strax þann svip sem átti eftir að setja mark sitt á hana. Þremur ár- um síðar, veturinn 1946-1947, fór hún á Húsmæðraskólann á Akur- eyri og nýttist henni vel námið ævi- langt. Inga var fyrirmyndar hús- móðir sem kunni að breyta mjólk í mat og ull í fat svo að á betra varð ekki kosið. Hún var vandvirk og af- kastamikil og vann störf sín af kost- gæfni. Mér er minnisstætt þegar hún lét mig hræra deig í kökurnar sem ætíð vora bakaðar fyrir helgar. Hún var ekki ánægð fyrr en deigið hafði fengið hinn rétta ljósa lit og léttleika, og það gat tekið tímann sinn því að engin var hrærivélin. Inga varð fljótlega húsmóðirin á heimilinu. Engin valdakeppni ríkti þó milli systranna. Allt gekk átaka- laust fyrir sig og var heimilisbrag- urinn eindæma góður. Aldrei var fjasað yfir neinu, allir gengu til sinna verka og vora þau unnin há- vaðalaust. Mörg böm vora í sumar- dvöl í Lunansholti. Þeim vora feng- in fbst störf að vinna og þeim var hrósað fyrir vel unnið verk. Eg tel MINNINGAR sonar (1895-1969) varðstjóra í Reykjavík og konu hans Egg- þóru Kristjánsdóttur (1894-1964) bónda á Bollastöð- um í Flóa Þorvaldssonar. Böm Ingu og Óðins em þijú, öll fædd í Lunansholti: 1) Guðrún Óðins- dóttir, f. 22.11. 1954, fulltrúi hjá RUV, maður hennar er Þor- steinn Þröstur Jakobsson, f. 6.9. 1954, prentari, böm þeirra em Óðinn Björn, f. 3.12. 1981, Jak- ob Björgvin, f. 19.10. 1985, og Inga Hrönn, f. 27.8. 1989. 2) Jakob Heimir Óðinsson, f. 27.3. 1957, húsgagnasmiður, kona hans er Sesselía Jóhannsdóttir, f. 18.9. 1963, nemi, böm þeirra em Gunnar Ingi, f. 20.7. 1982, Brynjar Þór, f. 9.8. 1987, og Óð- inn Björn, f. 9.4. 1994. 3) Þóra Hrönn Óðinsdóttir, f. 27.6.1959, kennari, hennar maður er Ósk- ar Jónsson, f. 25.11. 1961, mál- ari, börn þeirra eru Bergur Már, f. 31.12. 1989, og Alma Rut, f. 5.9. 1992. Kveðjuathöfn um Ingu verð- ur haldin í dag í Langholts- kirkju og hefst athöfnin kl. 10.30. Síðar um daginn verður hún lögð til hinstu hvflu á Skarði í Landsveit. að betri uppalendur en Jón bóndi og dætur hans séu vandfundnir. Inga giftist Óðni Birni Jakobs- syni 1955, miklum öðlingi, og hófu þau búskap í Lunansholti, bjuggu með Jóni, foður Ingu, og tóku við búinu að honum látnum. Þar fædd- ust börnin þeirra þrjú, Guðrán, Jakob Heimir og Þóra Hrönn, sem öll hafa hlotið góða kosti foreldra sinna og era mikið efnisfólk. Þau bragðu búi og fluttust til Reykja- víkur 1970. Óðinn fór að vinna við Alverið i Straumsvík þar sem hann vann þar til hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir en Inga vann við verslunarstörf, seinast hjá Alafossi, þar til hún lét af störfum fyrir fimm árum. Þau hjón vora samhent í öll- um hlutum og höfðingjar heim að sækja. Heimili þeirra í Hraunbæ er með miklum myndarbrag og ekki sakaði að stutt var milli systranna því að þrjár þeiraa bjuggu stein- snar frá. Eg held að þær systur hafi alltaf litið á sig sem einn mann. Tengslin við heimahagana hafa aldrei rofnað þótt búskap væri hætt. Veglegt hús var reist þar og vígt á 100 ára afmæli fóður þeirra í júlí 1988. Þar var margt um mann- inn, ungir jafnt sem gamlir, og þar ríkti hin sanna gestrisni og sama andrámsloft og áður í gamla bæn- um og eins og jafnan í þeirra ranni. Inga var heilsuhraust þar til fyr- ir fáum mánuðum er hún tók þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Hún bar höfuðið hátt til hinstu stundar alveg eins og hún gerði þegar ég sá hana fyrst. Við systurnar og fjölskyldur okkar sendum Óðni og börnunum og fjöl- skyldum þeirra svo og systram hennar innilegar samúðarkveðjur. Eg þakka samfylgdina og allar góðu minningarnar. Guðrún Erlendsdóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast móðursystur minnar, hennar Ingu. Hún lést á Borgar- spítalanum 20. febrúar sl., þar sem hún naut góðrar aðhlynningar síð- ustu dagana. Inga greindist með ill- kynja sjúkdóm sl. haust, sem að lokum lagði hana að velli. Hún var ótrálega sterk og dugleg í baráttu sinni við þennan erfiða sjúkdóm, hún gafst aldeilis ekki upp strax. Ég dáðist að því hvað hún var létt og kát allan tímann, og naut hún þess helst að fá til sín gesti og að fjör væri í kringum sig. Þó að mikið veik væri lét hún sig ekki vanta í jólaboðið hjá mömmu á að- fangadag, né í önnur boð, jafnvel þótt þyrfti að bera hana á staðinn. Hún kvartaði aldrei þó að hún væri greinilega kvalin, sagði alltaf að sér liði vel. Jafnvel starfsfólk Borgar- spítalans dáðist að þessu og hafði á orði að hún væri alveg einstaklega góður sjúklingur. Það verður tómlegt í næstu fjöl- skylduboðum án Ingu. Hún var alltaf hrókur alls fagnaðar og fylgd- ist grannt með öllum í „stórfjöl- skyldunni". Inga fylgdist alla tíð ákaflega vel með og fá vora málefn- in sem hún ekki þekkti, eða mann- eskjurnar sem hún ekki vissi deili á. Maður kom sjaldan að tómum kofunum hjá henni. Kæra Inga, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Minning þín mun lifa áfram með okkur. Jóna Guðrún Olafsdóttir. Kveðja frá skólasystrum. Ég man þá tíð, í minni hún æ mér er, þá ársól lífsins brann mér heit á vanga og vorblóm ungu vakti í brjósti mér, sem velkja náði ei hretið enn hið stranga. (Þýð. St. Thor.) Það var vissulega föngulegur hópur ungra stúlkna, sem kom saman á Akure.yri í lok sumars 1946 til þess að stunda nám við Húsmæðraskóla Akureyrar, sem hafði verið stofnaður árið áður. Við komum reyndar úr öllum lands- hlutum, en áttum þó allar eitt sam- eiginlegt, bjartsýni og glaðværð æskunnar, „sem biður þess sumarið aldrei að líða“, og viljann til þess að afla okkur þekkingar og færni svo að við gætum búið okkur sem best undir lífið framundan. Ein þessara ungu kvenna var Inga Jónsdóttir, sem fædd var og uppalin í hinni fögra Landsveit, þar sem Hekla rís hátt yfir byggð. Inga var einstak- lega vel skapi farin og varð fljót- lega vinsæl meðal skólasystranna fyrir hjálpsemi sína, ljúfa fram- komu og hægláta kímni, sem gjarn- an einkennir fólk af Víkingslækja- rætt. Hún naut einnig sérstakrar hylli kennara Húsmæðraskólans vegna þess hve samviskulega hún stundaði námið og hversu vel henni fóra úr hendi hinir verklegu þættir. Þar hafði hún að vissu leyti forskot á mai'gar okkar þar sem hún hafði orðið að veita heimili föður síns að hluta til forstöðu eftir að hún, þá innan við fenningu, missti móður sína frá fimm börnum. Inga var mótuð af þessari reynslu, þegar hún kom í skólann og hafði því til að bera meiri andlegan þroska en flestar okkar hinna, þroska, sem hún miðlaði óafvitandi til okkar með sinni hógværa og menningar- legu framgöngu. Hin glöðu ár æsk- unnar liðu og við tóku manndóms- árin svokölluðu. Hún var gæfusöm í sínu einkalífí, giftist sómamannin- um Óðni Jakobssyni og eignaðist með honum þrjú börn, sem öll hafa erft mannkosti foreldranna og við vitum að Inga rækti skyldur sínar við börn sín og eiginmann af þeirri skyldurækni og með því hugarfari sem við kynntumst hjá henni, þeg- ar við voram samvistum við hana veturinn forðum í Húsmæðraskóla Akureyrar. Dæm svo mildan dauða, Drottinnþínubami eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M. Joch.) Við kveðjum með söknuði vand- aða konu og tryggan vin. Aðstand- endum vottum við dýpstu samúð. Saumaklúbbur H.S.A. Góð frænka og nágranni til margra ára er látin. I fari Ingu var hlýja og mildi. Hún bar umhyggju fyrir öðram og var mjög greiðvikin. Én fyrir sjálfa sig skipti minna máli. Inga var félagslynd, minnug og fróð um menn og málefni. Það verður allt annað en auðvelt að hugsa sér Lunansholt án hennar. Ófáar era þær ferðir sem ég hef farið með þeim hjónum milli Reykjavíkur og Landsveitar, síðast í ágúst sl. Fyrstu minningar mínar frá Lunan eru af barnaskemmtun sem þar var haldin um jólin 1928. Ég man hvað við börnin fengum stór epli. Eins man ég hvað bað- stofan var stór, öll börnin og full- orðna fólkið gátu gengið í kringum jólatréð. Þegar tognaði úr mér hljóp ég þangað seint og snemma því alltaf var farið þangað ef eitt- hvað vantaði, sem var gagnkvæmt, eða með skilaboð því enginn var síminn. I Lunansholti var alltaf mannmargt og heimilislífið glað- vært. Inga kynntist snemma alvöra lífsins því móðirin veiktist og lést 1936. Yngsta systirin var þá komin til foreldra minna á Bjalla og ólst þar upp. Jón faðir þeirra var afar barngóður og handlaginn. Honum féll aldrei verk úr hendi. Hafa þær systur allar erft þann eiginleika í ríkum mæli. Inga og systur hennar ólust upp hjá föðúr sínum í Lunan. Þegar hún hleypti heimdraganum fór hún einn vetur að Laugarvatni og annan á húsmæðraskóla á Akur- eyri. Hún vann síðan í Reykjavík af og til en þær systur skiptust á að vera heima og halda heimili með föður sínum. I Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Óðni Birni Jakobssyni og fóra þau að búa í Lunansholti 1954. Þau eignuðust þrjú börn. Inga átti góðan eigin- mann og voru þau samhent í einu og öllu. Jón faðir Ingu varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hjá þeim til æviloka. Þegar Inga og Óðinn fluttu að austan eignuðust þau fal- legt heimili í Hraunbæ 78. Gesta- gangur er þar mikill og rausnar- lega tekið á móti fólki. Inga og syst- ur hennar vora óvenju samrýndar. Eftir að öll fjölskyldan stækkaði byggðu systurnar sameiginlegt hús í Lunansholti. Þar er öllum vel fagnað og fegurð bæði úti og inni. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með þessu lífsglaða og hjálpsama fólki. Ég þakka Ingu samfylgdina. Guð blessi hana og leiði á ljóssins vegum. Óðni og fjöl- skyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll. Guðríður Ingvars- dóttir frá Bjalla. Landnámsjörðin Lunansholt í Landsveit er búsældarlegt býli, stórt og gott ræktunarland sem liggur vel til nytja, að mestu sjálf- þurrkað með góðum halla og frjósömum jarðvegi. Jörðin stendur á fallegum stað í sveitinni og útsýn- ið eftir því. Fjallahringurinn víð- feðmur og hæstu fjöllin krýnd hvít- um kolli en í suðri brotnar brimald- an við sæbarða strönd. Inga var fædd og uppalin í Lun- ansholti. Systurnar voru fimm og misstu þær móður sína kornungar en faðir þeirra bjó áfram með dætr- um sínum þótt ungar væra. Yngsta systirin var tekin í fóstur af góðu fólki, en hinar héldu hópinn og þurftu fljótt að taka til hendinni með heimilishald og fleira. Þá var ekki til siðs að láta baslið smækka sig heldur harðna við hverja raun, sigrast á erfíðleikunum og ná settu marki. Með aðstoð dætra sinna tókst föður þeirra að halda heimilinu saman, en systurnar vora duglegar, kappsamar og samhentar. Inga var næstelst og hvíldi fljótt mikið á hennar herðum. Sterk fjölskyldu- bönd tengja þessar systur og fjöl- skyldur þeiira saman. Inga er sú fyrsta úr systrahópnum sem kveð- ur þennan heim eftir erfið veikindi. Síðastliðið haust greindist hún með krabbamein í lungum sem ekki var hægt að stemma stigu við. Síð- asta skiptið sem ég sá hana á Borg- arspítalanum var mér ljóst að ævi- þráðurinn var að þrotum kominn. Hlý var okkar hinsta kveðja, fá orð sögð en hugurinn talaði sínu máli. A þrítugsaldri giftist hún Óðni Birni Jakobssyni, miklum heiðurs- manni. Hann er ljúflingur í allri umgengni, duglegur drengskapar- maður sem öllum vill gott gera og öllum þykir vænt um sem hann þekkja. Börnin þeirra þrjú eru ágætis systkin, traust og ti-ygg og koma sér vel eins og þau eiga kyn til. Þau eiga alls átta börn sem kveðja nú ástkæra móðurömmu. Kynni mín við þessa góðu fjöl- skyldu hafa verið mjög náin síðustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.