Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 JV tuttugu árin, en þá bundust ti-yggðaböndum elsti sonur minn Þorsteinn og eldri dóttir þeirra Guðrun. Þau eiga þrjú börn, Óðin Björn, Jakob Björgvin og Ingu Hrönn. Ekki þurfti að fara út fyrir raðir þeirra nánustu til að velja þeim heiti og fer vel á því. Inga og Óðinn bjuggu í Lun- ansholti í sextán ár, en þá voru börnin þeirra vaxin úr grasi, Guð- rún fermd en Jakob Heimir og Þóra að nálgast fermingu. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykja- víkur, því öll börnin þeirra héldu áfram skólagöngu eftir skyldunám. Þau héldu svo heimili með börnum sínum þar til þau giftu sig og fóru að sjá um sig sjálf með mökum sín- um. I fvrsta skipti sem ég kom að Lunansholti ásamt konu minni, en hún lést fyrir nær sex árum, feng- um við frábærar viðtökur, gistum þar og nutum gestrisni þeÚTa á all- an hátt, bæði í mat og drykk. Hlýj- an og viðmótið vermdi og skildi eft- ir minningar sem enginn skuggi hefur fallið á. Þau hjónin voru á sumrin í Lun- ansholti, heyjuðu túnin og seldu töð- una. Þá héldu þau til í gömlu en reisulegu íbúðarhúsi sem byggt var eftir jarðskjálftana miklu seint á síð- ustu öld. Síðan var húsið rifið og fjöl- skyldan byggði á staðnum vandað sumarhús. Þar er oft fjölmennt á sumrin og mikil gleði á ferð. Nú er enginn ábúandi í Lunansholti, syst- umar eiga jörðina en tún og aðrar landnytjar eru leigðar út. Inga var vel til forystu fallin og það geislaði af henni dugnaður og viljastyrkur. Henni lét betur að stjóma en láta aðra segja sér fyrir verkum. Gjöful í meira lagi og mátti ekkert aumt sjá. A Guðs vegum gekk hún langa braut öðmm til eftirbreytni. Við æsku- stöðvar sínar var hún bundin sterk- um böndum sem aldrei gátu brostið. Landsveitin var vagga hennar og verður einnig hinsti hvflustaður. Eg og mín fjölskylda eigum fagr- ar og góðar minningar um þessa heiðurskonu. Þegar litið er yfir far- inn veg er gott að orna sér við birt- una frá kyndli minninganna og yl- inn frá glæðum sem ekki kulna. Eg flyt saknaðarkveðjur frá börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum, frændum og vinafólki sem áttu þess kost að kynnast henni. Sjálfur drúpi ég höfði í þögulli bæn og þakkargjörð henni og öðrum til handa. Öldruðum eiginmanni, sem á um sárt að binda og sér á bak traustum og ástríkum lífsfórunaut, bið ég almættið að veita huggun og styrk í þungri raun. En þakka ber trausta samfylgd á langri vegferð. Slíkt veganesti þrýtur aldrei. Systkinin hafa mikils að sakna en hafa skal hugfast að hvað er meira virði en að alast upp undir verndar- væng góðrar og göfugrar móður og njóta þess til fullorðinsára? Lífs- brautin verður léttari til göngu þegar birtan og ylurinn frá móður- kærleikanum vísar veginn. Inga var frábær tengdamóðir og munu lengi sjást þess merki, og tengdabörnin sakna hennar mikið. Eg veit að hjá barnabömunum rík- ir mikill söknuður, en þegar fram líða stundir munu fagrar minningar um góða ömmu sem allt vildi gera til góðs verða söknuðinum yfir- sterkari. Minningin um ömmu ykk- ar verður ykkur leiðarljós sem aldrei slokknar. Að síðustu kveð ég þig með þess- ari rammíslensku vinarkveðju: Vertu blessuð og sæl, við sjáumst þótt síðar verði. Jakob Þorsteinsson. Nú hefur frænka mín, kær og góð vinkona gegnum árin, Inga Jónsdóttir frá Lunansholti á Landi, kvatt þetta líf. Nú að leiðarlokum langar mig til að minnast hennar nokkrum orðum. Æskuheimilið átti hún heima í Lunansholti í hópi kæn'a foreldra og systra. Þegar Inga var tæpra 10 ára andaðist móðir hennar og þá breyttist margt í lífi ungrar stúlku og systra hennar. Jón faðir hennar var góður og traustur faðir og dug- legur bóndi sem tókst með hjálp góðs vinnufólks að halda fjölskyld- unni saman. Yngsta systirin var tekin í fóstur að Bjalla sem var næsti bær, svo hún var aldrei langt frá þeim. í Lunansholti var samein- uð fjölskylda, systurnar fóru fljótt að hjálpa við að halda heimilið með föður sínum og þannig tókust þau á við að yrkja jörðina og standa vörð um heimilið. Það reyndi fljótt á Ingu. Hún var í fararbroddi sem húsfreyjan á bænum ásamt systrum sínum. Þannig voru þær sem eitt þegar gesti bar að garði og þangað var gaman og gott að koma. Það var ekki lítil lífsreynsla og lífsþroski sem Inga hlaut að standa fyrir heimili jafn ung að árum og raun var, en hún stóð undir því sem á herðar hennar var lagt með miklum sóma. Um 1950 kynntist Inga ungum manni úr Reykjavík, Óðni B. Jak- obssyni, og felldu þau hugi saman. Þau tóku við búi í Lunansholti og áfram ríkti sama reisn og áður. Það var yndislegt að verða vitni að sam- bandi ungu hjónanna og aldraða bóndans, því þar skyggði hvorugt á annað og aldrei bar skugga á sam- band þeirra tengdafeðga. Það var blómlegt mannlíf í Landsveit þá og bændur gátu búið með reisn og framleitt að vild. Inga, Óðinn og börn þeirra voru góðir grannar sem tóku af alhug þátt í öllu sem sveit- ungar tóku sér fyrir hendur. Arið 1970 tóku þau þá ákvörðun að bregða búi og fluttu til Reykja- víkur og reistu sér fallegt heimili að Hraunbæ 78. Þangað fluttu þau með sér gestrisnina og hlýjuna frá Lunansholti sem við sveitungarnir nutum þegar leið okkar lá til höfuð- borgarinnar. Jörðin hélt áfram að vera í eigu fjölskyldunnar og öll sumur dvöldu þau í Lunansholti sem alla tíð hefur verið þeim svo kært. Þó Inga væri flutt til Reykjavík- ur, hélt hún samt áfram að vera í kvenfélaginu okkar Lóu og var henni í mun að halda tengslum og kunningsskap við sveitungana. Er okkur kvenfélagskonum það ógleymanlegt, þegar við enduðum skemmtiferðirnar heima hjá þeim hjónum í Hraunbænum. Þá tók jafnan fjölskyldan öll samhent á móti okkur og var viðgjörningurinn sem endranær. En ekki síst er það viðmótið og hlýjan sem við fundum streyma frá hennar góðu fjölskyldu sem situr eftir í minningunni. I Ingu átti ég mikið góða og gegnheila vinkonu. Var hún heil og sönn í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Mér var það ómetanlegt að eiga hana að þegar ég á sínum tíma kom hingað í sveitina og tók við húsmóðurstarfi í Skarði. Nú er margs að minnast og margs að sakna, en það yljar í minningunni að hafa átt Ingu að, því af henni lærði ég að það var sama hversu erfiðleikamir voru miklir, það var alltaf hægt að sjá færa leið út úr þeim. Það hafði lífið kennt henni og því gat hún miðlað til sinna. Þessa lífssýn og þennan styrkleika veit ég að börn hennar og erfingjar hafa erft frá henni. Nú að leiðarlokum bið ég góðan Guð að vera með og styrkja eiginmann hennar Óðin og börnin öll og fjölskyldur þeirra. Megi minning um mæta konu lifa. Sigríður Tlieodóra Sæmunds- dóttir, Skarði, Landi. Hún Inga er dáin. Fréttin kom ekki alveg á óvart í ljósi síðustu vikna. Þó er eins og við séum aldrei viðbúin þegar kallið kemur. Að hugsuðu máli er ég þakklát fyrir að hún þurfti ekki að berjast lengur, svo harkalega sem vágesturinn knúði dyra. Við fjölskyldan minn- umst sambýlisáranna í Hraunbæn- um og eigum í x-auninni mjög erfitt með að hugsa okkur gamla húsið okkar án Ingu. Hún var konan sem alltaf var til staðar ef á þurfti að halda. Það skipti ekki máli hvei's kyns eða á hvaða aldri þú varst. Hennar dyr stóðu öllum opnar. Inga var mörgum mannkostum búin. Hún var hæglát en skapföst, mjög hrein og bein í samskiptum, sáttfús og kaus að leysa málin í ró- legheitum. Hún var kát og skemmtileg og hafði gaman af söng og dansi. Hún var af mjög söngel- skri fjölskyldu og var oftar en ekki tekið lagið í samkvæmum hjá Ingu. Eitt það besta í fari hennar var hverstu mikið traust og virðingu hún bar til náungans og á móti átti hún traust og virðingu annai-ra. Sást það hvað best í samskiptum hennar við bömin. Þau gat hún fengið til að gera hvað sem var þannig að öllum fannst sjálfsagt. Það var næstum ótrúlegt hvað þessi veikbyggða og hljóðláta kona hafði mikil áhrif á umhverfi sitt með því „að vei'a bara til“. Það vefst vex-ulega fyrir mér að skrifa minni Ingu, það er svo ótal margt sem ryðst fram í hugann. Eg minnist heimsóknanna í Lun- ansholt með öllum þeim sveitakrás- um eins og þær þekkjast best. Eða hvað Ingu fannst hún „heppin“ að finna okkur, sex manna fjölskyld- una, í mannhafinu við Heklugosið 1980. Steikin var að verða tilbúin heima í ofni í Lunansholti og nú kæmum við og hjálpuðum þeim að gera henni skil. Eg man góðar spjallstundir við þau hjón um há- lendið okkar, og þátttakendur einn- ar haustferðar fyrri ára finna enn- þá bragðið af kleinunum sem þeir fengu hjá ráðskonu gangnamanna í Landmannalaugum. Var þar Inga fundin með eigin framleiðslu. Það var alveg sérstakur kapítuli í sam- ferðarsögunni að verða vitni að undirbúningi hennar sem ráðskona á fjallið. Það gerðist svo margt gott og skemmtilegt á þessum tæpu tíu ár- um sem við bjuggum hlið við hlið, þar sem við stækkuðum íbúðirnar hvor hjá annarri með því að lána part af sinni, ef von var fleiri gesta en venjulega. Á kveðjustund er mér efst í huga samúð og þakklæti. Sam- úð til hennar nánustu sem missa svo mikið, því samhentari fjölskylda er vandfundin. Eg bið góðan Guð að leiða þau í gegnum sorgina og veita þeim frið. Þakklæti fyrir allt það sem Inga lagði til í lífsnestið mitt. Þakklæti fyiTr allt sem hún gerði fyrir mig og mína og þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini. Iljartans þökk fyrir samfylgdina. Guð geymi þig. Iðunn. Ég kynntist Ingu fyrir um það bil 30 árum þegar hún flutti ásamt fjölskyldu sinni í Hraunbæ 78. Þá hófst okkar vinskapur sem hélst óslitinn síðan. Þar fékk ég og mín fjölskylda góða nágranna. Þegar ég hugsa um Ingu kemur upp í huga mér hlýja og góðmennska en það voru þeir eiginleikar sem ein- kenndu hana. Samverustundir okkar urðu fleiri og nánari með árunum. Það voru ófáar stundirnar sm við áttum sam- an yfir kaffibolla í eldhúsinu hjá Ingu. Þá var margt spjallað og hlegið. Inga var gestrisin, það var alltaf svo gott að koma til hennar það var svo vel tekið á móti manni. Hún bakaði kleinur eins og þær gerast bestar og færði hún okkur hjónunum oft heitar kleinur. Inga var barngóð og hugsaði um barnabörn sín af alúð en hún hafði sérstakt lag á börnum og var einu sinni valin besta konan í Hraubæ 78 í vinsældakönnun sm krakkarnir í blokkinni framkvæmdu. Inga var vinur eins og þeir gerast bestir en það fékk ég að reyna er ég missti eiginmann minn á sl. ári. Stuðning- ur Ingu var mikill og ég fann hve gott var að eiga góðan og traustan vin eins og hún var. Það var sorgai'- dagur þegar Inga veiktist í október sem leið. Hún var dugleg og bjart- sýn í veikindum sínum og hélt ró sinni og yfirvegun þai' til yfir lauk. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, guð blessi minningujxína, Inga. Elsku Oðinn, börn, barnaböm og aðrir ættingjar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Guð blessa ykk- ur og styrkja. Sigrún S. Garðarsdóttir. + Guðrún Jóna Ip- sen fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1967. Hún lést á Kvennadeild Land- spítalans hinn 23. febrúar sfðastliðinn. Foreldrar hennar eru Einar Werner Ipsen, f. 25. nóvem- ber 1938, fyrrum sjómaður, og Guð- finna Iris Þórarins- dóttir, f. 27. janúar 1943. Guðrún átti fjóra bræður: Jón Rúnar, f. 15. febrú- ar 1965, d. 16. maí 1967; Jón Rúnaiy f. 3. september 1969; Kai'l Ágúst, f. 13. nóvember 1978 og Halldór Bjarka, f. 12. desember 1979. Guðrún hóf sambúð með Víði Valgeirs- syni, f. 23. maí 1943, árið 1992 og giftust þau hinn 5. septem- ber 1998. Saman áttu Ingólf Snæ, f. 7. október 1995. Guðrún átti einnig írisi Ósk, f. 4. ágúst 1992 af fyrri sam- búð. Guðrún lauk *— grunnskólanámi frá Skógaskóla 1984 og starfaði eftir það viðýmis störf. Utför Guðrúnar fer fram frá Grafarvogskii'kju í dag og hefst. athöfnin klukkan 15. GUÐRUN JONA IPSEN Elsku Guðrún. Hversvegna örlög þín eru svo sár veit ekki nokkur, alls ekki ég en ég veit þú lifir, hvað svo sem gerist andi þinn sterkur sem styrkasta stál. manni hún geta allt. Hugur minn nú er hjá börnum hennar og manni sem hafa reynt svo mai'gt, Guð gefi þeim gott líf. Karl Ágúst Ipsen. Tárin þau streyma en öll til einskis þú kemur ei aftur hve mörg kunna að falla. Þau veita þó huggun, sorgin svo grimm en lífið þó bjart því von mér þú veittir. Því hvað svo sem gerist ertu hér hjá mér, hvert svo sem fer ég þú ert héma æ. Eg geymi þig alltaf, hjarta þitt lifir minning þín skær eins og skírasta gull. Sál þín á vængjum burtu er flogin og heimurmn fátækur eftir er. Skarð þitt aldrei neinn máttur mun fylla, einstök og fógur, ég sakna þín æ. (K Ipsen.) Ég geymi minnixigu þína alltaf í hjarta mér. Jón Rúnar Ipsen. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin því mér finnst ekki svo langt síðan þú hljópst á eftir mér á^ bökkum Ölfixsár hlæjandi og glöð. Þegar þessar hræðilegu fréttir komu að þú hefðir greinst með krabbamein hrundi hluti af heimi mínum. Ég gat ekki trúað því að þú værir veik, sérstaklega af því að þú varst svo sterk og sýndir sjaldan nokkurn veikleika. Þú hugsaðir meira um börnin þín og manninn þinn og hvað yrði um þau, en þig sjálfa í veikindunum. Loksins er nú verkjum þínum og^. veikindum lokið. Þinn bróðir, Halldór Bjarki Ipsen. Orð fá engum harmi lýst. Þessi orð eru það eina sem kemur mér í hug þegar ég sest niður og ætla að skrifa minningu um systur mína. Konu sem með hugrekki sínu og baráttuþreki sýndi að maður getur sigrað um leið og maður tapar. Ég kann engin orð sem geta lýst því þakklæti sem býr í brjósti mér fyrir það eitt að hún skuli hafa ver- ið systir mín. Með því einu, sem hvorugt okkar fékk um ráðið, auðgaði hún líf mitt meira en nokk- ur getur skilið og kenndi mér meir en nokkur hefur getað. í lífi sínu reyndi hún margar þrautir, miklu fleiri en er réttlæt- anlegt að leggja á eina manneskju. Þessar þrautir gat hún yfirstigið með þrautseigju, seiglu og styrk sem stundum virtist ofurmannleg- ur. En síðustu þrautinni tókst henni ekki að sigrast á þrátt fyrir ótrúlega hetjulega baráttu. Hún tókst á við hverja ornxstuna á fæt- ur annarri með hugrekki og þreki og þurfti oftar að lúta í lægra haldi en hún sigraði. En það breytti aldrei neinu, hún tókst á við hverja baráttu með endurnýj- uðu þreki og hugrekki, bjartsýni og viljastyrk. Börn hennar voru henni viti og takmark, hún ætlaði að fá að lifa lífi sínu með þeim og manni sínum. Eftir hvern ósigur- inn á fætur öðrum stóð hún sterk eftir, huggaði þá sem í kringum hana voru á ofuirnannlegan hátt, setti sig með ótrúlegum hætti í spor annarra en gleymdi um leið sjálfri sér, henni fannst hún ekki þurfa á huggun að halda, fékk kannski huggun með því að hugga aðra. Allt fram á síðustu stundu var hún bjartsýn og vongóð, hún skyldi sigra. En síðasta daginn vissi hún án efa hvert stefndi - bað fyrir stutt skilaboð: mér þykir vænt um ykkur öll. Og það sýndi hún ávallt, hún var sem klettur þegar eitthvað á bjátaði hjá öði-um og sýndi sífellt hvers hún var megnug. Stundum fannst Ung hetja er gengin. Það voru ekki löng kynni sem ég hafði af lífsbai'áttukonunni Guð- rúnu Jónu, tengdadóttur móður- systm' minnar - en góð og þrosk- andi. Með ótrúlegum styrk ræddi hún um lífið og tilveruna á svo hreinskilinn og heiðarlegan hátt að ; það heillaði hvem þann er á hlust- aði. Hún ætlaði ekki að kveðja . þennan heim. Hún var ekki vön að láta í minni pokann, en í þetta skipti átti hún við ofjarl sinnrj skelfilegan sjúkdóm. Hún ætlaði sér að lifa og koma bömunum ungu til manns með manninum sem hún hafði valið að lífsfömnaut, honum Víði. Oft vom dagarnir erfiðir, i þjáningarnar miklar. En á það blés : hún, morgundagurinn yrði betri, 1 og einn morgundagurinn varð betri. Fyrir tilstuðlan ástvina fóra þau hjónin og elskendurnir í lang- þráða utanlandsferð stuttu áður en hún fór sína hinstu fór. Við stönd- um eftir en fömm öll sömu leið. Við reynum að fylla skarðið við að bera : ábyrgð á bömunum ungu, Irisi og ‘ Ingólfi. Það er bara í kærleikanum sem fólk getur sameinast um að ' gera hlutina vel. Það er til fyrir-v myndar hvernig séra Vigfús Þór og Rósa djákrd hafa stutt fjölskylduna af kærleika. Ósk Guðrúnar Jónu til - handa bömunum er og var að þau nytu ástar og öryggis. Öllum að- 1 standendum votta ég mína dýpstu samúð. Ásta Gunnarsdóttir. 4 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, ) að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- Í ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,4k« öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- * kerfin Word og Wordperfect eru einnig • auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til f blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- : fang þess (minning@mbl.is) — vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðn-^ ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutí^fc nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.