Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 55
BENEDIKT
JÓNSSON
+ Benedikt Jóns-
son fæddist á
Höfnum á Skaga 7.
maí 1947. Hann lést
á endurhæfingar-
stöð Grensásdeildar
25. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Elínborg
Björnsdóttir, f. 27.
maí 1917, d. 2. maí
1971, og Jón G.
Benediktsson, f. 23.
maí 1921. Alsystir
Benedikts er Stein-
unn Birna, f. 23.
apríl 1945, og hálf-
systir Lára Bjarnadóttir, f. 17.
aprfl 1936.
Benedikt var kvæntur Guð-
rúnu Blöndai, f. 7. mars 1950.
Hennar foreldrar: Sigþrúður
Guðmundsdóttir, f. 18. ágúst
1926, og Benedikt Blöndal, f.
23. maí 1924, d. 8. nóvember
1991. Benedikt og
Guðrún eiga fjögur
börn. Þau eru : 1)
Elínborg Birna, f. 4.
febrúar 1969, maki
Jóhann Guðni Reyn-
isson, f. 3. okt. 1966,
og eiga þau tvær
dætur, ínu Björk og
Hugrúnu. 2) Bene-
dikta Sigþrúður, f.
16. ágúst 1970,
maki Björgvin
Magnússon, f. 11.
sept. 1962, og eru
dætur þeirra Guð-
_ björg og Lovísa. 3)
Steinunn Ólöf, f. 25. aprfl 1973.
4) Jón Guðmundur, f 10. júní
1975, maki Helga Margrét Sig-
urbjörnsdóttir, f. 31. maí 1974,
og er sonur þeirra Benedikt.
titför Benedikts fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Benedikt eða Benni frændi eins
og hann var gjarnan kallaður í fjöl-
skyldunni ólst upp hjá foreldrum
sínum á Höfnum á Skaga og kynnt-
ist því störfum í æsku bæði til lands
9g sjávar. Ungur lauk hann námi í
Iþróttaskólanum í Haukadal og bú-
fræðinámi á Hvanneyri og kom
heim að því loknu. Árið 1969 kvænt-
ist Benni eftirlifandi konu sinni
Guðrúnu Blöndal og bjuggu þau á
Höfnum um sinn, en störf við sjáv-
arsíðuna áttu hug hans allan og
fluttu þau suður 1972. Hann fór í
nám í fiskmati og vann sem fisk-
matsmaður í átta ár í Fiskverkun
Kristjáns Guðmundssonar og féll
það vel. Þá gerðist hann verk-
smiðjustjóri í lagmetisverksmiðju í
þrjú ár, en byggði síðan ísverk-
smiðju fyrir báta og fiskverkendur
og starfrækti hana meðan þörf var
fyrii- þá framleiðslu á Suðumesjum.
Arið 1989 gerði Benni út bát og
vann við það meðan heilsan leyfði.
Hann gekkst þá undir erfiðan upp-
skurð, en náði sæmilegri heilsu um
tíma og keypti þá leigubfl og stund-
aði akstur uns heilsu hans hrakaði á
nýjan leik.
Hér á árum áður fórum við fjöl-
skyldan í Grundarási oft í heimsókn
norður að Höfnum til Elínborgar og
Jóns og barna þeirra Birnu og
Benna. Okkur systrunum fannst
leiðin norður löng svo mikil var eft-
irvæntingin. Á áfangastað vorum
við komnar í ævintýraheim, selur
upp við landsteina, æður á hreiðri,
rekaviðardmmbar í fjörunni að
ógleymdri glaðværð heimilisins.
Aldrei var komið svo að Höfnum að
ekki væri tekið lagið og var ævin-
lega byrjað á uppáhaldslaginu hans
afa á Áðalbóli, „Efst á Amarvatns-
hæðum“. Þá settist Benni við fóts-
tigna orgelið eða tók harmónikkuna
og tók hvert lagið á fætur öðru og
þurfti ekki á nótum að halda. Undir
tók tenór, millirödd og bassi og ein-
hvers staðar fundu bömin röddum
sínum stað. Einstök hlýja og sam-
heldni einkenndi andblæ heimilis-
ins.
Benni frændi var fullur af lífi og
fjöri, glaðvær og glettinn. Hann
undi sér vel í góðra manna hópi, var
skjótur til svars og hafði gaman af
kímnisögum. Benni steig mikið
gæfuspor þegar hann kvæntist Guð-
rúnu sinni. Þau eignuðust fjögur
böm, þau Elínborgu Birnu, Bene-
diktu Sigþrúði, Steinunni Ólöfu og
Jón Guðmund. Barnabörnin era
orðin fimm, fjórar stúlkur og einn
drengur, sem ber nafn Benna. Eru
þá komnir fjórir Jónar og fjórir
Benediktar á víxl í beinan karllegg
allt frá ofanverðri 18. öld.
Benni og Guðrún vora afar sam-
hent hjón sem bára mikla virðingu
hvort fyi-ir öðra og var notalegt að
vera í návist þeirra þar sem svo mik-
il hlýja ríkti í sambandi þeirra. Þau
nutu þess að vinna saman, fara á
sjóinn og hlúa að börnum sínum
saman heima fyrir. Greinilegt var að
Benni var mikill íjölskyldufaðir og
hreykinn af fólkinu sínu. Guðrún er
einstaklega mikilhæf kona og ann-
aðist mann sinn af kostgæfni í hinni
erfiðu sjúkdómslegu hans. Jón faðir
hans og börnin hans létu sitt heldur
ekki eftir liggja og víst er að Benna
fannst hann ríkur af allri þeirri um-
hyggju sem hann naut frá ástvinum
sínum.
Við biðjum þess að fólkið hans
hafi styrk til þess að standa af sér
þá miklu raun sem yfir hefur gengið.
Fjölskyldan Grundarási.
„Sérhver gefi eins og hann hefir
ásett sér í hjarta sínu. Ekki með
ólund eða með nauðung, því Guð
elskar glaðan gjafara." (2. Kor. 9.7.)
Elsku besti vinur minn, Benni, dó
að morgni 25. febrúar. Þetta bæna-
kort dró ég að kvöldi 11. janúar síð-
astliðins eftir að vitað var að þrátt
fyrir aðgerð sem hann fór í í nóvem-
ber síðastliðnum, sem lofað hafði
góðu, og hve ótrúlega fljótt hann
gat hafið endurhæfíngu á Grensás-
deild, hafði nýtt höfuðæxli náð að
myndast á aðeins tveimur mánuð-
um. Þau Guðrún höfðu gert sér fulla
grein fyrir því að svona gæti farið.
Aðeins klukkustund eftir þennan
úrskurð var Benni með spaugsyrði
á vörum og glettnisglampa í augum,
búinn að fá mig og Gunnu, hjúkran-
arfólk þriðju hæðar Grensáss og
vaktmenn til að koma upp kerfi svo
hann gæti púað langþráðan vindil
án þess að nýja eldvamarkerfið
færi í gang.
Allir elska glaðan gjafara eins og
Benni var. Ég kynntist þeim hjón-
um og dætrum þeirra þremur árið
1973 er Benni var meðal annars
umboðsmaður Vængja á Rifi. Síðan
bættist Jón yngri við árið 1975.
Minningarnar um heimsóknir á Rif
með strákana mína þrjá, ferðalag í
Landmannalaugar, þar sem sá
fjórði hafði bæst við, sunnudags-
flugtúra á TF-FRÝ, sem við áttum
með öðrum, að ógleymdri stórkost-
legri veiðiferð að Geitakarlavatni
norður á Skaga, lifa skært í minn-
ingunni. Allar samverustundir með
fjölskyldum okkar beggja gleymast
aldrei og ég leita óspart þangað
þegar erfitt hefur verið að sætta sig
við ótímabært lát Benna. Það var
þó ekki fyrr en í veikindum hans
sem ég gerði mér grein fyrir
hversu einstakur hann og Gunna
voru. Árið 1993, er ég þurfti að fara
í stóra aðgerð og Benni var í geisla-
meðferð á Landspítalanum, var
andlit hans það fyrsta sem ég sá og
þekkti. Daglega labbaði hann frá
taugadeild til að sitja hjá mér og
stappa í mig stálinu eða bara að
halda í höndina á mér. Ekki þurft-
um við endilega að tala mikið sam-
an, jafnvel sofnaði ég oft. Það var
mér nóg að vita af honum. Ég vona
að mér hafi tekist að launa honum
brot af þeirri vináttu sem hann
sýndi mér.
Sumir fara í gegnum lífið án telj-
andi erfiðleika og áfalla. Ég tel að
hvernig við bregðumst við þeim
áföllum sem kunna að verða á vegi
okkar í gegnum lífið sýni hvað í
okkur býr. Þar fékk Benni hæstu
einkunn og reyndar fjölskyldan
hans öll. Það hafa verið forréttindi
að eiga vináttu ykkar allra. Við
mæðgurnar vorum eins og börn
sem geta ekki beðið eftir að fá að
opna jólapakkana sína þegar við
höfðum loksins fundið réttu gjöfina
til að færa Benna upp á spítala.
Okkur þótti svo undurvænt um
hann og hefðum svo gjaman viljað
hafa hann áfram hjá okkur öllum,
en undir það síðasta varð maður að
sætta sig við að dauðinn var eina
lausnin fyrir þig elsku vinur.
Elsku Gunna, Ellý, Benný, Stein-
unn, Nonni, Jón eldri, tengdabörn,
barnabörn og aðrir ættingjar, ykk-
ar er missirinn mestur. I minning-
unum geymi ég mynd af vini mínum
Benna með kúrekahatt á höfði,
haldandi utan um Gunnu sína í sum-
arbústaðnum Litlu-Höfnum.
Far þú í friði elsku vinur.
Fríða Einarsdóttir og börn.
Nú er baráttunni hans Benna lok-
ið og nú líður honum loks vel. Ég
hitti Benna fyrst á Reykjalundi
sumarið ‘93 þar sem við vorum bæði
í endurhæfingu en ég kynntist hon-
um ekki fyrr en í desember sl. Þar
voram við aftur komin í endurhæf-
ingu en nú á Grensásdeild en í þetta
skipti vorum við búin að liggja sam-
an á sjúkrahúsi áður.
Þar sem við Benni voram bæði
ákveðin og bjartsýn á að komast
þangað sem við þurftum, fóram við í
keppni um það hvort okkar yrði fljót-
ara að losa sig við stólinn en þeirri
keppni náðum við ekki að ljúka. Ég
gleymi því ekki þegar við fóram í
fyrsta skipti að æfa gang í tröppum,
það var erfitt en auðvitað fóram við
bæði upp tröppumar og aftur niður,
af þessu afreíd voram við stolt!
Alveg frá því ég kynntist Guð-
rúnu, eiginkonu Benna, í þessum
erfiðu veikindum hans hef ég dáðst
að hugrekkinu og bjartsýninni sem
þau og reyndar öll fjölskyldan býr
yfir. Bjartsýnni hjónum en Guðrúnu
og Benna er ekki hægt að kynnast
og er ég heppin að hafa fengið að
kynnast þeim.
Elsku Guðrún, Steinunn og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi Guð vera með
ykkur.
Elísabet.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞURÍÐUR INGJALDSDÓTTIR,
Kríuhólum 2,
Reykjavfk,
áður til heimilis á Grenstanga,
A-Landeyjum,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. mars.
Auðunn Valdimarsson,
Kristjana U. Valdimarsdóttir,
Guðlaug H. Valdimarsdóttir,
Svandís R. Valdimarsdóttir,
Ingjaldur Vatdimarsson,
Dagný Á. Valdimarsdóttir,
Bryndís S. Valdimarsdóttir,
Sólrún B. Valdimarsdóttir,
barnabörn og
Sigríður Gréta Oddsdóttir,
, Snorri Þ. Tómasson,
Sigmar Ólafsson,
Karl O. Karlsson,
Susi Haugaard,
Erlendur Guðbjörnsson,
Andri H. Einarsson,
barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
GUNNAR HALLDÓRSSON,
Álfaskeið 88,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 2. mars.
Hafsteina Gunnarsdóttir, Helgi Bentsson,
Amalía Rut Gunnarsdóttir, Jónas Yamak,
Anna María Valtýsdóttir, Jón B. Hermannsson,
Unnur Bjarnadóttir,
Ásgeir Halldórsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KLARA GUÐNÝ KARLSDÓTTIR,
Skeggjagötu 16,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum mánudaginn
1. mars, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
miðvikudaginn 10. mars kl. 13.30.
Ólafur Benedikt Guðbjartsson, Luisa Prudentino,
Karl Hauksson, Penefrancia íris Hauksson,
Sigurbjörn Marinósson,
Halldóra Sigurðardóttir,
og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og
afi,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
frá Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
3. mars.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Kristján Kristjánsson, Valgerður
Árni Sæberg Kristjánsson,
Friðrik Kristjánsson,
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Kristján Kristjánsson.
t
SIGURÐUR ÁSGEIRSSON
frá Reykjum,
í Lundarreykjadal,
iést á Sjúkrahúsinu Akranesi að morgni fimmtudagsins 4. mars.
Ásgeir Sigurðsson,
Björg Sigurðardóttir, Sveinn J. Sveinsson,
Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg Sveinsdóttir,
Ingi Sigurðssson,
Magnús Sigurðsson.
t
Eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir,
SVEINN KLEMENZSON,
Görðum
í Reynishverfi,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 3. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elsa Ragnarsdótttir,
Þórunn Edda Sveinsdóttir,
Ragnar Sigurður Indriðason,
Görðum.
t
Móðir okkar,
SESSELJA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR,
áður búsett á Vatnsnesvegi 13,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Gerða-
hreppi, fimmtudaginn 4. mars.
Útförin auglýst síðar.
Birgir og Páll Axelssynir.