Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 61

Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 61 f MINNINGAR öðrum afkomendum hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um Böðvar Pétursson mun fylgja okk- ur sem kynntumst honum um ókomna tíð. Ólafur Ragnarsson. I dag er kvaddur kær félagi úr röðum íslenskra bókaútgefenda, Böðvar Pétursson, ljúfmenni og annálaður dugnaðarforkur, sem lengst af starfaði hjá bókaútgáf- unni Helgafelli og síðan Vöku- Helgafelli. Böðvar Pétursson er meðal þeirra sem setið hafa lengst í stjórn Félags íslenskra bókaút- gefenda. Hann var kjörinn í stjórn félagsins 1966 og starfaði þar óslit- ið til 1988. Hann var varaformaður á árunum 1978 til 1983 er hann baðst undan því embætti af heilsu- farsástæðum. A erfiðleikatímabili í sögu félagsins, þegar við blasti að það yrði lagt niður, á starfsárinu 1979 til 1980, tók Böðvar við stjórninni og stýrði félaginu far- sællega yfir hjallann, vann mark- visst að endurskipulagningu stjórnar og tókst að sætta deiluað- ila og bjarga félaginu frá upplausn. Hlaut hann fyrir margfalda þökk og lof félaga sinna, þótt sjálfur vildi hann lítið úr þessu gera eftir á. Böðvar tókst á hendur margvís- leg tiúnaðarstörf fyrir bókaútgef- endur á þessum árum. Hann var ætíð valinn í samninganefndir þeg- ar framundan voru samningar við bóksala, rithöfunda eða aðra, enda til þess tekið hve félagsvanur og ráðagóður hann var og laginn að leysa úr hvers kyns deilum. I þakk- lætisskyni fyrir hið mikla og ósér- hlífna starf Böðvars í þágu félags- ins var hann kosinn heiðursfélagi þess á síðasta stjórnarfundi sínum 1988 og heiðraður sérstaklega á 100 ára afmælishátíð félagsins 1989. Þótt Böðvar viki úr stjórn fé- lagsins naut það áfram starfskrafta hans og reynslu er hann tók að sér að vera fulltrúi bókaútgefenda í stjórn og fuiltrúaráði höfundarrétt- arsamtakanna Fjöh's og var það allt til dánardags. Félag íslenskra bókaútgefenda sendir Halldóru Jónsdóttur eigin- konu Böðvars og öðrum aðstand- endum hugheilar samúðarkveðjur með virðingu og þökk. Félag íslenskra bókaútgefenda. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. Þú þessi kraftmikli maður sem áttir erfitt með að stoppa og hugs- aðir vel um heilsu þína. Hinsvegar veit ég að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður vel og þú færð útrás fyrir hreyfíþörf þína. Þegar við fjölskyldan heimsóttum ykkur ömmu í Skeiðarvoginn tókst þér með einstökum hætti að laða litlu börnin að þér með leikj- um og gjöfum sem þau kunnu vel að meta. Eg veit að börnin mín eiga eftir að sakna þín og allt sem þú hefur gert fyrir þau lifir í minningu um góðan afa sem ávallt gaf sér tíma til að sinna þeim. Ég vil þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum sam- an og allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína gegnum ár- in. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Dóra Birna. Elsku langafi, við vildum að þú værir ennþá hjá okkur. Þú varst svo góður við okkur. Við þökkum þér fyrir hvað þú varst tillitssamur við okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Takk fyrir allar bækurnar sem þú gafst okkur, þú ert besti afi í heimi. Elín Ósk, Eva Ósk og Eyrún Ósk. Ég vil í fáeinum orðum minnast Böðvars Péturssonar sem kenndi mér að hlaupa á fjöll. Mér er í fersku minni mín fyrsta ferð með Ferðafélagi Islands fyrir rúmum tuttugu árum. Ég og vinkona mín ákváðum að drífa okkur í göngu- ferð með ferðafélaginu vegna ít- rekaðra áskorana og varð Baula fyrir valinu. Ég mætti galvösk snemma morguns á Umferðarmið- stöðina, en vinkonan svaf yfir sig. Það runnu á mig tvær grímur þeg- ar komið var upp í Norðurárdal. Kannski hefði verið viturlegra að velja auðveldara fjall. Ég var ný- búin í próflestri, vita óþjálfuð og þar að auki illa skóuð á stígvélum. En ég huggaði mig við að með- reiðarfólkið virtist flest af léttasta skeiði og ég hlyti altént að hafa í fullu tré við gamla gráhærða manninn í bláu úlpunni. Þar skjátlaðist mér hrapallega því sá gráhærði tók undireins forustuna, skeiðaði upp undirhlíðar Baulu og var horfinn sjónum mínum á ör- skotsstund. þetta reyndist vera Böðvar Pétursson. Eg sá hann ekki aftur fyrr en ég skreiddist ör- magna með þeim síðustu upp að vörðunni á toppi Baulu, þar sem hann sat og var að ljúka við nestið sitt. Þetta var fyrsta ferð mín með Böðvari en langt frá því sú síðasta. Næstu árin gekk ég á ótal fjöll með honum og félögum hans í Ferðafélagi íslands með stöðug- um og jöfnum hraða án þess að pústa of lengi í einu samkvæmt fjallgöngureglu Böðvars. A endan- um hafði ég í fullu tré í fjalla- hlaupum við manninn í bláu úlp- unni sem var alveg hættur að vera gamall. Ferðirnar urðu margar, dagsferðir, helgarferðir, sumar- leyfisferðir, vinnuferðir og óvissu- ferðir. Böðvar var hinn ákjósan- legasti ferðafélagi, léttur á fæti og léttur í lund. Hann var góður far- arstjóri, glöggur á leiðir og fróður um örnefni og sögu enda hafði hann svo að segja hlaupið um landið þvert og endilangt. Mínar hjartans þakkir fyrir samfylgdina yfir fjöll og firnindi. Vinum og vandamönnum Böðvars votta ég innilegustu samúð. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. ' i. ÍÍJÉVl Orbylg]ufóftnet Þriggja mánaða Opnar þer nýja vídd í áskrift að vali á sjónvarpsefni! Bíórásinni Tækin frá THOMSON eru meðal þeirra vönduðustu og tæknilega fullkomnustu sem bjóðast í dag. • 28" Black Pearl myndlampi • Audio/video-tengi • Nicam Stereo • Super VHS-tengi • Innbyggðir 2x20 watta hátalarar • Islenskt textavarp • 2 scart tengi • Navilight stýrikerfi • Islenskt textavarp • Scart-tengi • Audio/video-tengi • Fullkomin fjarstyring 5.000,- afWattur af Þriggja mánaða örbylgjuloftneti ef þú áskrift að kaupir Daewoo 20 “. Bíórásinni. Daewoo er einn stærsti framleiðandi sjónvarpa í heiminum í dag! Orbylgjuloftnet Vantar þig aðstoð við uppsetninqu örbylgju- loftnetsins? Nú býður BT öllum sem kaupa örbylgjuloftnet upp á uppsetningu Ifka. Innifalið f verðinu er allt efni og vinna! THOMSON 28DG21B BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 Uppfylli bíllinn ekki kröfur þínar og væntingar, hefurðu möguleika ó að skipta honum yfir í annan og betrí. <$£> TOYOTA Betri notaðir b ORYGGI ÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.