Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 66
66 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Rúllutertur með ávöxtum Kristín Gestsdóttir gefur okkur uppskriftir að þremur gómsætum rúllutertum, sem skemmtilegt er að bera fram saman á stóru fati t.d. í fermingarveislimni. ÞEGAR börnin mín voru í heim- ilisfræði í grunnskóla bökuðu þau öll oft rúllutertu með mikilli sultu, kannski veldur sultu- magnið því að ég hefi aldrei kennt mínum nemendum að baka rúllutertu, þó auðvitað megi draga úr sultunni og setja ýmislegt annað í staðinn, svo sem búðinga og krem auk rjóma og ávaxta. Þeg- ar ég á afgangs- rjóma baka ég geysigóða rúliutertu, sem í eru niðursoðnar apríkósur og rjómi, set kökuna í frysti og ber fram frosna þegar gesti ber að garði. Hér eru uppskriftir að þrem- ur rúllutertum, sem allar má frysta með fyllingunni, en skreyta þegar bornar eru fram. Aðferð við þær allar er hin sama: 1. Egg og sykur þeytt saman og þurrefnum blandað í. 2. Bökunarpappír er lagður á bökunarplötu, hann smurður með smjöri og deiginu smurt á. Bökunartími er um 15 mín. Hiti í ofni með blæstri 190°, en án blásturs 200-210°. 3. Þegar kakan er fullbökuð er henni hvolft á sykurstráðan pappír og stykki lagt yfír með- an hún er að kólna. 4. Fyllingunni smurt á og rúllan vafin þétt upp langsum. Pappírinn vafinn utan um og hún geymd í ísskáp eða frysti, 5. Rúllan er skreytt um leið og hún er borin fram. Frosin apríkósu- rúlluterta _______1 Vi isk, lyftiduft____ _________Inn í rúlluno________ _______4 blöð matarlím________ 1 dós kurlaður qnqnas, rúml. 400 g 1 dl þeyttur rjómi □nanassneiðar til skreytinggr (úr annarri dós) 1. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 2. Setjið safann úr dósinni í pott og hitið, takið af hellunni, kreistið vatnið úr matarlíminu og bræðið í heitum safanum. Kælið að mestu. 3. Þeytið rjómann, setjið sam- an við hlaupið og bætið kurlaða ananasinum í. Smyrjið á kökuna og vefjið þétt upp. Skreytið með hálfum ananassneiðum áður en borin er fram. Jardar- berjarúlluterta m/skyri ________4 eggjarauður____ 2 dl sykur ________________3 egg________________ 250 g sykur 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 50-75 g gróft saxaðar heslihnetur eða möndlur stróð yfir deigið ó Inn í rúlluna 1 peli rjómi 1 hólfdós niðursoðnar apríkósur rúml. 400 g 1. Þeytið rjómann, merjið apríkósumar og notið 1-2 msk. af safanum. Blandið saman við rjó- mann og smyrjið á kökuna. Vefj- ið þétt upp og setjið í frysti. Þessi kaka er borin fram frosin. Súkku- laðirúlluterta með ananas ____________4 egg____________ 2Vi dl sykur I dl kartöflumjöl 3 msk. kakó 1 dl kartöflumjöl 4 þeyttar eggjahvítur Inn í rúlluna '/2 pk jarðarberjahlaupduft t.d. fró Toro 1 hólfdós niðursoðin jarðarber, rúml. 400 g I lítil dós jarðarberjarjómaskyr _____________1 e99_____________ ___________1 dl rjómi__________ nokkur fersk jarðarber til skreytingar 1. Notið 11/4-1 1/2 dl af safan- um úr dósinni, látið sjóða og leysið hlaupduftið upp í honum. (Athugið að vökvamagn er minna en gefið er upp á pakk- anum). Kælið án þess að hlaupi saman. 2. Þeytið eggið lauslega út í skyrið, bætið þá hálfkaldri hlaupblöndunni út í. Merjið jarðarberin með gaffli og setjið út í. Þeytið rjómann og blandið í. Smyrjið á kökuna og vefjið þétt saman. 3. Skreytið tertuna með ferskum jarðarberjum, þegar hún er borin fram. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Flugvöllur og húsabygg’ð á hafi úti NÝLEGA hafa komið fram þær hugmyndir að byggja heilt íbúðarhverfi í sjó fram í Skerjafirði og annan stærsta flugvöll landsins á Lönguskerjum úti í fjarðarmynni. Hug- myndirnar virðast hafa komið fram sökum land- leysis í þessu strjálbýlasta landi og strjálbýlustu höfuðborg í Evrópu. Hinn pólitíski hrá- skinnsleikur að baki er einkennandi fyrir íslensk stjórnmál. I borgarstjórn óskapast sjálfstæðismenn yfir þvi að fólki á lands- byggðinni gefist ekki næg- ur kostur á því að flykkjast til Reykjavíkur, en á Alþingi stjórna fiokks- bræður þeirra heilmiklu batteríi, Byggðastofnun, sem hefur það að mai-k- miði að stuðla að því að fólk flytjist ekki til Reykjavíkur. Nýlega kom fram í út- varpi maður nokkur sem skýrði frá því að hann hafði áður fyrr unnið hjá Flugfélaginu, m.a. við það að hreinsa seltu af gömlu Catalina-flugbátunum, og hefðu nokkrir menn vart haft undan við hreinsun og viðgerðir vegna þess hve seltan tærir skrokk vél- anna, sem eru úr léttmálmi (áli). Taldi hann að fljótt myndi sjást á þeim vélum sem langtímum saman stæðu á flugvelli í saltroki úti í Skerjafirði. Þeir sem muna lengra aftur í tímann en eitt kjörtímabil minnast þess að á þeim tíma sem Guðni Þórðarson rak Air Viking átti hann tvær Boeing- flugvélar sem lengi vel stóðu á Keflavíkurflugvelli. Þegar loks átti að taka þær í gagnið kom í ljós að þær voru svo tærðar af salti að viðgerð svaraði ekki kostnaði og fóru þær báðar til niðurrifs. Þetta var nú langt uppi á Mið- nesheiði en ekki á Löngu- skerjum í Skerjafii'ði. Þegar Norðmenn stækkuðu gamla flugvöll- inn Gardemoen og tóku hann í notkun sem aðal- flugvöll fyrir Suður-Noreg, lögðu þeir niður gamla flugvöllin Fornebu, sem vai’ inni í byggð við Ósló. Jafnframt lögðu þeir niður allt æfingaflug smávéla frá Fornebu. Norðmenn, ein ríkasta þjóð heimsins, töldu sig ekki hafa efni á að reka tvo stóra flugvelli með um 60 km millibili. Það eru bara Islendingar sem hafa efni á slíkum lúx- us. Ingvar. Gott leikhús SL. LAUGARDAG fór ég að sjá tvo einþáttunga, „Maðkar í mysunni" og .Ábrystir með kanel“, sem leikhópur Félags eldri borgara í Reykjavík, Snúður og Snælda, sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm. Fyrri þátturinn er breskur og fjallar um nokkrar konur sem er öll- um stefnt á einn og sama staðinn og þegar þær hitt- ast og kynnast betur kem- ur ýmislegt í Ijós. Sá seinni er frumflutt verk eftir Sigrúnu Valbergs- dóttur og gerist á sveita- bæ sem gerir út á bændagistingu þar sem flestir gestanna hafa eitt- hvað upp á að bjóða. Eg skemmti mér mjög vel og það er virkilega þess virði að sjá þessi verk. Anægður leikhúsgestur. Hver þekkir vísuna? ER EINHVER sem kann- ast við höfund þessarar vísu og kann framhaldið á henni? Ef svo er þá vin- samlega hafið samband við Halldór Árnason í síma 462 2597. Ég var fluttur í fangelsi að morgni í framtíð að búa þar einn. I kring eru járngrindur kaldar og koddinn minn hrufóttur steinn. Tapað/fundið GSM-sími týndist GSM-sími, Alcatel Easy, týndist í miðbæ Reykja- víkur 21. febrúar. Sá sem veit um símann hafi sam- band í síma 588 1428, Guð- björg. Fundarlaun. Myndavél týndist LITIL Canon-myndavél í svörtu hulstri týndist í eða við Húsaskóla í Grafarvogi síðastliðinn laugai'dag. Gæti einnig hafa glatast á bílastæði við Frostafold 14. Myndavélin er merkt nafni á botni, en símanú- mer er ekki rétt. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 5871790 á kvöldin eða í vinnusíma 5603667. Silfurhálsmen týndist í DESEMBER fyrir 3^1 árum glataðist silfurháls- men sem eigandi hefur saknað mjög. Menið er íl,angt u.þ.b. 5 cm, með hvítan mánastein greypt- an í miðjuna og í grófri frekar langri silfurkeðju. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 587 1790 eða í vinnusíma 560 3667. Um armband sem týndist í Þórshöll KONA sem týndi arm- bandi frá Jens i Þórshöll um síðustu helgi. (26.-27. febrúar) er vinsamlega beðin að hafa samband við Inga Þór í Þórshöll í síma 511 1919. Iþróttataska týndist úr bíl ÍÞRÓTTATASKA, marg- lit, týndist úr bíl við Grett- isgötu aðfaranótt 3. mars. Þeir sem hugsanlega hafa fundið töskuna eða eitt- hvað úr henni, svo sem skó, hnépúða eða fót, vin- samlegast hafi samband í síma 5510929 eða 588 1300. Rauð sólgleraugu týndust RAUÐ, sérhönnuð sól- gleraugu fyrir sjónskerta týndust í janúar. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 552 6797. Hver fann gráu ullarkápuna SA sem hefur einhverjar upplýsingar um gráu kápuna og fleira sem fannst í Austurstræti aðfaranótt sunnudagsins 21. febrúar er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 557 8879 því enginn kann- ast við málið í símanum sem gefinn var upp sl. þriðjudag í Velvakanda. Þessara hluta er sárt saknað. Víkverji skrifar... CARL Bernstein, annar úr hinum heimsfræga blaðamannadúetti stórblaðsins The Washington Post, segir fjölmiðlun í Bandaríkjunum „afskræmda af frægðardýrkun, slúðri og æsifréttamennsku". Rannsóknarblaðamennska Bern- steins og félaga hans, Bob Wood- wards, fletti á sínum tíma ofan af Watergate-hneykslinu svokallaða, sem varð Riehard Nixon Band- aríkjaforseta að falli eins og frægt varð. „Eg er á þeirri skoðun að það sé hlutverk blaðamanna að ýta við fólki, en ekki aðeins að hafa ofan af fyrir þvl með einskis nýtum upplýs- ingum,“ sagði Bernstein er hann ávarpaði samtök gyðinga í Band- aríkjunum í liðinni viku. „í heimi þar sem fjölmiðlun snýst um það eitt að erta fólk eða kitla kennum við lesendum okkar og áhorfendum að hið léttvæga sé það sem er mikil- vægt.“ Bernstein vill kenna auknum um- svifum æsifréttablaða um hluta vandans sem við nútímafjölmiðlun blasir. „Hin miður góðu viðmið sem ómerkari fjölmiðlar notast við í sinni blaðamennsku hafa einnig áhrif á viðmið þeirra fjölmiðla sem við teljum standa fremst á sínu sviði.“ ASTÆÐA er til að staldra við þessi orð hins heimskunna blaðamanns. Það er augljóst að margir eru hugsi yfir þróun blaða- mennsku í Bandaríkjunum undan- farin misseri. En enginn hefur talað jafn afdráttarlaust og Carl Bern- stein, a.m.k. ekki svo Víkverji hafi tekið eftir. Umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málefni Clintons Bandaríkjaforseta hefur greinilega verið sá dropi sem fyllti mælinn. Við Islendingar ættum einnig að staldra við. Það verður æ meira áberandi í fjölmiðlum hér að slegið sé upp einskisverðum hlutum. Sum blöð eru t.d. þannig að þar er ekki að finna eitt einasta efni sem máli skiptir. Er hér ekki síst átt við blöð sem ætluð eru ungu fólki. Hættan er sú að unga fólkið fari að halda að hið einskisnýta sé það sem skiptir máli. FRÓÐLEGT verður að fylgjast með því hvernig lögi'egluyfir- völd munu fylgja eftir dómi Hæstaréttar í áfengisauglýs- ingamálinu. Varalögreglustjórinn hefur boðað aðgerðir gegn þeim aðilum sem auglýstu bjór í trássi við aðvaranir hans. Byrjað er að taka niður auglýsingar á flettiskiltum og svo er það spumingin hvort veit- ingamenn verða látnir taka niður auglýsingaskilti með nöfnum bjórs af húsum sínum. Menn hafa strax fundið smugur framhjá banninu. Besta dæmið er auðvitað auglýsing Thule með dönsku tvímenningunum sem stóðu fyrir framan Alþingishúsið með límt íýrir munninn! Nú stendur yfir góugleði á veitingahúsunum og hafa sum þeirra auglýst t.d. „stóran á 250 krónur“. Hvergi kemur fram að um er að ræða hálfs lítra bjórglas en samt vita það allir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.