Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR /r s\ r^\ / BREIÐBAND LANDSÍMANS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Svæði tengd Breiðbandiríu í árslok 1998 (25.000 heimili}- Sveeði sem verða terígd í ár (6.^0Q..heimif"'\-^ Tanga- óg Hlíðahverfi í Mosfellsbæ voru í árslok tengd Breið- bandinu og þar verður nýbygghíg’ssvæði einnig tengt á árinu. Landssíminn gerir átak í breiðbandsvæðingu á þessu ári Nær 10 þúsund heimili bætast við breiðbandið Andlát SIGURÐUR SIGUR- MUNDSSON SIGURÐUR Sigurraundsson íyrr- um bóndi á Hvítárholti í Hruna- mannahreppi og fræðimaður, er lát- inn, 83 ára að aldri. Sigurður fæddist 29. júlí 1915 að Breiðumýri í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur Sigurmunds Sigurðssonar héraðslæknis og konu hans Önnu Eggertsdóttur. Sigurður stundaði nám við bamaskólann á Breiðumýri og síðar í Reykholti í Biskupstung- um. Hann var tvö ár á íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, og á árunum 1932-1933 í Samvinnuskól- anum í Reykjavík og á Bændaskól- anum að Hólum á árunum 1933- 1934. Sigurður var lausamaður norðan- lands og sunnan á árunum 1934- 1942, m.a. kennari hluta úr vetri en síðast hafnarverkamaður í Reykjavík. Vorið 1942 keypti hann jörðina Hvítárholt í Hrunamanna- hreppi og var bóndi þar til ársins 1989 er hann flutti í íbúðir aldraðra að Flúðum. Sigurður átti sæti i stjórn Veiðifé- lags Ámessýslu frá 1967-1973, sat í stjórn Bókasafns Hrunamanna um árabil, lengst af sem formaður. Sig- irrður skrifaði fjölda greina um bók- menntaleg efni í blöð og tímarit. Um 35 ára aldur tók hann til að leggja stund á spænskunám í frístundum. Þar sem kennslugögn voru óhentug varð hann sér úti um ensk-spænska orðabók sem hann þýddi á íslensku og var þar komin spænsk-íslensk orðabók. Bókin var fyrst sinnar teg- undar hér á landi og kom fyrst út ár- ið 1973 og á ný í endurunninni útgáfu árið 1995. Arið 1990 þýddi Sigurður úr spænsku bókina Nada eftir Cannen Laforet og gaf út sjálfur. Árið 1989 gaf Sigurður út bókina Sköpun Njálssögu og árið 1993 kom út bókin, Á milli landshorna, um bemsku- og æskuár höfundar. Um síðustu jól komu út Ritgerðir I og á næsta ári er von á Ritgerðum II, sem tilbúin er til prentunar. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar er Elín Kristjánsdóttir. Þau eignuð- ust átta börn. Utfor Sigurðar verður gerð frá Skálholti nk. laugardag kl. 14. STEFNT er að því að meira en þriðjungur heimila á landinu verði tengdur breiðbandinu í lok þessa árs. Heimilin í landinu em um 95 þúsund og þegar er búið að tengja breiðbandið við 25.800 heimili. Gert er ráð fyrir að 9.500 heimili bætist við á þessu ári, þar af 6.400 á höf- uðborgarsvæðinu, sem er 12% aukning. Stefnt er að því að tengja 980 heimili við breiðbandið á Akur- eyri, 660 í Reykjanesbæ, 580 á ísafirði, 480 á Egilsstöðum og öll heimili, 400 talsins, á Stykkis- hólmi. Þegar hafa öll heimili, 800 talsins, verið tengd breiðbandinu á Húsavík. Friðrik Friðriksson, forstöðu- maður breiðbandsþjónustu Lands- símans, segir að í tengslum við átakið verði fjárfest í nýju staf- rænu flutningskerfi sem flytur 36-90 sjónvarpsrásir á ljósleiðara- kerfinu. Kerfið kostar yfir 100 milljónir króna. Friðrik segii- að þetta verði stærsta átakið í nokkur ár við að byggja upp breiðbandskerfið á höf- uðborgarsvæðinu og átak verði gert í því að hefja framkvæmdir af krafti úti á landi. Ólafur Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, segir að fyrir- tækið hafi leitað eftir samstarfi við þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli þannig að samnýta megi fyrirhugaðan skurðgröft og lækka með því kostnað beggja. „Það ræðst því að nokkru af svör- um sveitarstjórnarmanna hve hratt það gengur að breið- bandsvæða." í-ANDSfRÆGT URVAV sjálfskiptur, leðurinnrétting, upphækkaður, 33” dekk, spoiler, abs, topplúga, húddhlif, dráttarkrókur og tengi. Ásett verð 4.200.000. Nánpri upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu (símum 5695660 _ og 5695500. opnunartfmi: mánud,- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. kaður, 33 dekk, spoiler, abs, toppiug: ett verð 4.200.000. Nánari upplýsingi BÍLAÞING HEKLU N O T A Ð I R Æmm BÍLAR LAUQAVEGI 174 • SÍMI 669 5660 • FAX 569 5662 SKOÐIÐ ÚRVALIÐ Á HÉimASÍÐU ffiKKAR, WWW.HCKILA.IS Flugmaður slapp ómeiddur á Sandskeiði LÍTILLI einshreyfils kennsluvél hlekktist á í flugtaki á flugvell- inum á Sandskeiði eftir hádegi í gær, með þeim afleiðingum að henni hvolfdi. Flugmaðurinn var einn í vélinni og slapp ómeiddur. Að sögn Skúla Jóns Sigurð- arsonar, stjórnanda Rannsókn- arnefndar flugslysa, er talið að snjódreifar á brautinni hafi átt þátt í óhappinu, en nefndin hef- ur málið til rannsóknar. Tals- verðar skemmdir urðu á vél- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.