Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 21 NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg BJARNI Finnsson eigandi Blómavals í endurbættri matvörudeild. Matvörudeild Blómavals stækkuð um 40% Lækka verð á grænmeti og ávöxtum Matvörudeild Blómavals hefur að undanförnu tekið miklum breyting- um. Deildin hefur verið færð um set innan verslunarinnar, hún hefur verið stækkuð um 40% og er nú í 280 fermetra húsnæði. Bjarni Finnsson, eigandi Blómavals, segir að aukin áhersla sé nú lögð á sölu ávaxta og grænmetis. „Við höfum nýlega lækkað verð á öllu grænmeti og ávöxtum um að meðaltali 10% og ætlum að vera fyllilega samkeppnisfærir við stór- markaðsverð.“ Bjarni segir að ís- lenskt grænmeti verði í forgrunni og mikil áhersla verði lögð á að bjóða fjölbreytt úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti svo og ávöxt- um. Borðum og stólum hefur verið komið fyrir í nýju deildinni og geta viðskiptavinir sest niður og fengið sér kaffibolla og köku eða valið um rétti af ísbar verslunarinnar. Bjarni segir að auk þess sé boðið upp á sal- atbar. „Við erum einnig að auka við úr- valið af heilsuvörum svo og vörum sem flokkast undir sælkeravöru. Þá verðum við með ýmislegt sem þarf í indverska og mexíkóska matargerð, Jói Fel. sér okkur fyrir brauðum svo og bakaríið í Grímsbæ, sem er með brauð úr lífrænt ræktuðu hráefni. Þá verða til sölu helstu mjólkurvörur og ýmsir ostar. Viðskiptavinum okkar stendur til boða að láta útbúa fyrir sig matarkörfur til gjafa.“ SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Oæskilegt að frysta kjúkling tvisvar Spurning: LESANDI keypti fersk- an kjúkling fyrir skömmu sem reyndist hálffrosinn þegar heim var komið. Hann ætlaði að frysta kjúklinginn en var að velta fyrir sér hvort það væri óæskilegt að tví- frysta hann? Svar: „Kaupi neytendur ferskan kjúkling eiga þeir að geta gengið út- frá því sem vísu að hann hafi ekki verið frystur. Annaðhvort er kjúklingurinn kæli- eða frystivara," segir Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur hjá Hollustu- vernd nTdsins. „Það er ekki æskilegt að frysta kjúklinginn aftur en þó ekki beinlín- is hættulegt. Hann tapar vissulega gæðum og þornar ef hann er frystur aftur. „I þessu tilfelli kann þó kælir- inn að hafa verið of lágt stilltur í versluninni og kjúklingurinn hálf- frosinn af þeim sökum.“ Sesamfræ og sardínur kalkrík fæða Spurning: Ur hvaða fæðutegundum fæst kalk að frátöldum mjólkurmat? Þurfa unglingar meira af kalki en fullorðnir? Stjörnuspá á Netinu <f) mbl.is _ALLTAe e!TTH\fA£) ISIÝTT Svar: „Kalk fæst einnig í talsverðu magni úr sesamfræjum, sardínum og öðrum smáfiski þar sem beinin eru borðuð, dökkgrænu blaðgi'æn- meti, hnetum, baunum og grófu korni,“ segir Hólmfríður Þorgeirs- dóttir hjá Manneldisráði. „Unglingar í örum vexti þurfa til- tölulega mest af kalki. Ráðlagður dagskammtur unglinga er 1.200 mg en fullorðinna 800 mg.“ Hún segir að erfitt sé að full- nægja 1.200 mg kalkþörf án nokk- urs mjólkurmatar. „Það er þó hægt t.d. með því að borða: 100 g sardín- ur + 100 g tofu (sojabaunapasta) + 100 g bakaðar baunir + 25 g sesam- fræ + 200 g grænt grænmeti + 100 g brauð + 30 g Cheerios + 50 g hnetur og fást þá um 1.000 mg af kalki, viðbótin kemur svo úr ýmsum öðrum mat.“ getur vaidið slappleika leiða, nómsörougleikum, lélegu úthaldi o.fl. VITABIOTICS þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum Verðsamanburður á þremur flugvöllum Verðið lægst á Keflavíkurflugvelli VÖRUR í flugstöð Keflavíkurflug- vallar reyndust í 67% tilfella ódýrastar, í 12% tilvika voru þær ódýrastar á Kastrupflugvelli í Dan- mörku og í 21% tilfella ódýrastar í flugstöð Fuhlsbuttelflugvallarins í Hamborg í Þýskalandi. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Pricewaterhou- seCoopers ehf. sem vann verð- könnunina í janúar sl. fyrir Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavík- urflugvelli. Verð var kannað á 33 vöruliðum í þremur flugstöðvum, á Keflavíkurflugvelli, Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn í Dan- mörku og Fuhlsbuttelflugvellinum í Hamborg í Þýskalandi. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vörurnar sem notaðar voru til samanburðar hafi verið valdar handahófskennt. „Þessar niðurstöður segja okkur að fríhafnarverslun í flugstöð Leifs Eiríkssonai- er hagstæður kostur fyrir ferðamenn og því ættu þeir að gefa sér góðan tíma til að skoða þar,“ segir Kjartan Kristjánsson sem er í forsvari fyrir verslunar- rekendur í flugstöð Leifs Eiríks- sonar og rekur þar gleraugnaversl- unina Optical studio. „Við erum að vonum ánægðir með þessar niðurstöður og munum gera enn betur, því eftir því sem verslun í flugstöðinni eflist erum við betur í stakk búnir til að gera hagkvæmari innkaup og lækka verð enn frekar.“ Kjartan segir að verslunareigendur í flugstöðinni Flugvellir hafi aukið vöruval mikið á undan- förnu ári, t.d. á fatnaði, gleraugum, skartgripum og úrum. Lúxus- skinka og brauð- skinka GOÐI hefur sett á markað þrjár skinkutegundir í brauðskinku- flokki. I fréttatilkynningu frá Goða segir að um sé að ræða reykta skinku, brauðskinku og kryddskinku með piparblöndu, papriku og fleiri kryddum. Allar þessar nýju skinkutegundir inni- halda 4% fitu og eiga að koma til móts við þá sem vilja halda í við sig í fituneyslu. NÝTT Lúxusskinka I fréttatilkynningunni segir enn- fremur að samkvæmt nýrri reglu- gerð um kjöt og kjötvörur flokkist vörur sem innihalda a.m.k. 95% magurt kjöt undir lúxusflokk. Goði er með raftaskinku og hangikjötsá- legg sem flokkast í þennan flokk. Um nánast hreinan vöðva er að ræða sem hefur verið reyktur og saltaður. Sænskar kjötbollur Þá hefur Goði einnig sent frá sér svokallaðar sænskar kjötboll- ur en þær eru unnar samkvæmt sænskri uppskrift úr svína- og nautakjöti með lauk og pipar. Kjötbollurnar eru forsteiktar og þarf því einungis að hita þær upp á pönnu eða í örbylgjuofni. Morgunblaðið/Júlíus Egglosa- mælir til heimanota KOMNIR eru á markað endur- bættir egglosamælar til heimilis- nota .frá Unipath sem heita Clearplan. í fréttatilkynningu frá Logalandi ehf. segir að prófin séu byggð á nýrri tækni sem þegar er búið að fá alþjóðlegt einkaleyfi fyrir og hafa reynst vera nákvæmari en fyrri aðferð- ir. Ennfremur kemur þar fram að egglosamælar séu tæki fyrir konur til að finna frjósömustu 1- 2 dagana í tíðahringnum en þá eru mestar líkur á þungun. Clearplan fæst í öllum apótek- um. M«8 mj Sw. Aðtins 139 Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.