Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Flugslys
á Indlandi
ANTONOV-32-flug-vél í eigu ind-
verska flughersins hrapaði til
jarðar í Nýju Delhi á sunnudag.
Fórust með henni allir, sem voru
um borð, 18 manns, og þrír á
jörðu niðri. Var þetta annað flug-
slysið í Indlandi á tveimur sólar-
hringum en aðfaranótt laugar-
dagsins brotlenti flutningaflugvél
frá Air France við flugvöllinn í
Madras. Komst fimm manna
áhöfn lífs af. Indverska flugvélin
var að koma inn til lendingar í
Nýju Delhi en af einhverjum
ástæðum kom hún niður skammt
frá flugvellinum. Varð mikil
sprenging í henni og féll logandi
brakið úr henni meðal annars á
kofaþyrpingu þar sem það varð
þremur að bana og siasaði fimm
manns. Þessi kona komst lífs af
og yngsta barnið hennar en tvö
eldri börnin hennar týndu lífi.
Hægrimaðurinn Jörg Haider vinnur mikinn sigur í
fylkisstjórnakosningum í Austurríki
Hefur áhrif á stefnu
Klima-stj órnarinnar
Vín. Reul«rs.
KOSNINGASIGUR hægri-
flokksins FPÖ í fylkis-
stjórnakosningum í Austur-
ríki á sunnudag mun að mati
stjómmálaskýrenda þvinga
ríkisstjórn Viktors Klima
kanzlara, sem er samsteypu-
stjóm jafnaðarmanna og
hins íhaldssama Þjóðar-
flokks, til að breyta áherzl-
um stjómarstefnunnar nú
þegar líður að kosningum til Evr-
ópuþingsins og þjóðþingsins í Vín.
Einkum þykir blasa við að
Jörg Haider
stjómin þurfi að draga úr
þeim mikla stuðningi sem
hún hefur sýnt við stækkun
Evrópusambandsins til
austurs, en samkvæmt
skoðanakönnunum hefur
meirihluti Austurríkis-
manna áhyggjur af nei-
kvæðum afleiðingum þess
að landamærin opnist til
hinna fátæku nágranna-
ríkja sem áður tilheyrðu austur-
blokkinni.
FPÖ og leiðtogi hans, Jörg
Haider, fógnuðu stærsta kosninga-
sigri sínum til þessa í kosningum
helgarinnar. I Kárnten, þar sem
Haider var sjálfur í framboði, fékk
flokkurinn 42% atkvæða og varð
þar með í fyrsta sinn stærsta
stjórnmálaaflið í einu hinna níu
fýlkja landsins. Kosið var að þessu
sinni til þriggja fylkisþinga.
Pólitískt píslarvætti?
Á áranum 1989-1991 var Haider
fylkisstjóri Kárnten, en var þá
þvingaður til afsagnar í kjölfar um-
mæla sem hann lét falla um at-
Reuters
vinnustefnu Þriðja ríkisins. Til að
hljóta kosningu í embætti fylkis-
stjóra á ný þarf Haider tvo þriðju
hluta atkvæða á fylkisþinginu.
Þingmenn hinna stóra flokkanna,
Jafnaðarmannaflokksins SPÖ og
Þjóðarflokksins, geta því hindrað
kjör Haiders, en geri þeir það
hætta þeir á að gera hann að póli-
tískum píslai’votti sem gæti styrkt
stöðu hans enn frekar í kosninga-
baráttunni fyrir Evrópuþingskosn-
ingar í júní og þjóðþingskosningar
í október. Á hinn bóginn gæti fylk-
isstjóraembættið reynzt Haider
kærkominn stökkpallur í valda-
mesta embætti landsins, kanzlara-
stólinn, sem ljóst er þó að hann
muni ekki eiga kost á að komast í
nema hinir flokkarnir falli frá því
að útiloka stjórnarsamstarf með
FPÖ.
Flokksdeild SPÖ í Kárnten
ákvað í gær að reyna að hindra
kjör Haiders í embætti íylkis-
stjóra. Þjóðarflokkurinn hafði ekki
tekið afstöðu til málsins í gær, en
fylkisstjórinn Christof Zernatto,
sem er úr Þjóðarflokknum, fór
fram á traustsyfirlýsingu.
Endurminningar George Stephanopolous gefnar út í Bandaríkjuiium
Er hollusta samstarfsmanna
við forsetann liðin tíð?
GEORGE Stephanopolous, sem
var einn nánasti ráðgjafi Bills
Clintons Bandaríkjaforseta um ára-
bil, hefur fært minningar frá staifs-
áram sínum með forsetanum í let-
ur. Bókin heitir á frummálinu All
too human og er kafli úr henni birt-
ur í nýjasta tölublaði tímaritsins
Newsweek. Fjallað var um útgáfu
bókarinnar í dagblaðinu Wash-
ington Post í gær, en endurminn-
ingar Stephanopolous eru hinar
nýjustu í röð fjölmargra bóka sem
fyrrverandi starfsmenn og ráðgjaf-
ar í Hvíta húsinu hafa ritað um for-
setatíð Bills Clintons. Fáir Banda-
ríkjaforsetar, ef nokkrir, hafa þurft
að þola jafn nákvæma skoðun fyrr-
verandi samstarfsmanna á opinber-
um vettvangi og Clinton. M.a. þess
vegna hafa spurningar vaknað um
gildi trúnaðar og hollustu við emb-
ætti forseta Bandaiíkjanna.
Persónutöfrar
og bræðisköst
„Bill Clinton býr yfir miklum
persónutöfrum, sem hann nýtir til
þess að vinna hylli þeirra sem hann
þarfnast. Hann stekkur íyrirvara-
Íítið upp á nef sér og á það til að
hella sér yfir aðstoðarmenn sína og
ráðgjafa í bræðisköstum sem helst
má líkja við það að lenda í ský-
stróki." Þannig er ein lýsinga Geor-
ge Stephanopolous á Bandaríkja-
forseta. Hillary Rodham Clinton
fær einnig sinn skammt. Því er lýst
hvernig hún réðst að Steph-
anopolous á starfs-
mannafundi í Hvíta
húsinu í ársbyrjun
1994 með ásökunum
um að hann styddi
ekki forsetahjónin en
þá var Whitewater-
málið í hámæli: „Þú
hefur aldrei haft neina
trú á okkur ... Ég
stend ein míns liðs
núna og enginn vill
berjast fyrir mig ...
Hafir þú ekki trú á
okkur skaltu bara
fara,“ mun Hillary
Clinton hafa sagt með
tárin í augunum.
Utgáfa bókarinnar
beinir kastljósi fjölmiðlanna enn á
ný að hollustu Stephanopolous við
Clinton-hjónin og tvíbentu sam-
bandi hans við þau gegnum tíðina.
Stephanopolous greinir skilmerki-
lega frá vegferð sinni með Clinton,
frá Little Rock til Washington-
borgar. Starfið í Hvíta húsinu
gekk svo nærri hinum unga ráð-
gjafa, sem lýst er sem miklum
hugsjónamanni, að hann varð að
leita sér geðlækninga vegna kuln-
unar í starfi. Stephanopolous er
einnig sagður lýsa breytingunni
sem orðið hefur á forsetaembætt-
inu í tíð Bills Clintons vel, en m.a.
vegna útgáfu bóka þar sem greint
er frá trúnaðarsamtölum á fund-
um með forsetanum stendur Clint-
on líklega berskjaldaðri gagnvart
umheiminum en nokk-
ur forveri hans í
starfi.
Varla er vika liðin
síðan Monica Lewin-
sky, fyrrverandi
starfsstúlka í Hvíta
húsinu, gaf út bók er
greinir frá sambandi
hennar við forsetann
og lýsir skoðunum
hennar á tilfinningalífi
Clintons. Og í síðustu
viku hélt Dick Morris,
fyrrverandi ráðgjafi
forsetans sem ritaði
bók um kosningabar-
áttuna 1996, blaða-
mannafund til þess að
lýsa skoðunum sínum á persónu og
sálarlífi Bandaríkjaforseta. Þá lýsti
Michael McCuiTy, fyrrverandi
talsmaður Hvíta hússins, því á dög-
unum að hann þekkti engan sem
haldið hefði fullum trúnaði við
Clinton.
Eitt sinn var Stephonopolous
dyggasti stuðningsmaður Clintons
og hafði starfa af því að veija gjörðir
og ákvarðanir forsetans opinberlega.
Hann lýsti í fyrsta sinni opinberlega
óánægju sinni með framferði forset-
ans fyrir rámu ári þegar Lewinsky-
hneykslið komst í hámæli.
Sviksemi við Clinton og
forsetaembættið
Ekki eru allir á eitt sáttir um út-
gáfu endurminninga er lýsa
innviðum stjórnmálanna á þann
hátt sem bók Stephanopolous ger-
ir. „Þetta er ekki einungis ósann-
gjarnt, heldur alvarlegur trúnað-
arbrestur,“ segir Richard Good-
win, sem var ráðgjafí forsetanna
Johns F. Kennedy og Lyndons B.
Johnsons, „og afhjúpar sviksemi
við forsetann og forsetaembættið."
Goodwin lýsti opinberlega yfir
andstöðu sinni við stefnu Johnsons
í Víetnam-stríðinu en beið í tutt-
ugu ár með að gefa út endurminn-
ingar sínar.
Goodwin er þeirrar skoðunar að
Clinton beri nokkra ábyi-gð á um-
fjölluninni um sig: „Það er ekki við
öðru að búast en stjórn sem heldur
engin gildi í heiðri og virðir engar
reglur móti einstaklingana sem
vinna fyrir hana. Samt sem áður,
hefur Clinton verið svikinn af nán-
ustu samverkamönnum sínum. Ge-
orge Stephanopolous er bara enn
eitt ungmennið sem hyggst græða
á kynnum sínum af Clinton. Hefði
hann ekki unnið fyrir forsetann
væri öllum sama um Steph-
anopolous.“
George Stephanopolous fékk
jafnvirði tæplega 200 milljóna ís-
lenskra króna í íyrirframgreiðslu
frá forleggjara endurminninga
sinna. Fastlega er búist við því að
Bill Clinton láti lítið eftir sér hafa
vegna skrifa Stephanopolous. Nú-
verandi starfsmenn Hvíta hússins
hafa í það minnsta ekkert viljað
segja um efni bókarinnar.
George
Stephanopolous
L ÆSSM
Tíu Hútú-
ar felldir
UNDIROFURSTI í her Úg-
anda sagði tíu uppreisnar-
menn Hútúa til viðbótar hafa
verið fellda vegna þátttöku í
ráni og morðum á átta ferða-
mönnum í Bwindi-þjóðgarð-
inum í síðustu viku. Hafa þá
25 uppreisnarmannanna,
sem tóku þátt í ódæðinu,
verið drepnir að því er tals-
menn úgandíska hersins
greina frá.
Afrýjun
McVeigh
hafnað
HÆSTIRÉTTUR Banda-
ríkjanna hafnaði í gær áfrýj-
un Timothy
McVeigh,
sem var
fundinn sek-
ur um
sprengjutil-
ræðið í Okla-
homa er
varð 168
manns að
bana árið
1995, og lýsti þvi yfir að rétt-
arhöldin yfir McVeigh hefðu
verið sanngjörn og hlutleysis
kviðdóms gætt í hvívetna.
Tveir falla í
átökum á
Ambon
TVEIR kristnir menn vora
barðir til bana af æstum múg
á eyjunni Ambon í Indónesíu
í gær. Mennimir höfðu hætt
sér inn í hverfi múslima í höf-
uðstað Ambon. Hópur
múslima hótar því að senda
vopnaða menn til eyjunnar til
þess að tryggja öryggi trá-
bræðra sinna þar. Hópurinn
sakar herinn um að draga
taum kristinna manna í átök-
unum á eyjunni.
Monica í
Harrods
MONICA Lewinsky, fyi-rver-
andi starfsstúlka í Hvíta hús-
inu, var stödd í stórverslun-
um Harrods í
Lundúnum í
gær. Þar
áritaði hún
nýútkomna
bók eftir
Andrew
Morton um
samband sitt
við Bill Clint-
on, forseta Bandaríkjanna.
Var ágangur fréttamanna svo
mikill að Lewinsky brast í
grát og flúði fundinn.
Finni fyrir
rétt vegna
njósna
RÉTTARHÖLD hófust í
Helsinki í gær yfir Olli
Mattila, embættismanni í
finnska utanríkisráðuneyt-
inu, sem er ákærður fyrir að
hafa njósnað fyrir stjórnvöld
í Rússlandi. Mattila segir
enga leynd hafa hvílt yfir
skjölum frá Evrópusam-
bandinu sem hann afhenti
rússneskum stjómarerind-
rekum.