Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 29
LISTIR
KRISTINN Örn Kristinsson og Þórunn Guðmundsddttir.
Raddir
norðursins
Sönglög á
Háskólatón-
leikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag, kl. 12.30 flytja Þórunn
Guðmundsdóttir sópransöngkona
og Kristinn Örn Kristinsson pí-
anóleikari sönglög eftir Gustav
Mahler (1860-1911) og Antonin
Dvorák (1841-1904).
Mahler og Dvorák voru af-
kastamiklir sem tónskáld og m.a.
þekktir fyrir hljómsveitarverk
sín en hafa líka lagt mikið af
mörkum til söngbókmennta.
Dvorák samdi nokkrar óperur og
yfir 100 sönglög og dúetta, þ.á m.
lagaflokkana Biblíuljóð og
Sígaunaljdð og verður sá síðar-
nefndi fluttur á þessum tónleik-
um. Mahler samdi mikið af
sönglögum, m.a. við texta úr
SÉRHEFTI breska tímaritsins
History of Photogi-aphy er að
þessu sinni helgað íslenskri ljós-
myndun. í heftinu er að finna
greinar eftir sex fræðimenn; þau
Ingu Láru Baldvinsdóttur, Æsu
Sigurjónsdóttur, Guðrúnu Harð-
ardóttur, Þorvarð Árnason, Guð-
jón Friðriksson, Gróu Finnsdóttur
og Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Sérheftið sætir tíðindum m.a. fyr-
ir þær sakir að vera fyrsta tilraun
til að gefa greinargott yfirlit yfir
þennan þátt íslenskrar myndlist-
arsögu frá upphafi á prenti. Með
útgáfu heftisins er jafnframt reynt
að opna augu innlendra og er-
lendra fræðimanna fyrir spenn-
andi rannsóknarvettvangi.
I sérheftinu gefur Inga Lára
Baldvinsdóttir sögulegt yfirlit yfir
íslenska ljósmyndun á tímabilinu
1845 til 1926. Æsa Sigurjónsdóttir
ritar tvær greinar í heftið; þar sem
hún ræðir annars vegar um ljós-
myndasyrpur þriggja franskra
safninu Des Knaben Wunderhorn
og verða þrjú þeirra flutt á þess-
um tónleikum.
Þórunn og Kristinn hafa bæði
stundað framhaldsnám í list sinni
í Bandaríkjunum og unnið mikið
að tónlistarmálum hér á landi.
Þau hafa unnið töluvert saman á
undanförnum árum og m.a. kom-
Ijósmyndara frá íslandi á tímabil-
inu 1846 til 1859, en það eru þrjár
elstu varðveittu ljósmyndasyrpur
frá fslandi og hins vegar gerir hún
grein fyrir ljósmyndaferli Sigríðar
Zoéga, en hún var einn helsti por-
trett-ljósmyndari í Reykjavík á
þessari öld. Þorvarður Aj'nason
fjallar um íslenska landslagsljós-
myndun á 19. öld og rekur þátt
Sigfúsar Eymundssonar ljósmynd-
ara í þeirri þróun. Guðjón Frið-
riksson gerir grein fyrir þróun
blaðaljósmyndunar í landinu allt
frá því að fyrsta ljósmyndin birtist
í íslensku blaði árið .1895. Guðrún
Harðardóttir fjallar um íslenska
ljósmyndaklúbba og félög á tíma-
bilinu 1950 til 1970, en innan
þeirra var helsti vaxtarbroddur í
ljósmyndun á þeim tíma hérlendis.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er
með tvær greinar í heftinu; annars
vegar fjallar hann um ljósmynda-
tökur lögreglunnar á Islandi og
hins vegar um svokallaðar post-
ið fram á Gerðubergstónleikum.
Nýlega tóku þau þátt í Poulenc-
hátíð í Iðnó. Komið hefur út
geislaplata þar sem þau flytja Iög
eftir Jón Leifs og Karl O. Run-
ólfsson.
_ Verð aðgöngumiða er kr. 400.
Ókeypis er fyrir handhafa stúd-
entaskírteina
mortem ljósmyndatökur eða ljós-
myndatökur af látnu fólki. í lokin
gefur Gróa Finnsdóttir greinar-
gott yfirlit yfir greinar og bækur
er fjalla á einn eða annan hátt um
íslenska ljósmyndun. Mikinn
fjölda mynda er að finna í heftinu
og hafa margar þeirra ekki birst
áður.
Tímaritið History of Pho-
togi'aphy er í fararbroddi í fræði-
legri gi-einingu á þróun og áhrifum
ljósmyndarinnar í heiminum í dag.
Sérheftinu er í-itstýrt af þeim Ingu
Láru Baldvinsdóttur og Sigurjóni
Baldri Hafsteinssyni og unnið með
styi-k frá Rannsóknarráði Islands,
menntamálaráðuneytinu, Þjóð-
minjasafni Islands - myndadeild,
Árbæjarsafni og Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
Hægt er að kaupa eintak af heft-
inu í Bóksölu stúdenta og bókabúð-
um Máls og menningar og Ey-
mundsson eða panta það frá
myndadeild Þjóðminjasafnsins.
TOJVHST
S a 1 u r i n n
SÖNGHÓPURINN VOCES
BOREALES
tindir stjórn Michaels Jóns Clarke,
flutti madrigala, kórlög og
skemmtitónlist frá ýmsum löndum.
Sunnudaginn 7. mars.
TÍMI litlu sönghópanna er kominn
aftur en á tímum madrigalistanna,
ekki aðeins þeiira ensku, vai- slík
tónlist venjulega flutt af sama radd-
fjölda og raddsetningin sagði til um
og flutningurinn nánast eingöngu
iðkaður innan fjölskyldunnar, sem
fyrrum var oftar mun fjölmennari,
stórfjölskylda miðað við tvístrun
hennar nú til dags. Stóru kórarnir
fylgdu rómantíkinni en nú hefur
„grúppan“ náð miklum vinsældum,
fyrst karlakvartettar og nú alls kon-
ar blandaðar samsetningar og kam-
merkórar, sem falla mun betur að
þeim liðlegu og leikrænu raddsetn-
ingum, sem eiu í tísku. Þá er laga-
valið að breytast og dægurlög og alls
konar faglega unnin skemmtitónlist
er orðin sjálfsögð sem viðfangsefni.
Tónleikar Voces Boreales (raddir
norðursins) sl. sunnudag í Salnum
hófust með enskum madrigölum; My
Bonnie Lass og Now is the month of
Maying eftir Morley, hið fagra lag
The Silver Swan eftir Gibbons og
Construe my meaning eftir Farnaby,
allt frábærar tónsmíðar. Strax í
þessum lögum komu fram veikleikar
í raddskipan „giúppunnar", þar sem
jafnvægið var ekki gott, fyrsti sópr-
an sterkur og á köflum sár, ten-
órraddirnar of veikar, á móti ágæt-
um 2. sópran, prýðilegum alt og
nokkuð góðum basaa.
Þetta kom einnig fram í Kyrie-
kafla eftir Palestrina, sem er úr
„Missa brevis" frá 1750 og er svo-
nefnd frjáls messa, þar sem ekki er
stuðst við fyrirfram gefna tematík
og ber verkið því ekki nafn dregið af
texta sálmsins, sem venjulega var
notaður sem „Cantus firmus“. Missa
Papae Marcelli, frá 1567, er t.d.
einmitt frjáls messa. Það sem að
nokkru einkenndi söng Voces Borea-
les í messukafia Palestrina var vönt-
un á „attacea“ í tónmyndun og mis-
sterkur hljómur raddanna rýrði hið
kontrapunktíska jafnræði tónmáls-
ins. Orlando di Lasso átti Bon jour
mon coeur, sem var þokkalega sung-
ið, og í In stiller Nacht, raddsetning-
unni fallegu eftir meistai’a Brahms,
vantaði hinn rómantíska flæðihljóm
þótt það væri nokkuð vel sungið.
Besta lag tónleikanna var Váren eft-
ir Grieg, en í því lagi söng Þuríður
Vilhjálmsdóttir smáeinsöngsstrófu
mjög fallega. Ave maris stella, einnig
eftir Grieg, var nokkuð vel sungið.
Eftir hlé var slegið á léttari
strengi og sungin tvö skemmtileg lög
eftir Gunnar Reyni Sveinsson við
texta eftir Æra-Tobba. Samkvæmt
rithætti verkanna mætti sem best
kveða tónmálið, er hefði gefið verk-
inu skemmtilegan blæ. Endurtekn-
ingar og leikur tónskáldsins með
hinn sérkennilega texta var ekki
nógu markvisst eða hrynskarpt út-
færður af kórnum. Sama má segja
um ágæta raddsetningu Árna Harð-
arsonar á þjóðlaginu Það var barn í
dalnum. Bjai’key Sigurðardóttir
söng af töluverðum þokka þjóðlagið
einraddað á undan raddsetningunni.
Dægurlög hafa sinn sjarma, er teng-
ist útfærslu laganna, og því glatast
margt þegar slík lög eru umrituð t.d.
fyrir kór. Þau verða ekki söm og það
gerðist með útspekúleraða raddsetn-
ingu Sigurðar Halldórssonar á Daisy
Spilverks þjóðanna. Le Baylére,
franskt lag, og skoska lagið Loch
Lomond voru þokkalega flutt en í
seinna laginu söng Michael Jón Clar-
ke mjög vel. Næstu lög og það sem
eftir lifði söngskrárinnai' eru allt sæt
lög og voru þokkalega sungin en það
voru You are the new day eftir John
David, Can’t buy me love eftir
Lennon og MacCartney, And so it
goes eftir Billy Joel, Over the Rain-
bow eftir Harold Ai’len og Tea for
two eftir Vincent Youmans. Þessi lög
voiu, eins og fyrr segir, þokkalega
sungin en gefa ekki það sama og
þessi lög annars hafa gefið í upp-
runalegri gerð sinni. Ef þessi söng-
grúppa jafnar samhljóman raddanna
og nær fram skarpari „attacca“, er
gerir allan söng hrynvissari, má eiga
framtíðarvon í góðum söng.
Jón Ásgeirsson
Sérhefti um íslenska
ljósmyndun
MÁLÞING UM FRAMTÍÐ BÚSETU Á ÍSLANDI
Rektor Háskóla Íslands boðar til opins málþings um
framtíð búsetu á íslandi, þar sem bæði innlendir og
erlendir fræðimenn og fulltrúar atvinnulífs, stjórnmála,
mennta- og menningarmála munu hafa framsögu.
Markmið málþingsins er að leita svara við spurningunni:
Hvað vitum við um raunveruleg skilyrði og möguleika þess
að treysta búsetu á íslandi - í dreifbýli jafnt sem þéttbýli?
Framtíðarskipan búsetu á íslandi er vafalaust eitt brýnasta
hagsmunamál þjóðarinnar. Með vandaðri greiningu og
rökræðu um þá kosti, sem völ er á, vill Háskóli íslands
leggja sitt af mörkum til að efla samstöðu í þjóðfélaginu og
skapa forsendur fyrir skynsamlegum ákvörðunum.
Málþingið fer samtímis fram í Hátíðasal Háskóla íslands í
Aðalbyggingu og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni helgina
20.-21. mars n.k. og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.
DAGSKRÁ
Laugardagur 20. mars
Kl. 09:30 Málþing sett. Páll Skúlason, rektor.
A. Þróun búsetu á íslandi og á Norðurlöndum
Kl. 09:40 Þróun búsetu á íslandi og staða hennar ídag.
Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Kl. 10:00 Byggðaþróun á Norðurlöndum. Tomas Hanell,
Nordic Centre for Spatial Development
(NORDREGIO), Stokkhólmi.
Kl. 10:30 Umræður.
Kl. 11:00 Kaffihlé.
B. Orsakir og afleiðingar búsetubreytinga
Kl. 11:15 Landbúnaður og byggðaþróun. Sigurgeir Þorgeirs-
son, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands.
Kl. 11:35 Sjávarútvegur og búsetuþróun. Ásgeir Daníelsson,
Þjóðhagsstofnun.
Kl. 11:55 Umræður.
Kl. 12:15 Matarhlé.
Kl. 13:30 Áhrif þróunarinnar ísjávarútvegi - staða kvenna í
fiskvinnslusamfélögum. Guðbjörg Linda Rafns-
dóttir, Vinnueftirliti ríkisins.
Kl. 13:50 Kostnaður vegna búferlaflutninga fyrir einstakling-
ana og fyrir samfélagið. Gylfi Magnússon, dósent
við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands.
Kl. 14:10 Umræður.
Kl. 14:30 Tengsl búsetu og hugarfars. Karl Sigurðsson,
sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands.
Kl. 14:50 ímynd landsbyggðarinnar. Guðný Sverrisdóttir,
sveitastjóri Grýtubakkahreppi.
Kl. 15:10 Umræður.
Kl. 15:30 Kaffihlé.
C. Hvers vegna byggðaþróunaraðgerðir?
Fulltrúar stjórnmálaafla á Alþingi svara spurningunni: Hvers
vegna og að hve miklu leyti á að styrkja búsetu á landsbyggð-
inni?
Kl. 15:45 Sturla Böðvarsson, f.h. Sjálfstæðisflokksins.
Kl. 15:55 Sighvatur Björgvinsson, f.h. Samfylkingarinnar.
Kl. 16:05 Hjálmar Árnason, f.h. Framsóknartlokksins.
Kl. 16:15 Hjörleifur Guttormsson, f.h. Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs.
Kl. 16:25 Umræður.
Sunnudagur 21. mars
D. Úrræði/framtíðarstefna
Kl. 10:00 Möguleikar nýsköpunar á landsbyggðinni.
Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla íslands.
Kl. 10:20 Möguleikar landsbyggðarinnar íþekkingarsamfélagi
framtíðarinnar. Orri Hlöðversson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf.
Kl. 10:40 Umræður.
Kl. 11:00 Kaffihlé.
Kl. 11:15 Hugmyndin um byggðakjarna og hlutur opinberra
stofnana á landsbyggðinni. Sigurður Guðmunds-
son, Þjóðhagsstofnun.
Kl. 11:35 Verslun ogþjónusta á landsbyggðinni. Jón
SchevingThorsteinsson, fjármálastjóri Baugs hf.
Kl. 11:55 Umræður.
Kl. 12:15 Matarhlé.
Kl. 13:30 Aukið menningarlíf: Hvað, hvernig?Sigríöur
Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarðar.
Kl. 13:50 Menntun og byggðaþróun. Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri.
Kl. 14.10 Umræður.
Kl. 14:30 Mat á úrræðum íbyggðamálum á Bretlandseyjum
og íEvrópusambandinu. Prófessor John Bachtler,
European Policies Research Centre (EPRC),
Glasgow.
Kl. 15:00 Umræður.
Kl. 15:20 Kaffihlé.
Kl. 15.35 Hvað gerir ísland að raunhæfum valkosti fyrir ungt
menntafólk? Kristinn P. Magnússon, íslenskri
erfðagreiningu.
Kl. 15:50 Hugbúnaðariðnaðurinn - sóknarfæri þekkingar-
þjóðfélagsins? Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits hf.
Kl. 16:05 Búseta í framtíðarþjóðfélaginu. Stefán Ólafsson,
prófessor.
Kl. 16:25 Umræður.
Kl. 16.45 Þingslit. Páll Skúlason, rektor.
Fundarstjórar: Anna Agnarsdóttir dósent, Gísli Pálsson
prófessor, Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor,
Þórdís Kristmundsdóttir prófessor.