Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Friðþjófur ERPIÐLEIKAR á mjöl- og lýsismörkuðum hafa meðal annars leitt til þess að verð á loðnu til útgerðar og sjómanna hefur lækkað. Margir sitja uppi með dýra framleiðslu MIKIL óvissa hefur einkennt mjöl- og lýsismarkaði síðustu vikur og af- urðaverð lækkað hratt frá því í fyrra. Samfara háu afurðaverði í fyiTa hækkaði hráefnisverð einnig og nú eru dæmi um að framleiðend- ur sitji uppi með birgðir af mjöli og lýsi sem unnið var úr tiltölulega dýru hráefni en er nú mun verð- minna vegna afurðaverðslækkana. Eins og kunnugt er náði markaðs- verð á bæði mjöli og lýsi hámarki á síðasta árí. Þegar verð á mjöli var sem hæst fengust allt að 55 þúsund krónur fyrir tonnið og svipuð upp- hæð fékkst fyrir lýsistonnið. Sam- hliða háu afurðaverði á síðasta ári hækkaði hráefnisverð einnig mikið. Þannig voru borgaðar um 5.900 krónur í upphafi yfirstandandi vetr- arvertíðar, en til samanburðar má nefna að verðið fór lægst í um 5.800 krónur undir lok síðustu vetrarver- tíðar. Algengt var að borgaðar væru 7-8.000 krónur fyrir loðnuna í byrj- un sumarvertíðar 1998. I kjölfar af- urðaverðslækkananna hefur því hrá- Erfiðleikar á mjöl- og lýsis- mörkuðum vegna verðlækkana efnisverð einnig lækkað og eru nú borgaðar allt niður í um 2.500 krón- ur fyrir loðnutonnið en verðið mis- jafnt eftir staðsetningu fískimjöls- verksmiðjanna gagnvart miðunum. Þróun á afurðamörkuðum hefur hinsvegar verið neikvæð allt frá því fyrir áramót. Hið háa afurðaverð leiddi til þess að helstu kaupendur snéru sér í auknum mæli að annarri hrávöru, s.s. sojapróteini og jurtaolí- um en verð á þessum afurðum hefur lækkað talsvert. Perúmenn hófu einnig veiðar sl. haust eftir aflabrest vegna E1 Nino veðrafyrirbrigðisins. Fiskimjölsverksmiðjur í Perá hafa nýlega verið einkavæddar og marg- ar hverjar í verulegum fjárhagserf- iðleikum vegna aflabrestsins. Mjöl- og lýsisframleiðendur í Perá þurftu því að selja framleiðslu sína strax á nánast hvaða verði sem var. Kaupendur hafa haldið að sér höndum Samkvæmt heimildum Versins er enn talsvert óselt af mjöl- og lýsis- framleiðslunni. Eftirspurn eftir mjöl- og lýsisafurðum hefur verið mjög dræm síðustu mánuði og margir ft-amleiðendur hérlendis því ekki getað selt framleiðslu sína. Fyrir vetrarvertíðir eru yfirleitt gerðir fyrirframsamningar um sölu á framleiðslu vertíðarinnar. Fyrir yfirstandandi loðnuvertíð voru hins- vegar gerðii- óvenju fáir sölusamn- ingar því kaupendur hafa haldið að sér höndum og eftirspurnin mjög lít- il. Þeir sem eiga óselda framleiðslu sitja nú uppi með birgðir af tiltölu- lega dýtri framleiðslu því þeir borg- uðu hátt verð fyrir hráefnið á síð- ustu vertíð. Það er því ljóst að þannig verða framleiðendur af tölu- verðum fjármunum. Þetta kemur hinsvegar misjafnlega niður á fram- leiðendum eftir því hve mikið þeir eiga af óseldri framleiðslu. Vegna takmarkaðs geymslurýmis hafa þannig margii- framleiðendur gripið til þess að rýma fyrir óseldum birgð- um með því að flytja óselt mjöl og lýsi í birgðageymslur erlendis, eink- um í Bretlandi og Danmörku. Sam- kvæmt heimildum Versins má áætla að nú séu um 10 þúsund tonn af óseldu mjöli í geymslu erlendis eða mun meira en hefur tíðkast áður. Viðmælendur Versins voru flestir sammála um að þetta hafi sett enn meiri pressu á frekari verðlækkanir. A hinn bógin eru dæmi um að fram- leiðendum eða söluaðilum hafi tekist að selja birgðir í haust, um það leyti eða áður en bera fór á verðlækkun- um, og þannig sloppið með skrekk- inn. Sölumál komin í óefni Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR mjöls hf., segir mjöl- og lýsis- markaðinn löngum hafa verið sveiflukenndan en ástandið nú sé óvenju slæmt. Hann segir reyndar minna um fyrirframsölur á bæði mjöli og lýsi en áður vegna þess hve markaðurinn er ótryggur. Það séu einkum stærri framleiðendur sem hafi möguleika á að gera slíka fyrir- framsamninga. Hinsvegar sé ljóst að sölumál mjöl- og lýsisafurða séu nánast komin í óefni. „Það hefur hreinlega yerið erfitt að selja fram- leiðsluna. A meðan menn eiga óseld- ar birgðir erlendis er er'fitt að ná verðinu upp aftur. Það er ekki gott að segja til um hvort afurðaverðið lækkar enn frekar og hráefnisverðið gæti þess vegna ennþá verið of hátt,“ segir Jón Reynir. Áhugi á Pescanova SPÆNSKA sjávarátvegsfyrir- tækið Pescanova hefur fengið margar fyrirspurnir í kjölfar til- kynninga um að til standi að selja nokkur alþjóða dótturfyrir- tæki þess en þar á meðal eru Pescanova í Chile (Pescanova Chile SA) og Pescanova í Namib- íu (Pescanova Namibia SA). „Við stefnum að því að halda meiri hluta okkar í báðum fyritækjun- um en markmiðið er að afla 15.000 milljóna peseta (um 7,5 milljarða kr.) með sölu hluta- bréfa fyrir árslok 2000,“ sagði Manuel Fernandez Sousa, forseti Pescanova. „Salan minnkar skuldir okkar um nær helming og hefur því jákvæð áhrif á fjár- hagsstöðu fyrirtækisins." 1985 til 1995 fór Pescanova í samstarf við fyrirtæki víðs vegar í heiminum með því að gera út skip hjá viðkomandi og safnaði skuldum fyrir vikið en kostnaður vegna þessa var um 4.000 millj- ónir peseta á ári. Á sama tíma var reynt að draga úr kostnaði innanlands og samkvæmt nýj- ustu áætluninni á að bæta rekst- urinn enn betur. Skip fyrirtækisins veiða um 120.000 tonn af fiski árlega og eru frystar afurðir 90% af sölu Pescanova en skammtímamark- miðið er að auka ferskfisksölu í 25%. Fiskeldi hefur einnig aukist innan fyrirtækisins og skilar það ámóta miklum tekjum og fryst- ingin. Velta Pescanova var sem sam- svarar um 31 milljarði kr. 1998 sem var 12% aukning frá fyrra ári. 70% sölunnar fór fram í Evr- ópu en afgangurinn einkum í Japan og Bandaríkjunum. Skuld- irnar voru um 34.000 milljónir peseta, um 17 milljarðar kr. SIF hefur keypt tvö ný fyrirtæki A SIÐASTA stjórnarfundi SIF hf. hinn 25. febrúar 1999 voru sam- þykkt kaup SÍF hf. á öllum hluta- bréfum í Norðurhafi hf. og þaup Mar-Nor a.s., dótturfélags SÍF, á 95% hlut í Christiansen Partner a.s. í Noregi. Norðurhaf hf. hefur um árabil stundað viðskipti með söltuð hrogn. Hjá félaginu hefur verið einn starfsmaður og mun hann starfa áfram hjá félaginu. Tilgang- ur þessara kaupa er að auka starf- semi SÍF hf. í kaupum og útflutn- ingi á söltuðum hrognum, þar sem slíkur útflutningur fellur vel að nú- verandi starfsemi SÍF hf. Christiansen Partner a.s. er í Álasundi í Noregi. Fyrirtækið hef- ur undanfarin ár stundað útflutn- ing á ferskum laxi til landa Evr- ópubandalagsins. Hjá félaginu er eitt og hálft stöðugildi. Tilgangur þessarar fjárfestingar er að kom- ast yfir útflutningsleyfi á ferskum laxi inn í Evrópubandalagið. Styrkja innkaup á ferskum laxi Útflutningur á ferskum laxi frá Noregi til bandalagsins er háður slíku leyfi, einnig er í gildi lág- marksverð inn til bandalagsins. Evrópubandalagið gaf upphaflega út um 190 slík útflutningsleyfi en í dag eru um 130 leyfi í gildi. Með þessum kaupum er SÍF samstæðan að styrkja innkaupaferlið á fersk- um laxi fyrir dótturfyrirtæki sam- stæðunnar í Frakklandi. Aðalfundur SH í dag Arsskýrslan eingöngu á netinu AÐALFUNDUR Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna verður haldinn að Hótel Sögu í dag klukkan 14.00. Á dagskrá fundar- ins verða hefðbundin aðalfundar- störf, þar á meðal kosning stjórn- ar og stjórnarformanns. Farið hefur verið fram á margfeldis- kosningu til stjórnar, sem þýðir að fyrst verður kosið um 9 stjórnarmenn og síðan verður kosið um formann úr hópi þeirra. I framboði til formanns eru þeir Jón Ingvarsson og Róbert Guð- finnsson. Ársskýrsla SH verður kynnt á heimasíðu SH eftir klukkan 14 í dag en slóðin er Icelandic.is. Jafnframt verður hægt að nálg- ast heimasíðu SH á fréttavef Morgunblaðsins sem er mbl.is. Skýrslan verður ekki gefin út með hefðbundnum hætti. Hugmyndin að baki þessu er þríþætt að sögn Vilhjálms Jens Arnasonar, kynningarstjóra SH. í fyrsta lagi er þetta talsvert ódýrari kostur, þó kostnaður sé töluverður í fyrsta sinn sem þetta er gert. Sparnaður sé engu að síður umtalsverður enda hafi mikið verði lagt í ytra útlit árs- skýrslna áður, enda sparist kostnaður við pappír, filmur og prentun. í öðru lagi sé þetta um- hverfisvænt. Það sé oft lítill hluti skýrslna af þessu tagi sem nýtist öllum að öllu leyti og sömuleiðis allt upplag. Með því að hafa þetta á netinu geti menn valið það sem þeir vilja og prentað út. Loks sé þetta sú nýjung að um leið og skýrslan sé tilbúin komist allir viðskiptavinir félagsins heima og erlendis og þeir sem hafa áhuga inn í skýrsluna samstundis. Þá sé netið mjög góður miðill fyrir upplýsingar sem þarf að uppfæra á tiltölulega stuttum fresti og auðvelt með þessum hætti að koma nýjum upplýsingum á framfæri. Vilhjálmur segist telja að þetta sé í fyrsta sinn, sem fyr- irtæki á verðbréfamarkaði hér á landi kynni ársskýrslu sína með þessum hætti. Þeir sem ekki hafa aðgang að Netinu geta fengið skýrsluna prentaða út í umhverfisvænum búningi. Rólegt á miðunum NOKKUR veiði var skammt frá Vestmannaeyjum um helgina og fór hún í hrognavinnslu en einnig var veiði skammt frá Homafirði. Hins vegar virtist vera írekar rólegt á miðunum framan af degi í gær. „Þetta var ekkert sérstakt síðasta sólarhring," sagði Pétur ísleifsson hjá Islenskum sjávarafurðum. Hann sagði að veðurspáin væri ekki upp- örvandi og þó fryst hefði fyrir Japansmarkað á laugardag taldi hann að henni færi að ljúka. „Menn vilja ekki meira smátt.“ Samkvæmt löndunarskýrslu Sam- taka fískvinnslustöðva frá því í gær- morgun var um 37.000 tonnum land- að um helgina og um 185.000 tonn eru eftir af útgefnum kvóta. „Nokkrir eru búnir og nokkrir í síð- ustu ferðunum,“ sagði Pétur. Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, sagði að um helgina hefði verið byrjað að taka hrogn í Vest- mannaeyjum, Helguvík og Akranesi en að öðru leyti væri rólegt í loðn- unni. „Þeir voru að tapa henni og svo voru þeir að veiða úr eystri göngunni en hún er mjög smá, frá G0 og upp í 85 stykki í kílói, og mjög erfítt hefur reynst að vinna hana.“ Hann sagði erfitt að spá í framhald- ið „en ég vona að það komi skot í þetta hérna sunnan- og suðvestan- lancls í lokin“. Óli í Sandgerði AK landaði rúm- lega 1.000 tonnum á Akranesi á laugardag og ámóta afla í gær. „Við fengum þetta í fímm köstum austan við Eyjar,“ sagði Guðlaugur Jónsson skipstjóri um löndunina í gær sem fór í hrognavinnslu. „Það var aðeins ki'opp á sunnudag en þetta var ekki burðugt. Um tíma voru þarna mest sjö bátar og fengu fíestir eitthvað en síðan fjölgaði bátunum og eftir það var ekkert að fá. Menn voru að dunda við eina eða tvær torfur. En það er ekkert að finna. Bátarnir sem voru fyrir austan í stóru torfunni sem átti að vera að koma inn voru komnir vestur og fundu ekki neitt. Þetta er óskaplega dapurt." Hólmaborg SU búin með kvótann og fer í vélarskipti Hólmaborg SU, sem landaði um 1.757 tonnum í bræðslu á Eskifirði um helgina, hefur veitt um 30.000 tonn á vertíðinni og er búin með kvótann en er á leið til Danmerkur í vélarskipti. „Við höfum tekið því ró- lega til að eyða ekki kvótanum og ég held að við höfum aðeins fyllt einu sinni,“ sagði Kristgeir Frið- geirsson stýrimaður. Hann sagði að þokkaleg veiði hefði verið út af Stokksnesi en loðnan væri smá sem fyrr. Jón Kjartansson SU var við Hrollaugseyjar í gær ásamt um 10 bátum, að sögn Grétars Rögnvalds- sonar skipstjóra. „Þetta er uppi á hrauni og frekar leiðinlegt viður- eignar," sagði hann en bætti við að skipið ætti enn um 5.000 tonn eftir af kvótanum og þau ættu að nást ef veður leyfði. „Þeir hafa eitthvað kastað á kargabotni hérna en ekki fengið mikið,“ sagði hann um veiði hinna bátanna á svæðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.