Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 45
danspalli þar sem hálftíminn kost-
aði 50 aura!“
Já, fólk sem í dag kvartar sífellt
út af hvers kyns smámunum hefði
gott af að lesa meira um líf fólks og
raunverulega baráttu á kreppuár-
unum. En kvartsár var Hörður ekki
heldur rifjaði ýmislegt þessu líkt
upp með hógværri kímni.
A Korpúlfsstöðum kynntist Hörð-
ur sinni ágætu konu, Friðbjörgu.
Þau gengu í hjónaband árið 1936 og
ári síðar fæddist þeim framburður-
inn, stúlka, er hlaut nafnið Hulda.
Framtíðin virtist brosa við litlu fjöl-
skyldunni en þá kom reiðai-slagið.
Hörður varð að leggjast inn á Vífils-
staðaspítala, berklaveikur. Hann út-
skrifaðist þaðan eftir langa legu en
frétti þá að læknar hefðu alls ekki
hugað honum líf er hann kom þang-
að fyrst. Lífsbaráttan hófst á ný og
nú fékkst húsaskjól í litlu húsi þar
sem Reykjalundur er. Þá vai- upp-
bygging hans einmitt að byrja.
Hörður tók þátt í henni af lífi og sál
eins og kraftar leyfðu. Alla tíð fylgd-
ist Hörðm- með framgangi mála þar
og hann bar óblandna virðingu fyrir
Oddi Olafssyni iækni, sem honum
fannst hafa verið ofurmannlegur í
læknisstörfum, byggingastörfum og
hverju því sem mest kallaði að.
Á Reykjalundsárunum fæddist
dóttirin Erla, 11 árum yngri en
Hulda, sem fékk að halda litlu syst-
ur undir skírn. Þrátt fyrir rýran
efnahag og heilsu sem ekki var of
traust tóku þau hjón tvívegis ung-
börn berklaveikra vina sinna í fóst-
ur tímabundið. Já, samhent voru
þau hjón í að hjálpa þeim sem voru
enn verr staddir en þau.
„Nú er mál að linni,“ hefði Hörð-
ur eflaust sagt. Hann var lítið fyrir
að láta hrósa sér en svo er einmitt
um hetjur hversdagslífsins.
Eg kveð hér barngóðan öðlings-
mann sem í hógværð veitti sam-
ferðamönnum birtu og yl. Hann á
vissulega „góða heimvon".
Eg sendi Sigrúnu systur hans,
dætrunum Huldu, Erlu og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórný Þórarinsdóttir.
og margir ritningarstaðir og sálmar
urðu henni kærir. Guð varð henni
hæli og styrkur, örugg hjálp í nauð-
um (sálm. 46,1).
Lífið var henni dýrmætt og hún
naut þess mjög, enda átti hún ynd-
islega fjölskyldu og traustan vina-
hóp, hver dagur varð henni sem
guðsgjöf. Hún ákvað að gefast ekki
upp þótt meðfædd skynsemi segði
henni að tíminn væri naumt
skammtaður. Henni tókst í sumar
að fara í árvissa ferð um óbyggðir
Islands með vinahópi þeirra hjóna,
sérstaka ferð tókst hún á hendur tii
Parísar í haust með móður sinni, en
sambandið milli þeirra mæðgna var
alla tíð mjög náið.
Eftir jól, þegar ljóst var að
hverju stefndi, óskaði hún eftir því
að vera heima og fjölskylda hennar
og vinir bókstaflega umvöfðu hana
og reyndu að gefa henni eitthvað til
baka af því sem hún hafði gefið
þeim.
Nú í byrjun febrúar þegar Cel-
est Bernhöft, frænka okkar og
jafnaldra Krissýjar, kom í fyrsta
skipti til íslands frá N-Dakota var
haldið lítið ættarmót, og þar mætti
Krissý af veikum mætti. Þetta var
okkur öllum að sjálfsögðu ógleym-
anleg stund. Krissý hafði farið á
ættarmót í Vesturheimi sumarið
1997 til að endurnýja vináttu við
þessa fjölskyldu, þ.e. Edwards
Bernhöft afabróður okkar, sem fór
vestur um haf átján ára gamall árið
1886.
Þegar ég lít til baka er mér ljóst
hve mikil forréttindi það era að hafa
átt Krissý ekki bara sem frænku
heldur sem náinn vin, hún snart
hjörtu margra sem munu í dag lúta
höfði í virðingu og þökk fyrir að
hafa átt hana að.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
GUÐBJORG
JÓNSDÓTTIR
+ Guðbjörg Jóns-
dóttir fæddist í
Keflavík 13. októ-
ber 1911. Hún lést
á Elliheimilinu
Grund þann 24.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Mar-
grét Kristín Hann-
esdóttir frá Grinda-
vík, f. 23.12. 1873,
d. 13.6. 1966, og
Jón Sigurðsson frá
Hvalsnesi, f. 14.9.
1880, d.
Guðbjörg var fædd í Keflavík en
fluttist ung að aldri með foreldram
sínum og systkinum til Reykjavíkur
þar sem fjölskyldan festi fljótlega
kaup á nýrri íbúð í verkamannabú-
stöðunum við Hringbraut. Krakk-
arnir okkar kölluðu hana alltaf
Böggu frænku og hún var þeim góð
frænka líkt og hún var alla tíð
pabba þeirra, sem hún passaði lítinn
snáða fyrir Gíslínu, hálfsystur sína,
sem bjó á heimilinu. Ræktun var
Guðbjörgu yndi og naut fjölskyldan
góðs af því með nýju grænmeti á
borðum sumarlangt þó reiturinn á
baklóðinni væri hvorki stór né sól-
ríkur. Heimilisfólkið var samhent
og hafði kartöflugarð árum saman
og vora garðlöndin stutt undan í
fyrstu, eða handan götunnar þar
sem nú eru Melarnir.
Hún giftist aldrei hún Bagga
frænka og bjó alla tíð í föðurhúsum.
Hún vann utan heimilisins og stund-
aði hefðbundin verkakvennastörf,
fyrst á fiskreitum en síðar við þrif,
lengst af hjá Tollstjóraembættinu í
Revkjavík.
Tvö alsystkini hennar létust ung
og var það fölskyldunni mikill miss-
ir. Sjálf átti hún við heilsuleysi að
stríða frá unga aldri, þótt hún léti
það ekki hindra sig í að rækja störf
sín af kostgæfni jafnt innan heimilis
sem utan. Eftir lát foreldra sinna
héldu þau systkin heimili saman eða
þar til Hákon lést snemma árs 1974
og Gíslína, tengdamóðir mín, síðar á
sama ári. Þá varð hún ein hún
Bagga frænka. Gestrisni var þó í
hávegum höfð sem fyrr og alltaf
jafn vistlegt að koma á Hringbraut-
ina.
Guðbjörg kunni vel við sig heima
og fór ekki margt en hún var trygg
sínu fólki og lét sér annt um það og
hélt góðu sambandi við okkar fjöl-
skyldu og fjölskyldu Steinunnar
halfsystur sinnar og notaði þá
gjarnan símann. Hún fiuttist á Elli-
1960. Systkini Guð-
bjargar voru Sig-
ríður, f. 1906, d.
1918, Sigurður, f.
1908, d. 1927, og
Hákon, f. 1917, d.
1974, auk tveggja
hálfsystra, Gíslínu
Gísladóttur, f. 1899,
d. 1974, og Stein-
unnar Gísladóttur,
f. 1901, d. 1984.
títför Guðbjarg-
ar fór fram frá
Fossvogskapellu 4.
mars.
heimilið Grund þegar heilsan leyfði
ekki lengur að hún væri ein heima.
Hún var trúuð kona og kirkjurækin
og eftir að hún fluttist á Grund sótti
hún guðsþjónustur þar svo lengi
sem hún hafði þrek til. Hún hafði
yndi af söng og einnig hafði hún
mikla ánægju af hannyrðum og átti
margar góðar stundir við við þá
tómstundaiðju.
Guðbjörg bjó í góðu yfirlæti á
Grund og era starfsfólki heimilisins
fluttar alúðarþakkir fyrir þá hlýju
og umhyggju sem hún naut á ævi-
kvöldi sínu.
Farðu vel, góða frænka.
Erla Lúðvíksdóttir.
Blessunin hún Bagga frænka hef-
ur loks fengið hvfld. Sem barn
dvaldi ég stundum á heimili fóður-
ömmu minnar, langömmu og
tveggja hálfsystkina ömmu, þeirra
Guðbjargar og Hákons. Minningar
mínar af Hringbrautinni eru af
sama toga og fjölskyldan sjálf var,
hægar og hljóðar. Fjölskyldulífið
þar er í minningu minni líkara frá-
sögn Atómskáldsins okkar af al-
þýðufólki en nokkru því sem vort
samtímafólk þekkir. Bagga varð
ung fyrir áfalli er olli því að hún dró
sig inn í skel. Allt hennar líf fór hún
sér hægt, var lítillát og hljóð kona.
Hún var mikil hannyrðakona þótt
aldrei hafi hún flaggað verkum sín-
um. Á heimili mínu í dag er hom
með munum af gamla heimili fóður-
fólksins á Hringbrautinni og líður
ekki sá dagur, sem ég ekki horfi í
hornið þeirra og hugsa til veru
minnar hjá þeim með hlýhug. Guð-
björg hefur í mörg ár dvaiið á elli-
heimilinu Grand og síðustu árin
verið rúmfóst að mestu leyti. Eg er
sæl fyrir hennar hönd að hún skuli
loks hafa fengið hvfld. Ég og böm
mín minnumst hennar í hljóðri bæn.
Hildur Kristín.
+
BJÖRN EGILSSON
fyrrverandi oddviti,
Sveinsstöðum,
verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju fimmtu-
daginn 11. mars kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Borgar Símonarson.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
FRIÐRIK VILHJÁLMSSON
netagerðarmeistari,
Klapparstíg 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 11. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd
Þóranna Stefánsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR BJÖRNSSON
prófessor,
Aragötu 5,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 11. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög og fræðastofnanir.
Guðrún Aradóttir,
Ari H. Ólafsson, Þorbjörg Þórisdóttir,
Björn G. Ólafsson, Helga Finnsdóttir,
Jónas Ólafsson
og barnabörn.
+
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar og tengdamóður,
EÐALREINAR MAGDALENU
ÓLAFSDÓTTUR,
Suðurgötu 14,
Keflavík,
fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðviku-
daginn 10. mars kl. 14.00.
Árni H. Jónsson,
Ólafur Kr. Árnason, Kate Árnason,
Jórunn H. Árnadóttir, Birgir D. Sveinsson,
Auður J. Árnadóttir, Sæmundur Hinriksson,
Ingveldur J. Árnadóttir, Marteinn Jensen
og fjölskyldur.
+
Útför
STEINUNNAR FINNBOGADÓTTUR
frá Þrúðvangi, Seltjarnarnesi,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Skógabæ,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
10. mars kl. 13.30.
Baldur Jóhannesson, Elínborg Kristjánsdóttir,
Gerður Jóhannesdóttir Thorberg, Óiafur G. Jónsson,
Bragi Jóhannesson, Elísabet Erla Gísladóttir
og fjölskyldur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, og langalangamma,
GYÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Urðarstíg 6,
Reykjavík,
er lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 4.
mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 11. mars kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Hrefna Kristmundsdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON
frá Markholti í Mosfellsbæ,
til heimilis á Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 9. mars kl. 15.00.
Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði.
Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir,
Lára Haraldsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson,
Hilmar Haraldsson, Helga Jónsdóttir,
Ragnar Ingi Haraldsson, Rósa B. Sveinsdóttir,
Guðjón Haraldsson, Nína H. Leifsdóttir Schjetne,
Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir,
Friðþjófur Haraldsson, Sigríður Ármannsdóttir,
Guðmundur Birgir Haraldsson, Margrét Jóhannsdóttir,
Garðar Haraldsson, Sólveig Ástvaldsdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Jón Sveinbjörn Haraldsson, Sigrún A. Kröyer,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafabörn.
Kristín Norðfjörð.