Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN STEINSDÓTTIR,
Reynistað,
Skagafirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Sauöárkróki að morgni
sunnudagsins 7. mars.
Sigurður Jónsson,
Jón Sigurðsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Steinn L. Sigurðsson, Salmína S. Tavsen,
Hallur Sigurðsson, Sigríður Svavarsdóttir,
Helgi J. Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín,
FRÍÐA GULLHARÐ EINARSDÓTTIR,
andaðist í Danmörku 12. febrúar síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í Skagafirði að ósk
hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna,
Jónas Egilsson.
+
HALLDÓRA J. ELÍSDÓTTIR,
Smáragötu 14,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfiröi aðfaranótt
laugardagsins 6. mars.
Aðstandendur.
+
Ömmusystir mín,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR
frá Hofi í Öræfum,
andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn
7. mars.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ásdís Lilja Ragnarsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SOFFÍA JÚNÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Sólvöllum,
Árskógsströnd,
sem andaðist 5. mars sl., verður jarðsungin frá
Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 13. mars kl.
14.00.
Alfreð Konráðsson, Valdís Þorsteinsdóttir,
Sigurður Konráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Gunnlaugur Konráðsson, Valborg Stefánsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
GUNNAR HALLDÓRSSON,
Álfaskeiði 88,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 11. mars kl. 13.30.
Hafsteina Gunnarsdóttir,
Amalía Rut Gunnarsdóttir,
Anna María Valtýsdóttir,
Oktavía Ágústsdóttir,
Magnúsína Ágústsdóttir,
Guðrún Helga Ágústsdóttir, Stefán Sigurðsson,
Unnur Bjarnadóttir,
Ásgeir Halldórsson
og barnabörn
Helgi Bentsson,
Jónas Yamak,
Jón B. Hermannsson,
Karl Kristensen,
Kristján Ólafsson,
HORÐUR
SIGURJÓNSSON
+ Hörður Sigur-
jónsson fæddist
2. ágiist 1913. Hann
lést 4. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigmrjón
Árnason, f. 21.12.
1862, d. 11.12. 1953
og Margrét Elín
Jónasdóttir, f.
18.11. 1874, d. 23.8.
1921. Systkini
Harðar: Hermann
Sigurjónsson, f.
3.10. 1914, d. 7.3.
1922; Sigrún Sigur- ___________
jónsdóttir, f. 10.7.
1918, hennar maki var Kári
Þorsteinsson frá Bakka í Oxna-
kirkju í
klukkan
dal, f. 7.5. 1908, d.
2.2. 1961. Hálfsystk-
ini Harðar: Anna
Margrét Siguijóns-
dóttir, f. 7.9. 1918,
d. 22.11. 1968,
hennar maki var
Ármann Þorsteins-
son frá Bakka í
Öxnadal. f. 19.3.
1903, d. 22.8. 1987,
Sigurrós Sigurjóns-
dóttir, f. 18.4. 1902,
d. 8.3. 1957, ógift og
barnlaus.
Útför Harðar fer
fram frá Langholts-
dag og hefst athöfnin
13.30.
Þéttir á velli og þéttir í lund
þrautgóðir á raunastund.
Þannig kemst skáldið Grímur
Thomsen að orði í ljóði um íslend-
inga eins og hann vill hafa þá. Mér
finnst þetta hæfa vel þeim manni
sem nú skal minnst. Fleira þarf þó
að nefna.
Hógværð og lítillæti voru ríkjandi
eðlisþættir í fari Harðar. Samt var
eins og sérstakur virðuleiki og höfð-
ingsskapur svifi þar líka yfir. Fas
31 ómabúð
m
C\c\r3sK<
om
v/ Possvogskit*l<jLtgn»‘ð
Símis 554 0500
FRAMLEIÐUM
Skilti á krossa
Síðumúla 21 - Selmúlamegin
* 533 6040 • Fax: 533 6041
Email: stimplar@jsholf.is
hans var eins og hann væri alinn
upp við hirð. Svo eiginlegt var hon-
um að sýná öðrum virðingu en
draga sjálfan sig til hlés.
Eg kynntist Herði ekki fyrr en
hann var kominn á efri ár. Eftir að
hann varð ekkjumaður vandi hann
oftar komur sínar til gamals vinar
og sveitunga, Eiríks Stefánssonar
kennara, sem átti heimili hjá undir-
ritaðri, tengdadóttur.
Ekki fækkaði heimsóknum Harð-
ar þegar Eiríkur missti heilsuna og
gat ekki verið einn heima. Þá var
Hörður óþreytandi að „brúa bilið“,
sitja hjá Eiríki þegar aðstoð frá „því
opinbera" nægði ekki til þess að
undimtuð kæmist til vinnu. Herði
var svo eiginlegt að veita hjálp með
ljúfu geði, að stundum tókst honum
næstum að snúa dæminu við, láta
þiggjanda finnast að hann væri að
gera Herði greiða.
Eftir að Hörður varð ekkill fór
hann daglega á Dalbraut 27 til þess
að fá þar heita máltíð. Svo vel líkaði
honum þar allur aðbúnaður að hann
sótti um íbúð þar.
U.þ.b. sem hann var 80 ára fékk
hann jákvætt svar og flutti þar
inn. Hafði hann á orði að albesta
gjöfin sem hann hefði fengið á
þeim tímamótum væri sú að kom-
ast þar inn. Dálæti hans á „heimil-
inu“ að Dalbraut 27 fór ekki þverr-
andi. Hann rómaði alla þjónustu
þar og honum leið vel. Oft þurfti
hann að liggja á sjúkrahúsum
þessi síðustu ár og alltaf fannst
honum jafngott að vera kominn
„heim“, þegar hann kom inn í íbúð
sína á Dalbraut. Ekki var hann þó
óánægður með hjúkrun á sjúkra-
húsum og hafði á orði er hann kom
á Sjúkrahús Reykjavíkur, daginn
fyrir andlátið, að það væri bara
gott að vera kominn til þeirra enn
einu sinni.
Hörður var svo vel af gúði gerður
að hann kunni að vera þakklátur.
Það vona ég að þið öll, sem önnuð-
ust hann, hafið fundið. Það er ómet-
anlegt að fá að njóta samvista slíks
öðlings. Honum fylgdi alltaf ró og
friður, sem sannarlega finnst ekki
víða í hraða og heimtufrekju dag-
legs lífs.
Margar skemmtilegar sögur
sagði Hörður frá löngu liðnum ár-
um. Ein slík var frá hans fyrstu
komu til Reykjavíkur. Hann var þá
á leið til vinnu á stórbúinu Korp-
úlfsstöðum. Ekki gat hann leitað til
neins kunnugs í höfuðborginni og
varð því að spyrja til vegar á hótel
þegar rútan loks komst síðla
kvölds á leiðarenda. Ekki voru
margar krónur í buddunni þegar
búið var að greiða fargjald og nú
lagðist Hörður til svefns áhyggju-
fullur vegna ógreiddrar gistingar.
Ferðaþreyta gaf þó unga mannin-
um væran svefn og næsta morgun
vaknaði hann við það að þjónustu-
stúlka drap á dyr, færandi mikinn
og góðan morgunverð á bakka.
Hörður neytti matarins, þó kvíðinn
um greiðsluvanda ykist. Hvílíkur
léttir var þegar í ljós kom, að heil
króna var eftir þegar búið var að
borga næturgreiðann. „Og áfram
lék lánið við mig,“ sagði Hörður,
„þegar ég hafði uppi á Korpúlfs-
staðabílnum og þurfti ekki að nota
krónuna í fargjald. Ég var drifinn á
ball á Álafossi um kvöldið á úti-
Skreytingar við Alvöru skreytinga-
Rauðihvammur Kistuskreytingar
v/Suðurlandsveg, llORvik. Brúðarvendir
Útfararstofa Islands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar
i samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað í likhús.
- Aðstoöa við val á kistu og líkklæöum.
- Undirbúa lík hins látna í kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu
og útför.
- Legstað í kirkjugarði.
- Organista, sönghópa, einsöngvara,
einleikara og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við vai á
sálmum.
- Llkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiöi.
- Legstein.
- Flutning á kistu út á land eöa utan af
landi.
- Flutning á kistu til landsins og frá
landinu.
Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa fslands - Suðurhlfð 35
- 105 Reykjavlk. Sími 581 3300 -
allan sólarhringinn.
KRISTÍN KATRÍN
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Kristín Katrín
Gunnlaugsdótt-
ir fæddist í Stokk-
hólmi 24. júní 1945.
Hún andaðist á
heimili sinu 28.
febrúar siðastliðinn
og fór útfór hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 5. mars.
Síðasti dagur febrú-
armánaðar rann upp
bjartur og fagur. Um
kvöldið tindruðu fjórar
reikistjömur á tærum
himmni samtímis, sem mun vera af-
ar óvanalegt. Þann dag lést Krissý
frænka mín, langt um aldur fram.
Dagurinn og kvöldið voru táknræn
umgjörð um líf hennar, því hún
hafði verið okkur sem þekktum
hana mikill sólargeisli. Krissý var
einkadóttir foreldra sinna og var
samband hennar við þau einstak-
lega kærleiksríkt. Mæður okkar
voru systur og miklar vinkonur,
milli æskuheimila okkar lágu því
gagnvegir.
Mér er minnisstætt þegar fjöl-
skylda hennar kom alkomin til Is-
lands frá Bandaríkjunum sumarið
1956 með Dettifossi, er Gunnlaugur
tók við starfi borgarritara. Fjöl-
skylda min stóð á hafnarbakkanum
og voru miklir fagnaðarfundir að
endurheimta frændfólkið úr langri
útlegð. Þau komu með ýmislegt
framandi og skemmtilegt i fartesk-
inu frá útlöndum og þar sáum við
fyrst sjónvarp og fannst okkur mik-
ill ævintýrabragur á öllu hjá
frænku. Þetta voru ljúfir dagar og
áhyggjulausir sem gott er að minn-
ast núna.
Krissý hafði hug á að mennta sig
sem best og í því skyni
fór hún á lýðháskóla til
Danmerkur, stundaði
verslunamám í
London og tungumála-
nám í Frakklandi. Um
hríð vann hún í utan-
ríkisráðuneytinu en
síðar varð hún flug-
freyja og kynntist
mannsefni sínu, Er-
lendi, í starfi, en hann
var þá nýorðinn flug-
maður. Eftir að einka-
dóttirin Kristín Vala
fæddist og síðan tví-
burarnir Guðmundur
og Gunnlaugur naut hún þess að
gæta bús og barna. Meðan börnin
voru minni bjó fjölskyldan í Garða-
bæ, þar byggðu þau heimili sitt og
unnu mikið að því sjáif. Krissý hafði
unun af öilu sem iaut að heimilis-
haldi, var enda mjög listræn, skipti
ekki máli að hverju hún gekk, allt
var gert af alúð og myndarskap.
Margar voru sumarferðirnar í
Garðabæinn því svo skemmtilega
vildi til að allir fjölskyldumeðlimim-
ir áttu afmæli að sumarlagi og var
oft gestkvæmt á þessum dögum og
glatt á hjalla. Krissý hafði mikla
persónutöfra, fólk laðaðist ósjálfrátt
að henni, enda átti hún létt með að
gleðja aðra og var þá ekki farið í
manngreinarálit. Það var því ekkert
skrýtið þótt heimiU þeirra Erlendar
yrði skjól og griðastaður hinnar
stóru fjölskyldu beggja.
I byrjun síðastliðins árs kom í
ijós að Krissý var haldin illkynja
sjúkdómi. í þessu síðasta og erfiða
hlutverki sínu brást hún ekki. Hún
var æðrulaus og talaði um veikindi
sín af stillingu. Hún undirbjó sig á
fallegan hátt, og bað fyrir fjölskyldu
sinni. Hún tileinkaði sér Guðs orð,
í
i
:
1
1