Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 11 FRÉTTIR Jóhann Arsælsson sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi Skýr niðurstaða og marktækur munur Jóhann Gísli S. Dóra Líndal Hólmfríður Arsælsson Einarsson Hjartardóttir Sveinsdóttir JÓHANN Ársælsson bar sigur úr býtum í prófkjöri Samfylkingar- innar á Vesturlandi á laugardag og er það fyrsti sigur fulltrúa al- þýðubandalagsmanns í prófkjöri sameinaðs framboðs Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. „Þetta leggst ágæt- lega í mig,“ sagði Jóhann í gær. „Þetta var alveg skýi- niðurstaða og vel marktækur munur á fylgi hjá okkur þannig að það efast eng- inn um það, sem kom upp úr köss- unum.“ Aðeins fjórir voi'u í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjör- dæminu, einn fyrir Alþýðubanda- lag og Kvennalista og tveir fyrir Alþýðuflokk. Jóhann fékk 1201 at- kvæði í fyrsta sætið og 1599 í 1. og 2. sæti. Gísli S. Einarsson þing- maður, sem var í hólfí Alþýðu- flokks, lenti í öðru sæti. Hann fékk 1048 atkvæði í fyrsta sæti og 1278 í annað. Dóra Líndal Hjartardóttir, sem var í hólfi Kvennalista, fékk 1139 atkvæði í 1. til 3. sæti og Hólmfríður Sveinsdóttir 1016 at- kvæði í 1. til 4. sæti. Heildarat- kvæðamagn Jóhanns var 1725, Gísla 1306, Dóru 1383 og Hólmfríð- ar 1016 eins og áður sagði. 2398 manns tóku þátt í prófkjörinu og urðu á kjörstað að skrifa undir yf- irlýsingu um að þeir væru ekki flokksbundnir í öðnim flokkum og væru stuðningsmenn Samíylking- arinnar. Jóhann sagði að það væri alltaf erfítt að segja hvað hefði ráðið úr- slitum, en hann hefði greinilega haft mikið fylgi. „Við getum sagt að Gísli hafi haft mikið fylgi á Akranesi, en ég átt meira fylgi annars staðar í kjördæminu," sagði hann. „Þetta er það sem maður heldur án þess. að hafa staðfestar tölur, en þegar búið var að telja at- kvæði úr Borgamesi og Akranesi saman hafði Gísli aðeins vinning, en eftir að aðrir hlutar kjördæmis- ins komu inn hafði ég fengið þessa niðurstöðu." Gísli hafði því forustu framan af talningu. Jóhann kvaðst hafa átt von á því að það myndi breytast þegar farið yrði að telja atkvæðin af Snæfellsnesi þar sem hann hefði vitað að hann ætti vísan stuðning þaðan: „En satt að segja kom mér mjög á óvart hvað viðsnúningurinn var mikill.“ Jóhann sagði að sér litist vel á listann og kvaðst eiga von á að geta fengið góða útkomu í krafti hans. Hann kvaðst ekki telja það veik- leikamerki að aðeins fjórir fram- bjóðendur hefðu boðið sig fram í prófkjörinu, enda hefði það skapast af því að stilla hefði átt upp með handafli, en verið ákveðið að halda prófkjör þegar ekki náðist saman um tvö atriði, hver ætti að vera í fyrsta sæti og hver ætti að vera fiilltrúi Alþýðuflokksins. Þetta hefði hins vegar komið í ljós örfá- um vikum fyrir prófkjörið og hefðu flestir sennilega talið að skapast hefði það mikil umræða um þau nöfn, sem átti að stilla upp, að eng- inn hefði ákveðið að gefa kost á sér. Atlaga vegna prófkjörsreglna Gísli S. Einarsson kvaðst í gær vera fullur þakklætis í garð alls þess fólks, sem hefði lagt sér öflugt lið „til að verjast þeirri atlögu“, sem beint hefði verið gegn sér. „Atlagan var sú að það var alveg klárt mál að það myndu skiptast atkvæði milli okkar Hólmfríðar í A- hólfi þar sem voru tveir frambjóð- endur og allir þeir, sem greiddu Hólmfríði atkvæði, máttu ekki greiða mér atkvæði," sagði hann. „Það er atlagan og hún er vegna þeirra prófkjörsreglna, sem settar voru. Það var ekkert jafnræði í hólfunum." Hann sagði að það hefðu verið eðlileg viðbrögð fólks í Borgar- byggð að styðja sinn mann, en eðli- legra hefði verið að styðja hann í fyrsta sæti, ekki annað. „En mér finnst alveg stórkostlegt að fá þessi 1048 atkvæði í fyrsta sæti og auð- vitað er ég þakklátur þeim, sem greiddu mér atkvæði í annað sæti.“ Hann kvaðst telja að atkvæði kjósenda í Borgarbyggð hefðu ráð- ið úrslitum um það hvemig fór og skipting atkvæða á Snæfellsnesi hefði haft lítil áhrif á niðurstöðuna. „Akkillesarhæll þessa lista er tveir herramenn af Akranesi,“ sagði Gísli. „Það er ekki skipting um Vesturlandið, en þetta fékkst sem niðurstaða úr prófkjöri og hún ætti að teljast ásættanleg. En ég ’nefði talið æskilegast að sá A- flokkanna, sem fékk annað sætið, fengi líka þriðja sætið.“ Kvennalisti með rúmlega helming atkvæða Dóra Líndal var ánægð með fylgi sitt í prófkjörinu: „Eg er vita- skuld fyrst og fremst stolt af því hvað Kvennalistinn fær mörg at- kvæði því að það er þá greinilegt að það er vilji fyrir því að rödd okkar heyrist áfram." Dóra benti á að hún hefði fengið rúmlega helm- ing atkvæða í öll fjögur sætin og þakkaði fylgið góðum málefnum. Fólk vildi greinilega að hugsað væri um hag fjölskyldunnar. I prófkjörinu var sú regla að til þess að fá sæti þyrfti 25% atkvæða í hvert hólf. Dóra sagði að það hefði verið lykilatriði að ná því og það hefði tekist og gott betur. Þessi úrslit hefðu styrkt stöðu Kvennalistans innan Samfylking- arinnar. Hólmfríður Sveinsdóttir sagði í gær að hún væri óánægð með að hafa ekki náð öðru sætinu eins og hún hefði stefnt að, en hún væri þó ánægð með að hafa fengið rúmlega þúsund atkvæði. „Eg fékk virki- lega góðan stuðning alls staðar nema á Akranesi, en það er erfitt að fara í sitjandi þingmann, sem kemur úr langstærsta byggðarlag- inu, Akranesi,“ sagði hún. „Þannig að í rauninni er ég ekki ósátt við mina útkomu, en ég held að listinn sé ekki sá besti, sem völ var á. Ég held að listinn hefði orðið mun sterkari ef ég hefði orðið í öðru sæti.“ Hún kvaðst telja að veikleiki listans væri sá að í raun væru þrír • efstu frambjóðendurnir af Akra- nesi, þótt Dóra byggi rétt fyrir ut- an. „Eins og þeir hafa sagt sjálfir er það ekki mjög sterkt að hafa tvo miðaldra iðnaðarmenn af Akranesi í tveimur efstu sætun- um,“ sagði hún. „Burtséð frá per- sónum yrði mun sterkara að hafa þarna unga konu, nýtt afl og nýja krafta." Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum Ragnheiður Hákonardótt- ir kjörin í þriðja sætið Guðjón Arnar Kristjánsson kveðst ekki tilbúinn að láta valta yfír sig „slag í slag“ GENGIÐ var til kosninga um skipan þriðja sætis á framboðslista Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum í komandi þingkosningum á kjör- dæmisþingi flokksins í kjördæm- inu á sunnudag og hafði Ragnheið- ur Hákonardóttir, forseti bæjar- stjórnar á Isafirði, betur en Guð- jón Arnar Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, sem kjömefnd hafði sett í þriðja sæti listans. Ragnheiður lýsti í gær yfir ánægju með niðurstöðuna, en Guð- jón Arnar kvaðst vera ósáttur og bætti við: „Eg er ekki tilbúinn að láta valta yfir mig slag í slag.“ Uppstillingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum lagði fram lista með tillögu um það hverjir skyldu skipa hann. Þar voru þing- menn flokksins í kjördæminu, Ein- ar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kiistjánsson í fyrsta og öðm sæti. I þriðja sætinu var Guð- jón Arnar Kristjáns- son. Sjálfstæðiskonur á Vestfjörðum höfðu mótmælt því að eng- in kona skyldi vera í efstu sætum listans og á kjördæmisþing- inu á sunnudag lagði Sigríður Hrönn Elí- asdóttir fram tillögu um að Ragnheiður Hákonardóttir skip- aði þriðja sæti. Tvisvar gengið til atkvæða Tvisvar þurfti að ganga til atkvæða- greiðslu um þriðja sætið. I fyrra skiptið fengu Ragn- heiður og Guðjón Ar-nar jafn mörg atkvæði, 26 hvort. í seinna skiptið fékk Ragnheiður 27 atkvæði og Guðjón Arnar 26. 54 fulltrúar vora á fundinum, en þeir hefðu verið 55 ef einn fulltrúi hefði ekki forfallast. Þórir Örn Guðmundsson, for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, sagði að nokkrar umræður hefðu verið áður en gengið var til atkvæða. Þær hefðu ekki verið heitar, en menn hefðu lýst sinni skoðun. „Persónur vora ekki teknar inn í þetta," sagði hann og bætti við að Guðjón hefði tekið niðurstöðunni af mikilli still- ingu og setið fundinn til loka. Ragnheiður sagði í gær að sér litist ágætlega á þessa niðurstöðu: „Við fórum fram konurnar með það markmið að fá tvö sæti af fjór- um efstu, en þetta er viðunandi niðurstaða," sagði hún og bætti við að ákveðið hefði verið að draga til- löguna um að kona skipaði einnig fjórða sætið til baka í ljósi þess að gott væri að ná einu sætinu. Hún sagði að sjálfstæðiskonur fyrir vestan hefðu ekki átt von á að list- anum yrði breytt og því hefði orðið að fara í kosningu. „Ég held að það sé mjög sterkt fyrir flokkinn að þessi breyting varð á, burtséð frá persónum," sagði hún og bætti við að hún teldi að það myndi ekki veikja listann hvernig breytingin var knúin fram: „Það fór þarna fram kosning milli aðila um sæti og ég lít svo á að hvor aðilinn um sig hefði tekið þeirri niðurstöðu, sem orðið hefði ofan á.“ Hundfúll yfír úrslitunum „Ég er hundfúll yfir þeim,“ sagði Guðjón Amar þegar hann var spurður um úrslitin. „Það er ekkert öðravísi.“ Hann kvaðst ekki vilja segja neitt um það í bili hvað hann hygðist nú taka til bragðs, en hann hefur verið orðaður við Sverri Hermannsson og Frjáls- lynda flokkinn. „Ég hef ekki verið að gera neitt í þá vera,“ sagði hann, „ennþá.“ Guðjón var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum og þriðja sæti þar áð- ur. Hann var spurður hvernig hann mæti framtíð sína innan flokksins. „Það hefur náttúrlega verið ýtt tvisvar við manni úr þriðja sætinu," sagði hann. „Það var gert síðast. Þá var mér ýtt úr þriðja sætinu í það fjórða eftir prófkjör og núna er ýtt við manni aftur þannig að það er ekki eins og maður eigi víst bak- land fyrir sínar skoðanir. Ég veit ekki hvernig maður á að meta það.“ Hann kvaðst ekki sjá að upp- stillingarnefnd hefði getað hagað störfum sínum öðravísi og benti á að öll gagnrýni á að kvenmenn vantaði á listann hefði komið fram eftir að allir frestii’ hefðu verið liðnir. „Það var haldinn fundur á Hólmavík í september í kjördæm- isráðinu þar sem aðeins karlmenn komu fram og gáfu kost á sér í fjögur efstu sætin,“ sagði hann. „Síðan var haldinn fundur á Þing- eyri og þar komu heldur ekki fram nema karlmenn, sem gáfu kost á sér í efstu sætin. Síðan var gefinn frestur til 10. janúar til að gefa kost á sér og þegar sá frestur var liðinn vora enn aðeins karlmenn komnir fram. Eftir það fóra menn að leita að konu og það var síðan ekki fyrr en kjörnefndin skilaði af sér að komið var fram með þessi læti og reyndar er ég mjög ósáttur með að það skuli eiga að ráða framboðsmálum hvort talað er um karia eða konur. Ég hef aldrei gert greinarmun á karli eða konu, held- ur er þetta spurning um hæfa ein- staklinga, hvernig fólk metur við- komandi persónu - mann eða konu - til að takast á við hluti í pólitík. Og það virðist vera mat manna að ég dugi ekki til þess. Þetta er bara hundfúlt og ég er ekki tilbúinn að láta valta yfir mig slag í slag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.