Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Kjör sem öryrkjum eru búin samrýmast ekki lífssýn á nýrri öld
Ekki sæmandi einni
af ríkustu þjóðum heims
T&MU hJO
ÞAÐ eru fleiri en endurnar á Tjörninni sem hafa verið teknir út af sakramentinu og
settir út á guð og gaddinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Ný sýn yfir Austurvöll
EFTIR að ísafoldarhúsið við
Austurstræti hefur verið flutt
blasir Austurvöllur, Dómkirkj-
an og Alþingishúsið við frá
nýju sjónarhorni úr Austur-
stræti.
Forseti Islands til Rdmaborgar
Avarpar ráð-
herrafund FAO
Viðvarandi
æska?
Éh
eiisuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagotu, Akureyn
MATVÆLA- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuð þjóðanna, FAO, hefur
boðið forseta Islands, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, að flytja setningar-
ræðu á fundi sjávarútvegsráðherra
FAO-ríkja sem haldin verður í
Róm á morgun, miðvikudag.
Efni ráðherrafundarins eru
starfsreglur og ábyrg þróun í sjáv-
arútvegi og er markmið fundarins
að stuðla að alþjóðlegu samkomu-
lagi í þessum efnum.
í nóvember sl. heimsótti forseti
Islands aðalstöðvar FAO og átti
viðræður við stjórnendur FAO
um framlag íslendinga til alþjóð-
legrar stefnumótunar og þróunar
í sjávarútvegi. Boðið til forseta ís-
lands um að flytja setningarræð-
una á sjávarútvegsráðherrafundi
FAO kom síðan í framhaldi af
þeirri heimsókn, segir í fréttatil-
kynningu.
Að lokinni setningarathöfn ráð-
herrafundarins í Róm mun forseti
íslands halda til Póllands þar sem
opinber heimsókn hans hefst að
morgni fimmtudagsins 11. mars.
Alþjóðasamtök leikbrúðugerðarfólks
Brúðuleikhús
hefur blómstrað
á Islandi
UNIMA á Islandi
eða íslandsdeild
Alþjóðasamtaka
brúðuleikhússfólks
(Union International de
la Marionette) var stofn-
uð í Reykholti árið 1976
og hefur verið starfrækt
síðan. Margrét Kolka
Haraldsdóttir er for-
maður samtakanna hér á
landi.
„Islensku samtökin
voru stofnuð eftir að
haldið var samnorrænt
leikbrúðunámskeið í
Reykholti. Frumkvöðull-
inn að stofnun íslenska
félagsins var þekktur,
sænskur brúðuleikhús-
maður sem heitir Mich-
ael Mescke.“
Margrét segir að ís-
lensku samtökin hafi tvisvar stað-
ið fvrir alþjóðlegum brúðuleik-
húshátíðum og tvisvar haldið
námskeið í brúðugerð. „Félagið
hefur líka verið tengiliður við er-
lent brúðuleikhúsfólk sem hefur
haft áhuga á að sýna á Islandi.
Markmið félagsins er að efla ís-
lenskt brúðuleikhús og fylgjast
með því sem er að gerast í brúðu-
leikhúsheiminum, bæði hvað
snertir alþjóðlegar sýningar,
brúðuleikhúshátíðir og nám-
skeið.“
- Hvenær voru UNIMA al-
þjóðasamtökin stofnuð?
„Þau voru sett á stofn í Prag
árið 1929 en þar er mjög sterk
hefð fyrir brúðuleikhúsi eins og
annars staðar í Austur-Evrópu.
Starfsemin lá síðan niðri á stríðs-
árunum en var endurvakin árið
1957. Upp frá því var farið að
halda alþjóðleg þing á fjögurra
ára fresti og í tengslum við þau
brúðuleikhúshátíðir." Margrét
segir að þar komi fram það besta
sem völ er á og hún bendir á að
íslendingar hafi tekið þátt í þess-
um hátíðum og Leikbrúðuland
tvisvar unnið til verðlauna.
„Upphaflega voru UNIMA evr-
ópsk samtök en eru löngu orðin
alþjóðleg. Aðildarfélög eru um
hundrað talsins."
-Er starf samtakanna öfiugt
hér á landi?
,;Brúðuleikhús hefur blómstrað
á Islandi undanfarin ár. Jón E.
Guðmundsson er frumkvöðullinn
að brúðuleikhúsi hér á landi og
Islenska brúðuleikhúsið sem
hann stofnaði hefur verið starf-
rækt í um hálfa öld. Jón var fyrsti
formaður félagsins og formaður
þess til margra ára.
Þá er Leikbrúðulandið löngu
orðið þekkt og það hefur starfað í
30 ár. Brúðubíllinn ------------
sem sýnir á sumrin á
opnum svæðum og
gæsluvöllum hefm’ átt
vinsældum að fagna
og síðan er Sögu-
svuntan, Tíu fingur og ““
Dúkkukerran þekkt brúðuleik-
hús. Tíu fingur eru um þessar
mundir að sýna Ketil Flatnef í
Iðnó og Sögusvuntan er að vinna
að uppsetningu „Minnsta trölls í
heimi“ sem mun m.a. verða sýnt í
Bandaríkjunum. Einnig má nefiia
að Katrín Þorvaldsdóttir hefur
gert bníður og leiktjöld fyrir Ha-
frúnu sem sýnt hefur verið í
Möguleikhúsinu.11
Margrét bendir á að auk þessa
hafi ýmsir félagar í UNIMA unn-
ið innan leikhúsa með brúður og
grímur í uppfærslum leikhús-
anna.
Margréf Kolka Haraldsdóttir
►Margrét Kolka Haraldsdóttir
er fædd í Reykjavík árið 1948.
Hún lauk myndmenntakenn-
araprófi frá Myndlista- og
handíðaskóla Islands árið 1974
og MA-prófi í dönsku frá HI ár-
ið 1978.
Margrét hefur rekið mynd-
listarskóla Garðabæjar ásamt
Ingibjörgu S. Haraldsdóttur
undanfarin níu ár.
Hún hefur verið í UNIMA á
Islandi frá stofnun samtakanna
og formaður þeirra frá árinu
1998.
Eiginmaður hennar er Leifur
Agnarsson framkvæmdastjóri
og eiga þau 4 börn og 2 barna-
börn
- Er brúðuleikhús aðallega fyr-
irbörn?
„Hér á Islandi hefur fyrst og
fremst verið litið á brúðuleikhús
sem barnaleikhús en það er alls
ekki svo víða erlendis. Þar eru
uppfærslur fyrir fullorðna og ég
hef til dæmis séð Don Giovanni í
fullri lengd í bníðuleikhúsi í Prag.
Það var rosalega skemmtilegt.
í Kína og Japan er löng hefð
fyrir því að brúðuleikhús sé fyrir
fullorðið fólk. Reyndar er brúðu-
leikhús ævagamalt listform og
fyrr á öldum var það vettvangur
fyrir þjóðfélagsgagnrýni. Þar var
ýmislegt hægt að segja undir rós
og Hitler var til dæmis afar illa
við brúðuleikhúsið í Prag og
reyndi ítrekað að stöðva starf-
semina.“
- En brúðuleikhús hafa verið
notuð í öðrum tilgangi en til að
skemmta fólki?
„Já, brúður hafa til dæmis ver-
ið notaðar í kennslu hér á landi og
erlendis eru mörg dæmi um að
brúður séu notaðar í meðferð á
spítölum. Þær gegna
gjarnan því hlutverki
að fá börn í meðferð
til að segja frá erfiðri
lífsreynslu. Börn virð-
ast stundum eiga auð-
veldara með að segja
brúðu frá erfiðum málum.“
- Er eitthvað sérstakt
fi-amundan hjá samtökum brúðu-
gerðarfólks?
„Það er alltaf eitthvað á döf-
inni og um þessar mundir er
verið að ganga frá því að
UNIMA á íslandi og Leikbrúðu-
land taki þátt í Reykjavík menn-
ingarborg Evrópu árið 2000 með
uppfærslu á íslensku verki sem
heitir Prinsessan í hörpunni eft-
ir Böðvar Guðmundsson. Það
byggir á gömlu ævintýri, Völs-
ungasögu og sögu Ragnars Loð-
brókar
Brúðurnar not-
aðar til
kennslu og í
meðferð