Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 53 FRÉTTIR Dagbók Lögreglunnar Ein líkamsárás og ölvun- arakstur meðal verkefna Reykjavík helgina 5. til 8. mars 1999. UM helgina var 31 ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur og 12 ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. I tveim tilvika höfðu ökumennirnir lent í umferð- aróhöppum. Þá urðu 43 umferðar- óhöpp með eignatjóni. Nokki-u eftii- miðnætti á mánu- dag var tilkynnt um bifreið sem ek- ið hafði verið á ljósastaur við Sæ- braut. Við áreksturinn kviknaði eldur í bifreiðinni sem slökktur var' með slökkvitæki. Þrír unglingar á aldi-inum 14 til 16 ára, tveir drengir og ein stúlka vora í bifreiðinni, sem hafði verið stolið. Tvö þeirra hlupu af vettvangi en náðust skömmu síð- ar. Sá þriðji, sem varð eftir, reynd- ist handleggsbrotinn. Öll þrjú höfðu hlotið nokkra áverka og voru flutt á slysadeild. Lögi'eglan stöðvaði ökumenn fjögurra bifreiða um helgina fyrir að hafa filmur límdar innan á fremri hliðarrúður og var öku- mönnum gert að fjarlaegja fílm- urnar á staðnum. Minnt skal á að ekki er heimilt að líma fílmur á framrúðu eða fremri hliðarrúður. Innbrot Snemma morguns á föstudag var tilkynnt um innbrot og þjófnað á verkfærum úr vinnuskúr í Höfðahverfi. Einnig var brotist inn í bílasölu og nokkru stolið og eitthvað skemmt. Brotist var inn í bifreið í Höfðahverfi á föstudag og úr henni stolið verðmætum geisla- spilara. Undir hádegi voru tveir menn handteknir eftir að hafa brotist inn í bifreið og stolið úr henni verkfærum. Báðir mennirn- ir hafa oft komið við sögu lög- reglu vegna ýmissa afbrota. Um svipað leyti var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bifreið í Breiðholti og úr henni stolið hljómflutningstækjum og geisla- diskum. Rétt er að minna fólk á að geyma ekki mikil verðmæti í bílum sínum. Eftir hádegið var maður staðinn að því við áfengisútsölu ÁTVR að kaupa talsvert magn áfengis fyrir ungling. Lögregla lagði hald á áfengið og minnt skal á að ekki má selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Síð- degis var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði á miðborgarsvæð- inu þar sem talsverðum verðmæt- um var stolið. Leigubflstjóri stunginn við störf Piltur réðst á leigubifreiðar- stjóra og stakk hann í hálsinn á föstudagskvöld. Pilturinn hljóp á brott og var mikil leit gerð að honum. Á laugardagsmorgun var handtekinn 19 ára piltur sem grunaður var um verknaðinn. Leigubifreiðarstjórinn fór á slysadeild en fékk að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. Á föstudagskvöld var tilkynnt um að bíl hefði verið stolið frá heimili eigandans. Lyklar bifreið- arinnar voru í kveikjulásnum. Rétt er að minna fólk á að ganga tryggilega frá ökutækjum sínum. Tilkynnt var um eld í potti í íbúð í Norðurmýrinni. Eldurinn var slökktur með eldvarnateppi og urðu nokkrar skemmdir. Bifreið var stolið á Seltjarnar- nesi, í þetta sinn var ekki bara lyk- ill í kveikjulásnum heldur var þjófnum gert enn auðveldara fyrir og bifreiðin skilin eftir í gangi. Bifreiðin fannst rúmlega klukku- stund síðar og hafði þá ýmsum verðmætum verið stolið úr henni. Ástand nokkuð gott á föstudagskvöld Um 700 manns voru í miðborg- inni þegar flest var aðfaranótt laugardags, ekki mikil ölvun og ástand nokkuð gott. Nokkra eftir miðnætti voru þrír ungir menn handteknir þar sem þeir voru að reyna að stela bifreið. Einn maður var handtekinn eftir að hafa reynt að fá skipt fölsuðum 5 þúsund kr. seðlum. Skömmu fyrir miðnætti var til- kynnt um innbrot í bifreið þar sem hún stóð fyrir utan bíóhús í borg- inni. Nokkrum verðmætum var stolið úr henni s.s. geislaspilara, tösku o.fl. Slagsmál með súperman-styttu Margt manna var í miðborginni aðfaranótt sunnudags, ölvun mikil og talsverður erill vegna ýmissa mála. Laust eftir miðnætti var til- kynnt um innbrot í söluturn í Breiðholti, ein rúða var brotin en ekki vitað hversu miklu var stolið. Er nokkuð var liðið á nóttina var tilkynnt um slagsmál. Þeir sem slógust voru með súpennan-styttu meðferðis. Ekki er gott að segja til um hvort styttan hafði þau áhrif að menn þurftu að sýna kraftana. Tilkynnt var um eld í lítilli raf- stöð á kerru og var eldurinn slökktur af slökkvdliði. Snemma morguns á sunnudag kviknaði eldur í rúmdýnu í íbúð í vesturbæ. Þrír einstaklingar voru í íbúðinni en engan þeirra sakaði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkrar reykskemmdir urðu í íbúðinni. Laust fyrir hádegi hringdi maður og sagði bifreið sinni hafa verið stolið, bifreiðin hafði þá fundist skömmu áður þar sem henni hafði verið ekið út fyrir veg skammt ofan borgarinnar. Síðdegis var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið. Á sunnudagskvöld var tilkynnt að tveggja drengja, 18 og 19 ára, væri saknað, en þeir höfðu farið í vélsleðaferð um morguninn. Skömmu síðar var haft samband og sagt að drengirnir væru komnir fram heilir á húfi. Vélsleði þeirra hafði bilað. Skömmu eftir klukkan tvö að- faranótt mánudags var aðstoðar óskað vegna ölvaðrar konu sem truflaði ökumann leigubifreiðar við aksturinn. Er komið var á vett- vang var konan komin út úr bif- reiðinni og truflaði umferð, hún var handtekin og fékk að hvíla sig á lögreglustöðinni. Undir mánudagsmorgun var bifreið stöðvuð. í bifreiðinni reyndist talsvert magn tölvubún- aðai' sem ökumaður viðurkenndi að hafa stolið í innbroti í fyrirtæki í Kópavogi. Fræðslufundur Grænu smiðjunnar FRÆÐSLUFUNDUR Grænu smiðjunnar - græns framboðs, verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í húsnæði Vinstrihreyfíngarinnar. Á fundinum munu Tryggvi Fel- ixson hagfræðingur og Tómas Jó- hannesson jarðeðlisfræðingur ræða loftslagsbreytingar. Fundar- stjóri verður Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt. KOMIN AFTUR © Husqvarna Husqvama heimiíistækin erti komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum I verslun okkar alla virka daga fra 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! Ungt fólk gegn ofbeldi UNGMENNADEILD Reykjavík- urdeildar Rauða kross íslands heldur kynningu á samnorrænu átaksverkefni í kvöld, þriðjudag, kl. 20 í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins að Hverfisgötu 105. Verkefninu er beint gegn ofbeldi og hefst 8. maí og mun standa í eitt ár. Verkefnið er í framhaldi af ung- mennastarfi hjá norska Rauða krossinum og í kvöld ætlar starfs- maður þeirra, Anne Bergh, að kynna hvað þau hafa verið að gera í Noregi. „Það er mikilvægt að fá hóp af fólki sem er reiðubúið að taka afstöðu gegn ofbeldi," segir í fréttatilkynningu. Afhenti trúnaðarbréf KRISTINN F. Árnason sendi- herra afhenti í gær Alexander Kwasniewski forseta Póllands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Póllandi með aðsetur í Osló. Fyrirlestur um príonsjúk- dóma í mönnum og dýrum STEFANÍA Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur um príonsjúkdóma á vegum Siðfræðifélags Islands í Lögbei'gi, stofu 101, á morgun, miðvikudag, kl. 20. Fyrirlesturinn nefnir hún Príonsjúkdómar í mönnum og dýrum - áhrif arfgerða príongensins. Stefanía mun leitast við að gefa yfirlit yfir helstu príonsjúkdóma sem eru þekktir í mönnum og dýr- um og segja frá niðurstöðum rann- sókna, bæði erlendis og hér á landi á því hvernig breytileiki í príon- geninu getur skipt máli fyrir smit- næmi og sjúkdómsmynd. mbl.is t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- Mbé 1 jW'' j ömmu, HÖLLU BALDVINSDÓTTUR, Hörpugötu 9, \ fejgHH Reykjavík. M 1111 Anna Gréta Arngrímsdóttir, Snorri L. Kristinsson, Kristín A. Linfeldt, Guðrún Arngrímsdóttir, Baldvin Arngrímsson, Margrét Arngrímsdóttir, Jóhannes Arngrímsson, Stefán Arngrímsson, Kristján S. Arngrímsson, Arngrímur Arngrímsson, James Diecker, Þórður Kárason, Gunnþór Hákonarson, Anna Radwanska, Jóhanna Steingrímsdóttir, Arnfríður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. luelle Fatnaíiii - Ftábær leiö Bolir Pils Mikið úrval af nýjum kvenfatnaði kr. 995,- Peysur kr. 1999,- kr.1290,- Buxur kr.1290,- Dragtir kr. 9900,- Blússur kr.1990,- Hárburstasett í Skartgripusknn poka m/rennilás nieð spilverki Kr. 995 KrJ300 Fjölnota pottur Pönnusett 5 hl. pottasettið m/glerloki komið aftur 8 hluta pottasett pottur m/glerloKi kuu Kr. 3,799 Kr. 4,899 KrJJffl- Kt-iSffl Glæsileg búsálröW úr gæðasláli Tvöl. botn • Hert glerlok töskusett ioskuí iui>wu Kr. 3290 KrJ290 EiIHlíg m-,Kið úrval al öðrum tilboðum i busaholdu . 5 hluta Strand- bæjar- töskusett töskur í úrvalv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.