Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jöfn og skemmti- leg undankeppni Morgunblaðið/Arnór LIÐSMENN Þróunar, sem skráð var sem D-sveit í undanúrslitunum, hafa spilað flestir hverjir í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratitil- inn. Talið frá vinstri: Hróðmar Sigurbjörnsson, Bernódus Kristins- son, Georg Sverrisson, Rúnar Einarsson og Stefán Stefánsson. Með þeim í sveitinni spilar Guðjón Siguijónsson. BRIDS B r i d s h ö 11 i n Þönglabakka Undankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni 40 sveitir spiluðu í 5 riðlum um 10 sæti í úrslitum. 5.-7. marz. Aðgang- ur ókeypis. Sveitir Landsbréfa, Sportlight Club, Samvinnuferða/Landsýnar, Heitra samloka, Strengs, Þriggja Frakka, Stillingai’, Þrastar Ingi- marssonar, Þróunar og Holta- kjúklinga unnu sér rétt til að spila um íslandsmeistaratitilinn í brids en úrslitakeppnin fer fram um bænadagana. Sex sveitanna spiluðu um réttinn til að spila í undanúrslit- unum í Reykjavík og tvær sveit- anna eru skráðar á Reykjanesi. Lít- um nánar á gang mála í riðlunum: A-riðiil: Sveit Landsbréfa hafði mikla yf- irburði í þessum riðli og vann alla sína leiki nokkuð örugglega. Þeir unnu þó Selfyssingana í sveit Sig- fúsar Þórðarsonar aðeins 17-13. Sportlight Club varð í öðru sæti, tapaði aðeins einum leik eða gegn Landsbréfum. Lokastaða sveita varð annars þessi: Landsbréf .......................158 Sportlight Club..................123 Sveinn Pálsson...................103 Sigfús Þórðarson.................101 Sparisjóður Húnaþings.............97 Aðalsteinn Jónsson................92 Arni Bragason.....................91 Guðrún Oskarsdóttir...............66 B-riðill: í þessum riðli spiluðu íslands- meistararnir í Samvinnuferð- um/Landsýn. Þeir áttu í nokkru basli framanaf en áttu góðan loka- sprett og unnu riðilinn. Sveit Granda sem er í styrkleikaflokki B varð að sætta sig við að lenda í þriðja sæti en sveitin Heitar sam- lokur með Jón Hjaltason í farar- broddi hreppti annað sætið. Loka- staðan: Samvinnuferðir/Landsýn............135 Heitar samlokur...................133 Grandi............................123 Bflaspítalinn.....................101 Lífeyrissjóður Austurlands.......100 Gummi Pé og pjakkarnir............100 Sigurður Skagfjörð.................85 Kristinn Kristjánsson..............46 C-riðill: Fyrirfram var þessi riðill talinn viðkvæmastur. Sveit Strengs spilaði mjög vel en sveitin Þrír Frakkar byrjaði mjög illa og var neðst eftir tvær umferðir. Hafði þá tapað fyrsta leiknum 13-14 (!) gegn ÍR- sveitinni og 4-25 fyrir Streng en fjTÍrfram höfðu Þrír Frakkar verið taldir sigurstranglegir í riðlinum. Eftir þessa vosbúð gekk þeim allt í haginn og náði sveitin 2. sætinu í riðlinum nokkuð öragglega eftir að hafa rúllað yfir VÍS í Keflavík í síð- asta leiknum eða eins og Brynjólfur Gestsson á Selfossi orðar slíkt tap þá kallar hann það hundahreinsun. Talan 13-14 í leik Þriggja Frakka og IR-sveitarinnar er þannig til komin að IR-ingarnir mættu of seint í fyrsta leik mótsins og voru sektaðir um 3 vinningsstig. Ekki góð byrjun hjá þeim félögum. Lokastaðan: Strengm’..........................144 Þrír Frakkar......................130 Herðir, Egilsst...................123 nota bene.........................108 VÍS Keflavík '.....................98 IR-sveitin.........................84 Síldarvinnslan.....................75 Eimskip............................52 D-riðill: Þessi riðill varð nokkuð óvænt langjafnastur. Sveit Stillingar var á nokkuð lygnum sjó í efsta sætinu en keppni um annað sætið var gífurleg. Sveit Þrastar Ingimarssonar hafði best í þeim slag en ekki var staða þeirra gæfuleg þegar tveimur um- ferðum var ólokið. Þá voru þeir í 5. sæti í sínum riðii og vantaði 2 stig 1 meðalskorina. Þeir spiluðu svo við sveitirnar sem voru í 2. og 3. sæti fyrir lokaumferðirnar og unnu báða leikina og skriðu þar með í annað sætið í riðlinum. Lokastaðan: Stilling.......................141,5 Þröstur Ingimarsson..............113 Kjötvinnsla Sigurðar...........109,5 Kaupfélag Þingeyinga.............105 Vírnet, Borgamesi................102 Neta- og veiðarfæragerðin.........96 Fiskiðjan Skagfírðingur...........87 Sparisjóður Norðlendinga..........85 E-riðill: Sveit Þróunar kom mjög á óvart í þessum riðli og vann hann með yfir- burðum en sveitin var í styrkleika- flokki D. Keppnin um annað sætið var hins vegar jöfn og margir kall- aðir. Sveit Holtakjúklings sem var A-sveit átti í hinu mesta basli og hagstæð úrslit í lokaumferðinni fleyttu þeim í úrslitin. Lokastaðan: Þróun...........................140 Holtakjúklingur.................125 Ríkiskaup.......................119 Ingvar Jónsson..................118 Kristján Már Gunnarsson.........112 Sigurður Tómasson................95 KEA Búbót........................65 Mjólkurbú Flóamanna.............51 Það er því ljóst að Siglfirðingarn- ir (Sveit Ingvars Jónssonar) verður ekki með í úrslitakeppninni að þessu sinni en þeir fengu silfurverð- launin í fyrra. Þetta mót, sem ætíð er skemmti- legasta mót vetrarins, fór mjög vel fram undir styrkri stjórn Sveins Rúnars Eiríkssonar og hans aðstoð- arfólks. Arnór G. Ragnarsson Stuðningurogþjónusta við atvinnuþróun og nýsköpun Átak til atvinnusköpunar er nýsköpunar- og atvinnuátaks- verkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Markmiðið er tvíþætt: 1. Að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnu- og nýsköpun svo og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. 2. Að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs fyrirtækja og útrásar þeirra á erlenda markaði. Auglýst er eftir áhugaverðum verkefnum á ofangreindum sviðum. Umsóknaraðili má ekki á umliðnum þremur árum hafa fengið styrk frá opinberum aðilum (skv. minni háttar reglunni „deminimis aid“), sem er hærri en 100.000 ECU. Umsóknarfrestur er til 19. mars 1999. Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu Átaks til atvinnusköpunar í húsi Iðntæknistofnunar að Keldnaholti, 112 Reykjavík. Sími: 570 7100. Fax 570 7111. | KENNSLA Reikinámskeið Á reikinámskeiði lærir þú að heila þig og aðra. Reiki virkar eins og andleg og líkamleg vítamín- sprauta, því fylgir vellíðan, gleði og friður. Helgarnámskeið. Reiki 1: 13.—14. mars og 20.—21. mars. Kvöldnámskeid. Reiki 1: 15., 16. og 17. mars. Upplýsingar og skráning í síma 552 4545. Sólbjört Guðmundsdóttir, reikimeistari. AUGLÝSIN Námskeið um Downsheilkenni verður haldið á Grand Hótel Reykjavík (Hvammi) 16. og 17. mars. Ætlað þeim sem starfa með börnum og ung- mennum með Downsheilkenni og aðstandend- um þeirra og öllum sem áhuga hafa. Fyrirlesarar eru sérfræðingar Greiningarstöðv- arafsviði 1 (Almennar þroskaraskanir yngri barna) ásamt gestafyrirlesurum. Meðal efnis: Erfðaráðgjöf, helstu þættir heil- brigðismála, skipulögð athugun á þroska, íhlutun á fyrstu árum og aðiögun að þjónustu. Einnig verður fjallað um kynþroska og kyn- hegðun á unglingsárum. Skráning í síma 564 1744, á fax 564 1753 á netfang: fraedsla@greining.is. Aðstandendur fá helmingsafslátt. Skráningu Iýkur9. mars. TILBOÐ/ UTBOÐ I I UTBOÐ F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið „Fræsun slitalga 1999-2001". Helstu magntölur: Gróffræsun: Fínfræsun: 240.000 m2 15.000 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 25. mars 1999, kl. 11.00 á sama stað. gat 27/8 I I INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 G A ÓSKAST KEYPT Trésmíðavél óskast Óskum eftir nýlegri góðri kantlímingarvél með endaskurði. Til sölu á sama stad gömul kantlímingarvél IDM. Eldhúsval, Sóltúni 20, sími 561 4770. FÉLAGSLÍF □ EDDA 5999030919 I Hylling SMR □ Hamar 5999030919 III _____________________________ FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI S68-2S33 Miðvikudagur 10. mars kl. 20.30 Myndakvöld Ferðafélagsins Næsta myndakvöld Ferðafélags- ins á miðvikudagskvöldið 10. mars kl. 20.30 í Ferðafélagssaln- um Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Bergþóra Sig- urðardóttir myndir af Aust- urlandi og víðar og koma þar forvitnilegar ferðaslóðir við sögu, m.a. Möðrudalsöræfi, Steinafjall, fossaröðin í Jökulsá og Fljótsdal og gönguferð í nágrenni Fljótsd- als. Eftir hlé sýnir Haukur Jó- hannesson myndir víða að frá óbyggðum. Páskaferðirnar verða kynntar. Kynnist skemmtilegum ferða- möguleikum um landið og fáið nýja og fjölbreytta ferðaáætlun. Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr. (kaffi og meðlaeti inni- falið). Áttavitanámskeið 16. mars. Skráning á skrifstofu FÍ. Skíðaganga um Leggjabrjót á sunnudaginn 14. mars kl. 10.30. I.O.O.F. Rb.1 = 148398-9.1.* □ Hlín 5999030919 IVA/ Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Allar konur hjartanlega velkomnar. KENNSLA Nudd.is EINKAMÁL Bandarískur karlmaður myndarlegur, þroskaður og í góðu starfi, vill kynnast fallegri, gáfaðri og aðlaðandi ungri íslenskri konu, með vinskap og ævintýri í huga. Tækifæri til ferðalaga, sambands og fjöl- skyldu. Ég hlakka til að heyra frá þér. Sendu svör til afgreiðslu Mbl. merkt„B — 7316" á af- greiðslu Mbl. með lýsingu á sjálfri þér, áhugamálum, metnaði og framtíðaráætlunum. joo KFUM & KFUK J 8 9 9 - 1 9 9 9 KFUM og KFUK Aðalstöðvar við Holtaveg Hádegisverðarfundur kl. 12.10 á morgun, miðvikudag. Staða og þáttur KFUM og KFUK í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Halldór Elías Guðmundsson frstj. ÆSKR hefur stutt erindi. Allir áhugasamir um kristilegt æskulýðsstarf velkomnir. DULSPEKI Skyggnilýsingafundur í kvöld 9. mars kl. 20.30 að Soga- vegi 108, Rvk. 2.- hæð (fyrir ofan Garðsapótek) Húsið opnar kl. 20. Miðaverð kr. 1200. Miðlun — spámiðlun Einkatímar í miðlun/spámiðlun. Uppl. og bókanir í síma 568 6149 virka daga kl. 9—12 og 18—20. Margrét Hafsteinsdóttir, miðill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.