Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Skínandi
Turandot
í HEILDINA var þetta góð Turandot, segir í umíjölluninni.
TONLIST
Laugurdalshöll
TURANDOT
eftir Puecini. Sinfóníuhljómsveit Is-
lands, einsöngvarar, kórar Islensku
óperunnar og Söngskóians í Reykja-
vík; kórstjóri: Garðar Cortes; hljóm-
sveitarstjóri: Rico Saccani; sviðsetn-
ing: Randver Þorláksson; ljós: Jó-
hann Bjarni Pálmason. Laugardag kl.
16.
PUCCINI auðnaðist ekki að
ljúka við óperuna Turandot; hann
lést frá henni ófullgerðri í nóvem-
ber 1924. Þá voru liðin fimm ár frá
því að Puccini og librettistar hans,
Giuseppe Adami og Renato Simoni,
höfðu lagt íyrstu drög að óperu
byggðri á kínverska ævintýrinu eða
grímuleiknum um prinsessuna
grimmu Turandot. Textann byggðu
þeir Adami og Simoni á ítalskri út-
gáfu Carlos Gozzis á ævintýrinu, en
einnig á ítalskri þýðingu á gerð
Schillers af sömu sögu. Sá langi
tími sem leið frá því þeir félagar
hófu verkið og þar til Puccini lést
fór að miklu leyti í vandræðagang
með söguþráðinn, hverju ætti að
sleppa og hvað ætti að vera með, og
hvernig ætti að gera persónurnar
trúverðugar. I ársbyrjun 1921 voru
komin drög að tónlistinni í óperuna.
Puecini lagði áherslu á að hafa þar
eitthvað sem hljómaði kínverskt, og
fékk útgefanda sinn, Ricordi, í lið
með sér til að hafa uppi á kínversk-
um þjóðlögum sem hægt yrði að
nota í óperuna í einhverri mynd.
Þegar Puccini lést hafði hann lokið
við alla tónlist að dúett Turandot og
Kalaf í þriðja þætti óperunnar, en
að honum voru aðeins tO drög. Art-
uro Toscanini hljómsveitarstjóri
lagði það til að Franco Alfano yrði
fenginn til að ljúka óperunni. Það
varð úr, en þegar verkið var frum-
flutt tæpum tveimur árum síðar
undir stjórn Toscaninis í Scala í
Mílanó lét Toscanini samt staðar
numið eftir dauða Liu, þar sem
verki Puccinis lauk.
Sagan greinir frá prinsinum Ka-
laf sem er sonur Timurs konungs
sem Turandot prinsessa hefur
hrakið frá völdum. Timur hefur
verið hrakinn smáður og blindur á
flótta í fylgd ambáttar sinnar Liu,
en hún elskar Kalaf ofurheitt.
Turandot hefur heitið því að eng-
inn skuli fá hennar nema sá sem
geti svarað þremur gátum.
Mistakist það skuli viðkomandi
hálshöggvinn samstundis. Kalaf
prins er gengið inn á torgið þar
sem fólksfjöldinn er að fylgjast
með aftöku prinsins af Persíu, sem
tókst ekki að svara spurningum
Turandot. Hann sér prinsessunni
bregða fyrir, og verður svo frá sér
numinn af hrifningu að hann af-
ræður að reyna við spurningarnar.
Þegar Kalaf tekst að svara öllum
spurningum Turandot verður hún
óð af bræði og vill losna undan
samkomulaginu. Kalaf segir að
það geti hún aðeins, ef henni takist
að komast að nafni hans áður en
dagur rís. Turandot fyrirskipar að
enginn megi leggjast til svefns
fyrr en búið sé að komast að nafni
ókunna prinsins. Hún tekur Timur
og Liu til fanga, því þau sáust á
torginu í fylgd Kalafs, og lætur
pynta Liu til að freista þess að fá
hana til að segja deili á Kalaf. Liu
segir aðeins að það sé ástin sem
komi í veg fyrir að hún leysi frá
skjóðunni. Yfírbuguð af þjáningu
grípur hún til eggvopns og fyrirfer
sér. Þegar Liu er dáin skilur
Turandot loksins að Liu hefur
fremur kosið að deyja en að segja
til þess sem hún elskar. Kalaf seg-
ir Turandot deili á sér, faðmar
hana og játar henni ást sína, og óp-
erunni lýkur þar sem Turandot
syngur sigurglöð að hún hafí kom-
ist að því að nafn mannsins hafí
verið ást!
Það er ekki að undra hvað það
tók langan tíma að setja saman
textann að Turandot. Sagan er
meingölluð, og persónurnar afar
ósympatískar. Hvernig á til dæmis
að vera hægt að finna til með Ka-
laf? Hann horfír á föður sinn smáð-
an, vini sína myrta, og unga stúlku
fyrirfara sér hans vegna, allt vegna
grimmdar Turandot. Samt sem áð-
ur er hann svo blindaður af ást á
Turandot, sem hann þekkir ekkert
nema af grimmdarverkunum, að
hann gengur brosandi í blóðugan
faðm hennar, meðan síðasta fórnar-
lambinu, hinni trygglyndu Liu, er
enn að blæða út. Hvers vegna Liu
er svona blinduð af ást á Kalaf, sem
gerir nákvæmlega ekkert henni til
bjargar, er líka óskiljanlegt.
Puccini vonaði í lengstu lög að þeim
Adami og Simoni tækist að leysa
þessa annmarka á sögunni, en þeim
tókst það ekki. Þess vegna verða
þessar persónm- manni aldrei neitt
sérlega kærar, ólíkt persónum
Puccinis í öðrum óperum, eins og
La boh'eme og Toscu, sem kalla á
samúð hlustandans og hluttekn-
ingu.
Það sem óperan Turandot hefur
upp á að bjóða þrátt fyrir galla í
handriti er unaðsleg tónlist Puccin-
is. Það er komið langt fram á 20.
öld þegar verkið er samið, og hefð-
bundin gildi í tónlistinni í gerjun.
Þótt Puccini stæði fóstum fótum á
rótgróinni óperuhefð tókst honum
ákaflega vel að nýta sér nýjar hug-
myndir í tónlist sinni. Hvað tónmál-
ið varðar leyfði hann sér að víkja
langt frá hinu hefðbundna tónteg-
undakerfi með miklum og ex-
pressívum ómstríðum í þágu dram-
ans og t.d. samstiga hljómaferli í
fimmundum og níundum. Að formi
til hafði ópera Puccinis þróast langt
frá hefðbundnu formi söngless og
aríu. Tónvefur Puccinis er samfelld
órofa heild, þar sem hljómsveitin er
burðarás, en söngurinn sem sindr-
andi lýrískur þráður yfir safaríkri
orkestrasjóninni. I Turandot má
augljóslega heyra þau áhrif sem
tónlist Puccinis hafði á kvikmynda-
tónlist.
Hljómsveitin er burðarás verks-
ins, og það var ljóst strax í upphafi
að Rico Saccani hafði hvort
tveggja í hendi sér, verkið og
hljómsveitina. Hvílíkur leikur! Að-
stæðna vegna á maður því ekki að
venjast hér á landi að heyra í full-
skipaðri stórri hljómsveit í óperu-
flutningi. En hér var ljóst hvers
maður fer á mis að hafa ekki betri
aðstöðu til óperuflutnings. Sinfón-
íuhljómsveit íslands sýndi hér enn
hvers hún er megnug, og að hún er
fyrsta flokks hljómsveit. Það er
ekki á aðra hallað þótt hér séu til-
greindir sérstaklega tveir hljóð-
færahópar sem mikið mæddi á;
strengirnir, sem báru uppi hið
lýríska hljómaflæði tónlistarinnar,
og slagverksdeildin, sem stóð í
ströngu allan tímann við að laða
fram hinn kínverska andblæ með
kínverskum gjöllum og klukkum,
trommum og pákum. Túlkun
Saccanis var snörp og lifandi og
mjög dýnamísk, þar sem fíngerð-
ustu blæbrigði voru jafn vandlega
og fallega mótuð og krafmikill
hamagangurinn þegar mest gekk
á.
Sópransöngkonan Veronkia
Fekete söng titilhlutverkið og gerði
það feiknavel. Tær, hljómmikil og
dramatísk rödd hennar er sem
sniðin fyrir hlutverkið, og stóra arí-
an hennar, In questa reggia, þar
sem hún skýrir sögu sína, var stór-
kostlega sungin. Ef til vill hefði
engin íslensk söngkona ráðið við
þetta hlutverk með þeim glæsibrag
sem Fekete gerði, en þó hefði mátt
hugsa sér að minnsta kosti eina eða
tvær spreyta sig á því. Þorgeir
Andrésson tenór söng valdsmanns-
lega lítið hlutverk fóður Turandot
og gerði það ljómandi vel. Bassa-
söngvarinn Sergio F ontana var
daufur og litlaus í hlutverki Tim-
urs, fóður Kalafs, og tókst ekki að
vekja neina hluttekningu með per-
sónunni. Sópraninn Eszter Súmegi
söng hlutverk Liu. Hún söng prýði-
lega þótt rödd hennar væri allt of
þung og víbratómikil í þetta hlut-
verk. Liu er miklu fallegri sungin af
lýríski'i rödd en of dramatískri; of
dramatísk Liu missir líka marks
sem andstæða hinnar dramatísku
Turandot. Söngur Súmegi í aríunni
Signore aseolta reis hátt og var
mjög fallegur.
Þeir Gábor Németh baritón og
tenórarnir Ferencz Gerdesits og
István Rozsos voni í hlutverkum
hinna kostulegu embættismanna
LEIKLIST
Muniitaskólinn að
Laugarvatni
SVÖRT KÖMEDÍA
eftir Peter Shaffer í þýðingu Vigdis-
ar Finnbogadóttur. Leikstjóri Skúli
Gautason. Leikendur: Atli Arnþórs-
son, Kristrn Th. Þórarinsdóttir, Anna
Kr. Guðjónsdóttir, Rúnar Gunnars-
son, Jón Ólafur Ármannsson, Jó-
hanna F. Sæmundsdóttir, Siguijón
Njarðarson, Skúli Skúlason. Hvíslari:
Ragnheiður Reynisdóttir. Laugar-
dagurinn 6. marz.
ÞÆR eru ófáar uppfinningar
mannsins sem fólk tekur ekki eftir,
af því þær eru svo stór hluti daglegs
lífs. Það er ekki fyrr en þeirra nýtur
ekki lengur við að fólk áttar sig á
mikilvægi þeirra; það er orðið háð
þeim. Rafmagnið er alltaf, alls stað-
ar, í öllu. Ekkert er án þess og eng-
inn hugsar neitt um það; fyrr en
þess nýtur ekki lengur við. Þá fer
allt svo innilega úr skorðum að við-
Pings, Pangs og Pongs og voru
bæði kátlegir og illilegir í söng sín-
um. Samsöngur þeirra var ágætur,
en mest mæddi á Gábor Németh,
forsætisráðherranum Ping, sem
var fínn í sínum sólóum. Bergþór
Pálsson stóð sig líka með prýði í
litlu hlutverki hins illilega mandar-
íns.
Mestu vonbrigðin í sýningunni
voru Kalaf, sem sunginn var af
Daniel Munos. Eitt er að vera
dramatískur tenór og annað að
syngja svo forserað og þvingað, að
það bitnar á allri intónasjón og til-
finningu fyrir laglínunni. Því miður
söng Munos ekki alltaf hreint í inn-
komum sínum vegna þungs og for-
seraðs víbratós, og of oft vantaði
tilfinningu fyrir hendingum og
framvindu í söng hans vegna kraft-
anna í raddbeitingunni. Eflaust er
hluti skýringarinnar sú að Laugar-
dalshöll er langt frá því að vera
boðlegt hús fyrir óperuflutning, og
eins og að syngja út í tómið að opna
munninn þar. Söngvararnir voru
hins vegar magnaðir upp. Það
líkingin, eins og fiskur á þurru
landi“ verður úrdráttur af grófari
gerðinni. Ef hægt væri að fylgjast
með fólki í rafmagnsleysi utan frá
yi'ði það hin bezta skemmtan.
Það er gert í leikriti Menntaskól-
ans að Laugarvatni, Svartri kómed-
íu, eftir Peter Shaffer. Rafmagnið
fer af húsi einu, kvöldið sem sérvit-
ur milljónamæringur ætlar að koma
í heimsókn til óuppgötvaðs lista-
manns til að skoða skúlptúra hans.
Væntanlegum tengdaföðui- lista-
mannsins er líka boðið; þetta kvöld
hefur alla möguleika á að verða
mikilvægasta kvöld listamannsins
unga. Þessi flétta býður upp á
margt, svona ein og „óstudd", án
þess að rafmagnið færi af, sá sem á
að koma kæmi ekki, sá sem alls ekki
má koma kæmi og ýmsir óvæntir
gestir kæmu.
Þar sem leikurinn gerðist í
myrkri má segja að sviðsmyndin
hafi verið nokkurs konar negatíva,
því sviðið var að sjálfsögðu ekki
myrkvað. Leikendur urðu því að
láta sem albjört sviðsmyndin væri
ráðslag hlýtur að hafa verið nauð-
synlegt, en tókst ekki alveg sem
skyldi, því stundum brá við að mað-
ur heyrði úr söngvara bæði að ofan
úr hátalara og frá sviðinu. Þetta
átti sérstaklega við um þau Munos
og Veroniku Fekete.
Kórarnir þrír sem Garðar Cortes
æfði fyrir sýninguna voru í einu
orði sagt frábærir. Strax í fyrsta
þættinum, þar sem kórinn er í hlut-
verki blóðþyrsts múgsins sem vill
sjá prinsinn af Persíu hálshöggvinn
í mögnuðu atriði, söng Kór Is-
lensku ópenmnar hreint afburða-
vel. Barnakórinn, _sem tók við með
kínverskt stef í LÁ, sui monti, söng
líka listilega. Kórarnir áttu sannar-
lega sinn þátt í að gera sýninguna
svo góða sem hún varð.
Þessi hálf-sviðsetning á
Turandot tókst að mestu vel. Til-
færingar á kórnum voru vel leystar
með hliðarpöllum, þannig að kórinn
hafði nokkurt svigrúm til að hreyfa
sig. Einsöngvararnir voru eiginlega
erfíðari en kórinn þótt undarlegt
megi virðast. Liu og Timur voru
hálfvandræðaleg þar sem þau
hímdu óvirk megnið af veru sinni á
sviðinu, meðan meira var gert úr
hinum kómísku Ping, Pang, og
Pong. Innkoma Turandot bakatil á
sviðinu var glæsileg. Sviðsmyndin
var minimalísk en táknræn, tveir
hlutir, gong og hásæti. Lýsingin
vai' falleg, rauð og blá ljós voru not-
uð til að skapa hlýja og kalda
stemmningu á víxl og myndir í bak-
sviðinu voru látlausar en smekkleg-
ar. Búningar voru afspyrnu sund-
urleitir. Turandot var í hefðbundn-
um Turandot-búningi með sams-
konar höfuðbúnað og virðist vera
orðinn klassískur í þessu hlutverki.
Heldur er búningurinn þó þung-
lamalegur og óklæðilegur og ótrú-
lega ófrumlegur. Aðrir búningar
einsöngvara voru þó fremur óásjá-
legir fyrir utan búninga íslensku
söngvaranna sem voru úr allt öðr-
um handraða, skærlitir og glæsileg-
ir. Kórinn var svo í kuflum í
pastelsjetteringum og börnin í hvít-
um kuflum, og hvort tveggja ó-
múgslegt.
Það er óskiljanlegt með öllu
hvers vegna ekki voru fengnir fleiri
íslenskir söngvarar til að syngja í
uppfærslunni, sérstaklega í ljósi
þess að erlendu söngvararnir voru
sumir hverjir ekkert sérstakir og
jafnvel alls ekki nógu góðir eins og
aðalkarlsöngvarinn. I heildina verð-
ur að segja að þetta hafi verið góð
Turandot. Þar er fyrst og fremst að
þakka Sinfóníuhljómsveitinni, kór-
unum og Veroniku Fekete í hlut-
verki Turandot. Fyrst og síðast er
það þó hljómsveitarstjórinn Rico
Saccani sem á heiðurinn af vel
heppnaðri músíkupplifun í Laugar-
dalshöll á laugardaginn.
kolsvört íbúð listamannsins. Það
var engu líkara en sumir sæju betur
í myrkrinu en aðrir, og líka að
myrkrið sé hljóðdreifandi; það var
eins og persónurnar áttuðu sig eng-
an veginn á hvaðan hljóðið kom eða
hvar mælandinn var staddur í hvert
skipti. Nokkrir ofléku í „myrkrinu"
meðan aðrir voru sér því sem næst
ómeðvitandi um það. En svo ég
grípi nú til hins geðþekka tölfræði-
hugtaks, meðaltalsins, þá tókst leik-
endum nokkuð vel upp í skollaleikn-
um, að meðaltali.
Aðeins bar á textaóvissu - þ.e. að
leikendur voru ekki alveg klárir á
textanum. Það kom reyndar svolítið
vel út, ef litið var á þagnirnar sem
áherzluauka, en öllu má nú ofgera.
Það leiddi til þess að sýningin varð
á köflum ögn höktandi. Höktandi
leikrit geta kallast kómedíur, en
aldrei verið kómedíur.
Þetta er eitthvað sem á að vera
hægt, verður að vera hægt, að slípa
af áður en Suðurlandsflakk sýning-
arinnar hefst.
Heimir Viðarsson
Bergþóra Jónsdóttir.
Það sem ekki sést
?
i