Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýjar reglur, kristnihátíðir og hjálparstarf rædd á prófastafundi
*
Ahersla á safnaðarupp-
byggingu í vísitasíum
PRÓFASTAR tóku vel þeirri hug-
mynd biskups að breyta fyrirkomu-
lagi vísitasíuferða á þann veg að með
þeim verði ekki síður hugað að safn-
aðaruppbyggingu og innra starfí
kirkjunnar en eignum hennar. Segir
sr. Þoi*valdur Karl Helgason bisk-
upsritari að þetta þyki áhugaverð og
metnaðarfull hugmynd.
Ráðgert er að fyrsta vísitasían með
þessu sniði verði í Múlaprófastsdæmi
á Austurlandi. Segii’ biskupsritai’i
hugmyndina að hefja undirbúning í
vor, að þá verði gerð úttekt á starfi
kirkjunnar í prófastsdæminu og að í
vísitasíu biskups verði starfíð rætt og
hugað að sóknarfærum. Með þessu sé
verið að leggja meii’i áherslu á að
kirkjan hugi markvisst að safnaðar-
uppbyggingu.
Prófastafundi lauk fyrir helgi og
skiptust biskup og prófastar á upp-
lýsingum um störf sín og fjallað var
um ýmsar nýjar starfsreglur kirkj-
unnar. Þá kynnti Ragnhildur Bene-
diktsdóttii-, skrifstofustjóri biskups-
stofu, nýjar reglur um útfai-arþjón-
ustu. Fram kom að erfitt gæti reynst
hjá fámennum sóknum á landsbyggð-
inni að koma á þeirri skipan sem sam-
keppnislög gera ráð íyrir, að rekstur
kirkjugarða og útfararþjónusta skuli
vera aðskilin eins og úrskm’ðh’ og
dómar hafa kveðið á um. Biskupsrit-
ari segir þetta eitt dæmið um mjög
ólíka stai’fsaðstöðu einstakra pró-
fastsdæma; Reykjavíkm-prófasts-
dæmin telji tugþúsundir sóknarbarna
en sum prófastsdæmin á landsbyggð-
inni séu álíka fjöimenn og stór sókn á
höfuðborgarsvæðinu.
Þá var á prófastafundinum rætt
um hjálparstarf og kristniboð og
kynntu Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kh-kj-
unnai', og Anna Ólafsdóttir fræðslu-
fulltrúi stefnu og starf Hjálpar-
starfsins.
Morgunblaðið/Kristinn
FUNDUR prófasta með biskupi og vígslubiskupum stóð í Reykjavík í
sísðustu viku. Fremst má sjá Karl Sigurbjörnsson biskup, þá vígslu-
biskupana sr. Sigurð Guðmundsson og sr. Sigurð Sigurðarson og
fjærst er sr. Hannes Blandon prófastur.
Obyggðanefnd tilkynnir hvaða iandsvæði hún tekur fyrst til meðferðar
Uppsveitir Arnessýslu
urðu fyrir valinu
Morgunblaðið/RAX
KRISTJAN Torfason, formaður og framkvæmdastjóri óbyggða-
nefndar, tilkynnti að uppsveitir Árnessýslu yrðu fyrst teknar til
meðferðar af nefndinni. Frá vinstri: Þorgeir Orlygsson, prófessor og
varamaður nefndarinnar, Kristján Torfason, Allan V. Magnússon,
héraðsdómari og nefndarmaður, Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur og
starfsmaður nefndarinnar, og Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður
og nefndarmaður.
KRISTJÁN Torfason, formaður og
framkvæmdastjóri óbyggðanefndar,
tilkynnti á blaðammafundi að fyrsta
landsvæðið, sem nefndin tæki til með-
ferðar væri uppsveitir Ái’nessýslu.
Nefndin mun kanna og skera úr um
hvaða land telst til þjóðlendna og
hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
Þá mun hún skera úr um mörk þess
hluta þjóðlendu sem nýttur er sem af-
réttur og að lokum úrskurða um eign-
arréttindi innan þjóðlendu.
Tilkynningin birtist í Lögbirtinga-
blaðinu, en í henni er skorað á þá
sem telja til eignarréttinda yfir land-
inu eða annaira réttinda á svæðinu
að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggða-
nefnd innan þriggja mánaða frá því
málið var tilkynnt í Lögbirtingablað-
inu.
Þjóðlendulögin tóku gildi 1. júlí í
fyrra en þau voru sett til að leysa úr
óvissu um eignarhald á hálendis-
svæðum, en hugtakið þjóðlenda tek-
ur til landsvæða sem oft hafa verið
nefnd hálendi utan eignarlanda,
óbyggðir, afréttir og almenningar.
Hlutverk nefndarinnar, sem skipuð
vai' af forsætisráðherra í september
á síðasta ári, verður því að leysa úr
þeim álitaefnum sem varða eignar-
og afnotarétt utan eignarlanda.
Nefndina skipa þeir Kristján Torfa-
son, Allan V. Magnússon héraðs-
dómari og Karl Axelsson hæstarétt-
arlögmaður, einnig voru skipaðir
þrír varamenn. Gert er ráð fyrir að
nefndin ljúki störfum fyrir árið 2007.
Þótt þjóðlendur séu eign ríkisins
geta aðrir átt þar takmörkuð eignar-
réttindi. Kristján sagði að engin leið
væri að gera sér grein fyrir hversu
mörg álitaefnin yrðu en taldi víst að
mörg Ijón yrðu í vegi nefndarinnar.
Til að mynda geta þeii' sem hafa nýtt
land innan þjóðlendna sem afrétt
fyrir búfé eða haft þar önnur hefð-
bundin not sem afréttareign haldið
þeim rétti, það sama gildh' um önnur
réttindi sem málsaðilai' geta fært
sönnur á að þeir eigi.
Kristján sagði að ákveðið hefði
verið að taka til meðferðar uppsveit-
ir Árnessýslu vegna þess að búið
væri að afla mikilla gagna um þær í
tilraunavinnu sem unnin var af
nefndinni.
Austurmörk svæðisins, sem tekið
er til meðferðar nú, eru Þjórsá. Vest-
urmörkin eru sýslumörk Ámes- og
Borgarfjarðarsýslu og vestur- og
suðurmörk Þingvallalands. Norður-
mörkin eru suðui-mörk Hofsjökuls
og Langjökuls og á milli jöklanna
mörk milli afréttar Biskupstungna-
hrepps í Árnessýslu og Auðkúluheið-
ar í Húnavatnssýslu. Suðm’mörkin
mai'kast af jörðum í Þingvallahreppi,
Grímsneshreppi, Laugardalshreppi,
Biskupstungnahreppi, Hrunamanna-
hreppi og Gnúpverjahreppi. Afrétth'
á svæðinu eru afréttir ofangreindra
hreppa auk afréttar Flóa- og Skeiða-
manna.
Bæjarráð
Grindavíkur
Ottast að
löggæsla
muni
minnka
BÆJARRÁÐ Grindavíkur ótt-
ast að löggæsla í bænum muni
minnka og að öryggisþjónusta
verði óviðunandi m.a. vegna
lengri viðbragðstíma lögregl-
unnar í Keflavík ef til útkalls
kemur utan vakttíma, vegna
skipulagsbreytinga sýslu-
mannsins í Keflavík þess efnis
að færa bakvaktirnar af hendi
Grindavíkurlögreglunnar til
Keflavíkurlögreglunnar.
Bæjarráðið fundaði með
dómsmálaráðherra og sýslu-
manni vegna skipulagsbreyt-
inganna og fór fram á að fallið
yi'ði frá breytingunum og
bauðst til að greiða kostnað
vegna vaktanna, sem nemur
alls 1280 þúsund krónum á ári,
á meðan viðunandi lausn feng-
ist. Öllum óskum bæjarráðsins
var hafnað að því er kemur
fram í ályktun bæjarráðsins.
Bæjarráðið harmar niður-
stöðuna og telur hana óviðun-
andi og skorar á sýslumanninn í
Keflavík að falla frá skipulags-
breytingunum og tryggt verði
að öryggi borgaranna skerðist
ekki.
Hæstiréttur um mál gegn útgerðarmanni og forsvarsmönnum Reiknistofu fískmarkaða
Vísað frá vegna galla
á málatilbúnaði
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá
máli ákæruvaldsins á hendur fjór-
um mönnum, þremur fyrirsvars-
mönnum Reiknistofu fískmarkaða
og framkvæmdastjóra útgerðarfé-
lagsins Hlera í Sandgerði.
Mennirnir voru ákærðir fyrir brot
á lögum um bókhald, Iögum um
skiptaverðmæti og greiðslumiðlun
innan sjávarútvegsins; fyrir fjársvik
í viðskiptum með aflamark og útgáfu
rangra reikninga þar sem verð afla-
marks var dregið frá raunverulegu
söluverðmæti afla. Hæstiréttur vís-
aði málinu frá Héraðsdómi vegna
galla á málatilbúnaði ákæruvaldsins.
Þremenningunum, sem tengjast
Reiknistofu fískmarkaða, var gefið
að sök að hafa í viðskiptum við Ut-
gerðarfélagið Hlera hf. í mars 1996,
fjármagnað 10 tonna aflamark
slægðs þorsks fyrir útgerðarfélagið,
sem flutt var með tilkynningu til
Fiskistofu, á skip útgerðarfélagsins,
Guðbjörgu GK-517, en látið undir
höfuð leggjast að færa bókhaldsat-
riði viðskiptanna í bókhald fyrir-
tækisins.
Einnig að hafa við sölu á ofan-
töldum 10 tonnum af slægðum
þorski úr Guðbjörgu GK-517, gefið
út og bókfært hjá Reiknistofu fisk-
markaða hf., þrjá ranga afreikninga
til Útgerðarfélagsins Hlera hf., þar
sem verðmæti aflamarks var dregið
frá raunverulegu söluverði. Raun-
verulegt söluverð var 76-94,49 krón-
ur á kíló en í reikningunum var það
tilgreint sem 19,29-21 króna á hvert
kíló og vantaði því 75,20-76 krónur á
að verð hvers kílós væri réttilega
fært, að því er fram kemur í ákæru.
Framkvæmdastjóra Útgerðarfé-
lagsins var gefið að sök að hafa látið
undir höfuð leggjast að færa bók-
haldsatriði viðskiptanna um ofan-
greint aflamark í bókhald útgerðar-
félagsins og hafa notað fyrrgreinda
ranga afreikninga, þar sem kostn-
aður við öflun aflamarks var dreg-
inn frá heildarverðmæti afla, við
uppgjör á greiðslum gjalds í
greiðslumiðlunarsjóð til Fiskveiða-
sjóðs, aflagjalds til Sandgerðishafn-
ar og aflahlutar tveggja skipverja
Guðbjargar GK-517. Um leið hafi
verið leynt heildarverðmæti afla
Guðbjargar, sem greiðslur til þess-
ara aðila hefðu átt að byggjast á, og
þeii' því hlunnfarnir um samtals 227
þúsund krónur.
Hæstiréttur vísaði
frá Héraðsdómi
í Héraðsdómi Reykjaness voru
fjórmenningarnir sakfelldir; fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins og
einn starfsmanna Reiknistofu fisk-
markaða voru dæmdir til að greiða
500 þús. kr. í sekt hvor en tveir for-
svarsmanna Reiknistofunnar
dæmdir til greiðslu 1 milljónar
króna sektar hvor. Þá voru menn-
irnir dæmdir til greiðslu málsvarn-
arlauna og sakarkostnaðar.
Með dómi Hæstaréttar var þessi
dómur ómerktur og málinu vísað
frá Héraðsdómi en málsvarnarlaun
og sakarkostnaður felldur á ríkis-
sjóð. I _ niðurstöðum Hæstaréttar
segir: „í I. kafla ákæru er ákærðu
öllum gefið að sök að hafa „látið
undir höfuð leggjast að færa bók-
haldsatriði viðskiptanna" í bókhaldi
ofangreindra tveggja hlutafélaga. I
II. kafla eru ákærðu [forsvarsmenn
Reiknistofu fiskmai'kaða] ákærðir
fyrir útgáfu þriggja rangra afreikn-
inga, eins og þar er nánar lýst.
Hvorugt þessara ákæruatriða er
þannig fram sett að skírskotað sé til
þess lagagrundvallar, sem ákæru-
valdið byggir á í málflutningi sínum,
og verður þetta ekki ráðið af verkn-
aðarlýsingum. Þannig sést til dæm-
is ekki, þegar I. kafli ákæru er les-
inn sjálfstætt, hver sé grundvöllur
þess að bókhald verði ekki talið
réttilega fært. Skortir þar með
verulega á skilgreiningu þess bók;
haldsbrots, sem ákært er fyrir. I
ákærunni er og ekki getið stöðu
ákærðu [...] hvers um sig hjá
Reiknistofu fiskmarkaða hf. með til-
liti til refsiábyrgðar á þeirri hátt-
semi, sem ákært er fyrir, og fram-
kvæmd var í nafni hlutafélagsins.
Ofangi’eind framsetning ákæi*u-
atriða fullnægir ekki áskilnaði c-lið-
ar 1. mgi’. 116. gr. laga nr. 19/1991
um meðferð opinberra mála. Þótt
III. kafli ákærunnar sé ekki háður
sömu annmörkum og hinir tveir,
eru þeir allir svo tengdir innbyi'ðis,
að ekki þykir rétt að dæma um
hann einan og sér. Er því óhjá-
kvæmilegt að ómerkja hinn áfrýj-
aða dóm og vísa ákærunni í heild frá
héraðsdómi," segir í dómi Hæsta-
réttar, sem hæstaréttardómararnir
Pétur Ki'. Hafstein, Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hjörtur Torfason og Hrafn Braga-
son kváðu upp.
Sækjandi málsins var Sigríður
Jósepsdóttir saksóknari en verjend-
ur Ki-istján Stefánsson hrl. og Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson hrl.