Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Um Bill og
Monicu
„Það er augljóslega eitthvert ósamrœmi
í því kvernig Starr og fjölmiðlar kynntu
Monicu fyrir heiminum ogþeirri stúlku
sem sagði sögu sína í viðtölunum
í síðustu viku. “
eisn er orð sem leik-
ur mönnum mjög á
vörum í umræðum
um mál þeirra Bill
Cintons og Monicu
Lewinskys. Þeir sem hafa aðal-
lega líkamlegan áhuga á þessari
nútímalegu tragíkómedíu töluðu
nú síðast um að framkoma Mon-
icu í sjónvarpsviðtölunum í síð-
ustu viku hefði orkað á þá eins
og „sjónrænt reisnarlyfÞau
orð segja þó sennilega meira um
líkamlegt ástand þeirra sem
settu þau á blað en Monicu. Sjálf
kom hún fram af töluverðri
reisn í viðtalinu hjá Jon Snow á
Channel 4, sem undirritaður sá,
og sagt er að hún hafi leikið á
als oddi í við-
VIÐHORF talinu við Bar-
------ böru Walters á
Eftir Þröst ABC.
Helgason ímyndarsér-
fræðingar
höfðu greinilega farið höndum
um hana. Sú Monica sem við sá-
um á skjánum nú var ekki hið
harðsvíraða og dálítið dularfulla
tálkvenndi sem beitti öllum
ti'ikkum bókarinnar á veiklynd-
an forsetann, heldur sakleysis-
leg og hlý ung kona sem taldi að
hún hefði í raun og veru unnið
hjarta hans. Klæðaburður henn-
ar og hárgreiðsla í viðtalinu við
Snow minntu raunar helst á
syrgjandi ekkju en öll svör og
viðbrögð voru tiltölulega fum-
laus, ákveðin og skýr, burt séð
frá því að stöku sinnum brá fyrir
ungæðislegum taugaveiklunar-
hlátri og mæðulegum andvörp-
um - sem þó var ómögulegt að
segja til um hvort voru raun-
veruleg eða fólsk. Sumum þótti
raunar Monica eiga í erfiðleik-
um með að leyna ánægju sinni
og stolti yfir því að hafa dregið
valdamesta mann heims á tálar.
En hvað um það. Flestir eru
að minnsta kosti sammála um að
Bill hafi að nokkru glatað reisn
sinni - í metafórískum skilningi
vel að merkja - við að þurfa að
opinbera einkalíf sitt íýrh' gjör-
vallri heimsbyggðinni við svo
annarlegar kringumstæður.
Sögur ganga um að hjónaband
hans sé ekki nema orðið eitt og
verði slitið um leið og hann losn-
ar úr embætti forseta. Sjálfur
hefur hann látið á sjá, andlitið
rúnurn rist af þreytu og áhyggj-
um og undrast sjálfsagt fáir yfir
því. Fleiri furða sig sennilega á
að þessi maður skuli enn geta
haldið andlitinu svona sæmilega
undir stöðugu áreiti fjölmiðla.
Við getum rétt ímyndað okk-
ur að það á eftir að skrifa ein-
hver reiðinnar býsn af texta um
þetta mál sem sennilega verður
það sem Clintons verður helst
minnst fyrir, rétt eins og ferill
Nixons hefur verið smættaður
ofan í Watergate-hneykslið og
ferill Kennedys ofan í morðið í
Austin. Það sem menn eiga
sjálfsagt eftir að velta töluvert
fyrir sér er þáttur fjölmiðla í
framvindu málsins og svo fram-
ganga Kenneth Starrs, sérlegs
saksóknara í því.
Séð úr fjarlægð virðast þessir
tveir aðilar raunar hafa nærst
töluvert á hvor öðrum, þó að að-
alrétturinn hafi auðvitað verið
turtildúfurnar fyi-rverandi.
Sjónvarpsútsending frá yfir-
heyrslu Starrs á Clinton 21.
september síðastliðinn átti
vissulega að þjóna málstað sak-
sóknarans en ef eitthvað var
hafði hún þveröfug áhrif. Fárið
sem greip um sig í fjölmiðla-
heiminum, einkum þó á sjón-
varpsstöðvunum, vegna sýning-
ar yfirheyrslunnai' lýstu barns-
legi'i gleði yfir að geta sýnt for-
seta Bandaríkjanna í annarlegri
og niðurlægjandi stöðu - þetta
hlyti að vera efni sem seldi.
Áhorf varð hins vegar minna en
búist var við.
I nýútkominni bók Andrew
Mortons um Monicu kemur og
fram að Starr stóð ekki við lof-
orð sem hann gaf Monicu um að
halda því leyndu fyrir fjölmiðl-
um sem á milli þeirra fór á við-
kvæmum fundi þar sem hún
sagði frá sambandi sínu við for-
setann í smáatriðum. Þegar
Monica kom heim af fundinum
voru fréttir um það á öllum sjón-
varpsstöðvum að hún hefði við-
urkennt að hafa átt kynferðis-
legt samband við forsetann.
Einnig kemur fram í bókinni að
Starr fór fram á það við Monicu
að hann fengi að taka upp á
myndband vitnisburð hennar
um það „hvemig, hvenær, hvar
og hvers vegna hún hefði haft
munnmök við forsetann" og um
önnur smáatriði. Starr hefur
vafalaust ekki aðeins ætlað
þessa upptöku til einkanota en
lögfræðingar Monicu komu í veg
fyrir að hún ætti sér stað. Rétt-
ast væri auðvitað að saksóknar-
inn fengi að kenna á eigin að-
ferðum en hann virðist hafa
komið í veg fyi'ir það að Monica
geti í smáatriðum greint frá því í
sjónvarpi hvernig Stan' og
menn hans meðhöndluðu hana.
Hún upplýsti þó í viðtalinu við
Snow að hún hafi hugleitt að
svipta sig lífi með því að stökkva
út um glugga á herbergi númer
1012 á Ritz-Carlton hótelinu í
Pentagon City þar sem Starr yf-
irheyrði hana í nokkra klukku-
tíma og hótaði henni með 27 ára
fangelsi fyrir að fremja mein-
særi, að hindra framgang rétt-
vísinnar, að hvetja til meinsæris,
að múta vitnum og auðvitað fyr-
ir samsæri.
Það er augljóslega eitthvert
ósamræmi í því hvernig Starr
og fjölmiðlar kynntu Monicu
fyrir heiminum og þeirri stúlku
sem sagði sögu sína í viðtölun-
um í síðustu viku. Það þarf
heldur ekki mikinn snilling til
að sjá að allur þessi málatilbún-
aður var að minnsta kosti öðr-
um þræði pólitísk aðför að for-
setanum, svívirðileg tilraun til
að steypa honum af valdastóli.
Bæði kona hans, Hillary, og
fyrrum hjákona virðast sann-
færðar um að öfgahægrimenn
hafi staðið á bak við þessa til-
raun. Spurningin sem eftir
stendur er kannski sú hvaða eða
hversu stóran þátt fjölmiðlar
áttu í henni. Urðu frétta- og
spennusjúkir fjölmiðlar ef til vill
uppvísir að því að láta nota sig?
Risið hefur kannski hvergi verið
lægra en á þeim þegar upp er
staðið?
UMRÆÐAN
U mskiptingarnir
í Sambandi
íslenskra
tryggingafélaga
NÝLEGA birti
Morgunblaðið frétt af
framsöguræðu Axels
Gíslasonar, formanns
Sambands íslenskra
tryggingafélaga, SIT, á
aðalfimdi samtakanna.
Þar gagnrýndi Axel
frumvarp um breyt-
ingu á skaðabótalögum
nr. 50/1993. Ekki átti
ég von á öðru úr þeim
herbúðum þegar loks
er að vænta réttarbóta
sem tryggja tjónþolum
fullar bætur. Það var
hins vegar föðurleg
umhyggja Axels íyrir
dómstólum sem kom
mér á óvart. Telur Axel að vísvit-
andi sé verið að stofna til ágrein-
Skaðabótalög
Því frumvarpi sem nú
liggur fyrir Alþingi til
afgreiðslu, segir Atli
Gíslason, er ætlað að
tryggja að skaðabóta-
lögin standist stjórnar-
skrá og leiðrétta annan
vanskapnað á þeim.
ings sem ekki verði leystur nema
fyrir dómstólum. Má ætla af frétt-
inni að Axel hafi þungar áhyggjur
af auknum málafjölda fyrir dóm-
stólum. Öðruvísi mér áður brá. Hér
talar nefnilega maður sem hefur,
sem einn af forvígismönnum SIT og
Vátryggingafélags Islands, efnt til
fleiri málaferla fyrir dómstólum en
tölu verður komið á, nema með ær-
inni fyrirhöfn. Það bíður betri tíma
að staðfesta það sem ég tel að sé ís-
landsmet í málaferlum, sem sett
hefur verið með mikl-
um tilkostnaði greidd-
um af almannafé sem
ríkið hefur lagt dóm-
stólum til.
Og hvernig hafa Ax-
el og félagar hans í
SIT unnið til þessa
vafasama heiðurs?
Fyrst er þá til að taka
að á árinu 1988 setti
SIT fram þá reglu að
skatthagræði skaða-
bóta skyldi nema sama
hlutfalli og stað-
greiðsluhlutfall af
launum. Skaðabætur
lækkuðu þar með um-
talsvert. Þessa reglu
tóku tryggingafélögin upp og
fylgdu henni eftir af þrautseigju og
létu sig ekki fyrr en Hæstiréttur
hafði margsinnis dæmt hana and-
stæða gildandi rétti. SIT tók sér
enn löggjafarvald á árinu 1991 með
setningu svonefndra verklags-
reglna þai' sem samtökin ákváðu
einhliða að 50.000 kr. yrðu greiddar
á hvert örorkustig að 15% varan-
legri örorku. Sem sé 750.000 kr.
fyrir 15% varanlega örorku fyrir
bótaskylt slys. Hér var um að ræða
skerðingu skaðabóta sem gat skipt
milljónum króna í hverju tilviki.
Fór nú í hönd slík hrina dómsmála í
skaðabótamálum að elstu lögmenn
muna ekki aðra eins. Skemmst er
frá því að segja að Hæstiréttur
hafnaði þessum verklagsreglum í
einu og öllu. Stóð ekki steinn yfir
steini í „löggjafarstarfi“ SIT þegar
upp var staðið. Engu að síður tókst
tryggingafélögunum að skerða
skaðabætur til fjölmargra einstak-
linga mjög verulega.
Síðasta atlagan að rétti tjónþola
til fullra bóta var sýnu alvarlegust.
SÍT hafði fi-umkvæði að því við
dómsmálaráðherra að samið yrði
frumvarp að skaðabótalögum, sem
varð að lögum meðal annars eftir
að rangir útreikningar voru lagðir
Atli
Gíslason
fyrir allsherjarnefnd Alþingis sem
sýndu að frumvarpið tryggði hærri
bætur en áður gildandi réttur. Því
fór fjarri. Lögin skertu bætur til
meginþorra tjónþola svo um mun-
aði. Efnisreglur laganna voru að
öðru leyti vafasamar svo ekki sé
dýpra í árinni tekið. Við tók ný
bylgja dómsmála. Einstrengingsleg
lagatúlkun og framkvæmd vátrygg-
ingafélags Axels Gíslasonar, sem
meira að segja hefur neitað þeim
tjónþolum um bætur sem vilja gera
fyrirvara við uppgjör, hefur gert illt
ven-a. Dómar sem gengið hafa á
grundvelli laganna eru einn sam-
felldur áfellisdómur yfir þeim. I of-
análag telur Hæstiréttur lögin
bijóta í bága við stjórnarskrána í
veigamiklum atriðum.
Því frumvarpi sem nú liggur fyrir
Alþingi til afgi'eiðslu er ætlað að
tryggja að skaðabótalögin standist
stjórnarskrá og leiðrétta annan
vanskapnað á þeim. Þá stígur Axel
Gíslason fram á völlinn og lýsir því
yfir að frumvarpið uppfylli ekki þær
kröfur sem gera verði til laga um
skaðabótarétt og lætur sér annt um
dómstóla. Hann snýst aukin heldur
gegn stuðlum, reiknh'eglum og frá-
viksheimildum sem einkenna óska-
lögin hans frá árinu 1993 og vill
skýrar skaðabótareglur sem gefi
ekki stöðugt tilefni til ágreinings.
Áhyggjur Axels era yfirskin. Frum-
varpið er einkar vandlega unnið af
Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi
hæstaréttardómara, og af Gesti
Jónssyni hæstaréttarlögmanni, sem
hafa yfirgripsmikla þekkingu á
skaðabótarétti og hafa við samn-
ingu frumvarpsins leitað í smiðju
hjá helstu sérfræðingum á sviði
tryggingamála. Frumvai'pshöfund-
ar sníða helstu ambögur af lögunum
fi-á 1993 og styðjast þar meðal ann-
ars við fjölda dóma Hæstaréttar.
Axel Gíslason er einfaldlega á móti
því að réttarbæturnar nái fram að
ganga, að tjónþolum séu tryggðar
fullar bætur.
Það ríkti friður um skaðabótarétt
áður en Axel og félagar tóku ein-
hliða til við að umbylta gildandi
rétti og það mundi í sjálfu sér vera
fengur að því að snúa til eldri
reglna sem byggðust á áratuga
dómvenju. Fyrir árið 1990 var afar
sjaldgæft að deilt væri um útreikn-
ing bóta. Menn tókust á um sök og
dómsmál voru tiltölulega fá. A
þessum áratug skipta dómsmálin
hundruðum. Mál er að linni. Vænti
ég þess að Alþingi beri gæfu til að
samþykkja frumvarpið.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hvalurinn - verður hann
örlagavaldur okkar?
NU ÞEGAR um-
ræður um hvalveiðar
hafa náð því hámarki
sem nú er og tal um að
hefja veiðar á ný vil ég
benda á grein Hjör-
leifs Guttormssonar
sem birtist í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu.
Greinin er mjög at-
hyglisverð og dregur
upp skýra mynd af því
sem getur gerst ef við
stígum svo örlagaríkt
spor að hefja veiðar á
ný. íslendingar ættu
að lesa vel þessa grein
og gera sér grein fyrir
þeirri áhættu sem yrði
samfara veiðunum.
Ég var í Bandaríkjunum á þeim
tíma þegar hvalveiðiumræðan kom
upp í byrjun síðasta áratugar. Þá
var talað um meðal almennings að
ef Islendingar láta til skarar
skríða og hefja hvalveiðar muni
fólk sniðganga íslenskar vörur og
íslenskan fisk í matvöruverslun-
um. Kvenfólk var framarlega í
hópi þeirra sem vildu banna hval-
veiðar en kvenfólk ræður mestu
um kaup á matvælum til sinna fjöl-
Pétur
Björnsson
skyldna í þjóðfélagi
Bandaríkjanna. Við
skulum athuga vel að
sá aðili sem sniðgeng-
ur íslenskar vörur er
almenningur en ekki
ríkisstjórnir eða póli-
tíkusar. Til allrar
hamingju var hætt-
unni afstýrt á Alþingi í
þetta skiptið og Is-
lendingar hættu við
hvalveiðar. Samt sem
áður er ennþá fólk
sem býr lengra inni í
Bandaríkjunum sem
ekki kaupir íslenskt
vegna þess að það er
„eitthvað ljótt“ við ís-
lenskt. Þetta fólkýékk ekki skila-
boðin rétt um að Islendingar færu
ekki í hvalveiðar. Ennþá er stór
matvælahringur í Bandaríkjunum
sem ekki hefur íslenskt hráefni á
boðstólum. Fólk í löndum Evrópu
hefur látið í sér heyra og hótar því
að sniðganga íslenskar vörur ef við
hefjum hvalveiðar. Hvar erum við
Islendingar þá staddir? Ef til þess
kæmi að við færum að veiða hval,
þá gætum við ekki selt hann úr
landi. Það er engin þjóð sem kaup-
Hvalveiðar
Skaðinn sem hvalveiðar
mundu valda okkur
Islendingum yrði mik-
ill, segir Pétur Björn-
son, og sá skaði gæti
komið niður á okkur
í framtíðinni.
ir. Jafnvel Japanir hafa lýst því yf-
ir að þeir muni ekki kaupa hval en
þeir stunduðu veiðar áður fyrr.
Skaðinn sem hvalveiðar mundu
valda okkur Islendingum yrði mik-
ill og gæti komið niður á okkur í
framtíðinni. Hvalveiðar eru á móti
vilja almennings í menningarlönd-
unum í kringum okkur. Það besta
fyrir okkur Islendinga er að fylgja
vilja fólksins í viðskiptalöndum
okkar, og viðhalda velmegun og
fjárhagslegu öryggi íslensku þjóð-
arinnar.
Höfundur er stjórnarformaður
vmifells.