Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 43'
Sveinbjörg
Þóra Jóhanns-
dóttir var fædd á
Norðfírði 4. febrú-
ar 1915. Hún and-
aðist á Hrafnistu,
Reykjavík 1. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhann Svein-
björnsson, sjómað-
ur, f. 12. aprfl 1891,
í Mjóafírði, d. 9.
aprfl 1972, og kona
hans Guðrún Svein-
björnsdóttir, f. 17.
desember 1895 á Norðfírði d.
3. október 1930. Systkini
Sveinbjargar voru: Guðjón, f.
20. júní 1917, d. 26. maí 1951.
Sveinbjörn, f. 21. júní 1921, og
Anna, f. 28. desember 1926, d.
8. febrúar 1998.
Hinn 26. desember 1937 gift-
ist Sveinbjörg Ottó Guðmunds-
syni, útgerðarmanni á Fá-
skrúðsfirði, f. 31. október 1908,
d. 26. júlí 1997. Börn þeirra
eru: 1) Guðni, f. 30. september
1935, eiginkona hans er Jó-
Elsku amma. Mig langar að
kveðja þig með fáeinum orðum, nú
þegar þú ert í'arin í ferðina löngu
og vist þinni hérna lokið.
Minningar leita á huga minn,
þegar ég sem bam dvaldi á sumrin
hjá ykkur afa í Skálholti á Fá-
skrúðsfírði. Ferðirnar okkar í
berjamó, í fjömrnar til að tína
steina og skeljar og niður á
bryggju til að taka á móti afa, þeg-
ar hann kom að landi á bátnum sín-
um, era mér ofarlega í huga. Það
var alltaf gott að vera hjá ykkur,
þú bakaðir besta rágbrauðið í
heimi og bjóst til besta kakóið. Ég
man þegai’ við Bjarni og Kolbrún
heimsóttum ykkur afa síðasta sum-
arið sem þið vorað fyrir austan og
við fórum í bíltúr um staðinn og
rifjuðum upp gamlar minningar.
Ég man líka eftir öllum söngvunum
og bænunum sem þú kenndir mér.
Þessi litla bæn minnir mig alltaf á
þig-
Vertu jfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
Sænginni yfír minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku amma, það var erfitt fyrir
þig að sjá á eftir afa þegar hann
kvaddi þetta líf í júií 1997, en nú
ert þú komin til hans á ný. Ég,
systkini mín og mamma okkar
þökkum fyrir stundirnar sem við
áttum með þér. Góður Guð geymi
þig og varðveiti. Minningin um þig
mun lifa meðal okkar.
Jóna Björg Björgvinsdóttir.
Elsku amma mín. Mig langar til
að kveðja þig með fáeinum orðum.
Þegar ég sest niður og hugsa ti
baka rifjast upp allar þær góðu
stundir sem við áttum saman. Það
sem einkenndi þig var mikil gleði
og endalaus þolinmæði og krakkar
hændust mikið að þér enda varstu
mikið fyrir börn. Alltaf varstu til-
búin að finna eitthvað skemmtilegt
fyrir krakka að gera t.d. að þræða
tölur úr töluboxinu þínu fræga eða
bara að lita í litabókina sem allir
höfðu minnst litað eina mynd í. Svo
varstu listakokkur, þú gast gert
svo marga góða rétti úr fiskinum
sem afi kom með heim af sjónum
að maður fékk ekki leið á fiski eða
súkkuiaðislátur og rágbrauð sem
ég beið alltaf spennt eftir að fá, því
enginn gat gert það eins gott og
þú.
Oft fórum við í gönguferðir og
komum þá við hjá Tótu, Döggu,
Bínu, í Reykholti, eða hjá Stínu í
Sólbrekku að fá lánaðar bækur hjá
Sölva. A kvöldin sátum vð svo og
spiluðum Olsen olsen uppi í rúmi
hanna Ólafsdóttir,
f. 12. nóvember
1942, og eiga þau
þrjú börn. 2)
Björgvin, f. 6. des-
ember 1937, kona
hans var Halla
Hermannsdóttir, f.
14. september
1936, þau áttu þrjú
börn. Aður átti
Halla eina dóttur,
sem hann gekk í
föðurstað. Þau
skildu. 3) Pétur, f.
15. júní 1945, eig-
inkona hans er Ólöf Haralds-
dóttir, f. 24. febrúar 1949, og
eiga þau tvo syni. Fyrir átti
Pétur þrjá syni. 4) Sigurlaug,
f. 1. nóvember 1950, eigin-
maður liennar er Einar Sig-
urðsson, f. 1. desember 1947,
og eiga þau þrjú börn. Barna-
barnabörnin eru orðin sext-
án.
Sveinbjörg verður jarð-
sungin frá Aðventkirkjunni í
dag, og hefst athöfnin klukk-
an 15.
með fjöl á milli okkar. Það var þess
vegna svo gaman þegar þú og afi
fluttuð til Reykjavíkur. Þú talaðir
mikið um hvað það væri gott að
vera á Hrafnistu, það væri eins og
að vera á hóteli. Það væri drekrað
við þig í alla staði og alltaf svo góð-
ur matur.
Eftir að afi dó var eins og hluti
af þér færi líka svo náin voruð þið.
En núna veit ég að þú ert komin til
afa, á stað þar sem öllum líður vel.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi
þig-
Þín
Laufey.
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast þessarar mætu, yfirlætislausu,
hæversku, dagfarspráðu konu, sem
jafnan var hlédræg, fáorð og lét
ekki mikið yfir sér, en var traust
og áreiðanleg í öllum skiptum.
Þessir eiginleikar og lífsmáti voru
fagurt og raunhæft vitni þeirrar
guðstráar, sem hún bar í brjósti.
Slíkt er aðalsmerki kristindómsins.
Er ég lít yfir sjónarsvið þessara
minninga, verður mér fyrst að
þakka. Þakka hin traustu kynni,
örlæti og gestrisni. Um langt ára-
bil lágu leiðir mínar og félaga
minna inn á heimili hennar, þegar
við fórum árlega hinar svokölluðu
„söfnunarferðir" fyrir Hjálparstarf
Aðventkirkjunnar. Jafnan voram
við aufúsugesth' á heimili hennar,
sem annarra góðvina okkar á Fá-
skráðsfirði, er dekraðu blátt áfram
við okkur hvað húsnæði og viður-
gerning snerti. Var þá veitt með
örlátri gestrisni hið bezta, sem völ
var á. Fyrir ferðalanga í krefjandi,
löngu og þreytandi starfi er ómet-
anlegt að eiga slíkum móttökum og
hvíld að fagna... í raun og sanni
verður slíkt aldrei fullþakkað ... Og
þó ekki hafi ég verið beðinn, veit ég
með vissu, að þakkir allra þessara
ferðafélaga minna era innofnar í
þakkir mínar, því þessi kynni öll og
samskipti era ósundurgreinanleg-
ur vefur mannelsku og einlægrar
vinsemdar.
En nú era orðin þáttaskil og
hvíld fengin eftir langan og farsæl-
an ævidag.
Kæri Guðni, Björgvin, Pétur,
Sigurlaug og allir aðrir ástvinir.
Við hjónin sendum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur, og biðjum
Guð að styrkja ykkur og blessa.
Minningamar era bjartar og ljúf-
ar. Látið þær hefja ykkur ofar
harmi og trega ... Blessuð sé minn-
ing okkar kæra systur Sveinbjarg-
ar.
Sólveig og Jón
Hjörleifur Jónsson.
Elsku amma mín, mig langar til
að kveðja þig með nokkrum orðum
og þakka þér fyrir að vera sú besta
amma sem ég hefði getað átt. Þeg-
ar ég hugsa til þín er bara birta, sól
og fallegar minningar.
Mér var mjög bragðið þegar
pabbi hringdi í mig og tilkynnti um
andlát þitt.
Ég var sex ára gömul þegar ég
fór að vera hjá ykkur afa á Fá-
skráðsfirði á sumrin, ég hef oft
hugsað um hvað þú kenndir mér
margt um lífið og kærleikann og
hvað það var gott að vera hjá ykk-
ur í Skálholti. Þú kenndir mér að
trúa á Guð, mátt bænarinnar, og
það góða í manninum.
Ég man að þegar við Jóna
frænka vorum að fara að sofa á
kvöldin sast þú alltaf hjá okkur og
fórst með bænirnar með okkur.
Ég man að þú sagðir okkur að það
fylgdu okkur alltaf tveir englar
sem pössuðu okkur alltaf. Þetta
hafði það í för með sér að í mörg
ár átti ég í erfiðleikum með að
loka hurðum því að ég var svo
hrædd um að klemma englana. Ég
man líka hvað okkur fannst gaman
að fara niður á biyggju að taka á
móti afa og Ola bróður og fá að
sigla með þeim inn fjörðinn á Von-
inni, og fá svo veislurétt sem þú
eldaðir úr fiskinum sem þeir
veiddu.
Elsku amma mín, ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
dveljast hjá ykkur afa á sumrin
sem barn, það gerði æsku mína svo
ríka og fallega, við barnabörnin
voram alltaf svo velkomin hjá ykk-
ur, heimilið ykkar var alltaf svo
kærleiksríkt þar sem þú stjórnaðir
okkur með þínum sterka persónu-
leika og hlýju.
Elsku amma mín, þú hafðir ein-
hverja þá mestu mannkosti sem ég
hef kynnst. Minningin um þig lifir
með mér. Guð geymi þig, elsku
amma mín, ég kveð þig með sökn-
uði.
Nú legg ég augun aftur
Ó, Guð, þinn náðar kraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ.virztmigaðþértaka
méryfirláttuvaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Sveinbjörg
Guðnadóttir.
Elsku amma. Mig langar að
minnast þín með nokkram orðum.
Það era ófáar samverastundimar
sem við áttum saman. Alltaf var
jafn gaman að fara austur á Fá-
skráðsfjörð með mömmu og pabba
að heimsækja ykkur afa. Þið tókuð
alltaf svo vel á móti okkur. Þú
varst alltaf svo bamgóð og
skemmtileg amma. Alltaf varstu að
leika við mig og gera eitthvað fyrir
mig eins og að prjóna föt á dúkk-
urnar mínar og margt fleira. Mér
fannst Skálholt alltaf svo heillandi
hús og mér leið alltaf svo vel þar.
Ég man að ég gat setið tímunum
saman í stiganum sem lá upp á her-
bergisloft og leikið mér þar með
dótið mitt.
Þegar þið afi komuð suður var
ekki síður kátt á hjalla, þið gistuð
svo oft hjá okkur. Þú komst alltaf
með eitthvert nammi til að gefa
mér, brjóstsykur eða súkkulaði. Þú
varst alltaf svo glaðleg, elsku
amma mín, alltaf hlæjandi og að
segja sögur.
Elsku amma, ég á alltaf eftir að
minnast þín með hlýju og yl í
hjarta. Megi Guð geyma þig og
varðveita.
Guðrún Guðnadóttir.
SVEINBJÖRG ÞÓRA
JÓHANNSDÓTTIR
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURMUNDUR GUÐNASON,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
6. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðni Sigurmundsson, Edda Sveinbjörnsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SVAVA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Norðurgötu 20,
Sandgerði,
lést á Landspítalanum að kveldi 6. mars.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Henrik Jóhannesson.
■C.
t
Elskuleg amma okkar og langamma,
SIGRÍÐUR A. MATTHÍASDÓTTIR (MÍMI),
Háteigsvegi 12,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala laugardaginn 6 mars.
Útförin ferfram frá Landakotskirkju fimmtudaginn 11. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Autrey.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona,
MARÍA N. PENKO,
lést 6. mars á sjúkrahúsi í Gaithersburg MD.
Hreinn H. Nielsen,
Karl Penko, Sandy Penko,
Emilía N. Bjarnason, Þorsteinn Bjarnason,
Guðrún Nielsen, Guðmunda Nielsen
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar,
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON,
bóndi og fræðimaður,
frá Hvítárholti,
lést föstudaginn 5. mars.
Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar-
daginn 13. mars kl. 14.00.
Sigurður Sigurðsson,
Anna Soffía Sigurðardóttir,
Kristján Sigurðsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Sigríður Halla Sigurðardóttir,
Kolbeinn Þór Sigurðsson,
Guðmundur Geir Sigurðsson,
Hildur Sigurðardóttir.
C...
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRIR HILMARSSON
verkfræðingur,
Engihjalla 11
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni
fimmtudagsins 4. mars.
Þórhildur Helgadóttir,
Kolbrún Þórisdóttir, Jón B. Guðlaugsson,
Stefán Arnar Þórisson, Ragnhildur B. Traustadóttir,
Helga Þórisdóttir, Kristinn Ó. Ólafsson,
Halla Þórisdóttir, Björgvin Bjarnason,
Snorri Arnar Þórisson
og barnabörn.