Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 17 VIÐSKIPTI Islenskir aðalverktakar hf. eignast meirihluta í verktakafyrirtækinu Armannsfelli hf. Heildarvelta samstæð- unnar nálægt fímm milljörðum króna Verður stærsta verktakasamsteypa landsins ISLENSKIR aðalverktakar hf. (ÍAV) hafa fest kaup á 35% eign- arhlut í verktakafyrirtækinu Ar- mannsfelli hf. af Óháða fjárfest- ingarsjóðnum hf. Fyrir áttu IAV um 20% í Armannsfelli og með kaupunum verða þeir meirihluta- eigendur í félaginu með 55,7% eignarhlut eða 72,4 milljónir króna að nafnverði. Þar með verður til stærsta verktakasamsteypa lands- ins með allt að fimm milljarða króna ársveltu og 460 starfsmenn. Síðustu viðskipti með hlutabréf Ármannsfells hf. á Opna tilboðs- markaðnum voru á genginu 2,25 hinn 3. mars síðastliðinn og höfðu þá hækkað um 28% á rúmlega eins mánaðar tímabili. Miðað við geng- ið 3,30 er markaðsverðmæti IAV á 35% hlut í Armannsfelli rúmar 102 milljónir króna. Kaupsamningurinn felur í sér að Óháði fjárfestingarsjóðurinn hf., sem er í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveins- sonar, eignast hlutabréf í IAV hf. sem voru í eigu félagsins. Auk þess felur samningurinn í sér að IAV selja Óháða fjárfestingarsjóðnum hf. eigin hlutabréf til viðbótar þannig að hlutur sjóðsins í IAV verður 70 milljónir að nafnverði eða 5% af heildarhlutafé ÍAV. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Armannsfell hefur starfað á íbúða- og tilboðsmarkaði um ára- bil og er fyrirhugað að félagið verði áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki í meirihlutaeigu Is- lenskra aðalverktaka. Reikna má með að velta ÍAV í fyi’ra hafi verið 3-4 milljarðar króna en tekjur Ar- mannsfells rúmlega milljarður samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Með kaupunum verður þvi væntanlega til stærsta verk- takasamsteypa landsins með allt að fimm milljarða króna ársveltu. Starfsmenn IAV eru um 360 tals- ins en um 100 hjá Armannsfelli eða 460 samtals. Leiðir ÍAV og Ármannsfells hafa jegið saman í byggingafélag- inu Úlfarsfelli sem hyggst standa fyrir miklum framkvæmdum í Blikastaðalandi, milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Eignarhlutföll í Ulfarsfelli eru nú þannig að Ár- mannsfell fer með um 50% af inn- greiddu stofnhlutafé, IAV um 35% og Óháði fjárfestingarsjóðurinn um 15%. Ekki er þó ljóst hvenær byggingaframkvæmdir munu hefj- ast í Blikastaðalandi. fbúðamarkaðurinn mikilvægur Stefán Friðfinnsson, forstjóri IAV, segir að kaupin séu í sam- ræmi við þá stefnu fyrirtækisins að afla sér nýrra verkefna utan varnarsvæða. „Við áttum stóran hlut í Ármannsfelli fyrir og aukum nú hlut okkar og verðum meiri- hlutaeigendur. Með kaupunum höfum við hugsað okkur að gerast þátttakendur í íbúðamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem við höf- um ekki verið hingað til. Við horf- um m.a. til Úlfarsfells hf. og þátt- töku þess í framkvæmdum í Blika- staðalandi, þar sem verða byggðar á annað þúsund íbúðir á næstu ár- um. Með þessum kaupum verða IAV ráðandi aðilar í þeim fram- kvæmdum með beinum eða óbein- um hætti, segir Stefán." Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Ármannsfells, segist vera mjög Armannsfell ht. Hluthafar í mars 1999 Hlutfafi Hlutur 1. ísl. aðalverktakar hf. 55.7% m 2. Fiskveiðihlutaf. Venus 6,0% M 3. Árni Vilhjálmsson 6,0% M 4. Gunnar Lárusson 5,0% H 5. Halldóra Ármannsdóttir 4,0% ■ 6. Lífeyrissjóður lækna 2,0% 1 Aðrir (u.þ.b. 100 aðilar) 21,3% ( SAMTALS 100,0% sáttur við meirihlutaaðild ÍAV að félaginu. „Fyrirtækin eru bæði öflug á verktakamarkaði en hvort um sig með nokkra sérstöðu í krafti ólíkra áherslna. Við bindum því miklar vonir við að þessar breytingar feli í sér tækifæri fyrir bæði fyrirtækin. Við höfum góða reynslu af margvíslegu samstarfi með IAV að undanförnu og vonum að það aukist enn frekar í kjölfar kaupanna. Umsvif Ármannsfells hafa aukist jafnt og þétt að undan- förnu og við erum stöðugt að bæta við okkur fólki og verkefnum. Eg á ekki von á neinni stefnubreyt- ingu þrátt fyrir breytta eignarað- ild. Ég lít á kaupin sem traustsyf- irlýsingu við það sem við höfum verið að gera. Og það mun vafa- laust styrkja Ármannsfell og efla að fá svo sterkan bakhjarl sem ÍAV hf. óneitanlega er. Verktaka- starfsemi hérlendis er áhættusöm atvinnugrein, sem býr við miklar sveiflur og með kaupunum er einnig verið að styrkja hana að mínu mati.“ Helstu verkefni Ármannsfells um þessar mundir eru bygging náttúi'ufræðahúss Háskólans í Vatnsmýri og tólf þúsund fer- metra skrifstofuhúsnæðis á Stór- höfða og er áformað að ljúka báð- um verkefnunum á næsta ári. Þá byggir fyrirtækið þrjú þúsund fer- metra verslunar- og skrifstofuhús- næði á svonefndum Isafoldarreit í Austurstræti, viðbyggingu við Vestui'bæjarskóla auk fjölda smærri verkefna, t.d. byggingu íbúða í fjölbýli og raðhúsa í Reykjavík, Garðabæ og Mosfells- bæ. Internetíð Útflutningsleið nútímans Viðskipti án iandamæra! Útflutningsráð íslands og Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja efna til ráðstefnu fimmtudaginn 11. mars 1999. Ráðstefnan verður haldin frá kl. 13:00 - 17:00 í Háskólabíói í sal 2. .. Setning. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs fslands. Ávarp. Viðskiptalegt umhverfi á íslandi fyrir viðskipti á Netinu. Hr. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskipti á Netinu. Farið yfir sviðið. Hannes Birgir Hjálmarson, Útflutningsráð. Fyrstu Skrefin. Hvernig á að byrja. Fjalar Sigurðarson, Hugvit. Reynslusaga. Útflutningur í gegnum Internetið. Steinn Logi Björnsson, Flugleiðir. E-commerce and exports - issues related to the consumer. Suzan Nolan, Bluesky International Marketing. The future of E-commerce. Dr. Jakob Nielsen, Nielsen Norman Group. „Er útflutningur íslenskra vara í gegnum Internetið raunhæfur?“ Pallborðsumræður undir stjórn Jóns Asbergssonar. Þátttökugjald er kr. 12.500,-. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning fer fram hjá Útflutningsráði íslands í síma 511 4000. Einnig er hægt að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsvæði Útflutningsráðs www.icetrade.is. * http://www.forrester.eom/Research/Report/Q, 1001,3662,00.00111_ Á síðasta ári varð sprenging í viðskiptum á Netinu og mikilli aukningu er spáð á næstu árum. Talið er að um 5% af heildarviðskiptum heimsins feri í gegnum Intemetið árið 2003.* Útflutningur í gegnum Intemetið er orðinn raunhæfur möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki. /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ SIH Samtök íslenskra ISLANDS hugbúnaðarfyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.