Morgunblaðið - 09.03.1999, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r f 'i
HÁSKÓLABÍÓ
★ ★ ★ ★
HASKOLABIO
geggjun
■"" b oi'Hurjjaiuj'.
Hagatorgi, simi 530 1919
- r
°3 s
„Margföld
skemmtun"
★ ★ 1/2 MBL
'tilnefningarhJ
OskarsveiáiMtji
★ ★★ 1/2 \
Kvikmyndir.is
Ástf angio
Stiakespeare in
iskrandi fyndin
ndir.is
NYTT 0G BETRA^Œ
úOí^jÖJUJUíir.
»f -17111 nltiil
:r .'iymiiin
'Iujui :11 '%
jjuiiir jiu/
DXDIGnAL
Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
www.samfilm.is
GWYNETH Paltrow og Ben Affleck gátu borið
höfuðið hátt því leikhópur Ástfangins Shakespe-
ares var verðlaunaður í bak og fyrir.
JULIANNA Marguiles með verðlaunin sem besta
leikkona í framhaldsþáttum og einnig sem leikari í
besta leikhópnum.
Verðlaun Samtaka leikara
Shakespeare hlutskarpari
en Björgun óbreytts Ryan
LEIKHÓPURINN í Ástfóngnum
Shakespeare hafði betur en leik-
hópurinn í Björgun óbreytts Ryans
þegar verðlaun Samtaka leikara í
Bandarikjunum voru veitt á
sunnudag og gefur það til kynna
að óvæntra tíðinda sé að vænta
þegar Óskarinn verður afhentur
21. þessa mánaðar. Björgun
óbreytts Ryans hefur hingað til
verið talin sigurstranglegust.
- Margir af þeim sem greiddu at-
kvæði taka eiimig þátt í atkvæða-
greiðslunni um Óskarsverðlaunin.
ítalski leikarinn Roberto
Benigni og bandaríska leikkouan
Gwyneth Paltrow voru valin bestu
leikarar í kvikmyndum og ætti
það að auka líkur á að Óskarinn
falli þeim í skaut síðar í mánuðin-
um. Benigni er fyrsti erlendi leik-
arinn til að fá SÁG-verðlaunin og
var svo himinlifandi að hann hljóp
upp á sviðið, lyfti leikkonunni
Helen Hunt og sneri henni í
hringi.
^ „Eg er svo himinlifandi að hvert
líffæri í skrokknum hagar sér
ny'ög skrýtilega," lýsti hann yfir.
Hann talaði þó ekki bara á gaman-
sömum nótum heldur vottaði leik-
stjóranum Stanley Kubrick, sem er
nýlátinn, virðingu sína og kallaði
hann „meistara sem gerði myndir
á tungu drauma“. Paltrow, sem
leikur ástkonu Shakespeares í Ást-
fóngnum Shakespeare, virtist
gráti næst þegar hún tók við að
eigin sögn alls óvæntum verðlaun-
uin. Hún þakkaði árangurinn móð-
ur sinni, leikkonunni Blythe Dann-
er. Þegar hún var spurð baksviðs
hvort hún héldi að myndin gæti
haft betur en stríðsmynd Spiel-
bergs á afhendingu Oskarsverð-
launanna síðar í mánuðinum svar-
aði hún: „Það er undir guðunum
komið. Ég er kona svo ég kýs
Shakespeare fram yfir strákslega
stríðsmynd hvenær sem er.“
Kathy Bates var valin besta leik-
kona í aukahlutverki fyrir frammi-
stöðu sína í Primary Colors. „Ég
bjóst ekki við þessu og er yfir mig
hrifin, ekki síst vegna allra hinna
frábæru bresku leikkvenna," sagði
hún og vi'saði til Judi Dench, sem
lék Elísabetu drottningu í Ást-
föngnum Shakespeare, og Lynn
Redgrave, sem lék þernu í Guðum
og skrímslum.
Það kom ekki síður á óvart þeg-
ar Robert Duvall var valinn besti
leikari í aukahlutverki fyrir
frammistöðu sína í „A Civil Act-
ion“ og var tekinn framyfir stór-
Ieikarana Billy Bob Thornton,
Geoffrey Rush og James Cobum.
Besta leikkona i' dramati'skum
framhaldsþáttum var valin Juli-
anna Marguiles úr Bráðavaktinni
annað árið í röð og Sam Waterston
úr Lögum og reglu var valinn
besti karlleikari. Leikhópurinn úr
Bráðavaktinni, vinsælustu fram-
haldsþáttum í Bandaríkjunum,
sigraði þriðja árið í röð og í fjórða
skipti á síðustu fimm áram.
Michael J. Fox úr Spin City var
valinn besti gamanleikari í fram-
haldsþáttum og breska leikkonan
Tracey Ullman fyrir frammistöðu
sína í þáttunum „Tracey Takes
On“. Leikhópurinn í Ally McBeal
vann hins vegar í flokki gaman-
þátta. Þegar konurnar í þáttunum
vom spurðar baksviðs hvernig
þær héldu sér í formi svaraði
Nicole Carson: „Súkkulaði, kampa-
vín og frábært kynlíf.“ Mót.leik-
kona hennar Lucy Liu bætti við:
„Ekki í þessari röð.“
Leikarinn Christopher Reeve
var verðlaunaður fyrir besta
frammistöðu í sjónvarpsmynd fyr-
ir hlutverk sitt í myndinni „Rear
Window" sem er endurgerð sam-
nefndrar myndar Hitchcock. Ang-
elina Jolie var valin besta leikkona
í sjónvarpsmynd fyrir frammi-
stöðu sína í Giu.
Kirk Douglas var heiðraður fyr-
ir æviframlag sitt til kvikmynda
en hann hefur Ieikið í 82 myndum,
þar á meðal myndum á borð við
Spartacus, Lust For Life, Champ-
ion og Paths of Glory. „Þegar þeir
komast að því að ég var að ljúka
við nýja mynd gætu þeir átt eftir
að skipta um skoðun," sagði leik-
arinn síbrosandi, sem er 82 ára.
SAG-verðlaun leikstjóra
", ' . unberto Bemg“>
ÍTALSKl leikstjónrm u Nicoletu.
Benignimættimeðejg-
Spielberg bestur
leikstjóra
►STEVEN Spielberg var valinn
besti kvikinyndaleikstjóri liðins
árs af Samtökum leikstjóra í
Bandaríkjunum fyrir stórmynd-
ina Björgun óbreytts Ryans.
Hann þakkaði föður si'num,
Arnold, sem barðist í heimsstyij-
öldinni síðari, fyrir að veita sér
innblástur við gerð myndarinnar,
sem Qallar um leit herdeildar að
hermanni innan við óvinalínurnar
rétt eftir innrásina í Normandí.
Þá bar hann lof á aðra leikstjóra
sem voru tilnefndir, einkum
ítalska handritshöfundinn, leik-
stjórann og leikarann Roberto
Benigni sem tilnefndur var fyrir
Lífið er fallegt. „Leikstjórar
þurfa á innblæstri að halda og
leita gjarnan eftir honum hver
hjá öðrum,“ sagði hann. „Ég hef
sérstaklega fundið innblástur í
hreinum, óspilltum lífskrafti Ro-
berto Benignis."
miiiiimiiiiiiiiiiiiinii i rrn mii mmin i n 11111111