Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 40
-40 ÞRIÐJUÐAGUR 9. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hunna Ebenez- ersdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 26. júní 1929. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Freyja Andrés- dóttir, f. 28. febrúar 1895, d. 14. janúar 1974 og Ebenezer Ebenezersson, f. 2. v apríl 1895, d. 15. maí 1983. Hanna giftist 15. maí 1948 Arngrími Guðjóns- syni, húsasmið, en hann er fæddur 30. júlí 1927. Hann dvel- ur nú á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði. Böm þeirra eru: 1) Þórir, f. 10. maí 1950, kvæntur Aldisi Ebbu Eðvalds- dóttur. Þeirra börn em Björg, Berglind og Þórir Fannar. 2) Ebba Freyja, f. 21. ágúst 1952, Elsku hjartans mamma mín, nú ert þú farin frá mér miklu fyrr en mig óraði fyrir. En nú ert þú komin lil Freyju ömmu og Ebba afa og þar hefur þér verið tekið fagnandi. Eg veit að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna. Eg veit líka að þú verð- ur hér áfram á meðal okkar og fylgist með okkur öllum. Elsku mamma mín, þín sjúkra- lega var ekki löng og fram á síðustu stundu varst þú svo sterk að þú hjálpaðir okkur öllum á þinn sér- staka hátt. Elsku mamma, þú star- faðir mikið í KFUK í Hafnarfirði og einnig í sumarstarfmu í Kaldárseli. -^Frá þessum tíma á ég yndislegar minningar en þér var svo margt til lista lagt og þú notaðir óspart hæfi- leika þína þar. Öll fóndurkvöldin sem þú stóðst fyrir í KFUK en síðan voru munirnir settir á basar og seld- ir til styrktar kristniboðinu í Konsó. Þetta var yndislegur tími, svo skemmtilegt og gaman. Þú hafðir líka einstaklega fallega og sterka söngrödd enda hafðir þú mikla unun af því að syngja. Þú varst ævinlega með gítarinn þinn og spilaðir og söngst á fundum af hjartans list. Elsku mamma mín, við vorum svo nátengdar, þú varst ekki bara mamma mín heldur varst þú líka besta vinkona mín. Við áttum svo Anargt sameiginlegt. Þau voru ótelj- andi föndumámskeiðin sem við héldum og einnig postulínsnám- skeiðin. Það var svo gaman, svo skemmtilegt, mikið talað og hlegið. Það leiddist engum þar sem þú varst. Öll handavinnan þín, mamma, var einstök en sérstaklega hafðir þú gaman af jólaföndri. Þú varst svo mikið jólabam. Jólin byrjuðu alltaf hjá okkur í fyrsta í aðventu en þá skreyttir þú alltaf eldhúsið. Þá byrj- uðu jólin en svo varst þú alltaf með aðventukaffi fyrir fjölskylduna. Þetta vom yndislegar stundir hjá okkur, ekki síst fyrir bamabömin en oft varstu með jólaföndur fyrir ~-'þau. Við gerðum margt skemmtilegt saman, til dæmis allar ferðirnar okkar til Þýskalands. Þú varst svo hress, ánægð og skemmtileg í þess- um ferðum. Við skemmtum okkur svo vel en þú vildir alltaf bara það besta, góð hótel og fína veitingastaði enda varstu mjög ákveðin í þeim málum. Uppáhaldsstaðurinn okkar var Svartiskógur en þér fannst svo gaman að fara í allar litlu búðimar þar og varst í stuði þá. Sennilega er ekki til sú búð sem við fómm ekki í, »_en það voru ekki fatabúðir heldur oúðir sem seldu fagra muni. Þú varst svo mikill fagurkeri og hafðir gott auga fyrir öllu listrænu og fal- legu eins og heimili ykkar pabba bar vott um. Síðastliðin jól varst þú orðin veik, miklu veikari en okkur óraði fyrir. Elsku mamma, ég gleymi aldrei síð- iyita kvöldinu okkar saman á heimili ' mínu, það var síðastliðið aðfanga- gift Kristjáni Krist- jánssyni. Þeirra böm era Ásta Hanna og Arngrím- ur. 3) Arngrímur, f. 10. apríl 1969, í sambúð með Turið Miiller. Sonur lians er Guðmundur Jó- hann. Hanna sinnti margvíslegum fé- lagsstörfum, var meðal annars í stjóm kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju og formaður þess um skeið. Þau hjónin vora gerð að heiðursfélögum Kaldæinga enda helguðu þau krafta sína í uppbyggingu KFUM og K í Hafnarfirði og sumarstarfi fé- Iaganna í Kaldárseli Utför Hönnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dagskvöld. Þú var svo yndisleg og ánægð, svo sæl og þakklát fyrir allt. Mamma ég þakka þér fyrir þetta yndislega og friðsæla kvöld, ég gleymi því aldrei. Daginn eftir fórst þú á spítala fársjúk. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, þú varst okkur svo góð. Við söknum þín sárt enda skilur þú eftir stórt skarð sem verður seint fyllt. Þín dóttir, Ebba Freyja. Okkur langar með fáeinum orðum að kveðja þig elsku mamma og tengdamamma og þakka þér inni- lega fyrir allt sem þú hefur verið okkur í gegnum tíðina. Mig dreymir heim um dimmar kaldar nætur. Mig dreymir heim til þín ó móðir kær. Er hjarta þreytt í húmi dapurt grætur og hníga tár sem þú ein skilið fær. Og þegar blessuð sólin gegnum glugga með geislum sínum súýkur vanga minn. Mér finnst það vera hönd þín mig að hugga og hjartað öðlast ró við barminn þinn. Er sunnan gesti sumarlandsins berast A söngvavængjum norðurbjarta geim. Og vinir fagna vorsins undur gerast Þá verður yndisiegt að koma heim. (Fh'eymóður Jóhannsson) Arngrímur og Turið. Elsku amma. Okkur langar til að kveðja þig með ljóði sem langafi orti til þín á fermingardaginn þinn en okkur þótti svo vænt um þig. Þú Asta mín góða, ó elskaðu Krist, þá eilífðín geymir þér sælunnar vist Ef lifirðu honum, mun Ijós hans svo bjart, þér ljóma í hjarta og benda á svo margt. Það bendir á allt, sem er indælt og gott, svo eigi vor Jesús í Hönnu sinn vott; það varar við freistingum, verndar í neyð, en velgengni helgar um ævinnar skeið. (Eb. Eb.) Ásta Hanna og Arngrímur. Nú þökkum við með tár og trega hvert tillit, orð og ráð. Þín minning, amma elskulega, skal aldrei verða máð.“ (GÁ) Við kveðjum þig með söknuði, elsku Hanna amma. En það huggar okkur að vita að nú ert þú laus við alla erfíðleika og þjáningar. Við er- um þakklát fyrir að hafa átt góða ömmu og geymum allar ljúfar minn- ingar um þig í hjarta okkar. Okkur systkinin langar að kveðja ömmu með fallegu vögguvísunni sem Ebeneser langafi orti til henn- ar, einkadóttur sinnar, þegar hún var lítil. En elsku amma lést á af- mælisdegi móður sinnar. Vertu hjá mér, Hanna mín, hjartans litla dúfa. Af þér saklaust yndi skín, -englar vemda’ og gæta þín,— 0, hve mamma elskar barnið Ijúfa. Mamma oft á örmum ber Ástu litlu Hönnu, úti’ágötumekurþér, aldrei langt í burtu fer, ef grætur þú, hún heyrir hljóðin grönnu. Bamið huggar hún svo fljótt, hjúkrar sínu yndi: sefur laust á svartri nótt svo má Hanna blunda rótt, vanti eitthvað, vaknar mamma í’skyndi. (Eb.Eb.) Við þökkum góðum Guði fyrir að hafa gefið okkur Hönnu ömmu og biðjum hann að blessa okkur öll sem unnum henni. Björg, Berglind og Þórir Fannar. Ég hef svo margt að þakka fyrir, en þó mest það, að Guð gaf mér góða móður. Það er eins með mig og öll börn góðra mæðra, ég á svo ótal margar fallegar minningar. Minn- ingar um móður sem mun lifa í hug- um og hjörtum okkar sem hana áttu. Hanna tók veikindum sínum með stillingu og trúarstyrk. Hún hafði þó áhyggjur af okkur, fólkinu sínu, því hún vissi hvað okkur leið illa að sjá hana svo veika. Hún gerði því alltaf lítið úr veikindum sínum og reyndi að slá á létta strengi þegar við kom- um til hennar. Það sýndi best um- hyggjuna sem hún bar fyrir okkur. Við hjónin þökkum elskulegu starfs- fólki St. Jósefsspítala og Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýhug í veikind- um hennar. Gef mér líf, minn góði Guð, gef mér líf í dauðans pínu, gef mér líf og lífsfógnuð ljúfi Guð, í ríki þínu, leyfðu mér, um aldir alda eilífan þér lofsöng gjalda. Út þegar æfi hérvist dvín og holdið krafta þrýtur, eilífi Faðir, öndin mín á þig í trúnni lítur. Griðastað henni góðan veit Guðs bömum með í sælureit. krossdauða Krists hún nýtur. Guð minn góður, hjálpa mér og mínum, mér þín spekin stjómi ætíð best, renndu augum alsjáandi þínum yfir það, sem hug minn beygir mest Láttu dýran dropa náðar þinnar dijúpa í mótgangs bikar skenktan mér, hjálpa mér við enda æfi minnar að ég fái sæluvist hjá þér. (Guðm. Pétursson.) Hvíl í friði. Þórir og Aldís. Kallið er komið, komin er nú stundin hjá vinkonu minni, Hönnu. Langt er síðan leiðir okkar Hönnu lágu fyrst saman. Það var í gegnum sameiginlega vinkonu, en síðan eru liðin mörg ár. Það var svo fyrir nær fjórtán árum er ég sótti námskeið í postulínsmálun hjá þeim mæðgum, Hönnu og Ebbu, að kynni okkar Hönnu urðu annað og meira en bara kunningsskapur. í nær fjórtán ár sátum við saman yfir þessu áhuga- máli okkar og gefur augaleið, að margt bar á góma. Hanna var trú sínum og vinur vina sinna. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir alla hennar góðsemi og hlýju til eiginmanns míns, Ragn- ars, og bama okkar. Hanna var að mörgu leyti sér- stök kona. Hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hafði grjótharða pólitíska lífs- sýn. Þó er ég viss um, að tvö mál sem tengjast, voru hennar helstu áhugamál, KFUM og K og Hafnar- fjarðarkirkja. Hin kristna trú var Hönnu ljósið mikla og hún efaðist ekki eitt andartak um mátt Al- mættisins. Þótt Hanna væri trúuð kona var hún ekki ein af þeim, sem þröngvaði trúarskoðun sinni upp á aðra. Á þessari kveðjustund vil ég þakka Hönnu samferðina og margs er að minnast umfram postulínið. Hjólhýsaárin á Þingvöllum rísa hátt í minningunni þar sem glaðst var á góðum stundum. Og nú er kallið komið. Stund há- næturinnar upp runnin og áhöldin fallin úr hendi. Eilífur friður, hvíld og ró mun umvefja vinkonu mína á þeirri leið sem nú er framundan. Elsku Addi minn. Guð gefi þér styrk í þínum veikindum, öll okkar samúð er hjá þér. Elsku Ebba, Þórir og Addi yngri og fjölskyldur. Ég færi ykkur innilegai' samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Fai' þú í friði, friður .Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðlaug P. Wiuni. Söknuður og þakklæti fylgjast að. Það finn ég svo vel nú, þegar Hanna Ebenezersdóttir er dáin. Hún var svo sterkur persónuleiki, svo dríf- andi og afkastamikil, en jafnframt svo hlýr og traustur vinur. Samtímis er svo margs góðs að minnast og þakka fyrir. Vinátta okkar Hönnu hófst fyrir 40 árum. Þá fórum við 3 systur á unglingsaldri að aðstoða í KFUK- starfinu í Hafnarfirði, meðan við vorum í skóla í Reykjavík. Hanna var þá gift og tveggja barna móðir í Hafnarfirði, en kom stundum til Reykjavíkur með gítarinn sinn og spilaði á samkomum í Reykjavík. Við komumst að því, að hún var stjúpdóttir Ebenezers, sem hafði verið sunnudagaskólakennari okkar systra í bemsku, og það gerði okkur nánari. Þegar ég lauk námi flutti ég í Hafnarfjörð sem kennari til að geta verið sem heimamaður í KFUK- starfinu með Hönnu og öllum hin- um. Edda systir hélt lengi áfram að starfa þar, þó að hún þyrfti að koma alla leið úr Mosfellsdal með rútu og strætó. Það var mikið á sig leggj- andi, því samstarfsfólkið átti svo mikla umhyggju, og þá ekki síst Hanna. Hanna og eiginmaður hennar, Arngrímur eða Addi, voru samstiga í því að reka öflugt kristilegt starf í KFUM og KFUK fyrir börn, ung- linga og fullorðna, að vetrinum í bænum og á sumrin í Kaldárseli. Heimili þeirra stóð opið okkur sam- starfsfólkinu og þar áttum við ótal blessunarríkai' stundir og fengum næringu til líkama og sálar. Það var dýrmætara en orð fá lýst og kenndi mér sem ungri stúlku, að mikilvæg- asta starfið er fólgið í persónulegri umhyggju og vináttu. Allt sem Hanna tók sér fyrir hendur einkenndist af áhuga, elju, ósérhlífni og dugnaði. Hún var smekkvís og listræn, hugmyndarík og vandvirk, og hún nýtti hæfileika sína í öllu samhengi. Hún var i flest- um stjórnum og nefndum í fjöl- breyttu starfi og formaður sumar- starfs KFUK í Kaldárseli i mörg ár. Þar voru verkefnin óþrjótandi og ekki legið í leti. Hönnu munaði ekki um að baka og gefa 20-30 tertur ef kaffisala stóð fyrir dyrum. Það mun- aði um Hönnu í starfinu á svo marg- an hátt, ekki í fáein ár, heldur marga áratugi. Þess vegna er skarðið stórt - og við, gamlir vinir og samstarfsmenn, finnum fyrir sárri fátækt við að missa Hönnu. En missir eiginmanns og barna er þó meiri. Addi, vinur okkar, sem oft- ast var nefndur í sömu andrá og Hanna, fær samúð okkar og fyrir- bæn, en hann dvelst nú sjúkur á Sól- vangi. Bömin þrjú: Þórir, Ebba Freyja og Amgrímur - og fjölskyld- ur þeirra hafa misst mest. Samskipti HANNA EBENEZERSDÓTTIR okkar við þau í bernsku gerði að verkum að þau eiga stórt rúm í hjörtum okkar og bænaandvörpum. Við fáum engu breytt. Dauðinn er óumflýjanlegur - og söknuðurinn líka. Én í fylgd með Jesú er dauðinn innganga í eilífa lífið með Guði. Guð er þess megnugur að gefa frið og gleði í sorginni. Tómarúmið, sem Hanna skilur eftir, hefur undanfai'na daga verið að fyllast af orðum og tónum söngvanna, sem við sungum mikið saman fyrir 20-40 árum: Eg á fyrirheit um framtíð, þar sem friður hlotnast mér. Ertu samferða, samferða’ heim í hin sælu og dýrlegu lönd? Þegar Drottinn nafn mitt nefnir - verðégþar. Drottinn hefur nefnt nafn Hönnu. Hún er komin „heim“. Guði séu þakkir fyrir Hönnu, fyrir vináttu hennar, líf og starf. Fyrir hönd KFUK í Hafnarfirði og Eddu systur. Stína Gísladóttir. Fyrstu vottarnir að upprisu Jesú voru konur og vitnisburður kvenna í orði og verki um nánd hans og elsku hefur byggt upp samfélag trúaðra, kirkjuna hans, þó dýrmæts framlags þeirra hafi sjaldan verið getið sem skyldi. Karlar hafa dregið til sín at- hygli í kirkjunni og verið þar í for- ystuhlutverkum sem prelátar og prestar, en konur fremur unnið þar í kyn-þey, beðið með og fyrir börnun- um sínum, líknað sjúkum og þjáðum og hlúð að söfnuði sínum og kirkju af alúð og fórnfýsi. Konur í kvenfé- lögum kirkna hafa löngum gætt að því, að þær væru vel búnar að skrúða og helgigripum og verið burðarásar kirkju- og safnaðar- starfs. Og enn er hlutverk þeiira mikilvægt þó safnaðarstarfið sé fjöl- þættara en fyrr og samfélagsbreyt- ingar valdi því að konur hasli sér völl víðar en fyrr og vinni fyrir sér og sínum utan heimilis til jafns við kai-la. Sem farvegur þjónustu og fórnfýsi miðla kvenfélög kirknanna þeim andblæ frelsarans sem ávallt verður að leika um þær, móta þær og berast frá þeim. Hanna Ebenezesrdóttir var for- maður Kvenfélags Hafnarfjarðar- kirkju um árabil og lagði sig fram um það með trúartrausti, einurð og drift að starf þess væri sem öflug- ast, þótt flest kvenfélög ættu þá eifitt uppdráttar vegna tíðarandans. Það var lifandi trú hennar á Jesúm Krist og hjálpræði hans, sem knúði hana til að leggja kvenfélaginu lið og stýra því fram, er eftir var leitað og veitti henni styrkinn til þess að leysa það tnínaðarhlutverk vel af hendi. Hanna var jafnan einörð og stefnu- föst en jafnframt glaðvær og upp- örvandi í viðmóti, örlát og veitul. Hún hafði ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Guðjónssyni, verið lengi í forystusveit Kristilegs félags ungi'a manna og kvenna í Hafnarfirði, og hún bar með sér fjörgandi andblæ- inn þaðan. Það voru enda lífgandi lofsöngvar, sem hrifu hana mest. Hún hafði yndi af því að taka undir lofsöng Bjama Eyjólfssonar á sam- komum og í kirkju sinni, er hefst á þessum orðum. „Þér lof vil ég ljóða, þú, lausnarinn þjóða, er gafst allt hið góða af gæsku og náð.“ Og þessi játning séra Friðriks Friðrikssonar var henni dýrmæt. „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má, hinn bless- aði frelsari lifir oss hjá.“ Hanna reyndi það síðustu árin, hve jarð- nesk gnótt og gæfa er ótrygg og fallvölt og veikindastríðið var henni erfitt, en trú hennar var rótföst á því bjargi, sem bifast ei í ólgustraumum og stormum og trúin veitti henni skilning á því, að tími þrenginga, föstu og fómar fer á undan því undri upprisunnar, sem hún vildi ávallt votta. Guði sé þökk fyrir þann vitnis- burð hennar og verkin góðu fyrir kirkju hans. Blessi hann minningu Hönnu og líkni og lýsi fjölskyldu hennar og ástvinum. Gunnþór Ingason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.