Morgunblaðið - 09.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1999 47
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Félagsþjónustan
Iðjuþjálfar
í öldrunarþjónustu
Laus er til umsóknar ný staða iðjuþjálfa í mats-
hópi aldraðra í Reykjavík. Um er að ræða 50%
starf.
Matshópur aldraðra í Reykjavík fer með mat
á vistunarþörf aldraðra Reykvíkinga skv. reglu-
gerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis
um vistunarmat aldraðra nr. 46/90.
Starfið felst í vitjunum og viðtölum við aldraða
og aðstandendur þeirra, þátttöku í þverfaglegri
teymisvinnu matshópsins, samvinnu við
svæðisstjóra öldrunarþjónustudeildar,
heimaþjónustu aldraðra, heilsugæslu, öldrun-
arlækningadeildir, stofnanir og sjúkrahús.
Starfið gerir kröfu til samskiptahæfileika, skipu-
lagshæfileika og sjálfstæðra vinnubragða.
Um er að ræða starf sem er hvorttveggja í senn
krefjandi og gefandi. Það býður upp á mikla
og góða reynslu í þverfaglegri samvinnu.
Auglýst er eftir iðjuþjálfa með próf frá viður-
kenndum háskóla. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af starfi með öldruðum. Handleiðsla
í starfinu sendur til boða.
Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrun-
arþjónustudeildar, Síðumúla 39. Umsóknar-
fresturertil 19. mars nk.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
txrrgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á fræðslu og simenntun fyrir starfsfólk sitt, að
upplýsa þaö um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Félagsþjónustan í
Reykjavík hét áöur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Sölustjóri
á fasteignasölu
Öflug fasteignasala óskar eftir sölumanni sem
getur tekið að sér daglega stjórnun og umsjón
með sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Leitað er eftir reyndum og ábyrgum aðila á
þessu sviði.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt:
„Sölustjóri".
ES flísalagnir
Ertu að byggja? Ertu að breyta? Get bætt
við mig flísaverkefnum. Geri tilboð í öll flísa-
verkefni. Eyjólfur Steinsson, múrari.
Upplýsingar í síma 897 1512 og 586 1027.
FRAMREIÐSLU-
NEMAR
AR.GENTINA ÓSKAR EFTR.AÐ RÁÐA
FRAMREIÐSLUNEMA TIL STAREA.
UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á STAÐNUM
MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG
Á MILLI KL. I5 OG 17.
www.argentina.is
Klausturhólar
Hjúkrunarforstjóri
óskast nú þegar við Klausturhóla, hjúkr-
unar- og dvalarheimili aldraðra á Kirkju-
bæjarklaustri.
Á Klausturhólum eru 12 hjúkrunarrými og 8
dvalarrými. Fimm ár verða á komandi sumri
síðan Klausturhólartóku til starfa. Góð íbúð
er fyrir hendi.
Upplýsingar gefa Þóra Karlsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri, símar 487 4870 og 894 4985 og Jón
Helgason, formaður rekstrarstjórnar, Seglbúð-
um, 880 Kirkjubæjarklaustri, sími 487 4700 eða
552 7917.
Umsóknir skulu sendar formanni f. 20. mars nk.
Trésmiðir
Viljum ráða til starfa nokkra trésmiði, vana móta-
smíði. Fjölbreytt verkefni fyrir samhentan hóp.
Upplýsingar á skrifstofunni í Skúlatúni 4, Reykjav-
ík, og í síma 530 2700 á skrifstofutíma.
ÍSTAK
Lögfræðingur
Lögfræðingur óskasttil innheimtustafa hið
fyrsta. Starfsreynsla af lögfræðilegri innheimtu
æskileg og þekking á tölvuvinnslu skilyrði.
Vinsamlegast leggið inn umsóknir með upplýs-
ingum um nám og störf á afgreiðslu Mbl., fyrir
15. mars nk., merktar: „Lögfræðingur —
2727".
Flísalagnir fyrir páska
Get bætt við mig verkefnum.
Upplýsingar í síma 894 5031, Ragnar.
’mm.
,
mimm
GARÐABÆR
íþróttamiðstöð
Garðabær auglýsir laust starf
við íþróttamiðstöðina Ásgarð.
Um er að ræða starf við öryggisgæslu og eftirlit
í sundlaug. Þá þarf viðkomandi að hafa umsjón
og eftirlit með tækjabúnaði laugarinnar.
Umsækjendur þurfa að hafa góða sundkunnáttu,
en sá sem ráðinn verður til starfsins
þarf að standast hæfnispróf sundstaðarins
samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum.
‘
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
Starfsmannafélags Garðabæjar og
Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknum skal skilað til Áma Norðfjörð,
forstöðumanns fþróttamistöðvar,
en hann veitir einnig allar nánari upplýsingar
um starfið í síma 565 8066.
Forstöðumaður.
Fræðslu- og menrtingarsvið
Starfskraftur
Óskum að ráða fólk í símsvörun og á kassa
annars vegar frá kl. 9.00 til 13.00 og hins vegar
frá kl. 13.00 til 18.00.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Ingvars Helga-
sonar. Aðeins reyklaust fólk kemur til greina.
Ingvar
Helgason hf
SÆVARH»®t 2 -132 REVKJAVlK
P.O. BOX12260 • 5ÍB! 67M00
teufax tmn
Sölumaður óskast
Óskum eftir að ráða ungan, duglegan, áræðinn
og framagjarnan sölumann.
Undirstöðuþekking í tölvum nauðsynleg.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
13. mars, merktar: „B — 7726".
Kranamenn
Óskum eftir að ráða vanan kranamann til starfa
nú þegar. Upplýsingar í síma 511 1522.
Eykt ehf
Byggingaverktakar
AUGLÝSINGA
Fundarboð
USTMUNAUPPBOÐ
Áhugahópurum
auðlindir í almannaþágu
boðar til kynningarfundar um breytta fiskveiði-
stjórnun á Kornhlöðuloftinu þriðjudaginn
9. mars kl. 20.30.
Á fundinum tala:
Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður,
Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri og
Þorvaldur Gylfason prófessor.
Hópurinn minnir á vefsíðuna: kvotinn.is
og símanúmerið 863 0097.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. boðartil aðalfund-
ar, föstudaginn 26. mars 1999. Fundurinn verð-
ur haldinn í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði
kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
13. grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á 6. grein samþykkta
félagsins.
3. Tillaga um heimild til stjórnar um útgáfu
nýrra hluta.
4. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á
eigin hlutum.
4. Önnur mál.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins
mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, hlut-
höfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf.
Listmunauppboð
Næsta listmunauppboð verður
haldið sunnudagskvöldið 21. mars
á Hótel Sögu.
Getum enn bætt við nokkrum góð-
um verkum. Vinsamlega hafið sam-
þand sem fyrst.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400.
TIL SÖLU
Er jafnrétti undanþægt?
Erlendur stórkaupandi hefur notið sérkjara við
raforkukaup og sérstakrar framkvæmdar við
tolia- og skattamál og mengunareftirlit, auk
gerðardóms í London. Skýrsla um samfélag
fæst í Leshúsi, Reykjavík.
ART GALLERY