Morgunblaðið - 14.03.1999, Page 2
2 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsetinn
skoðaði hall-
ir og dýralíf
Varsjá. Morgunblaðið.
OPINBERRI heimsókn Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Is-
lands, til Póllands Iauk í gær. A
seinasta degi heimsóknarinnar
gengu Ólafur Ragnar og Dalla,
dóttir hans, um Lazienki-garð í
Varsjá. Þessi fallegi skrúðgarð-
ur er um 75 hektarar að stærð
og er stærsti garður innan
borgarmarka í Evrópu. í garð-
inum eru 20 litlar hallir og
gengu forsetinn og fylgdarlið
hans um garðinn, skoðuðu hall-
irnar, dýralíf og náttúru. For-
setinn hélt frá Póllandi um há-
degi í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Helgi Laxdal um breytingar á sjómannaafslætti
Gefum ekki eftir
nema útgerð taki við
„VIÐ gefum ekki eftir sjómannaaf-
sláttinn nema útgerðin taki við hon-
um enda er hann ekkert annað en
niðurgreiðsla á launum fyrir út-
gerðina," sagði Helgi Laxdal, for-
maður Vélstjórafélags Islands, er
hann var inntur álits á þeirri hug-
mynd Geirs H. Haarde fjármálaráð-
herra að fiytja þurfí sjómannaaf-
sláttinn frá ríkinu yfír á útgerðina.
Kom þetta fram í máli hans á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins.
Helgi Laxdal kvaðst oftsinnis
hafa lýst þeirri skoðun sinni að sjó-
mannaafslátturinn væri niður-
greiðsla á launum. Nú virtist út-
gerðin ganga vel og því væri ekki
óeðlilegt að hún tæki hann að sér úr
því að ríkið vildi losna við hann.
Taldi hann réttara að afgreiða það
mál áður en útgerðinni yrði gert að
greiða auðlindagjald. Helgi sagði
sjómenn ekki myndu gefa eftir sjó-
mannaafsláttinn þar sem hann væri
hiuti af laununum en honum væri
sama hver greiddi. Hann sagði það
gleðja sig að fjármálaráðherra væri
þessarar skoðunar einnig, það væri
nýtt að viðurkenna að hann væri
hluti launa og þessi kjör yrðu ekki
tekin af sjómönnum.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna (LIU), segist mjög undrandi
á ummælum Geirs H. Haarde. Kri-
stján sagði í samtali við_ fréttavef
Morgunblaðsins að LIU hefði
hvergi komið nærri varðandi sjó-
mannaafsláttinn og því væri furðu-
legt að ætla að tengja samtökin við
hann núna.
„Það hefur ekki verið til siðs að
gefa gjafir og ætla síðan að láta
aðra borga. Sjómannaafslátturinn
hefur misfarist nokkuð eins og sést
til dæmis þegar tíu skipstjórar eru
skráðir á hafnsögubát," sagði Krist-
ján.
Málefnanefnd
á landsfundi
Tillaga um
að leyfa
hnefaleika
ÆSKULÝÐS- og íþróttanefnd Sjálf-
stæðisflokksins hyggst leggja fram
tillögu á landsfundi flokksins í dag
um að ólympískir hnefaleikar verði
leyfðir á ný. A föstudagskvöld kom
fram tillaga um þetta mál og sagði
Guðrún Vilhjálmsdóttir, varaformað-
ur nefndarinnar, að hún hefði verið
samþykkt einróma.
Guðrún sagði að orðið hefði nokk-
ur umræða, en niðurstaðan hefði
verið sú að það væri í valdi hvers ein-
staklings að ákveða hvort hann
stundaði hnefaleika auk þess sem
rannsóknir hefðu sýnt að ekki væru
fleiri slys í þessari íþrótt en öðrum.
Morgunblaðið/Porkell
FRIÐRIK Sophusson, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
þakkaði í gær fyrir sig á landsfundi flokksins. Davíð Oddsson tók í
hönd Friðriks og voru þeir hylltir með lófataki.
Varaformaður kveður
FRIÐRIK Sophusson, fráfarandi
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, flutti síðdegis í gær örfá
þakkarorð þar sem hann þakkaði
landsfundinum það traust, sem
sér hefði verið sýnt og ámaði
flokknum heilla. Stóðu fundar-
menn upp og hylltu hann.
í gær voru málefnanefndir að
störfum fyrrihluta dagsins. Síð-
degis var svo gengið til atkvæða
um ýmsar ályktanir á fundinum í
Laugardalshöll. I dag lýkur fund-
urinn störfum með því að kosinn
verður formaður, varaformaður
og miðstjóm og verður greint frá
niðurstöðunni á fréttavef Morg-
unblaðsins, http//www.mbl.is.
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra, og Sólveig Pétursdóttir,
alþingismaður, hafa lýst yfir
framboði til varaformennsku.
Tólf framboð hafa borist til 11
sæta í miðstjórn flokksins. I
framboði em: Asgerður Hall-
dórsdóttir, deildarstjóri, Sel-
tjarnarnesi, Ásta Þórarinsdóttir,
hagfræðingur, Reykjavík, Birgir
Ármannsson, Iögfræðingur,
Reylqavík, Birna Lámsdóttir,
íjölmiðlafræðingur, Þingeyri,
Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk-
verkakona, Akranesi, Elsa Vals-
dóttir, læknir, Reykjavík, Guðjón
Hjörleifsson, bæjarstjóri, Vest-
mannaeyjum, Hrafnkell A. Jóns-
son, héraðsskjalavörður, Fella-
bæ, Jón Helgi Björnsson, rekstr-
arhagfræðingur, Laxamýri, Jón
Magnússon, verkfræðingur,
Skagafirði, Loftur Már Sigurðs-
son, nemi, Reykjavík, og Þórar-
inn Jón Magnússon, blaðaútgef-
andi, Hafnarfirði.
íslandsflug hefði hætt flugi til Egilsstaða hefði FÍ boðið þrjár ferðir á dag
Ráðherra segir
að opinber stýr-
ing gangi ekki
ÓMAR Benediktsson, framkvæmda-
stjóri íslandsflugs, segir að félagið
hefði hætt flugi til Egilsstaða ef sam-
keppnisyfirvöld hefðu ekki bannað
Flugfélagi íslands að hefja þriðju
daglegu ferðina austur. Halldór
Blöndal samgönguráðherra segir að
opinber stýring á samgöngum geti
ekki gengið.
Halldór Blöndal sagðist ekki hafa
séð ákvörðun Samkeppnisstofnunar
þegar viðbragða hans við ákvörðun-
inni var leitað. „En ég er almennt
þeirrar skoðunar að það sé nauðsyn-
legt að samgöngur séu frjálsar og
enginn þröskuldur eigi að vera í
þeirra vegi. Það er nauðsynlegt til að
ferðaþjónusta geti þróast með eðli-
legum hætti. Opinber stýi’ing á sam-
göngum getur ekki gengið. Það má
ekki gleyma því að ýmis fyrirtæki á
landsbyggðinni eiga sitt undir því að
ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað
og engum möguleikum sé þar lokað.
Þetta er mál sem snýst ekki bara um
flugfélögin heldur líka neytendur og
þau byggðarlög sem í hlut eiga,“
sagði Halldór Blöndal.
Sjálfsögð niðurstaða
„Mér fínnst þetta sjálfsögð niður-
staða,“ sagði Ómar Benediktsson,
framkvæmdastjóri Islandsflugs, að-
spurður um viðbrögð við ákvörðun
samkeppnisráðs. Islandsflug flýgur
til Egilsstaða um miðjan daginn en
Flugfélag íslands kvölds og morgna
og ráðgerði FI að hefja þriðju ferð-
ina austur um miðjan daginn.
„Það sem skiptir máli er að minni
aðilinn á markaðnum sé kominn í
ákveðna markaðshlutdeild, um 30%,
áður en það er raunhæft að leyfa
þetta. Við höfum núna um 20%
markaðshlutdeild á flugi til Egils-
staða. Það er alveg ljóst að markmið
þeirra með þriðja fluginu hefði verið
að rúlla yfir okkur og koma okkur út
af markaðnum. Við höfum flogið
austur á minnst eftirsótta tíma dags-
ins og höfum sætt okkur við það því
það kemur ágætlega út fyrir nýtingu
á okkar flugflota og þetta er ákveðin
þjónusta við markaðinn. Ef þeir
hefðu komið með þriðju ferðina hefð-
um við haft tvo möguleika, að hætta
flugi austur, eða fara að fljúga líka
kvöld- og morgunflug. Það hefði orð-
ið til að báðir mundu tapa, við mund-
um tapa meira af flugi austur og þeir
myndu tapa líka því við hefðum tekið
eitthvað af þeiiTa hlutdeild."
Ómar segir að þegar kostirnir í
stöðunni hafí verið skoðaðir, annað-
hvort sá að auka framboð á flugi
austur eða fara út af markaðnum
hefði verið ljóst að besti kostur Is-
landsflugs hefði verið að hætta flugi
austur ef FI hefði boðið þangað
þriðju ferðina.
Ekki náðist í Jón Karl Ólafsson,
framkvæmdastjóra Flugfélags ís-
lands, í gær en hann er staddur er-
lendis.
A
► l-64
Hættulegír sjúkdómar
breiðast út
► í Rússlandi færast lyfþolnir
berklar í aukanna. Morgunblaðs-
menn kynntu sér herferð Rauða
ki-ossins gegn berklum sem nú er
hafm í Rússlandi. /10
Óljós framtíð
vopnaeftirlits
►Vopnaeftirlit í Irak hefur nú
legið niðri í tvo mánuði. /12
Skoðanaverksmiðju
lokað
► Svavar Gestsson, fyrrrverandi
alþingismaður og núverandi sendi-
herra í viðtali. /22
Þjóðgarðurinn á
Þingvöllum
►Tæpt hundrað húsa á helgistað
þjóðarinnar. /26
Höfum komið okkur
sjálfum á óvart
► í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Sigurð Örn
Sigurðsson, framkvæmdastjóra
Elko. /30
►l-16
Saga Monicu
► Kaflabrot úr nýiri bók Andrew
Mortons um umtöluðustu konu
heimsbyggðarinnai’./l og 8-9
Ég og stólarnir erum
orðin eitt
► Erla Sólveig Óskarsdóttii’, hús-
gagna- og iðnhönnuður í viðtali. /6
Meðal hvalaskoðunar-
manna á Azoreyjum
►Ásbjörn Björgvinsson, hvala-
skoðunarfrömuður frá Húsavík,
kynntist eyjunum. /10
c
FERÐALOG
► l-4
Sinai
►í fótspor Móses. /2
Frá Kanarí til Gambíu
►Dagsheimsókn yfir til megin-
landsins gefur ágæta innsýn í
Afriku./4
13 BÍLAR____________
► l-4
Á BMW 3Ci á veginum
til Ronda
► BMW kynnti nýja kynslóð
tveggja dyra bílsins fyrir
skemmstu. /2
Reynsluakstur
►Vel búinn Brava á góðu verði. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► l-24
Lækka rekstrarkostn-
að á tölvubúnaði
► iBM-nettölvur og netþjónar hjá
B&L. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir WW84)ak Brids 50
Leiðari 32 Stjörnuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Viðhorf 34 Utv/sjónv. 52,62
Minningar 38 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 12b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 14b
ídag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
2/4/8/BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1 og 6