Morgunblaðið - 14.03.1999, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Honum var fyrst hrósað að
marki ellefu ára og hné þá í
ómegin; fólki var ekki hrós-
að í Dölunum. Hann gekk
oft með kröfuspjöld milli
Keflavíkur og Reykjavíkur,
en segist hafa afrekað ým-
islegt annað og það sé varla
vegna skoðana sinna á ut-
anríkisstefnu þjóðarinnar
síðustu áratugi heldur þrátt
fyrir þær sem hann er orð-
inn sendiherra. Skapti
Hallgrímsson ræddi við
„meginkjaftinn“ Svavar
Gestsson, sem sakir feimni
skrifaði lengi flestar ræður
sem hann flutti á Alþingi. í
seinni tíð leið honum hins
vegar vel í ræðustóli stofn-
unarinnar, enda hefur hann
alls staðið þar í 198 klukku-
stundir - tæplega fímm
heilar vinnuvikur!
SVAVAR Gestsson flutti alls
2.541 ræðu meðan hann var
þingmaður og ráðherra, en
þeim kafla í lífi hans er lokið.
Hann er orðinn sendiherra og
heldur til Kanada í byrjun
næsta mánaðar, þar sem
hann stýrir m.a. hátíðahöld-
um vegna landafundaafmælisins á
næsta ári og því þarnæsta.
Ymsir hafa gagnrýnt að Svavar
hafi verið ráðinn sendiherra, og vísa
þá til pólitískrar fortíðar hans.
Blaðamaður spurði Svavar fyrst
hvernig hann brygðist við slíkri
gagnrýni?
„Eg er kannski ekki rétti maður-
inn til að svara þessu. Þeir sem bera
pólitíska ábyrgð á skipan minni eru
utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra og ég geri ekki ráð fyrir því að
þeir Davíð og Halldór hafi ákveðið
að ráða mig í þetta verkefni vegna
minna pólitísku skoðana heldur að
einhverju leyti þrátt fyrir þær, og
kannski vegna þess að þeir hafí talið
að ég hefði einhverja þá kosti sem
dygðu í verkið. Mér þykir auðvitað
vænt um það; er hégómlegur að því
leyti eins og aðrir. Mér þykir vænt
um að þeir skuli meta mig svo mikils
að ráða mig í þetta verk þó vissulega
höfum við verið ósammála nokkuð
lengi. Og ég vona að ég geti gert ís-
lenska lýðveldinu eitthvert gagn með
þessu starfí. Þessu svara ég að öðru
leyti ekki mikið; kannski eins og Vík-
verji í Morgunblaðinu, sem tók upp
hanskann fyrir mig um daginn og
sagði sem svo: Halldór Ásgrímsson
sat hjá í atkvæðagreiðslu um Evr-
ópska efnahagssvæðið, gat hann þar
með ekki orðið utanríkisráðherra?
Ég held að meta verði aðra eigin-
leika manna við þessar aðstæður.
Það er náttúrlega alveg Ijóst að ef ég
hefði aldrei gert neitt annað en
ganga á milli Keflavíkur og Reykja-
víkur með spjöld þá væri ég ekki í
þessu verki núna, en menn þekkja
mig af ýmsu óðru.“
Blaðamaður spyr hvernig Svavar
upplifi sjálfur að fara í umrætt
verkefni, og bætn- við: Einhvern
tíma hefði það þótt skrýtið - ég tala
nú ekki um að þið yrðuð tveir sendi-
herrar lýðveldisins í Norður-Amer-
íku, þið Jón Baldvin Hannibalsson!
„Já, það hefði þótt skrýtið og
hefði reyndar alls ekki getað gerst
fyrir tíu til tuttugu árum. En að-
stæður hafa breyst og andspænið
milli manna hefur breyst. Sjálfum
hefði mér fundist þetta óskaplega
skrýtið, vegna þess að ég - eins og
svo margir aðrir - horfði á utanrík-
isþjónustuna með ákveðnum for-
dómagleraugum. Það er ennþá verið
að skrifa um að menn sem fara í
störf eins og ég er að fara í séu að
setjast í helgan stein. Ég sá til
dæmis grein eftir þann ágæta mann
Ellert B. Schram, sem er mágur
Jóns Baldvins, þar sem hann talar
um þetta. Ég veit að það fínnst eig-
inlega allt milli himins og jarðar í
Norður-Ameríku en ég held að þar
sé enginn helgur steinn fyrir okkur
Jón Baldvin. Ég er að fara í sér-
stakt verkefni sem er risavaxin
vinna í tvö ár, þangað til að landa-
fundaafmælinu lýkur og þangað til
ljóst verður hvernig Kanadamenn
taka í það að stofnað verði íslenskt
sendiráð í Kanada."
Svavar nefnir að vegna þess hvaða
augum margh' líta utanríkisþjónust-
una þyrfti að fara í einhvers konar
átak til að fólk átti sig á mikilvægi
þess sem þar fer fram. „Ég fór á
vegum utanríkismálanefndar á sið-
asta ári til Brussel og hitti þar það
fólk sem er að vinna í íslenska sendi-
ráðinu frá hinum ýmsu ráðuneytum,
og ég veit að það er algjörlega upp í
haus í vinnu í þágu íslands. Utanrík-
isþjónustan hefur verið að eflast og
það er vegna þess að það er þörf fyr-
ir þá vinnu. Það er hagsmunagæsla í
þágu íslensku þjóðarinnar.“
Hann heldur til Kanada í byrjun
næsta mánaðar og sér fram á
næg viðfangsefni næstu miss-
eri. „Ég er skipaður sendiherra við
utanríkisþjónustuna. Þeir eru settir í
ýmis verk; ég verð í í Winnipeg, hef
þar skrifstofu og aðsetur og vinn öll
venjuleg sendiherrastörf í samráði
og samvinnu við sendiherrann í Was-
hington og aðalræðismann Islands í
Manitoba, Neil Bardal - sem segist
vera frá Svartárkoti í Bárðardal og
kallar húsið sitt við Winnipegvatn
Svai-tái'kot, sem er erfitt í framburði
fyrir suma þarna.“
Það sem Svavar mun fyrst og