Morgunblaðið - 14.03.1999, Page 37

Morgunblaðið - 14.03.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 37 Deilur um vegalagningu í Borgarfírði Sýknaður af ákæru um meiðyrði HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Jón Björnsson, Deildartungu la, Reyk- holtsdalshreppi af kröfum Jóns Kjartansssonar, bónda á Stóra- Kroppi í sömu sveit þess efnis að um- mæli þess fyrrnefnda yrðu dæmd ómerk þar sem í þeim fælust æru- meiðandi aðdróttanir í sinn garð. Hæstiréttur snýr þar með við dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem hafði áður dæmt ummælin ómerk. Málsatvik eru þau að á undanfórn- um ánim hefur verið deilt um lagn- ingu vegar í landi annars bóndans, Jóns Kjartanssonar. Hinn bóndinn, Jón Björnsson, sem var á öndverðri skoðun um vegarlagninguna, sótti hreppsnefndai'fund sem varamaður á árinu 1997. Þar beindi oddviti hreppsins spurningu til hans varð- andi afskipti hans af málum Jóns Kjartanssonar og voru svör hans færð til bókar. Krafðist Jón Kjartansson þess að ummælin yrðu dæmd ómerk þar sem í þeim fælust ærumeiðandi aðdrótt- anir í sinn garð. Þá krafðist hann þess að Jóni Björnssyni yrði refsað, svo og greiðslu kostnaðar vegna birt- ingar dómsins í fjölmiðlum auk þess sem hann krafðist miskabóta. Hæstiréttur taldi sannað að um- mælin hefðu verið viðhöfð en taldi hins vegar að þótt þau væru ekki kurteisleg fælist hvorki í þeim refsi- verð móðgun né aðdróttun þannig að nægileg efni væru til að dæma þau ómerk. I dóminum segir: „Með orð- inu „fjárglæfrastarfsemi“ þarf ekki að vera átt við refsiverða eða óheið- arlega starfsemi eða hátterni, sem skaðar aðra en fjárglæframanninn sjálfan. Verður ekki fallist á að aðalá- frýjandi hafi farið út fyrir mörk tján- ingarfrelsis með þeim ummælum. Sama á við um orðin „að hafa óhreint mjöl í pokahorninu“, en það kemur í textanum í beinu framhaldi af þeim orðum, að gagnáfrýjandi væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta. Ekki eru efni til að fjalla sér- stakiega um önnur einstök orð eða orðasambönd í hinum umdeilda texta.“ Jón Bjömsson var því sýknaður af kröfum Jóns Kjartanssonar, en rétt þótti að hvor aðili um sig bæri sinn kostnað af málinu fyrir Héraðsdómi og fyrir Hæstarétti. Ummæli Jóns Björnssonar höfðu áður verið dæmd ógild í héraðsdómi og hann dæmdur til sektargreiðslu í ríkissjóð, auk greiðslu málskostnað- ar, miskabóta og birtingarkostnaðar samanlagt að upphæð 220 þúsund krónur. Fundur vegna alþingis- kosninga Þriðjudaginn 16.mars kl. 15 stendur Politica, félag stjórnmálafræðinema við H.I., fyrir kosningafundi vegna komandi alþingiskosninga. Fundur- inn er í sal 2 í Háskólabíói. A fundinn munu mæta frambjóðendur frá stærstu framboðunum. -------------- Nýr formaður Stúdentaráðs Á FUNDI Stúdentaráðs sl. fimmtu- dag var kjörin ný stjórn Stúdentaráðs fyrir starfsái-ið 1999-2000. Nýr for- maður var kjörinn, Finnur Beck stjómmálafræðinemi, og tekur hann við af Ásdísi Magnúsdóttur laganema. Framkvæmdastjóri verður Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðinemi, en hann tók við af Katrínu Júlíusdóttur, mannfræðinema. Pétur hefur gegnt stöðunni síðan í janúar en þá Katrín þurfti að láta af störfum sökum bams- burðar. Ný stjórn meirihluta Röskvu mun formlega taka við 15. mars nk. Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Islands, hélt meirihluta sín- um í kosningum sem fóru fram 24. febrúar sl., níunda árið í röð. ------♦-♦-♦------ Árshátíð Alli- ance Francaise ALLIANCE Francaise heldur árs- hátíð fóstudaginn 19. mars í Risinu, Hverfísgötu 105, og er miðaverð 2.950 kr., en ekki tæpar sex þúsund eins og hefði mátt skilja af frétt í blaðinu í gær. Matreiðslumeistari verður Francois Fons. Málþing Náttúrulækningafélags Reykjavíkur Líf án streitu! ★ Er streita nútímavandamál? ★ Hvernig tökum við á streitu? JJ ★ Getum við nýtt streitu til góðs? L. ★ Hafa neysluvenjur áhrif á streitu? ★ Veldur trúleysi streitu? Náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 16. mars 1999 kl. 20. Fundarstjóri: Anna Pálsdóttir, upplýsingafulltrúi Heilsustofnunar NLFl í Hveragerði. Frummælendur: 1. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur 2. Konráð Adolphsson, skólastjóri Stjórnunarskólans. 3. Katrín Fjeldsted, heimilislæknir 4. Hildur Hákonardóttir, forstöðum. Listasafns Árnesinga Pallborð: Anna Elísabet Ólafsdóttir, matvæla- og næringafræðingur Anna S. Pálsdóttir, prestur Magnús Scheving, þolfimikennari Aðgangseyrir 400 kr./Frítt fyrir félagsmenn ALLIR VELKOMNIR €Íl5UhÚ5Íð Skólavorðuslíg 4 Krlnglan Smáralorgi Skipagótu 6. Akuroyn Kárastíg 1, sími 562 4082. FRÉTTIR Vélsleða- kerru stolið MÁNUDAGINN 8. mars var vélsleðakerru þeirri sem sjá má á meðfylgjandi mynd stolið af bifreiða- stæði við íbúðarhús í Funafold. Kerr- an er grá að lit og gulur miði með áletruninni „Jeppaklúbbur 01ís“ var límdur á hana. Vélsleði af gerðinni Arctic Cat Pantera með skráningar- númerið UY 397 var í kerrunni er henni var stolið. Aðeins munu vera tvær kerrur af þessari tegund á landinu. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um hvar kerr- an og vélsleðinn eru niðurkomin snúi sér til lögreglunnar í Reykjavík. Vorferðlr Heimsferða í sólina frá 29.855,- Heimsferðir bjóða nú frábær tilboð fyrir þá sem vilja komast í sólina eftir páska og njóta þess að dvelja í styttri eða lengri tíma á sólarströnd í yndislegu veðri og njóta vorsins á Spáni, fegursta tíma ársins. Við bjóðum spennandi úrval kynnisferða á Kanarí, Benidorm og Costa del Sol og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu strax, 10.000 kr. afslátturinn gildir út næstu viku ^ i sæti lau; Costa del < ujb páskar J 8 sæti laus London Kanarí 12. apríl - vikuferð Costa del Sol 11. aprfl - 30 nætur Kr. 29.855,- Kr. 49.855, M.v. hjón með 2 börn, 2 - 14 ára, vikuferð, Iguazu. Verð með afslætti. Kr. 39.990.- M.v. 2 í íbúð, Paraiso Maspal- omas, vikuferð með sköttum. Verð með afslætti. M.v. hjón með 2 böm, 2 - 11 ára, Timor Sol. Verð með afslætti. Kr. 59.990.- M.v. 2 í studio, Timor Sol, með 10 þús. kr. afslætti. Benidorm 12. aprfl - 29 nætur Kr. 42.955,- M.v. hjón með 2 böm, 2 - 11 ára, Acuarium, með 10 þús. kr. afsl. Kr. 59.890.- M.v. 2 íbúð, Acuarium, 29 nætur, með sköttum. Verð með afslætti. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.