Morgunblaðið - 14.03.1999, Page 38

Morgunblaðið - 14.03.1999, Page 38
38 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ __________________MINNINGAR MARTA ÞÓREY HOLDÖ + Marta Þórey Holdö, f. Niel- sen, fæddist hinn 9. janúar 1926 að Moldhaugum í Eyja- fírði. Hún var dóttir Sesselíu Stefáns- dóttur Hansen frá Kollugerði í sama firði. Hennar móðir var Guðrún frá Hlöðum og faðirinn Stefán frá Finna- stöðum einnig í Eyjafirði. Faðir Mörtu var norskur, Ottó Nielsen, bóndi, stýrimaður og vélstjóri frá Fal- kefjord í Vesterálen. Aðeins 15 ára gömul kynntist Marta ástinni í lífi sínu, Hans Olai Holdö, norskum flugmanni, hjá RAF, breska flughemum. Og tæplega 17 ára eignaðist hún svo einkadótturina, Ingu Rögnu, nánar tiltekið 12. desember 1942. Stríðið geisaði á þessum tíma, en stuttu eftir fæðingu dótturinnar var Hans sendur með flugsveit sinni til Bretlands. Um það bil ári seinna féll hann svo í flugorustu við Noregs- strendur. Árið 1965 giftist Marta svo Ar- ne Berg Holdö, skip- stjóra, bróður Hans Olai. Ame var þá ckkjumaður, með ungan son Ame Erik, sem Mai-ta gekk í móður stað. Ame Erik er doktor í verk- fræði, starfandi í Bretlandi og kvæntur breskri stúlku, Lornu og þeirra dóttir er Viktoría Elísabeth. Samvistir þeirra Mörtu og Ame stóðu aðeins yfir í 13 ár, en hann lést úr krabbameini árið 1978. Sex hálfsystkini átti Marta, sem öll em dáin. Dóttirin Inga Ragna er tvígift. Árið 1961 giftist hún Sigurði Þ. Guðmundssyni, stýrimanni, ættuðum úr Hrísey. Saman eignuðust þau 3 böra: 1) Mörtu Rut, f. 14.9. 1963. Hún er tvígift. fyrri maður Viðar Péturs- son frá Þorvaldsstöðum í Breið- dal. Með honum átti hún tvo syni, Pétur og Sigurð. Seinni maður hennar er Stefán Vilbergsson, stýrimaður frá Stöðvarfirði. Þau búa nú í Þorlákshöfn og eiga 3 syni: Andra Dag, Vilberg og Hlyn Loga. 2) Dagný María, f. 24.9. 1965, gift Jóni Þórðarsyni rafvirkja. Böm þeirra em 3: Sigurður Bergur, Elín Inga og Marinó. Tvo drengi unga hafa þau misst. Þau búa á Selfossi. 3) Guðmundur, f. 20.5. 1972, við- skiptafræðingur verslunarstjóri hjá Hagkaup í Reykjavík. Sambýliskona hans er Helga Ei- ríksdóttir. Þau eiga einn son Júlíus Inga. Þau búa í Reykja- vík. Sigurður og Inga slitu sam- vistir. Seinni maður hennar er Gísli Sigurðsson, fjölbrauta- skólakennari. Með því hjóna- bandi stækkaði íjölskyldan til muna, því með Gísla, sem var ekkjumaður, fylgdu 4 börn: Stefán, Katrín, Sigríður og Christine. Á þeirri hlið em barnabörain 5. Marta bjó í Noregi til dauða- dags. Hinn 15. janúar lést hún á Ríkisspitalanum í Ósló eftir margra ára heilsubrest. Hún var jarðsett frá Oddeneskirkju í Kristiansand hinn 22. janúar. Hún hvílir þar við hlið eigin- manns sins, Arne. Sjötíu og þriggja ára lífsbaráttu móður minnar er lokið. Eg segi bar- áttu, því hún var langt í frá velkomin í þennan heim. Móðir hennar, Sesselía, hafði fyrst verið gift norskum manni Hans Han- sen. Hann byggði síldarbræðsluna á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Þar reistu j)au sér einnig veglegt íbúðar- hús. Ymist bjuggu þau þar eða á heimili móður Hans í Asker í Noregi. Sesseh'a og Hans eignuðust 5 böm, hálfsystkini móður minnar. Elst var Guðrún, þá Ingi, Stefán og Hans. Yngsta dóttirin Borghild lést á unga aldri. Allt of snemma missti amma mín þennan ágæta mann úr illvígum sjúkdómi. Og ekki var ein báran stök. Meðan ekkjan var á leið heim frá Noregi með bamahópinn sinn, brann fallega heimilið þeirra á Dagverðareyri, ásamt öllum pappírum, sem sönnuðu eignarrétt fjölskyldunnar á staðnum. Lítið sem ekkert gerði Sesselía til að ná fram rétti sínum. Hún kom því bömum sínum fyrir hjá systkinum sínum en réð sig í húsmennsku tii Skagafjarðar. Þar kynntist hún Vig- fúsi Magnússyni smið og með honum hóf hún sambúð á Sauðárkróki. Þar fæddist dóttirin Soffía, sem strax á fyrsta ári fékk lömunarveikina og gekk aldrei heil til skógar, hvorki andlega né líkamlega eftir það. Sesseha fluttist frá Vigfúsi og + Sveinbjörg Þóra Jóhanns- dóttir var fædd á Norðfirði 4. febrúar 1915. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. mars si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Aðventkirkjunni 9. mars. — Mig langar að setja á blað nokkur : kveðjuorð um elskulega mágkonu : mína Sveinu. Frá því ég kynntist Sveinu, fyrir meira en þrjátíu ámm, var hún mér eins og besta systir. : Sveina var sannarlega búin að skila vel sínu hlutverki í lífinu, búin að Iala upp sín böm og eignast hóp mannvænlegra afkomenda og standa eins og klettur við hlið eigin- * manns síns í blíðu og stríðu uns yfir I lauk. Sveina var búin að líða mikinn lasleika á seinni ámm, en ekki ; kvartaði hún mikið, það var ekki hennar háttur. Eg held að Sveina hafi verið mjög sátt við að fá hvíld- ina, einkum síðan maður hennar lést fyrir fáum ámm. Henni var það mikils virði að geta hlúð að honum síðustu stundimar. Sveina var mjög trúrækin og orðvör kona og hvarfl- | aði ekki að henni að þröngva skoð- í unum sínum að öðmm, hvorki í trú- settist að á Bergstöðum í Glerár- þorpi. Þangað flutt gerðist hún mat- ráðskona hjá Andreas Holdö, verk- smiðjueiganda á Krossanesi. Holdö- og Hansenfjölskyldunum hafði verið vel til vina um árabil. Böm þeirra leikið sér saman í æsku. Á þessum tíma kynntist amma mín afa mínum Ottó Nielsen, sem komið hafði á vegum Andreasar Holdö til fslands. Ávöxtur þessara kynna varð svo lítil stúlka, nefnd Marta Þórey. Ekkert hafði móðir mín af foður sínum að segja. Hann vildi reyndar taka hana til sín, en þeirri bón ansaði ekki amma mín. Strax í fmmbemsku upplifði móð- ir mín mikla afneitun fjölskyldu sinnar. Afneitun, sem endurspeglað- ist nú síðustu árin í veikindum henn- ar. Gætti bæði reiði og biturleika er hún þvi miður of oft rifjaði upp gamla tíð. Snemma þurfti hún að sjá fyrir sér. Föður minn hitti hún fyrst 15 ára, er hún vann á gististað á Akur- eyri. Hann var þá nýkominn úr flug- skóla í Toronto í Kanada. Það mun hafa verið ást við fyrstu sýn af hálfu móður minnar minnsta kosti. Hans Olai var glæsiiegur ungur maður og var hann aufúsugestur á mörgum heimilum á Akureyri. Vinafólk Andreas Holdö á Krossanesi keppt- ist um hylli þessa unga bróðursonar hans. Amma mín lagði blessun sína málum né öðrum málum. Sveina var sjómannskona og flestir vita hvað felst í því hlutverki. Mér fínnst að Sveina hafi fallið vel inn í það hlut- verk, hún var sterk og æðrulaus, dugnaðarforkur við allt sem hún gerði, enda vön mikilli vinnu frá bamæsku. Ég ætla ekki með þess- um fáu línum að rekja æviferil Sveinu, það munu aðrir gera, enda veit ég að hún hefði ekki kært sig um neina lofræðu. Mig langar að- eins til að votta mínar innilegustu þakkir fyrir allt sem hún var bróður sínum og mér, þakkir fyrir allar góðu stundimar sem við áttum á heimili þeirra hjóna á ferðum okkar um landið. Það var yfirleitt há- punktur ferðarinnar að koma og gista hjá þeim á Fáskrúðsfirði og njóta þar höfðingsskapar og hlýju. Áldrei var nein fyrirhöfn of mikil hjá Sveinu, hún var þeirrar gerðar að hugsa alltaf fyrst um aðra á und- an sjálfri sér. Þannig var Sveina. Guð blessi minningu hennar. Bömum hennar og öðram að- standendum votta ég innilega sam- úð. Ragna S. Gunnarsdóttir. yfir samband unga parsins, þótt ekki hafi verið víst að hún tæki með í reikninginn að sambandið bæri þann ávöxt er gerði. Flugsveit föður míns var staðsett í Reykjavík um það leyti er undirrituð sá ljós þessa heims að Bergi í Glerárþorpi. Þar hafði vinafólk ömmu skotið skjóls- húsi yfír móður og bam. Greiðslur og gjafapakkar bámst frá föður mínum, einnig eftir að flugsveit hans var flutt til Bretlands. Svo varð þögn, engin bréf, engir pakkar, ekk- ert! „Týndur“ í flugorustu, var svar- ið, sem móðir mín fékk, við eftir- grennslan. Nú snerast vindar hjá fóstranni góðu. Nú vildi hún eiga barnið. Osóma var safnað saman um hina ungu móður mína og í engu skeytt þótt hún nýverið hafi misst unnusta sinn. Elstu systkini móður minnar vildu gera betur. Þau vildu að króg- inn yrði geftnn burt úr bænum. Upphófust nú grimmileg og sárs- aukafull málaferli fyrir móður mína. Margir vandalausir urðu til að veita henni lið í þessari baráttu, sem lauk með því að hún tók til sín móður sína og hina veiku systur, Soffíu. Stofn- aði hún heimili, fyrst að Brekkugötu 29 með okkur þrjár. Tóku amma mín og frænka þvi fegins hendi, þar sem þeim hafði áður verið komið fyrir á elliheimilinu í Skjaldarvík. Ég var 18 mánaða þegar móðir mín kom ásamt lögfræðingi sínum að Bergi og sótti mig. Svo mjög tóku þessi málaferli á móður mína að hún miðaði sitt eigið tímatal við þau. Fyrir og eftir málaferlin var jafnan viðkvæðið hennar. Nú hófst hörð lífsbarátta. Amma fékk ekki ellistyrk, vegna þess að synir hennar vora vel stæðir. Soffía neitaði bótum, því hún vildi ekki vera hreppsómagi. Laun konu á þessum áram vora ekki há, en með elju móður minnar hafðist það ein- hvem veginn. Á saumastofu fékk hún haldgóða kunnáttu í fatasaum og drýgði hún tekjumar með því að sauma fyrir fólk heima fram eftir nóttum. í Lögbergsgötu 1 fluttum við svo þegar ég var um það bil 4 ára. Elsta systir mömmu, Guðrún, og maður hennar, Steingrímur, leigðu mömmu kjallarann. Amma var þá orðin rúm- liggjandi og átti þá ósk heitasta að vera sem næst dóttur sinni Guð- rúnu. I Lögbergsgötunni höfðum við 2 herbergi og fékk mamma að hafa eldunarplötu og uppþvottabala í þvottahúsinu. Ekki var þetta nein draumaaðstaða fyrir mömmu. En einmitt yfir þessu kvartaði hún ekki. Húsaleigan var látin sitja fyrir öllu og kolageymsluna fyllti hún þegar nokkur leið var. Alla peninga, sem hún vann inn, setti hún í peningakassa, sem amma réð yfir og þurfti hún að biðja ömmu Ieyfis þyrfti hún að fá sér efni í nýja flík. SVEINBJÖRG ÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR Með stríðslokum kom hið endan- lega svar. Faðir minn hafði fallið í flugorastu við Noregsstrendur. Aldrei gleymi ég gráti hennar, þar sem hún stóð með þetta örlagaríka bréf í höndunum og undir grátinn tóku herflugvélar þær er staðsettar vora á Akureyri, er þær kvöddu með hópflugi út fjörðinn. Það var kominn friður. Á svipuðum tíma kom samskonar bréf til afa míns og ömmu í Norður- Noregi, en með því var dálítill við- auki. Sonur þeirra, Hans, hafði látið eftir sig unnustu og dóttur á íslandi. Faðir minn hafði verið það forsjáll að láta skrá okkur mæðgur hjá her- málayfirvöldum. Synir þeirra vora þrír, sem féllu í stríðinu, svo það var þónokkur huggun harmi gegn að sonur þeirra hafði látið eftir sig dóttur. Upphófust nú bréfaskriftir, mynda- og pakkasendingar og þar sem mikill skortur ríkti í Noregi, gerði mamma nokkuð, sem hún hafði aldrei gert áður. Hún betlaði gömul föt af systkinum sínum og kunningjum. Þessar sendingar hennar voru vel þegnar og lifa enn í minnum meðal afkomenda. Guðrún systir hennar á allar þakkir skilið í því efni, því ekki stóð á hennar lið- veislu í því að leggja gömlum vinum lið. Einn var sá fjölskyldumeðlimur í Holdö fjölskyldunni í Noregi, sem var sérstaklega pennaglaður. Var það Ame Berg föðurbróðir minn. Mánuðir og ár með gagnkvæmum bréfaskriftum, enduðu með að hann bað móður minnar. Mér vildi hann ganga í föður stað. Skýjaglópagleði móður minnar fékk skjótan endi. Ætlaði hún virkilega að svíkja móð- ur sína og systur? Grátur, reiði og örvænting ríktu í kjallaranum á Lögbergsgötunni. Endirinn varð sá að móðir mín af- þakkaði bónorðið. Á þessum tíma vann hún í Pönt- unarfélagi verkamanna, köldum þungum vinnustað. Fyrir vinnu bjó hún um ömmu, hljóp heim (upp brekku) í hádeginu og gerði hið sama, lyfti henni ein upp í rúminu í hvert sinn, síðan endurtók sagan sig einu sinni til tvisvar á kvöldin. Síðan sat hún við sauma fram eftir nóttu auk þess að sinna tveimur sjúkling- um um miðjar nætur. Eitthvað hlaut að gefa sig, jú, mikið rétt, heilsa móður minnar. Hún fékk bráða brjósthimnubólgu, berklakennda, eins og sagt var í „den tid“. Móður- systir mín, Guðrún, sem sjálf hafði kynnst berklum, tók nú til sinna ráða. Á hæli færi móðir mín ekki, sjálf skyldi hún sjá til að hún næði heilsu. I fjóra mánuði hélt hún móð- ur minni í sóttkví, stríðól hana, ekki minna en peli af rjóma á dag. Upp úr veikindunum stóð mamma síðan og gekk svo gott sem beint inn í Hvítasunnusöfnuðinn. Þar eignað- ist hún marga góða vini og vona ég að ég lasti engan er ég nefni Önnu nokkra Bjöms, sem nr. 1 í þessum hópi. Anna reyndist móður minni meira en vinur, hún hreinlega gekk henni í móðurstað. Hún huggaði mömmu, leyfði henni að gráta við öxl sína. Anna Bjöms var stórkostleg kona. Rétt fyrir dauða sinn minntist móðir mín hennar með tár í augum. Enginn var mér nokkra sinni svo góð sem hún Anna Bjöms. Þar sem Anna er löngu farin til síns heima, vil ég aðeins segja Drottinn blessi minningu Önnu Björns. Drottinn blessi vini hennar úr Hvítasunnusöfnuðinum. Það vora sannir vinir. Fyrir 8 ára telpu var frelsun móður minnar nokkuð erfið. Aldrei aftur 3 bíó með mömmu og allt of mörg boð og bönn, sem erfitt var að skilja. En Hvítasunnusöfnuð- urinn gaf móður minni lífsfyllingu, fullnægði gjafaþörf hennar, enda átti hún til að afldæða mig peysu eða úlpu, ef hún sá að einhver hafði meiri þörf fyrir slíkt en ég. Ár hvert var viðkvæði hennar: „Næsta vor föram við til Noregs." En árin liðu og engin varð Noregs- ferðin. Þáttaskil urðu þegar ég tók af skarið og tilkynnti að nú ætlaði ég sjálf að safna fyrir Noregsferð fyrir okkur báðar. Frá norska ríkinu hafði móðir mín hálfan ekkjustyrk og styrkur til mín var veralegur. Móttökur þær, sem við mæðgur fengum hjá fóðurfólki mínu, vora hreint ólýsanlegar. Mömmu og mér var tekið sem prinsessum. Var það móður minni mikil uppreisn. Noreg hafði hún alltaf þráð, en nú gat hún vart hugs- að sér að snúa aftur til íslands. En skyldan kallaði í formi móður og sjúkrar systur. Mínar Noregsferðir urðu nokkuð tíðai- og gekk ég þar í skóla. Norskur forsætisráðherra af- henti mér skjal upp á óheftan náms- styrk, sem ég nýtti því miður ekki nógu vel. Móðir mín var mjög stolt þegar ég giftist Sigurði, syni Mörtu Sveinsdóttur og Guðmundar Jör- undssonar, útgerðarmanns. Alla tíð bar hún hlýjar tilfinningar til þessa tengdasonar síns og tel ég það hafa verið gagnkvæmt. Sú væntumþykja kom glöggt í ljós er við Sigurður voram skilin. Tók hún sér ferð á hendur til íslands til að heimsækja hann á sjúkrabeð. Gleði mömmu var mikil þegar agnarlítil dótturdóttir kom í heim- inn. Marta var hún látin heita í höf- uð á báðum ömmum sínum, en Rut til aðgreiningar. Svo þegar Marta Rut var um það bil eins árs varð Ar- ne föðurbróðir ekkjumaður. Nokkr- um mánuðum seinna kom bréf frá honum til mömmu. Ekki var það efnismikið, en sagði þó meira en orðagjálfur: Marta komdu! Hver veit? Og mikið rétt með þeim tókust ástir. Ákveðið var að þau skyldu gifta sig vorið eftir. Stolt og hamingjusöm, með hring á fíngri kom hún heim til að gera upp sín mál. Hún gerði hreint fyrir sínum dyram hjá Hvítasunnusöfnuðinum og sagði sig úr honum. Ég veit að það var henni nokkuð erfitt, því hin- ir góðu vinir hennar sneru nú baki við henni. En trú sinni á Jesú Krist tapaði hún aldrei. Þau Arne bjuggu lengst af í Krist- iansand í Suður-Noregi. Þar sem hann var skipstjóri á stórum olíu- skipum, fékk hún að sigla með hon- um um öll heimsins höf. Ymist var stjúpsonurinn, Arne Erik, með í för, eða eftir að hann fór að stunda nám í Englandi, eyddi hann bæði jólum og sumarfríum hér hjá mér á Islandi. Ótaldar eru ferðirnar, sem við Sig- urður fóram með dætur okkar og dvöldum sumarlangt hjá mömmu og Arne. Svo kom reiðarslagið, Arne var með ólæknandi sjúkdóm. Svo lengri hamingja hafði móður minni ekki verið ætluð. Þrettán ár varði hjóna- band þeirra, þar sem hluti af þeim fór í veikindastríð Arne. Hann lést svo um miðjan vetur 1978. Árið eftir skildum við Sigurður og þá tók móð- ir mín mér opnum örmum með börn mín, sem þá vora orðin þrjú. Hjá henni dvöldum við svo í tæp tvö ár, við nám og störf. Á 'sama hátt tók hún nýjum tengdasyni. Tók honum og bömum hans opnum örmum. Móðir mín hafði verið eins og áður er sagt flink saumakona, en hatta- saumur átti stóran hlut huga hennar og listræn var hún, eins og mörg myndverk hennar bera vott um. Meðan hún lá banaleguna kenndi hún mér að lita og meðhöndla fjaðrir til hattaskreytingar. Hún hafði lært að nýta hluti. Aldrei fleygði hún flík án þess að hirða af henni tölur og rennilása. Allir hlutir áttu sinn stað á heimili hennar, en materialisti var hún ekki. Hún var alla tíð nægjusöm fyrir sjálfa sig. Væra aðrir þurfandi giltu aðrar reglur. Það er ef til vill ekki algengt að dóttir skrifi minningargrein um móður sína, en ætli nokkur hafi þekkt hana betur. Síðustu 15-20 árin var móðir mín mjög sjúk. Slag fékk hún, svo að hún átti erfitt með að skrifa. Æðakerfi hennar og hjarta var illa farið og nú síðast varð henni ekki bjargað. Vin átti hún þessi síðustu ár, Arthur Rödland. Besti maður, en nokkuð fylginn Bakkusi konungi, sem ekki var það besta fyrir heilsu- lausa móður mína. Nú gengur Arth- ur í gegnum erfitt dauðastríð, krabbameinið hefur heltekið hann. Elsku mömmu vil ég þakka sam- verana. Sími 10375 í Rristiansand, svarar ekki lengur. Inga Ragna Holdö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.