Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 43

Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 43 segja má að hann eigi drjúgan þátt í þeim faglega grunni sem stofnun- in hefur byggt á allt til þessa dags. Þótt Þórir léti af starf! brunamála- stjóra vann hann lengst af einstök verkefni fyrir stofnunina og miðlaði henni áfram af sérþekkingu sinni. Þórir var mikill á velli og gat ver- ið fastur fyrir þegar sannfæring hans bauð honum svo. Hann var ná- kvæmur og vandvirkur í störfum og fylgdi eigin sannfæringu. Fyrir það naut hann trausts og virðingar starfsbræðra sinna og annarra samferðamanna. Með fráfalli hans hefur verið höggvið skarð í sér- þekkingu á sviði brunavarna hér á landi. Ég vil að lokum votta eiginkonu Þóris, Þórhildi Katrinu, og bömum þeirra samúð við andlát elskulegs eiginmanns og foður. Bergsteinn Gizurarson. Þegar Þórir Hilmarsson hóf starf sem brunamálastjóri vorið 1979 beið hans ærinn starfi við að fram- fylgja brunamálareglugerðinni sem þá var nýkomin út og seinna sama ár tók gildi ný byggingarreglugerð. Reglugerðirnar þóttu strangar samanborið við fyrri reglur og fór mikil vinna í að sannfæra menn um ágæti þeirra. A þessum tíma var stofnunin liðfá, auk brunamála- stjóra voru starfsmenn tveir fyrr- verandi slökkviliðsmenn og ein stúlka á skrifstofunni. Fljótlega fékk Þórir að ráða til starfa verk- fræðing í hálft starf sem verktaka en fyrst í árslok 1982 fékkst leyfi lýrir að ráða verkfræðing í fullt starf og annan um mitt árið 1983. Þessi ár voru tími mikilla breyt- inga og varð Þóri fljótt ljóst að verulegt átak þyrfti að gera í fræðslumálum varðandi bruna- hönnun sem þá var hugtak sem fáir þekktu. Þórir fylgdist grannt með þein-i þróun sem átti sér stað á þessum tíma annars staðar á Norð- urlöndum en þar var mikið að ger- ast á þessu sviði. Þórir samdi við norska verkfræð- ingafélagið um að það gengist fyrir ráðstefnu hér á landi í samvinnu við Brunamálastofnun og félög arki- tekta, verk- og tæknifræðinga. Ráð- stefnan var haldin í mars 1981 og voru fengnir færastu fyrirlesarar Norðmanna til að flytja framsöguer- indi. Mikill áhugi var fyrir ráðstefn- unni og sóttu hana um 130 manns. Með þessari ráðstefnu og annarri í júní 1984 urðu straumhvörf í hönn- un brunavarna í byggingum hér á landi og veitti hönnuðum aukinn styrk til að takast á hendur hönnun flókinna bygginga. I þessu umhverfi hófst hönnun Kringlunnar en þar reyndi mjög á að hugsað væri eftir nýjum brautum en hönnunin ekki bundin í viðjar forskrifta. Brunamálastofnun undir sfyrkri stjórn Þóris var hönnuðunum til ráðgjafar frá fyrstu tíð og oft þurfti að taka stórar og óvanalegar ákvarðanir um grundvallarþætti brunahönnunar. Sú fyrirmynd sem þarna skapaðist undir handleiðslu Þóris hefur verið notuð í margar aðrar byggingar og reynst vel. Eftir að Þórir lét af störfum sem brunamálastjóri á árinu 1986 vann hann á eigin verkfræðistofu allt til þess síðasta. A þeim tima vann hann að brunamálum á margan hátt m.a. sem ritari nefndar um endurskoðun brunamálalaganna 1992 og með ritun á ýmsum reglum sem Brunamálastofnun hefur gefið út og er höfundur að ýmsum reglu- gerðum m.a. um úðakerfi og eld- varnaeftirlit og hafði umsjón með brunavarnaákvæðum nýju bygg- ingarreglugerðarinnar sem tók gildi sl. sumar. Með henni rættist langþráður draumur að sameina byggingar- og brunamálareglu- gerðirnar í eina. Sem yfirmaður var Þórir einstaklega ljúfur og þægi- legur. Góður og tryggur vinur vina sinna. Hann deyr langt um aldur fram og er saknað af vinum sínum. Við sendum eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Theódór Amason, Guðmundur Gunnarsson. SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON + Sveinn Frímann Ágúst Bær- ingsson fæddist að Furufirði í Grunnavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu 18. ágúst 1906. Hann lést 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 5. mars. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sveinn okkar er dá- inn. Aldrei er maður undirbúinn slíku. Þegar ég fékk þessar fréttir brá mér og ég settist niður og þá streymdu minningamar fram. Elsku Sveinn, það er margt sem við spjölluðum um þegar ég heim- sótti þig og konuna þína og þegar þið komuð til mín. Þú varst alltaf svo ánægður að sjá bamabömin þín. Þú komst og gistir yfir helgi og varst svo hrifinn af matarstell- inu og hnífapörunum að ég gaf þér 6 manna stell með þér heim. Ég kynntist þér og konunni þinni 1982 þegar þú varðst afi. Þá kom ég til ykkar með nýfæddan son okkar, þið tókuð mér svo vel og baminu. Þú varst svo ánægður að vera orð- inn afi. Þú varst ennþá ánægðari þegar þú fékkst nafna 1985. Aldrei mun ég gleyma þegar þú komst og gistir yfir helgi þegar nafni þinn átti afmæli og þú dansaðir og dans- aðir við ömmu mína, það var alveg æðislegt að sjá þig dansa. Elsku Sveinn, nú veit ég að Jar- þrúður hefur tekið á móti þér opn- um örmum og þá veit ég líka að þér líður vel. Ég bið guð að varðveita þig og geyma og bið guð að gefa systur þinni styrk og ég vil þakka öllum þeim sem hugsuðu um Svein í veikindum hans. Bestu kveðjur, Inga. Elsku afi okkar. Nú hefur þú lokað aftur augunum og hjartað sofnað svefninum langa en minn- ingamar lifa. Þegar við komum á Hólmgarð 39 og þú opnaðir skáp- inn og þú sagðir hvað má bjóða ykkur þá varstu með fullan skáp af allskonar góðgæti, þegar þú varst að leika við okkur, halda á okkur og hampa okkur. Þegar þú og kon- an þín komuð í Keflavíkur til okkar var mjög gaman. Allar þessar og fleiri minningar geymum við í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku afi, bestu þakkir fyrir allt. Megi Guð geyma þig og varðveita. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vinmn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Kristinn, Sveinn og Gestur. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afrnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstra;ti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. "I" Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, BALDURS ÓLA JÓNSSONAR, áður til heimilis á Hafnarbraut 8, Neskaupstað, Boðahlein 11, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. Irma Pálsdóttir, Anna Gréta Baldursdóttir, Sigurður Runólfsson, Sólveig Baldursdóttir, Sigurður Steinar Ketilsson. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, LAUFHEIÐAR JENSDÓTTUR, Hátúni 4, Reykjavík. Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Janusson, Þórður Eiríksson, Guðrún G. Bjömsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORSTEINS HANNESSONAR söngvara. Kristín Pálsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, KRISTÍNAR KATRÍNAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Stigahlíð 53. Guð blessi ykkur öll. Erlendur Guðmundsson, Kristín Vala Erlendsdóttir, Karl Thoroddsen, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, Guðmundur Kristinn Erlendsson, Kristín Bernhöft Pétursson og aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR EGGERZ listmálara, Laugavegi 65, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á Arnarholti fyrir alúð og umönnun, einnig til starfsfólks Sjúkra- húss Reykjavíkur. Sólveig Eggerz, Allan Brownfeld Páll Ólafur Eggerz, Gabriele Eggerz, Þorbjörg Pálsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Jens Pálsson. og barnabörn. + Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, ERLU VÍDALÍN HELGADÓTTUR fyrrum kaupkonu. ' Ragnheiður Óskarsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Lára Bjarnadóttir, Theódór Kárason, Elín Bjarney Bjarnadóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Bjarni Bjarnason, barnabörn og systkini hinnar látnu. + Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, MARGEIRS SIGURÐSSONAR skipstjóra, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi. Sigurður Ingi Margeirsson, Dóra Hafsteinsdóttir, Magnús Margeirsson, Jenný Ólafsdóttir, Brynja Margeirsdóttir, Guðjón Davíð Jónsson, Ása Kristín Margeirsdóttir, Örn Stefán Jónsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SÆVARS FRÍMANNS SIGURGEIRSSONAR, Vesturbergi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til deildar A3 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir hlýhug og umönnun. Marsý Dröfn Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað verður á morgun, mánudaginn 15. mars vegna útfarar ÞÓRIS HILMARSSONAR verkfræðings, fyrrv. brunamálastjóra. Brunamálastofnun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.