Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 50

Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 50
50 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Kristin menn- ingararfleifð * Islenzk þýðing Biblí- unnar á 16. öld átti, að mati Stefáns Frið- bjarnarsonar, drjúgan þátt í því að íslenzk tunga hefur varðveitzt lítið breytt fram á okkar daga. ÍSLENDINGAR og fleiri smá- þjóðir á Vesturlöndum hafa rétti- lega þungar áhyggjur af tungu sinni og þjóðmenningu á tímum alþjóð- legra fjarskipta og fjölmiðlunar, sem við nú lifum, þar sem enskan ræður ferð. Öll áhrifaöfl þurfa að bregðast við, móðurmálinu til varn- ar, enda er það, með og ásamt sögu þjóð- arinnar og bók- menntum, sem tungan geymir, homsteinn menn- ingarlegs og stjórn- málalegs fullveldis okkar. Heimili, skólar, fjölmiðlar, samtök og sérhver íslendingur hafa skyldum að gegna í þessu efni. Vaxandi utanaðkomandi áhrif erlendra mál- samfélaga gera það m.a. mikilvægt að tryggja stöðu ís- lenzkrar tungu í hugbúnaði, stórefla íslenzka kvik- mynda- og sjónvarpsþáttagerð og talsetja erlent sjónvarpsefni, eink- um það sem ætlað er börnum og unglingum. Þjóðtunga okkar átti og í vök að verjast fyrr á tíð, ekki sízt á þeim öldum þegar löggjafai-vald var í höndum samejginlegs konungs Danmerkur og Islands - og dönsk áhrif hér á landi vóru hvað mest. Það er ekki ofsagt þótt fullyrt sé að íslenzk þýðing Biblíunnar á 16. öld hafi átt hvað drýgstan þátt í því að íslenzk tunga hefur varðveitzt lítið breytt fram á okkar daga. Aðrar nomænar þjóðir hafa ekki sömu sögu að segja i þessum efnum. Nýja testamentið, sem geymir þær trúarlegu bækur er spanna líf og starf Jesú hér á jörðu, kom fyrst út á íslenzku árið 1540. Það var Oddur Gottskálksson, sem þá var ritari biskupsins í Skálholti, sem vann það þrekvirki við þeirra tíma kringumstæður að þýða þetta mikla trúarrit á móðurmálið. Talið er að Nýja testamenti Odds hafí verið fyrsta bókin sem prentuð var á ís- lenzku. Annar stórviðburður í menningar- og trúarsögu okkar átti sér stað rúmum fjórum áratugum síðar. Biblían í heild sinni, það er bæði Gamla og Nýja testamentið, var gefin út á íslenzku árið 1584: Guðbrandarbiblía Þorlákssonar biskups. Biblían var, auk fornsagna, sem reyndar vóru ekki í hvers manns höndum, nær eina lesefni margi'a kynslóða í landinu. Kirkjan var og nánast eini samkomustaður fólks á myrkum tímum Islands sögu. Þar var guðsorð boðað á móðurmálinu á helgidögum - og allar götur til okk- ar daga. Því má heldur ekki gleyma að í kaþólskum sið vóru biskupsstólarn- ir og klaustrin mikilvæg fræðasetur og skólar, þar sem verðandi prestar vóru búnir undir ævistarf sitt. Bisk- upsstólarnir gegndu á þessum öld- um mikilvægu og ómetanlegu hlut- verki í menntun þjóðarinnar. Klaustrin gegndu ekki síður mikil- vægu hlutverki, m.a. við varðveizlu og skráningu fornsagna og annars þess efnis sem nú þykir hvað dýrmæt- ast í menningararf- leifð okkar. í ís- landssögu Einars Laxness fá klaustr- in þessa umsögn: „Þau vóru mikil menntasetur og lögðu drjúgan skerf til íslenzkra bók- mennta og áttu stundum mikinn bókakost; þar var stunduð kennsla og líknarstarf.“ A þúsund ára samleið kirkju og þjóðar hefur krist- inn dómur haft ríku- leg áhrif á flesta þætti þjóðmenning- ar okkar. Hann er í raun og sann dýrmætur og óaðskiljanlegur hluti af menningararfleifð okkar, samfé- lagi og viðhorfum. Og í Ijósi þess að móðurmálið er homsteinn menning- arlegs og stjómmálalegs fullveldis okkar má ljóst vera, hve mikilægt framtak þeirra Odds Gottskálksson- ar og Guðbrandar Þorlákssonar var, þegar heilög ritning var þýdd og út- gefin á íslenzka tungu. Það þrek- virki ritar nöfn þeirra gylltum stöf- um í íslands sögu. Margt það sem dýrmætast er í bókmenntum okkar fyrr og síðar tengist trú þjóðarinnar á þríeinan Guð. Það er því við hæfi að enda þennan pistil um kristna menning- ararfleifð íslenzkrar þjóðar með hendingum Hallgríms Péturssonar, höfundar Passíusálmanna: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesús, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Höfundur er fyrrverandi bludnmaöur við Morgunbinðið. Siglufjarðarkirkja, teikning Arnfinna Björnsdóttir, Abbý. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ókurteisi vagnstjóra HINN 11.3. kl. 16.30 kom ég með strætisvagni nr. 8 úr Artúnsholti og ætlaði að flytja mig yfir í vagn 110 á skiptistöðinni í Ar- túni. Þegar í Artúnið er komið sé ég að vagn 110 er við það að renna úr hlaði. Góður hópur fólks var í vagninum nr. 8 og ætluðu allflestir út í Ar- túni, þannig að talsverð þvaga myndaðist við aft- urdyr vagnsins. Eg sat í fremstu sætum vagnsins og sá mér leik á borði og gekk beint að framdyrun- um. Engir farþegar voru á leið inn í vagninn. Þegar ég kem að dyrunum sé ég að bílstjórinn gerir sig ekki líklegan til þess að opna þær. Eg spyr hann hvort hann ætli ekki að opna fyrir mér dymar því ég sé að missa af vagnin- um. Svarið sem ég fékk var geðvonskulegt: út að aftan. Ég sá að tilgangs- laust var að þræta og vatt mér inn í þvöguna. Ég komst loks út úr vagnin- um 30-40 dýrmætum sek- úndum seinna og horfða á 110 keyra burt. Þegar nr. 8 ók úr hlaði brosti ég þvi kaldhæðnislega til bíl- stjórans. Vagnstjórinn snarstöðvaði þá bflinn, reif aftur hliðargluggann með talsverðu afli, stakk höfðinu út um gluggann og öskraði á mig yfir 20- 30 farþega hóp, að vagn nr. 115 kæmi bráðum svo ég skyldi bara slappa af. Ég hef frá æsku minni farið allra minna ferða í strætó og hef aldrei á því tímabili orðið vitni að eins ótrúlegu tillitsleysi og ókurteisi af hálfu vagn- stjóra. Farþegi. Mundi ekki kvarta I Morgunblaðinu fóstu- daginn 12. mars á bls. 12 segir Garðar Sölvi Helga- son frá skerðingu sem hann fær á örorkubótum vegna 5 milljóna króna peningaeignar. Ég botna ekkert í þessu, ég er elli- lífeyrisþegi og endarnir rétt ná saman af mínum bótum og ég á 300 þúsund' krónur í banka og finnst ég rík. Ég mundi ekki kvarta ef ég ætti 5 millj. króna. Eftirlaunaþegi. Um kjör öryrkja ÉG var, fyrir stuttu, stödd á fundi hjá Sjálfs- björgu þar sem fjallað var um kjör öryrkja og fá- tæks fólks. Þar var fjár- málaráðherra viðstaddur. Harpa Njálsdóttir félags- fræðingur gerði grein fyr- ir rannsóknum sínum á kjörum öryrkja hér og út- koman var hræðileg. Fjöldi fólks hér er undir hungurmörkum og verður að leita til hjálparstofn- ana til að fá mat til að daga fram lífið. Við erum langt á eftir öðrum Norð- urlöndum í sambandi við þessi mál og eitt er víst að góðærið er ekki hjá þessu fólki en flest af því er með á milli 50-60 þúsund á mánuði. Þess vegna varð ég hneyskluð þegar ég heyrði í fjölmiðlum í gær í fjármálaráðherra og for- sætisráðherra tala um hvað öryrkjar hefðu það gott hérna. Sigrún. Oánægð ÉG og mín fjölskylda höf- um verið dugleg að sækja skyndibitastaðinn Amer- ican Style heim undan- fama mánuði. I janúar sl. tók ég þátt í keppni á út- varpsstöðinni FM 95,7 um hamborgara dagsins og vann ég mér inn mat fyrir 2 á American Style. 28. febrúar athugaði ég hvar hægt væri að fá mat- inn afgreiddan og komst að því að það var í Skip- holti. Þegar ég hringdi þangað var mér sagt að þetta væri útrunnið og ég hefði þurft að taka þetta út innan 3-4 vikna. Ekki rámaði mig í að mér hefði verið sagt frá því þegar ég fékk vinninginn. Var talað við yfirmanninn og mér síðan boðið að taka þetta aftur út innan þriggja vikna og ber að þakka fyrir það. En þar sem ég bý í Keflavík var ég ekki viss um að ég gæti notfært mér þetta innan þriggja vikna og spurði því hvort ég gæti sett þetta á annað nafn svo þetta myndi nýtast einhverjum úr fjölskyld- unni. Nei, það var ekki hægt, ég yrði að taka þetta út sjálf. 2. mars sl. fór ég því með frænda minn sem ég gaf vinning- inn á American Style, þar sem ég gat ekki nýtt mér hann, sýndi persónuskil- ríki mín og fékk matinn afhentan handa honum og vini hans. Með þessu bréfi vil ég benda fólki á að ef það vinnur einhverja vinninga að spyrja um kvaðirnar sem þeim fylgja. Einnig má benda starfsfólki og öðrum ráðamönnum á að það kostar ekkert að sýna góða lund og þjónustulip- urð, það er góð auglýsing. Ég vil taka það fram að ég hef hvorki verið ósátt við þjónustu né mat stað- arins hingað til, heldur er þetta eitt atvik, sem ég er ósátt við, og er það nóg. Fríða Björk Másdóttir, Keflavík. Sóðaskapur ÉG fer í Holtagarða einu sinni í viku og er mér far- ið að blöskra þvflík drulla er þar fýrir utan, stífluð niðurföll, bréf og rusl um allt. Maður getur varla stigið út úr bflnum. Þarna eru fjórar stórar verslanir og mér finnst ekki hægt að bjóða viðskiptavinum upp á þetta. Viðskiptavinur. Tapað/fundið Gulleyrna- lokkur týndist GULLEYRNALOKKUR með perlu týndist sl. sunnudag, annað hvort í leið 3 eða niður Lauga- veginn. Skilvís finnandi hafi samband í sima 552 7343. Víkverji skrifar... EFTIRFARANDI bréf barst Víkverja í vikunni: „Hinn 28. febrúar sl. var í dálki Víkverja veist að Happdrætti Há- skóla Islands (HHI) með ámælis- verðum hætti. Látið var að því liggja að happdrættið hagi því svo að vinningar falli fremur á óselda miða en selda. Ef greinarhöfundur hefði haft fyrir því að spyrja HHI eða dómsmálráðuneytið, sem hefur eftirlit með happdrættinu, hefði hann getað sparað sér þessar vangaveltur. Hann hefði þá fengið skýr svör um það, með hvaða hætti það er tryggt að útdráttur vinninga sé fullkomlega tilviljunarkenndur. Með skrifum af þessu tagi er sáð fræjum tortryggni sem erfitt er að uppræta. Þótt auðvelt sé að sýna fram á hið rétta í málinu og birta leiðréttingu í sama blaði, er engin trygging fyrir því að þeir sem lásu upphafleg skrif lesi leiðréttinguna líka. Víkverji hefur hinsvegar óskað svars og er þess vænst að bréf þetta birtist á sama vettvangi sem allra fyrst. I lögum um HHI er kveðið á um að verðmæti vinninga í flokkahapp- drættinu skuli vera 70% af sölu- verðmæti miða. Með öðrum orðum: af hverjum 100 ki-ónum sem selt er fyrir skal greiða 70 krónur til við- skiptamanna í vinningum. I daglegu tali er þetta orðað svo, að vinnings- hlutfallið skuli vera 70%. Ef allir miðar happdrættisins seldust, væri unnt að tryggja að vinningshlutfallið væri alltaf ná- kvæmlega 70%. Nú er það hinsveg- ar svo að aðeins hluti útgefinna miða selst og er þá treyst á að fylli- lega tilviljanaháður útdráttur leiði til þess að sem næst 70% af andvirði seldra miða fari aftur til viðskipta- vinanna í formi vinninga. I nýút- kominni skýrslu dómsmálaráðu- neytisins um happdrættismál má sjá að á árinu 1997 seldust miðar í flokkahappdrætti HHI að verðmæti 1000 milljónir króna. Vinningar gi’eiddir viðskiptamönnum happ- drættisins á árinu námu 720 millj- ónum króna, þannig að vinnings- hlutfallið var 72%, ívið hærra en gert er ráð fyrir. Samkvæmt sömu skýrslu reyndust sambærilegar töl- ur hjá öðrum happdrættum á sama ári vera sem hér segir: DAS 41,5%, SÍBS 60,1%, Lottó 39,2% og Get- raunir 61,1%. Bráðabirgðauppgjör ársins 1998 bendir til þess að vinningshlutfallið hjá HHÍ verði 71,2% það ár, svo að happdrættið hefur aftur skilað í vinningum heldur meira fé en því bar. Af þessum tölum má sjá að vart er við hæfi að veitast að HHI á þeim grundvelli að það taki til sín óeðlilega stóran hlut. Astæða er til að árétta hér, að gagnstætt því sem stundum heyrist fleygt eru óseldir miðar happdrættinu einskis virði - happdrættið fær ekki og getur ekki fengið neina vinninga á óselda miða. Mikið er fyrir því haft að tryggja að útdráttur vinninga HHÍ sá háður tiMljun einni saman og fari fram í samræmi við lög og reglur. Sér- stakri eftirlitsnefnd, happdrættis- ráði, sem skipað er af dómsmála- ráðuneytinu, er falið það hlutverk að sjá til þess að öllum nauðsynleg- um skilyrðum sé fullnægt. I fyrr- nefndri skýrslu dómsmálaráðuneyt- isins er því ýtarlega lýst hvernig út- drættir fara fram og hvernig eftir- litinu er háttað. Skýrsluna hafa fjöl- miðlar fengið í hendur. HHÍ hefur borist eftirfarandi bókun happdrættisráðs, sem gerð var á fundfþess 8. mars sl.: „Til þeirra er málið varðar. Happdrættisráð Happdrættis Háskóla Islands er skipað af dóms- málaráðherra og hefur eftirlit með útdrætti vinninga í Happdrætti Há- skólans. Hlutverk happdrættisráðs- ins er meðal annars að ti’yggja að vinningar séu valdir af handahófi. Dráttarforrit sem notað er við út- drátt vinninga hverju sinni hefur verið yfirfarið af tveimur sérfróðum mönnum tilnefndum af happdrætt- isráðinu í samræmi við reglugerð fyrir happdrættið, og hafa þeir stað- fest að tilviljun ræður hvaða númer hlýtur vinning við útdrátt vinninga í happdrættinu. Ólafur W. Stefánsson, Drífa Pálsdóttir, Jón Thors, Jónas Þór Guðmundsson." Virðingaríyllst, Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ.“ xxx YÍKVERJI birti og svaraði bréfi svipaðs eðlis síðasta sunnudag og endurtekur því hluta svars síns síðan þá: „Ekki var ætlunin að væna HHÍ um glæpsamlegt athæfi heldur var spurningin varðandi happdrættið ósköp einföld og sára- saklaus að mati Víkverja, vegna hugleiðinga kunningja hans. Sá taldi einmitt að lög og reglur væru ef til vill þannig að miðar í eigu happdrættisins ættu meiri mögu- leika á útdrætti en aðrir en var alls ekki með það í huga að afbrotamenn væru við stjórnvölinn í HHÍ...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.