Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útlendingaeftirlitið sjálfstæð stofnun
HINIR ungu þingmenn í sal Alþingis á fyrsta degi þingsins í gær.
Viðbrögð banka og sparisjóða við Veltukortum SPRON
Georg’ Lárusson
verður forstjóri
STARFSEMI Utlend-
ingaeftirlitsins verður
skilin frá embætti ríkis-
lögi-eglustjóra og það
gert að sjálfstæðri
stofnun. Jafnframt
verður stofnuninni ráð-
inn nýr forstjóri og
verður það Georg Kj-.
Lárusson, varalög-
reglustjóri í Reykjavík.
Breytingar þessar
taka gildi 1. október
næstkomandi í kjölfar
nýrra laga sem sam-
þykkt voru 10. mars
um skipan útlendinga-
eftirlits. Starfshópur Georg
vinnur nú að því að Lárusson
finna stofnuninni nýtt
húsnæði og undirbúa starfsemi
hennar samkvæmt hinum nýju lög-
um. Starfshópinn skipa Haraldur
Johannessen ríkislögreglustjóri,
Björg Thorarensen, skrifstofustjóri
dómsmálaráðuneytis, Jóhann Jó-
hannsson og Georg Kr. Lárusson,
sem er formaður
starfshópsins.
Dómsmálaráðherra
ákvað með heimild í 36.
grein , starfsmannalaga
að flytja Georg Kr.
Lárusson til í starfi og
fela honum að gegna
embætti forstjóra Ut-
lendingaeftirlitsins. Er
skipunartími hans hinn
sami og sem varalög-
reglustjóri, þ.e. til 30.
apríl 2003. „Þetta er
spennandi verkefni,
margt ft'amundan og
miklar breytingar,“
sagði Georg í samtali
við Morgunblaðið.
Hann sagði fyrsta verk-
efni starfshópsins að finna stofnun-
inni nýtt aðsetur, ganga frá starfs-
mannamálum, en þeir verða á bilinu
13 til 15, og síðan sagði hann nauð-
synlegt að skipuleggja útgáfu vega-
bréfa sem þurfa að vera komin í
gagnið á miðju næsta sumri.
Ymist ný kort eða breytt-
ir skilmálar eldri korta
enda væri deila VISA-ísland og
SPRON eingöngu um nafnið á nýju
korti SPRON en ekki skilmálana.
Landsbanki fyrst og fremst með
breytt núgildandi kort
„Landsbankinn býður viðskipta-
vinum nú þegar víðtæka möguleika
varðandi greiðsludreifingu eða skipt-
ingu á kreditkortareikningum,“
sagði Björn Líndal, framkvæmda-
stjóri hjá Landsbanka, spurður um
hvernig Landsbankinn myndi bregð-
ast við þessum nýjungum á mark-
aðnum. „Við munum vitaskuld bæta
þessum nýja möguleika við og það
mun fyrst og fremst gerast með
þeim hætti að menn geti áfram notað
núgildandi kort. Þetta er hins vegar
ekki nein sérstök nýjung því
greiðsludreifing og greiðsluskipting
er löngu þekkt á kreditkortamark-
aðnum hér á landi,“ sagði Björn.
Visa-kort eftir páska
Einar S. Einarsson, framkvæmda-
stjóri VISA-ísland, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að Veltikort
Visa mundu standa viðskiptavinum
til boða strax eftir helgi og muni þau
bjóðast viðskiptavinum allra banka
og sparisjóða líkt og önnur VISA-
kort, hvað sem líður deilu SPRON
og VISA-íslands vegna heitis Veltu-
korts SPRON. Hann sagði að VISA-
ísland mundi halda lögbannsmáli til
streitu vegna Veltukorta SPRON og
kvaðst búast við að lögbannið fengist
lagt á formlega í dag. „VISA er í
þeirri stöðu að við leggjum til kerfí
og kort en það er hvers einstaks
banka og sparisjóðs að selja þessi
kort. Við höfum samt auglýst og
munum auglýsa að þessi Veltikort
Visa muni bjóðast eftir páskana."
Hann sagði að ágreiningurinn við
SPRON væri fyrst og fremst um
nafnið en VISA gerði i sjálfu sér
ekki athugasemdir við að SPRON
eða Islandsbanki og aðrir bankai’ og
sparisjóðir, sem eru meðal eignarað-
ila VISA-ísland, bjóði nýja skilmála í
samvinnu við keppinautinn,
Europay. „Þetta snýst bara um
óheimila notkun á þjónustuheiti sem
við eigum lögvarinn rétt á þótt spari-
sjóðsstjórinn virðist misskilja málið
þannig að við séum að leggja stein í
götu hans. En það er hans einbeitti
brotavilji í málinu, sem veldur því að
við förum í lögbann. Hann heldur
óbreyttum hætti og þyngir heldur
sóknina," sagði Einar S. Einarsson.
ÍSLANDSBANKI og nokkrh- spari-
sjóðir hafa þegar tilkynnt að þeir
hyggist bjóða krítarkortaviðskipti
með sámbærilegum skilmálum og
Sparisjóður Reykjavíkur býður með
nýjum Veltukortum. Aðrir bankar
undirbúa að breyta skilmálum á
kortum sínum og VISA-ísland
hyggst bjóða ný kort, Veltikort, með
sambærilegum skilmálum strax etir
páska, að sögn Einars S. Einarsson-
ar, framkvæmdastjóra Visa. _
Sigurveig Jónsdóttm hjá Islands-
banka sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að bankinn hefði ákveðið
að bjóða þeim hópi viðskiptavina,
sem þegar hafa Valkort frá bankan-
um eða nýta sér vildarþjónustu Is-
landsbanka, upp á sambærileg við-
skipti og veltukort SPRON bjóða,
þ.e. korthafar þurfa aðeins að greiða
5% eða a.m.k. 5.000 krónur úttektar
um hver mánaðamót, auk vaxta.
Nýir skilmálar bætist þá við nú-
verandi viðskipti og standi til boða
þeim sem koma nýir inn í vildarþjón-
ustu eða fá Veltukort. Breytingar
standa þeim sem hafa Valkort frá
Mastercard þegar til boða en koma
til framkvæmda gagnvart VISA-
korthöfum frá og með 6. aprífl, að
sögn Sigurveigar.
Sparisjóður vélstjóra og sparisjóð-
irnir í Keflavík, Hafnarfirði og Kópa-
vogi auglýstu ný kort, SP-kort frá
MasterCard, úrri helgina. Þau virð-'
ast sambærileg við Veltukort
SPRON.
Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri í
Hafnarfirði, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hver sparisjóður
hefði gert sinn samning við
MasterCard og væru þau í alla staði
sambærileg við Veltukort SPRON,
auk þess sem kortunum fylgdi
tryggingapakki vegna ferða-slysa-
trygginga.
Búnaðarbanki býður nýja skil-
mála fyrir gömul kort
Stefán Pálsson, aðalbankastjóri
Búnaðarbanka íslands, sagði við
Morgunblaðið í gær að væntanlega
mundi bankinn á næstu dögum bjóða
nýja skilmála, sambærilega Veltu-
kortum, í tengslum við þau kort, sem
þegar eru í boði, án þess að ný kort
verði gefin út. „Þetta eru litlar nýj-
ungar. Þetta er spuming um að út-
víkka það sem menn hafa verið að
gera,“ sagði Stefán. Hann sagði að
spurningar um nýja skilmála tengd-
ust á engan hátt aðild Búnaðarbank-
ans eða annarra að VISA-ísland,
anplegurauður
I Ching,
Veraldarviska,
List friðarins og
Leið pílagrímsins.
Fjögur klassísk rit
um andleg málefni,
áhugaverðar
handbækur um
leiðir að farsæld
í lífi og starfi.
Bækur sem vekja
til umhugsunar.
0
FORLAGIÐ
I c MINL
1111)
l‘íl AtiHÍMSlNS
ItM
vkh,ívusNS
VI raujar
VISKA
Alþingi unga fólksins sett í gær
Haldið í tilefni
50 ára afmælis
Evrópuráðsins
ALÞINGI unga fdlksins var setf
með formlegum hætti í Alþingis-
húsinu við AusturvöII í gær.
Ólafur G. Einarsson, fráfarandi
forseti Alþingis, setti þingið en
það mun standa þar til á rnorg-
un. Þingið er haldið í tilefni 50
ára afmælis Evrópuráðsins, en
verið er að kynna þátttakend-
um, sem eru á aldrinum 16 til 20
ára, starfsemi ráðsins sem og
störf Alþingis.
Allir á aldrinum 16 til 20 ára
gátu sótt um að fá að sifja þing-
ið en 63 ungmenni voru valin af
sérstakri nefnd og koma þau frá
öllum kjördæmum landsins.
Þátttakendurnir ganga í störf
alþingismanna og fylgja alfarið
þeim hefðum og reglum sem
ríkja í þinghúsinu.
Kurteisari en hinir eldri
Ólafur G., sem stjórnaði fund-
inum til að byrja með, gerði
þingmönnum grein fyrir því að
þeir væru nú í kastljósi fjölmiðla
og að þau orð sem þeir létu falla
á þinginu yrðu ekki afmáð. Hall-
dór Asgrímsson utanríkisráð-
herra ávarpaði einnig þingið og
sagðist vonast eftir góðum og
hreinskilnum umræðum og
bætti því síðan við að eflaust
yrðu þingmennirnir ungu kurt-
eisari í ræðustóli en hinir eldri,
sem jafnan eiga sæti í þinginu.
Að loknum ræðum Ólafs og
Halldórs var kosið um þingfor-
seta og var Ingólfur Friðriksson
kjörinn, en hann tók strax við
stjórn þingsins.
Þijár þingnefndir skipaðar
Þrjái' þingnefndir voru skip-
aðar við upphaf þings, þ.e. um-
hverfisnefud, utanríkisnefnd og
menntamálanefnd, en 21 þing-
maður skipar hveija nefnd. Jóni
Ómari Gunnarssyni, 17 ára
nema í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, leist mjög vel á það
starf sem framundan væri. Jón,
sem situr í utanríkisnefnd, sagð-
ist hafa nokkur inál á sinni
könnu, en það sem honum þætti
mikilvægast væru málefni flótta-
mahna á Islándi. Hann ságði áð
ekki mætti hleypa of mörgum
flóttamönnum til landsins, því
fátæktinni yrði ekki útrýmt með
því að koma með hana til Iands-
ins. Þá telur hann brýnt að
flóttamenn læri íslensku og
fræðist um jand og þjóð.
Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, 16
ára nemi í Verslunarskóla Is-
lands, sagðist hafa sótt um að fá
að taka þátt í þinginu ásamt
nokkrum vinum sínum, en að liún
hafi verið sú eina sem hafi verið
valin. Dagmar, sem situr í
menntamálanefnd, sagði að jafn-
rétti til náms væri ákaflega mikil-
vægt í sínum huga, því allir ættu
að hafa sömu tækifærin til að
stunda nám óháð fjárliagsstöðu.
Hún sagðist ekki hafa neimi sér-
stakan áhuga á að stunda þing-
mennsku í framtíðiimi, því fjöl-
miðlarnir ættu hug sinn allan.
í dag heldur þingið áfram, en
þingfimdur hefst klukkan tíu og
stendur til klukkan íjögur og á
morgun hefst fundurinn klukkan
níu og stendur til klukkan fjögur.
Að loknum þingstöidum á morg-
un verður móttaka fyrir þingfull-
trúa í utanrfldsráðuneytinu.
Sjoppu-
ræningja
enn leitað
LÖGREGLAN í Kópavogi leit-
ar enn manns sem rændi sölu-
turn á Smiðjuvegi á fimmtu-
dagskvöld. Hann ógnaði tveim-
ur afgreiðslustúlkum með hnífi
og hafði á brott með sér um 50
þúsund krónur í peningum úr
sjóðvél.
Samkvæmt lýsingu af-
greiðslustúlkna var ræninginn
rúmlega tvítugur að aldri, um
168 cm á hæð, klæddur í dökka
peysu og gallabuxur, með
gi'æna húfu á höfði.