Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
rKeikó Trojuhvalur
hvalfriðunarsinna
Ef rcll er sem heyrist vestan
úr hinni slóru Ameríku þá munu
ein alhórötistu hvalfnðun-
arsainlök þar í sveit vera komin
Ímcíi stjómartaumana hvað
varðítr Keikó i nútíð og framtíð.
<7"
1_D
ÞAÐ mátti svo sem vita að það lægi eitthvað meira á bak við íslandsferð Keikós
en að mæta á ættarmót.
Samanburður á framlög’um til velferðarmála á Norðurlöndum
Island með hlutfalls-
lega lægst framlög*
Útgjöld til veiferðarmála á Norðurlöndum
árið 1996BSKBB' Hlufall af landsframleiðslu
- - m mmrn — II Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð
Veikindagreiðslur 1,16 1,26 1,29 2,46 1,33 s Is.
Atvinnumál og atvinnul.bætur 4,41 4,35 0,66 1,45 3,54 5°
Aldraðir, öryrkjar o.fl. 15,87 15,19 7,66 12,50 17,54 Xj .c
- þar af tekjufærslur 12,60 13,39 5,68 9,09 13,69 o c
- þar af þjónusta 3,27 1,80 1,97 3,40 3,85 •c
Fjölskyldur og börn 3,98 3,91 2,35 3,53 3,78 1
Önnur velferðarútgjöld 2,07 1,13 0,63 0,95 2,17 p
Útgjöld til velferðarmála 27,50 25,85 12,58 20,88 28,36 .E 1
HINAR Norðurlandaþjóðirnar ráð-
stafa mun meira af landframleiðslu
sinni til yelferðarmáia en gert er hér
á landi. A Islandi nemur sú upphæð
sem varið er til velferðarmála ríf-
lega 12,5% af landframleiðslu, en í
Svíþjóð þar sem hlutfallslega mestu
er varið til velferðarmála er sam-
svarandi upphæð tæplega 28,4%.
Hjá öðrum Norðurlandaþjóðum er
fjárhæðin sem varið er til velferðar-
mála þarna á milli, 20,9% í Noregi,
25,8% í Finnlandi og 27,5% í Dan-
mörku.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
riti Þjóðhagsstofnunar um Búskap
hins opinbera árin 1997-1998. Þegar
velferðarmálin eru sundurliðuð frek-
ar kemur í ljós að mikill munur er á
útgjöldum vegna aldraðra og ör-
yrkja milli landanna. A Islandi fara
um 7,7% tU þessa málaflokks, sam-
anborið við rúmlega 17,5% af lands-
framleiðslu í Svíþjóð.
Fram kemur hjá Þjóðhagsstofnun
að fyrirvara verði að hafa í huga
þegar samanburður af þessu tagi sé
gerður á milli landa. Sem dæmi
megi nefna að iífeyrissjóðir séu í
sumum ríkjum flokkaðh- með hinu
opinbera en í öðrum ríkjum með
einkageiranum.
Full búð af nýjum vörum
Tilbúnir eldhústaukappar
frá kr. 650 metrinn.
Falleg stofuefni
frá kr. 980 metrinn.
Tilbúnir felldir stofutaukappar
frá kr. 1.790 metrinn.
Z-brautir & gluggatjöld,
Faxafeni 14,
símar 533 5333/533 5334.
Átaksverkefnið Aðgát
Lítil börn slas-
ast oft heima
Ataksverkefni
sem heitir Aðgát
hefur verið í gangi
um skeið en það lýtur að
slysavörnum barna og
unglinga. Ataksverkefnið
er á vegum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðhen-a.
Herdís Storgaard er fram-
kvæmdastjóri Aðgátar.
„Kveikjan að þessu
verkefni var að Þórhildur
Líndal, umboðsmaður
barna, kynnti hugmynd
sína að átaksverkefni til
þriggja ára sem snérist
um að fækka slysum á
börnum og unglingum.
I kjölfarið ákvað ríkis-
stjórnin að fara út í verk-
efnið. Aðgát er í höndum
verkefnastjórnar sem er
skipuð fulltrúum sex
Herdís Storgaard
ráðuneyta og fulltrúa sveitarfé-
laga.“
Herdís segir að meginverkefni
stjórnarinnar sé að efla og sam-
hæfa aðgerðir þeirra sem þegar
vinna að slysavömum barna og
unglinga, tryggja tengslin við
ýmsar opinberar stofnanir,
sveitarfélög, félagasamtök og
faghópa og skilgreina á hverra
ábyrgð hinar ýmsu aðgerðir í
forvörnum eru.
Hún segist hafa áralanga
reynslu á þessu sviði og því hafa
lagt til hugmyndalista um á
hverju þyrfti að taka í þessum
málum.
„Fyrsta verk okkar er að fara
í gegnum þessa þætti og reyna
að fá tilfinningu fyrir því hversu
umfangsmikill vandinn er og
hvað má gera til úrbóta."
-Hvaða atríði koma fram á
þeim hugmyndalista sem þú
lagðir fram?
„Verkefnisstjórnin ákvað að
skipta vinnunni í tvennt. Akveð-
ið var að leggja áherslu á
fræðslu um slysavamir tU barna,
unglinga og foreldra. Við viljum
ekki síst benda foreldrum á
ábyrgð sína gagnvart börnum
sínum og unglingumV
Herdís segir að auk þessa
muni stjómin skoða íþróttir og
aðrar skipulagðar tómstundir,
umferðina, vinnuslys, skóla, leik-
skóla og barnagæsluslys. Þá
verður slysum á heimUum gefinn
sérstakur gaumur, vöruöryggi
skoðað og einnig öryggi barna í
byggingum.
- Hvar er ástandið verst með
tilliti til öryggis barna og ung-
linga?
„Frá fæðingu til fjögurra ára
verða slysin í 60% tilvika inni á
heimilum og framundan er því
mikil vinna við að fræða for-
eldra. Þegar börnin verða eldri
era frítímaslys, íþróttir og skól-
inn í forgranni því þar verða
slysin aðallega hjá eldri hópun-
um.“
- Pið bjóðið líka þjónustu við
almenning og opin- ___________
berar stofnanir? Tekið við
„Já, það gerum ábendingum
► Herdís Storgaard er fædd í
Reykjavík árið 1953. Hún lauk
hjúkrunarprófi frá hjúkrunar-
skólanum við Pembury-sjúkra-
húsið í Bretlandi árið 1976. Her-
dís lauk sémámi í bæklunar- og
slysahjúkrun frá háskólasjúkra-
húsinu í Stanmore í Bretlandi
árið 1977 og kenuslu- og upp-
eldisfræði frá háskólanum í
Kaupmannahöfn. Herdís lauk
einnig námi í svæfingahjúkrun
frá Rigshospitalet í Kaupmanna-
höfn.
Hún starfaði sem hjúkrunar-
fræðingur á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur frá 1978-1991
með nokkurra ára hléi. Herdís
starfaði sem barnaslysavarna-
fulltrúi hjá Slysavarnafélagi Is-
lands frá 1991-1998. Hún
starfar nú sem framkvæmda-
stjóri Aðgátar.
Eiginmaður Herdísar er Kai
Storgaard og eiga þau soninn
Sebastian.
við og fólk getur
hringt á skrifstofu _____________
Aðgátar alia virka
daga en verkefnisátakið er með
aðstöðu á Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg. Þar getur fólk
fengið upplýsingar um hvemig
tryggja má öryggi bama og ung-
linga sem best.“
Herdís segir að Aðgát hafi
safnað að sér miklum fróðleik
um slysavarnir og öiyggi barna
og einnig segist Herdís vera
komin í samband við ýmsa er-
um slysagildrur
lenda sérfræðinga sem geta
veitt ráð eftir þörfum. Hún
bendir á að fólk nýti sér gjarnan
þessa þjónustu Aðgátar og
spurningarnar era margvísleg-
ar.
„Það er mikið um fyrirspurnir
varðandi öryggi barna í bifreið-
um þ.e. þann búnað sem þarf
fyrir börn í bifreiðum. Þar vísum
við í sömu reglur og Umferðar-
ráð styðst við.
Þá hefur að undanfömu verið
mikið spurt um hlífar á bakara-
ofna sem hitna mikið og hversu
mikið bii má vera milli rimla á
handriðum."
Herdís segir að auk þess sem
tekið sé við fyrirspumum frá
fólki sé líka tekið við ábending-
um um slysagildrur.
„Það hefur komið í ljós á liðnum
árum að full þörf er á þjónustu
sem þessari. Það eru margir
sem hafa lent í að barnið þeirra
slasast alvarlega og í slíkum til-
fellum reyni ég að aðstoða for-
_________ eldra, koma ábend-
ingum um slysa-
gildruna í réttan
farveg svo hún se
lagfærð og leiðbeina
foreldrum hvert
þeir eigi að snúa sér með nauð-
synlega upplýsingasöfnun þeg-
ar þeir þurfa t.d. að hafa sam-
band við sitt tryggingarfélag.
Þetta era oft mjög erfið samtöl,
foreldrarnir era sárir og reiðir
og þá kemur sér vel að vera
hjúkrunarfræðingur og hafa
unnið lengi á slysadeildinni.
Farið er með öll mál sem trún-
aðarmál."