Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 11 FRÉTTIR Ráðstefna um framtíðarskipulag í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum Mikilvægt að skapa náminu nýja umgjörð ✓ A ráðstefnu á vegum Prenttækni- stofnunar um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi í upplýsinga- og fjöl- miðlagreinum kom m.a. fram að staða hinna hefðbundnu iðnnámsgreina væri veik og nauðsynlegt væri að snúa vörn í sókn með breyttu námi. Morgunblaðið/Ásdís TVEIR erlendir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnu um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi í upplýsinga- og (jölmiðlagreinum, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á laugardaginn. Fremst frá vinstri: And- ers Mosumgaard frá Danmörku og Thorbjörn Öhrnell frá Svíþjóð. Námsskipulag í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum l.önn 2. önn 3. önn 4. önn Almennt bóknám (ca 12 ein.) Grunnur fyrir uppl. og fjölm.- greinar (ca 8 ein.) Almennt bóknám (ca 8 ein.) Grunnur fyrir uppl. og fjölm.- greinar (ca 12ein.) Almennt bóknám (ca 4 ein.) Grunnur fyrir uppl. og fjölm.- greinar (ca 16 ein.) Grunnnám, 3 annir Upplýsinga-hönnun, 20 ein. Grafísk hönnun, margmiðlun, prentsmíð, myndbandag., umbúðahönnun, vefsíðugerð Upplýsinga-miðlun, 20 ein. Blaðamennska, Internetmiðlun, kynningar- tækni, Ijósmyndun, Ijósvakamiðlun Upplýsinga-kerfi, 20 ein. Forritun, gagnaflutningur, netstjórn, gagnasafnsfræði, netkerfi og þjónustu Vinnslu-greinar, 20 ein. Bókband, prentun, umbúðagerð I 1 2 2 I 3 t Skilgreind fagleg kennsla samkvæmt námsskrá og 18 mán. í starfsþjálfun á viðurk. vinnustað (þar sem fáir eru í námi) Fagbréf, sveinsbréf, sveinspróf/ „HVARVETNA gera menn sér grein fyrir því að góð menntun er forsenda þess að góður árangur ná- ist,“ sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra við upphaf ráðstefnu Prenttæknistofnunar, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á laugai’daginn. Tveir erlendir sérfræðingar voru meðal íyrirlesara. Á ráðstefnunni kynnti Baldur Gíslason, starfsmaður starfsgreina- ráðs upplýsinga- og fjölmiðlagreina, tillögur að námi í þeim greinum sem falla undir ráðið, en þær eru í gróf- um dráttum flokkaðar í fernt, þ.e. upplýsingahönnun, upplýsingamiðl- un, upplýsingakerfi og vinnslu- gi’einar. Hlutverk starfsgreinaráðs- ins er að skilgreina þarfir starfs- greina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna, gera tillögur um breytta skipan náms og að náms- mati þar með talin sveinspróf. Mikilvægf að skapa náminu nýja umgjörð I máli Baldurs kom fram að sam- kvæmt athugun á löggiltu iðngi’ein- unum fjórum, þ.e. bókbandi, ljós- myndun, prentun og prentsmíði, virtist staða þeirra frekar veik, fáir nemendur innritast og sveinspróf- um fer fækkandi. Baldur sagði að trúlega ætti tæknin einhvern þátt í þessu en einnig námsfyi’irkomulag- ið, sem hefði ekki verið sérlega nemendavænt. Hann sagði mikil- vægt að skapa náminu nýja um- gjörð, sem tæki mið af nýjum tím- um og nýjum greinum en gæti jafnframt aðlagast eldri iðngrein- um og fært þær til nútímans. Á ráðstefnunni voru tveir er- lendir fyrirlesarar, þeir Thorbjörn Öhrnell frá Grafiska Fackfören- ingen í Svíþjóð og Anders Mosum- gaard frá Grafisk Arbejdsgiverfor- ening í Danmörku. í máli þeirra beggja kom fram að það væru ákveðnar greinar sem ættu erfitt uppdráttar í löndunum og tóku þeir báðir prentun sem dæmi. Mos- umgaard sagði að skóli í Árósum, sem hefði haft flesta nemendur í prentnámi hefði hætt að bjóða upp á námið fyrir skömmu vegna þess að það þótti of dýrt að reka prent- námsdeildina. Öhrnell sagði að vandinn I Svíþjóð væri að stórum hluta fólginn í því hversu erfítt væri fyrir nemendur í ákveðnum greinum að komast á starfssamn- ing hjá fyrirtækjum. Mosumgaard sagði að verið væri að endurskipuleggja upplýsinga- og fjölmiðlanám í Danmörku núna. Hann sagði að margir litu niður á verkmenntun og að sífellt færri hefðu áhuga á því að starfa við greinar eins og prentun og að það væri að stórum hluta vegna þess orðspors sem færi af gi-eíninni. Hann sagði að margir litu á prent- ara sem menn sem ynnu í hávaða- sömum sal og væru ætíð skítugir upp fyrir haus, útataðir í prents- vertu. Mosumgaard sagði mikil- vægt að breyta þessari neikvæðu ímynd því starf prentara væri mjög breytt frá því sem það var áður. Nú eru prentsmiðjur að stórum hluta tölvustýrðar og því þurfa prentarar m.a. að hafa góða tölvu- kunnáttu. Mosumgaard sagði mikilvægt að gera námsgreinar eins og prentun, bókband og prentsmíði meira að- laðandi í augum unga fólksins og þá taldi hann einnig afar mikilvægt að búa þannig um hnútana að fólk sem legði stund á þetta nám gæti farið inn á aðrar brautir seinna, þ.e. að hafa granninn þannig að hann nýttist í annað nám. Sveigjanlegt námsskipulag Starfsgreinaráðið stefnir að því að skipulag námsins verði sveigjan- legt, byggist á sterku og breiðu gi’unnnámi og fagnámi, sem verði mótað af atvinnulífi og skólum eftir þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Samvinna skóla og atvinnulífs er mikilvæg en þessir aðilar munu hafa samstarf um hvað skuli kenna hverju sinni. Námið byggist á fjög- urra anna framhaldsskólanámi og 12 mánaða starfsþjálfun að því loknu. Allt nám í upplýsinga- og fjölmiðlagi-einum hefst sem þriggja anna grunnám þar sem ljúka 60 ein- ingum, þ.e. 24 einingum í almennu bóknámi og 36 fageiningum. Ætlast er til að nemendur taki 20 einingar á önn. Áætlað er að fjórða önnin verði hrein fagönn, alls 20 einingar, þar sem nám á hverri önn fyrir sig verður sjálfstætt en þó verði eins mikið sameiginlegt með öðrum greinum og mögulegt er. I lok fjórðu annar verður síðan tekið lokapróf úr skóla, sem kallast upplýsingatæknipróf og eftir það hefst 12 mánaða starfsþjálfun sem lýkur með sveinsprófum í hinum löggiltu iðngreinum. Starfsgreina- ráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina leggur áherslu á að hægt sé að bæta við sig námi til stúdentsprófs að loknu upplýsingatækniprófi. Björn Bjarnason sagði að menntamálaráðuneytið hefði sam- þykkt þann ramma sem starfs- greinaráðið hefði mótað og að það myndi leggja til fjármagn svo hægt væri að vinna að námskrá í grein- inni. Morgunblaðið/Ásdís HITT húsið í Reykjavík hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk. Hér eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ketill B. Magnússon verkefnasljóri á spjalli. Hitt húsið opnar upplýsingamiðstöð Þjónusta fyrir ungt fólk án endurgjalds OPNUÐ hefur verið upplýsinga- miðstöð fyrir ungt fólk í Hinu húsinu í Reykjavík. Er hún opin öllu ungu fólki án endurgjalds og án þess að panta þurfi tíma. Ekki er um sérfræðiþjónustu að ræða heldur leitast við að greina óskir notenda og þeim vísað til sérfræðinga ef á þarf að halda. I frétt frá Hinu húsinu kemur fram að upplýsingaþörf ungs fólk sé mjög víðtæk og er henni m.a. skipt í eftirfarandi flokka: Atvinna og frami, ferðalög og útlönd, húsnæði, heilsa, menn- ing og listir, nám og þjálfun, réttindi og skyldur, tómstundir, þjónusta hins opinbera og fjár- mál. Þá eru nefnd dæmi um fyr- irspurnir og umfjöllunarefni sem borist hafa Hinu húsinu: Vinur er í eiturlyfjavanda og fær gefíns efni frá fiknief'nasala, hljómsveit sem vill halda tón- leika, dansflokkur sein þarf að- stoð við að skipuleggja sýningu, að stofna fyrirtæki, að sækja um vinnu, semur ekki við föður sinn og stjúpu og býr í bílnum, leiguhúsnæði, hefur ekki rétt til atvinnuleysisbóta en þarf fram- færslulífeyri og þannig mætti áfram telja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.