Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 13
FRÉTTIR
Óánægjuraddir meðal foreldra í Vflkur- og Staðahverfí
Framkvæmdaáætlun um
skólabyggingar gagnrýnd
ÓÁNÆGJA er meðal foreldra með þá ráðstöfun að flytja skólahald að Korpúlfsstöðum.
Hópur foreldra barna
í Víkurhverfi og
Staðahverfi boðaði til
kynningarfundar þar
sem m.a. kom fram
gagnrýni á breytingar
á framkvæmdaáætlun
skólabygginga í
borginni. Geir Svans-
son var á fundinum.
KYNNINGARFUNDI sem
hópur foreldra barna í Víkur-
og Staðahverfi efndi til kom
fram gagnrýni á „fimm ára áætlun
um einsetningu Grunnskóla Reykja-
víkur“ og málefni fyrirhugaðs Vík-
urskóla sérstaklega.
Boðað fundarefni var að „gera
grein fyrir stöðu mála við einsetn-
ingu og nýbyggingar skóla í Reykja-
vík“ og var formaður Sambands for-
eldrafélaga grunnskóla (SAMFOK)
og áheyrnarfulltrúi í fræðsluráði,
Óskar Isfeld Sigurðsson, fenginn á
fundinn í þeim tilgangi.
Óskar er gagnrýninn á nýút-
komna skýrslu (mars 1999) sem er
endurskoðun fimm ára áætlunar
vegna einsetningar Grunnskóla
Reykjavíkur frá maí 1997. „Ég hef
gagnrýnt að í þessari endurskoðuðu
áætlun skuli ekki staðið við tveggja
ára gamla áætlun sem við foreldrar
í Reykjavík litum á sem heiðurs-
mannasamkomulag milli skólayfir-
valda og foreldra í borginni um
framkvæmdahraða. Ef þessi áætlun
verður samþykkt, sem ekki er búið
að gera ennþá, er fýrirsjáanleg
mjög mikil seinkun víða á fram-
kvæmdum og markmiðum um ein-
setpa skóla.“
Óskar harmaði að ekki hefði verið
haft samráð við foreldraráð í skól-
um áður en skýrslan var birt, að
foreldrar vilji og hafi rétt á því að
segja sitt álit. Boðuð seinkun í end-
urskoðaðri skýrslu hafi komið for-
eldram í opna skjöldu því að á síð-
asta ári, í endaðan janúar, hafi
fræðsluyfirvöld sent öllum foreldra-
félögum og -ráðum bréf þar sem
minnst sé á byggingaframkvæmdir
og gefíð í skyn að þeim verði frekar
flýtt en seinkað.
Að sögn Óskars eru einnig já-
kvæðar breytingar í endurskoðaðri
áætlun. „En við viljum knýja á um
að tímasetningar standist. Þó að
margt gott og heilmikið hafi verið
gert í skólamálum hér á undanförn-
um árum þarf greinilega að gera
enn betur til að standa við það sem
lög kveða á um.“
Að tillögu Óskars hefur fræðslu-
ráð nú samþykkt að málið verði
kynnt foreldrum úti í hverfunum og
þeir hafi möguleika á að koma at-
hugasemdum á framfæri.
Gagnrýni foreldrahóps
í Víkur- og Staðahverfi
Á kynningarfundinum kom í ljós
að tilgangur hans var ekki síst sá að
lýsa óánægju hóps foreldra í Víkur-
og Staðahverfi með málefni Víkur-
skóla svo og með fyrirhugað bráða-
birgðahúsnæði skólans í vesturálmu
Korpúlfsstaða.
Aðalsteinn Símonarson, forsvars-
maður hópsins, lýsti yfir megnri óá-
nægju með endurskoðaða áætlun frá
1997. Sagði hann boðaðar frestanir á
„flestum verkþáttum" gerðar „án
samráðs við skólastjórnendur og
foreldra, þó að það sé skýrt kveðið á
um það í grunnskólalögunum að
þessir aðilar skuli vera hafðir með í
ráðum þegar verið sé að fjaila um
mál einstakra skóla.“
Aðalsteinn segist hafa treyst því
að Víkurskóli tæki til starfa á hausti
komanda, eins og komið hafi fram í
áætlunum. „Við þetta miðaði ég
ásamt fjölda annarra íbúa þegar ég
keypti mér íbúð í hverfinu, að þarna
kæmi þessi þjónusta og þarna
mundu börnin mín ganga í skóla.
Þau eru í dag í Engjaskóla og áttu
að flytjast yfir í Víkurskóla í haust
og ljúka sínu námi þar.“ Nú standi
hins vegar til að þau fari inn í bráða-
birgðahúsnæði á Korpúlfsstöðum og
verði þar í 2-4 ár á meðan skólinn
verði byggður.
„Okkur þykir það algerlega
ómögulegt og ólíðandi framkoma við
börnin sem slík að ætla þeim að
skipta um skóla tvisvar á örfáum ár-
um,“ sagði Aðalsteinn.
Margvísleg gagmýni kom fram
um húsnæði og skólahald á Korp-
úlfsstöðum: Hópurinn telur það ekki
henta sem skólahúsnæði; hönnunin
sé gölluð vegna „opins iýmis“ á
vinnusvæði barna; að húsnæðið upp-
fylli ekki kröfur varðandi aðgengi
fatlaðra; að bráðabirgðaskólinn
verði ekki einsetinn og skóladagur
ekki samfelldm- en það brjóti í bága
við gildandi lög; og að auki sé ólík-
legt að húsnæðið verði tilbúið fyrir
haustið.
Aðalsteinn sagði að foreldrar vildu
að staðið yrði við áætlanir og skól-
amir byggðir á „sínum stað“. „Við
sættum okkur íyllilega við það að
þurfa að vera með skólann fyrstu 1-2
árin í færanlegum kennslustofum."
Eyþór Ai-nalds, borgarfulltrúi og
nýskipaður fulltrúi í nefnd um mál-
efni Korpúlfsstaða á vegum menn-
ingarmálanefnar borgarinnar, var á
fundinum og sagði „fimm ára áætlun
R-listans brostna, á aðeins tveimur
ámm“. „Korpúlfsstaðanefndin“ sat
sinn fyrsta fund í vikunni en hlut-
verk hennar er að leggja drög að
framtíðarhlutverki Koi-púlfsstaða.
Eyþór gagnrýndi að búið væri að
„loía og semja við alls konar aðila“
um afnot af húsinu án þess að fram-
tíðarhlutverk byggingarinnar lægi
fyrir.
Staðið verður við áætlun
um byggingu Víkurskóla
Haft var samband við Sigi'únu
Magnúsdóttur, formann skólamála-
ráðs, vegna framkominnar gagn-
rýni. Sigrún benti á að um tvö að-
skilin mál væri að ræða; annars veg-
ar gagnrýni á endurskoðaða áætlun
um einsetningu í Grunnskólum
Reykjavíkur og hins vegar gagnrýni
á fyrirhugað bráðabirgðahúsnæði á
Korpúlfsstöðum.
Varðandi fyrrnefnt atriði áréttaði
Sigrún að um „áætlun" hefði verið
að ræða. „Fyrstu drög voru lögð
fram í borgarráði í september 1996.
Síðan er unnið áfram eftir henni og
hún samþykkt samhljóða, með öllum
greiddum atkvæðum, engri hjásetu,
engi-i gagnatkvæðagreiðslu, á öllum
sviðum borgarinnar; í fræðsluráði,
byggingarnefnd, skólaráði, borgar-
ráði og borgarstjórn. Menn sáu að
þarna hafði bara verið vandað til
verka, eins og frekast er hægt að
gera með áætlun. Og að borgin
þyrfti að setja um milljarð á ári í
skólabyggingar til að þetta tækist
þessi fimm ár.“
Meginástæðu þess að áætlanir
hafi breyst segir Sigrún einkum
vera aukinn kostnað. Vandinn sé sá
sami fyrir öll sveitarfélög; fram hafi
komið nýjar reglugerðir, t.d. um
brunavarnir og loftræstingu, sem
geri byggingar dýrari. TUhneiging
hafi auk þess alla tíð verið til að
stækka byggingar umfram það sem
áætlanir kveði á um, einkum vegna
breyttra krafna.
Þá sé þensla í þjóðfélaginu og
aukning nemendafjölda meiri en
reiknað hafi verið með. „Allar þess-
ar breytur verða til þess að þegar
þrjú ár eru eftir (af áætluninni)
verðum við að setja einn og hálfan
milljarð í verkið til að ná settu
marki. Það segir sig sjálft að fram-
kvæmdum hefur verið seinkað."
Skýrslan er nú, að sögn Sigrúnar,
í skoðun hjá fræðsluráði sem tekur
ákvörðun um hvort og hvaða fram-
kvæmdum verði hraðað eða seink-
að. „Fræðsluráð er ekki enn búið
að setja mark sitt á þessa endur-
skoðun sem embættismenn hafa
unnið að.“
Málefni Víkurskóla
Varðandi gagnrýni á áætlanir um
upphaf skólastarfs Víkurskóla segir
Sigrún að álma í skólanum verði til-
búin 2001, eins og til hafi staðið.
Breytingin felist í því að skólinn
byrji á Korpúlfsstöðum en ekki í
færanlegum stofum.
Hugmyndin að bráðabirgðahús-
næði á Korpúlfsstöðum segir Sigrún
að hafi kviknað á síðasta ári þegar
hún skoðaði aðstöðu Golfklúbbs
Reykjavíkur í vesturálmu hússins
og sá hvernig þeim hafði tekist að
ganga frá og einangra húsnæðið
með litlum tilkostnaði.
Hún hafi látið kanna málið ítar-
lega. „Niðurstaða tækni- og bygg-
ingamanna var sú að framkvæmdin
yrði ekki dýrari en færanlegar
kennslustofur. Skólafólki og arki-
tektum leist afskaplega vel á þessa
hugmynd. Það var því ákveðið í
borgarráði' í fyirahaust að halda
áfram með hönnun húsnæðisins."
Varðandi ásakanir um fyrir-
hyggjuleysi í sambandi við skipu-
lagningu byggingarinnar á Korpúlfs-
stöðum benti Sigrún á að húsið hefði
verið látið standa autt og grotna nið-
ur í áratugi. „Þegar rætt var um Er-
rósafnið átti að kosta 1,5 til 2 millj-
arða að gera húsið upp; það átti að
brjóta allt innan úr því, allt stoðvirk-
ið. Það stendur ekki til núna.“
Sigrún segir að eftir að hlutverki
vesturálmu sem skólahúsnæðis fyrir
Víkurskóla ljúki muni það nýtast
fyrir aðra starfsemi og að gert sé
ráð fyrir því. Allar lagnir, t.d. fyrir
hita, rafmagn og tölvur, verði komn-
ar í lag. Húsnæðið geti t.d. sómt sér
sem menningarmiðstöð fyrir
aðliggjandi hverfi.
Sigrún sagði eðlilegt að slá saman
skólastarfi úr tveimm’ hverfum
vegna fæðar nemenda. Hópunum
verði síðan haldið saman hvorum um
sig svo þeir myndi félagslegan
kjarna. „Skráning á nemendum í
báðum þessum hverfum hefur staðið
yfir og það eru um 40 börn í hvoni
hverfi um sig í 1.-6. bekk. Við byrj-
um engan skóla með 40 börnum,
hvorki í Víkurhverfi né Staða-
hvei’fi.11
Varðandi efasemdir um „opið
rými“ í skólahúsnæðinu sagði hún
það einmitt í samræmi við hug-
myndir margra um „framtíðarskóla-
rými“. Hún mótmælti því að aðgengi
fyrir fatlaða væri ábótavant. „Það er
hundrað prósent. Það er t.d. gert
ráð fýrir lyftu þegar farið verður að
nýta allt húsnæðið. Hún er reiknuð
inn í þennan kostnað. Við náttúrlega
byrjum ekkert öðruvísi en það sé í
fullkomnu lagi.“
Um þá fullyrðingu að foreldrar í
hverfunum hefðu ekki verið hafðir
með í ráðum og að illa hefði verið
staðið að kynningu, hafði Sigrún eft-
irfarandi að segja: „Það er rétt að ég
hef ekki rætt sérstaklega við fólk út
af Korpúlfsstöðum en það er vegna
þess að hönnunarvinna hefur verið í
gangi fram að þessum tíma.“ Hún
sagði auk þess að kynningar á verk-
efnum borgarinnar færu yfirleitt
fram á vorin.
Gylfi Baldursson um gagnrýni skólastjóra Yesturhlíðarskóla
Stendur við fyrri orð
GYLFI Baldursson, deildarstjóri
heyrnardeildar Heymar- og tal-
meinastöðvar Islands, segir skóla-
stjóra Vesturhlíðarskóla hafa tekið
óþarflega nærri sér gagmýni hans á
þjónustu fyrir heyrnarlaus börn,
sem kom fram í Morgunblaðinu sl.
fóstudag. Segir hann gagnrýni sína
fyrst og fremst hafa beinst að
grunnskóla- og forskólakerfinu al-
mennt.
Gylfi segir Berglindi Stefáns-
dóttur, skólastjóra Vesturhlíðar-
skóla, ekki vilja kannast við að ráð-
gjafarþjónusta í Vesturhlíðarskóla
hafi lagst af. Hann ítrekar fullyrð-
ingu sína að síðan bæjar- og sveit-
arfélög tóku við grunnskólanum 1.
ágúst 1996 hafi ráðgjafarþjónustan
verið í molum og legið að mestu
niðri í vetur. Segir hann að áður
hafi skapast sú hefð að ráðgjafar-
þjónustan sinnti einnig þörfum for-
skólabarna. Hins vegar hafi ekki
tekist að fá stöðugildi hjá Heyrnar-
og talmeinastöð Islands til að sinna
ráðgjafarþjónustuhlutverkinu,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Börnin gjaldi fyrir það og ástandið
hafi aldrei verið verra en undanfar-
in tvö ár.
Gylfi vísar á bug ummælum
Berglindar að gagmýni hans á tal-
kennslu skólans sé „bara bull“ eins
og hún komst að orði. Segir hann
að skilningur skólastjórans á þörf-
um heyrnarskertra nemenda risti
ekki djúpt fyrst hún telji að heyrn-
ar- og talþjálfun felist í því að töluð
sé íslenska í tímum og „frammi á
göngum“ en Gylfi gagnrýndi tal-
kennslu í skólanum í greininni, sem
að hans sögn lá niðri mánuðum
saman. Segir hann nauðsynlegt að
verja meiri tíma í að sinna þessum
þörfum og til þess verði að fórna
einhverju af námsskrá grunnskól-
ans. Hann bendir á að án hæfni í ís-
lensku séu heymarskertir illa búnir
undir lífið, sérstaklega fyrir þær
sakir að táknmál á sér ekki hlið-
stætt ritmál.
Stofnunin hefur fylgst vel með
Gylfi vísar á bug gagnrýni Berg-
lindar á Heyrnar- og talmeinastöð
íslands um að stofnunin fylgist
ekki með tímanum. „Ef það er víta-
vert að reyna að efla tjáskipti
heyrnarlausra og heyrnarskertra á
íslensku þá er sök Heyrnar- og tal-
meinastöðvar Islands óumdeilan-
leg. Ef ekki þá mættu sumir skoða
hug sinn og kanna hvernig þeir
hafa sjálfir fylgst með tímanum.
Skyldi þá ekki koma á daginn að
sumir hafi ekki fylgst með þróun
og notkun heyrnartækja og ann-
arra hjálpartækja? Það hlýtur að
teljast sjálfsagt að góður heyrn-
leysingjakennari fylgist með þeirri
öru tækniþróun sem hefur átt sér
stað undanfarin ár og noti öll þau
ráð sem bætt geti tjáskipti nem-
enda. Það er satt að segja nötur-
legt til þess að hugsa að heyrnar-
laus börn hafi ekki einu sinni þann
valkost að fara í kuðungsígræðslu
vegna andvaraleysis sérskólans og
beinnar andstöðu margra heyrnar-
lausra. En það er kapítuli út af fyr-
ir sig sem krefst ítarlegrar umfjöll-
unar,“ segir Gylfi.
Gylfi segir að líklega megi margt
betur fara hjá Heyrnar- og tal-
meinastöð Islands, sem hægt væri
að bæta með aukinni fjárveitingu
og góðri samvinnu við alla þá sem
vilja heyrnarlausum og heyrnar-
skertum vel.
Athugasemd Arthurs Morthens
um að hann fari með rangt mál tel-
ur hann á misskilningi byggða. Seg-
ir hann tilraunaverkefnið á Sólborg
allra góðra gjalda vert og fræðslu-
yfirvöldum til mikils sóma.