Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Bandalag fær dræmar viðtökur
Renault kaupir
hlut í Nissan
Tókýó. Reuters. r
HLUTABRÉF í Nissan Motor Co.
hækkuðu lítið í verði og miðlarar
og matsfyrirtæki sýndu takmark-
aðan áhuga á bandalagi því sem
japanska fyrirtækið hefur gert við
franska bílaframleiðandann
Renault SA.
Samkvæmt samningi fyrii’tækj-
anna mun Renault leggja fram 643
milljarða jena, eða 5,36 milljarða
dollara, í Nissan-samsteypuna,
sem er skuldum vafin. I staðinn
fær Renault (sem franska stjórnin
á 40% í) 36,8% hlut í Nissan -
stærsta hlut sem erlent fyrirtæki
hefur eignazt í japönskum bíla-
framleiðanda. Renault fær einnig
22,5% hlut í vörubflaai-minum
Nissan Diesel Motor.
Verð bréfa í Nissan hækkaði um
3 jen eða 0,65% í 468, en verð bréfa
í Nissan Diesel um 4 jen eða 1,95%
í 210.
„Betra en ekkert"
„Nissan fær fjármagn til að
treysta fjárhagsgrundvöll sinn, en
margt er á huldu um hugsanlegan
sparnað," sagði japanskur sérfræð-
ingur. „Þó er þetta betra en ekk-
ert.“
Moodys-matsfyrirtækið hefur ít-
rekað fyrra langtímamat á skulda-
stöðu Nissans, Bal, sem er sama
einkunn og „ruslbréf ‘ fá og Nissan
fékk þegar viðræður fyrirtækisins
og DaimlerChrysler fóru út um
þúfur.
Moodys taldi helztu annmarka
bandalagsins ólíka menningu og
tregðu Renault til að taka á sig
eitthvað af skuldum Nissans að
sinni.
Því er spáð að Nissan fari aftur
að skila hagnaði í marz 2001 og
sparnaður af bandalaginu muni
nema 3,3 milljörðum dollara á ár-
unum 2000-2002, aðallega þar sem
fyrirtækin muni deila með sér bfla-
pörtum og innkaup verði sameigin-
leg.
Með samningnum verður komið
á fót fjórða stærsta bílaframleið-
anda heims, sem mun framleiða um
4,8 milljónir bíla á ári. Charles
Ghosn, varaforstjóri Renault, verð-
ur annar æðsti maður Nissan.
Tveir aðrir fulltrúar Renault fá
sæti í stjóm Nissan.
Aðalframkvæmdastjóri japanska
fyrirtækisins, Yoshikazu Hanawa,
heldur stöðu sinni og fær sæti í
stjóm Renault. Búizt hefur verið
við að Yoshifumi Tsuji stjómarfor-
maður segi af sér.
Skulda 24
milljarða dala
Nissan skuldar 24 milljarða doll-
ara og hlutabréf í fyrirtækinu hafa
hríðlækkað í verði. Talið er að 250
milljóna dollara tap hafi orðið á
fyrirtækinu í fyrra.
Samningurinn gefur Renault
færi á að verða alþjóðlegur bfla-
framleiðandi. Hins vegar er stutt
síðan fyrirtækið fór aftur að skila
hagnaði og margir sérfræðingar
telja það of lítið til að halda velli í
alþjóðlegri uppstokkun í greininni.
Japanssókn markar nýjan
áfanga í örri samþjöppun í bílageir-
anum eftir sammna Daimler-Benz
og Chryslers í fyrra og kaup Fords
á fólksbfladeild Volvo.
Samningurinn mun tryggja
framtíð verksmiðju Nissans í
Sunderland á Englandi, þar sem
4.300 starfa. Hann nýtur stuðnings
japönsku ríkisstjórnarinnar, sem
hefði orðið að bjarga Nissan með fé
skattborgara ef hann hefði ekki
náðst.
Aðalfundur Samvinnusjóðs Islands hf.
Afskriftasjóður
stækkaði um helming
ÚTLÁN Samvinnusjóðs íslands
hf., hafa aukist mikið á undanforn-
um þremur rekstraráram. Útlán
sjóðsins hafa þrefaldast á tímabil-
inu og aukist um sex milljarða
króna. Við þær aðstæður er aukin
hætta á að framlög í afskriftarsjóði
þurfi að aukast og hafa forsvars-
menn Samvinnusjóðsins bragðist
við samkvæmt því. Þetta kom
fram í máli Benedikts Sigurðsson-
ar stjórnarfonnanns á aðalfundi
sjóðsins í gær.
Benedikt fjallaði um almennar
áhyggjur Seðlabankans af hinni
hröðu aukningu útlána hjá lána-
stofnunum hérlendis og talið er
að geti leitt til aukinnar hættu á
áhættusamari útlánum auk þess
sem búast má við að mikill út-
lánavöxtur leiði til eignaverð-
bólgu og magni ójafnvægi í utan-
ríkisviðskiptum. „Einkenni að-
draganda fjármálakreppu er
gjarnan mikil aukning útlána á
skömmum tíma sem leiðir til
hækkunar hlutfalls útlána lána-
kerfisins af landsframleiðslu og
mikil notkun erlends lánsfjár sem
kann að stuðla að aukinni verð-
bólgu eða þenslu eignaverðs."
Hann sagði að á seinni hluta síð-
asta árs hefði komið í Ijós að auka
þyrfti afskriftir krafna og jafn-
framt að auka framlag í afskrift-
arsjóði félagsins, sem hefði verið
gert að lokinni mjög ítarlegri
skoðun.
Morgunblaðið/Ásdís
BENEDIKT Sigurðsson, stjórnarformaður Samvinnusjóðs íslands.
Breyting á skattalögum
Hagnaður félagsins á síðasta ári
var 82 m.kr., samanborið við 123
milljónii' árið á undan og minnkaði
um 33% á milli ára sem skýrist
fyrst og fremst með hærra fram-
lagi í afskriftarreikning útlána.
í umfjöllun sinni um ársreikning
félagsins, benti Kiástinn Bjarna-
son framkvæmdastjóri á að fram-
lag í afskriftareikning útlána á síð-
asta ári hefði verið 231 milljón,
sem er rúmlega þrefalt framlag
ársins 1997. Afskriftasjóður
stækkaði um helming á árinu og
stendur í 200 milljónum i árslok,
sem er 2,5% af heildarútlánum. Af
þessum 200 milljónum era 103
milljónir vegna skuldbindinga sem
hafa verið sérstaklega metnar í
tapsáhættu og 97 milljónir til að
mæta almennri útlánaáhættu.
Kristinn benti jafnframt á að
breyting á skattlögum um afnám
frádráttar eigin arðgreiðslna frá
hagnaði í skattalegu tilliti gerði
það að verkum að skattgreiðslur
lækkuðu ekki meira en um tæpar 3
m.kr. þrátt fyrir rúmlega 43 m.kr.
lægri afkomu fyrir skatta.
A fundinum var samþykkt 7%
arðgreiðsla til hluthafa.
*
Utiloka bandalag við Murdoch
Bonn. Reuters.
STAÐGENGILL forstjóra næst-
stærsta fjölmiðlafyrirtækis Þýzka-
lands, Kirch Group, segir að
Rupert Murdoch hafi verið útilok-
aður sem fjárfestir í nýju sjón-
varpsfélagi þess og Mediaset á Ital-
íu.
Dieter Hahn staðgengill sagði í
viðtali við þýzka viðskiptablaðið
Wirtschaftswoche að félagið leitaði
að meðeigendum, sem hefði örugga
fótfestu í evrópsku sjónvarpi. „Fé-
lagið einbeitir sér að frjálsum sjón-
varpsumsvifum og þar er staða
Murdochs engin,“ sagði Hahn. „Við
höfum ekki áhuga á fjárfestingu,
sem er eingöngu fjármálaleg."
Enginn fulltrúi Kirch vildi stað-
Prentþjónusta
Skýrr
Getum við aðstoðað?
>- Þarftu að senda út mikið magn gíróseðla?
>- Þarftu að senda út árituð bréf með nafni viðtakanda?
>- Þarftu að senda út stöðu viðskipta eða viðskiptayfirlit?
Hjá Skýrreru reknir öflugir tölvuprentarar sem eru afkastamiklir
og skila hámarksgæðum.
Hjá Skýrr býðst heildarumsjón með útsendu efni. Við tökum við
prentskránni og önnumst áritun á pappír og brot og umslögun auk
útsendingartil viðtakenda.
Láttu
á okkur reyna.
Við gætum komið
þér á óvart.
ORUGG MIÐLUN UPPLYSINGA
írmnla 2 • 108 Beykjavík • Sími 569 5100
Bréfasími 569 5251 • Netfang skyrr@skyrr.is
Heimasíða http://www.skyrr.is
festa að afstaða fyrirtækisins væri á
þessa lund.
Kirch og Mediaset-fyrirtæki fyrr-
verandi forsætisráðherra Ítalíu, Sil-
vios Berlusconis, hafa skýrt frá
stofnun sameignarfélags, sem á að
sameina evrópsk sjónvarps-, dag-
ski-ár- og auglýsingafyrirtæki í
eignarhaldsfélag, sem hefur ekki
fengið nafn.
Viðræður News Corp fyrirtækis
Murdochs við ítalska fyrirtækið og
það þýzka hafa farið út um þúfur,
þótt fulltrúar beggja hafi síðan sagt
að samstarf við Murdoch kunni að
koma til greina. Auk þess hefur for-
stöðukona News Corp Europe, fyr-
irtækis Murdochs í Mflanó, sagt að
News Corp muni íhuga aðild að
nýja bandalaginu.
Mediaset og Kirch Group hafa
getið þess að Canal Plus í Fraklandi
sé vænlegur samstarfsaðili.
Samkvæmt samningnum mun
móðurfyrirtæki Mediaset, Finin-
vest, og saudi-arabíski fjármála-
maðurinn A1 Waleed prins hvort um
sig eiga 3,19% hlut í KirchMedia,
sem ætlazt er til að verði almenn-
ingshlutafélag 2001. Mediaset hefur
sagt að fjárfesting sín í verkefninu
muni nema 194,6 milljónum evra.
BP Amoco reynir
að kaupa ARCO
London. Reuters.
OLÍURISINN BP Amoco Plc, sem
varð til við ensk-bandarískan sam-
rana fyrir nokkrum vikum, á í við-
ræðum um kaup á Atlantic Richfi-
eld Company í Bandaríkjunum.
Samkvæmt heimildum Reuters
býður BP Amoco, stærsta fyrirtæki
Bretlands, 77 dollara á hlutabréf í
ARCO í Los Angeles, sem er sjö-
unda stærsta olíufélag Bandaríkj-
anna og metið á um 25 milljarða
dollara.
Fyrirtækin staðfestu að viðræð-
ur færu fram, en sögðu að ekkert
samkomulag hefði náðst Ekki væri
hægt að ábyrgjast að samningar
mundu takast og ekkert meira yrði
sagt um málið.
Bréf í BP Amoco hækkuðu um
3,2% í 10,70 pund. Samkvæmt
heimildunum kann að verða sagt
frá samningi á miðvikudag eftir
fundi í stjórnum fyrirtækjanna.
BP varð þriðja stærsta olíufélag
heims með því að kaupa Amoco fyr-
ir 80 milljarða punda í árslok 1998.
Fym-tækið var 160 milljarða doll-
ara virði í lok síðustu viku. Bréf í því
seldust á 10,37 pund í London, en
bréf í ARCO seldust á 65 5/8 dollara.
Færi fram úr Shell
Með samningi við ARCO kæmist
BP Amoco fram úr Royal
Dutch/Shell Group og yrði næst-
stærsta einkarekna olíufélagið að
markaðsvirði.
Forystusauðurinn er sameinað
fyrirtæki Exxon Corp og Mobil
Corp, en samningur þeirra bíður
samþykkis eftirlitsyfirvalda.
„ARCO ráðgeiir 500 milljóna
dollara niðurskurð fyrir árslok
2000. Að viðbættri hæfni stjórnar-
manna BP gæti hæglega náðst fram
milljarðs dollara sparnaður," sagði
sérfræðingur Williams de Broe.
Hann telur veralega möguleika a
samlegðaráhrifum í Alaska, þar
sem BP er fremst í flokki og ARCO
líklega í öðra sæti. A sviði olíu-
hreinsunar stendur ARCO vel að
vígi á vesturströnd Bandaríkjanna,
en BP á austurströndinni.