Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU
Serbneskar hersveitir stökkva tugþúsundum manna á flótta frá Kosovo-héraði í Júgóslavíu
Reuters
FLOTTABORN frá Kosovo í Makedóníu í gær. Flóttafólkinu voru gefnar kringlur til þess að
seðja sárasta hungrið.
MIKIL eyðilegging varð á bækistöðvuni serbneskra öryggissveita í
Pristina, höfuðborg Kosovo, í árásum NATO í fyrrinótt.
• •
Orvænting grípur
um sig í Kosovo
FLOTTAFOLKIÐ
Brussel, Belgrad, Tirana. Reuters.
EKKERT lát var á straumi flótta-
fólks frá Kosovo-héraði í gær en
talið er að um 50.000 manns hafí
verið stökkt á flótta í héraðinu frá
því loftárásir Atlantshafsbandalags-
ins hófust. Rúmlega hálf milljón
Kosovo-Albana hefur neyðst til þess
að flýja heimili sín frá því að átök
hófust í héraðinu í febrúar 1998 en
það er um fjórðungur íbúa þess.
Emma Bonino, fyrrum fram-
kvæmdastjóri neyðarhjálpar Evi'-
ópusambandsins (ESB), hyggst
halda til Albaníu og Makedóníu á
morgun til þess að leggja mat á
flóttamannavandann í þessum
tveimur löndum og sjá hvernig ESB
getur best komið yfíi-völdum þar til
aðstoðar.
Áætlað er að 80-100.000 flótta-
menn frá Kosovo séu í Albaníu,
4.000 í Bosníu og 5.000 í Svartfjalla-
landi. Um eitt þúsund manns komu
yfir landamærin til Makedóníu í
gær. Jamie Shea, talsmaður Atl-
antshafsbandalagsins (NAO)í Brus-
sel, sagði flóttamannavandann vera
hinn mesta í Evrópu í hálfa öld:
„Miklar hörmungar munu von bráð-
ar dynja yfir ... svo miklar að ann-
að eins hefur ekki gerst í Evrópu
frá því að heimsstyrjöldinni seinni
lauk.“
Straumur flóttamanna frá
Kosovo-héraði liggur aðallega til
Svartfjallalands, sem er hérað í
Sambandsríki Júgóslavíu, Ma-
kedóníu og svo til Albaníu. Dragisa
Burzan, aðstoðarforsætisráðherra
Svartfjallalands, lýsti því yfir í gær
að Svartfellingar hygðust taka á
móti Kosovo-Albönum svo lengi
sem þeir gætu.
Fólki hótað lífláti komi
það sér ekki á brott
Ekki hægt að sannreyna frásagnir
sjónai’votta sem hafa vitnað um
voðaverk serbneskra hersveita í
Kosovo, þ.s. erlendum fréttamönn-
um hefur verið meinað að fara til
héraðsins. Stjórnvöld í Belgrad
halda því hins vegar fram að ein-
ungis hafi verið ráðist til atlögu við
sveitir Frelsishers Kosovo. Flótta-
fólk frá Pec, sem kom til Svart-
fjallalands, greindi fréttaritara
BBC frá því að serbneskar öryggis-
sveitir hefðu gefíð þeim fimm mín-
útur til þess að tína saman föggur
sínai' og halda á brott, ellegar yrðu
þau skotin. Þúsundir manna yfir-
gáfu bæinn og sögðust sumir hafa
séð lík á götum Pec og á veginum
sem liggur til Svartfjallalands.
Flestir flóttamannanna eru gam-
almenni, böm og konur, sem segja
öryggissveitir Serba hafa tekið alla
karlmenn höndum. Flóttafólk sem
Serbar sakaðir um
fjöldamorð á
Kosovo-Albönum
náð hefur til Makedóníu hefur svip-
aða sögu að segja. Að þess sögn eru
albanskir karlar í Kosovo-héraði í
mikilli lífshættu. Kosovo-Albanar
hafa einnig flúið yfir landamærin til
Albaníu tugþúsundum saman.
Sjónarvottar að skipulögðum
fjöldamorðum
Flóttamenn, sem komust til Tet-
evo í Makedóníu, greindu fi-á því að
serbneskir öryggislögreglumenn
hefðu handtekið 60 karlmenn í
þorpinu Kutlin, þ.s. Frelsisher
Kosovo hafði bækistöðvar, skömmu
eftir að loftái'ásir NATO hófust.
Metush Loki var í hópi tæplega 50
manna sem tókst að fela sig í u.þ.b.
100 metra fjarlægð frá vatnsbóli
þ.s. 60 manna hópnum var haldið í
fjórar klukkustundir. „Við gátum
leynst á bak við foss allan daginn en
við heyrðum þegar mönnunum var
misþyrmt með barsmíðum," sagði
Loki. Hann sagði annan mann í sín-
um hópi hafa séð hvar sextíu manna
hópnum var þröngvað inn í stóran
vatnsgeymi og sprengju svo varpað
inn í geyminn. Metush Loki telur
víst að mennirnir hafi látist í
sprengingunni eða drukknað. Þegar
serbneska öryggislögreglan var á
brott komu mennirnir úr felum und-
an fossinum. Þá höfðu konurnar og
bömin í bænum þegar lagt á flótta.
Fehmije Haxhiolli kom 15 ára
syni sínum undan með því að klæða
hann í kvenmannsföt og setja á
hann slæðu: „Okkur var skipað að
hafa okkur á brott yfir landamærin.
Öryggislögi-eglan hótaði að skjóta
okkur værum við ekki á bak og burt
að morgni,“ sagði Haxhiolli.
Frásagnir flóttafólksins eru
óstaðfestar og segir William Wal-
ker, yfirmaður bandarísku eftirlits-
sveitanna (KVM), sem yfirgáfu
Kosovo áður en loftárásir hófust, að
engin leið sé fyrir þær að ganga úr
skugga um sannleiksgildi frásagn-
anna. Starfsfólk Flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna tekur í
sama streng. BBC hafði eftir ónafn-
greindum starfsmanni SÞ að
Kosovo-Albanar, sem störfuðu fyrir
vestrænai’ hjálparstofnanir eða
sendiráð, hefðu verið teknir af lífi
vegna tengsla sinna við þær.“
Serbneska ríkisútvarpið greindi
frá því í gær að að mikill fjöldi
kvenna og barna hefði flúið Pristan,
héraðshöfuðborg Kosovo, auk þess
sem eldar loguðu í norðurhluta
borgarinnar.
Arkan sagður í Kosovo
Sést hefur til hins illræmda
serbneska sérsveitarforingja Ark-
ans í Kosovo að því er George Ro-
bertson vamarmálaráðherra Bret-
lands greindi frá í gær. Arkan, sem
heitir réttu nafni Zeljko
Raznatovic, stjórnaði hópi her-
manna sem kallaðir voru Tígrarnir
í stríðinu í Júgóslavíu á árunum
1991-1995 og sagðir era hafa
framið fjöldamorð í Króatíu og
Bosníu, „Hann er alræmdur
hrotti," sagði Robertson, „og spurt
er: Hver sendi hann til Kosovo?"
Robertson sagði á fréttamanna-
fundi að stríðsglæpir og þjóðernis-
hreinsanir yrðu ekki liðnar í
Kosovo: „Þeir sem bera ábyrgð á
glæpum gegn óbreyttum borgurum
verða dregnir fyrir dómstóla. Við
fylgjumst vel með framvindu mála
og daglega berast okkur sönnunar-
gögn sem nota má gegn stríðs-
glæpamönnum." Aðrar heimildir
herma að Arkan hafi að undanfórnu
haft bækistöðvar í Sanjak í Serbíu
og hrakið múslíma á því svæði á
brott. í gær sótti Arkan mótmæla-
fund vegna loftárása NATO í
Belgrad.
Landssöfnun t
að.Lange
11 í
“ sDtfCÍMil
jölskyldunni
rfirði
Eins og komil
fjölskyldun®
fjarlægt oqáro
vegna útbrmH
títlu. Af sörriu*
eyða húsgögn
jn'efurfram i fjölmiðlum var heimili
Ipö Langeyrarvegi 9 i Hafnarfirði
ennttil kaldra kola þann 6. mars
sTO og skemmda af völdum veggja-
^tæðu hefur fjölskyldan orðið að
■TOi, bókum og fleiru úr innbúi sínu.
Fjölskyldan hefúr því misst aleigu sína, hús og
heimili, án þess að fá rönd við reist og vilja
aðstandendur þessa átaks því hér með skora
á islensku þjóðina að taka höndum saman
og sýna stuðning í verki með því að styrk'ja- ■
þau til endurbyggingar heimilisins að
Langeyrarvegi.
Sparisjóður Hafnarfjarðar er fjárgæsluaðili
söfnunarinnar og tekur á móti framlögum
á reikning númer 12000.
REIKN.NR.
m
IKI
1101-26-
BANKI
12000
FJARGÆSLUAÐILI: SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR
Reuters
Serbar mótmæla
SERBAR, sem búsettir eru er-
lendis, hafa víða efnt. til mikilla
mótmæla við sendiráð NATO-
ríkjanna en þessi mynd var
tekin við breska sendiráðið í
Búkarest í Rúmeníu. Rúmenar
hafa leyft NATO-þotunum að
fljúga inn í lofthelgi sína í
árásunum á herstöðvar í Ser-
bíu.