Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 33 LISTIR Helsinki er ein menningarborga Evrópu árið 2000 gsgjá «mw jt;"j [saaiatififflj iianBRaan! [aqpijaaos TTATfRW HELSINKI verður ein af menningarborgum Evrópu á næsta ári. Fjölbreytt og efnismikil dagskrá á boðstólum BOÐIÐ er upp á fjölbreytta dagskrá á menningarhátíð í Helsinki, höfuðborg Finn- lands, sem er ein af menningar- borgum Evrópu árið 2000, eins og Reykjavík. Kræsileg tónlistardagskrá rís sennilega hæst með tónleikum spænska tenórsins Placidos Dom- ingos á Olympíuleikvangnum í Helsinki í ágúst árið 2000. Ýmis- legt annað er hins vegar einnig á dagskrá, bandaríski píanóleikarinn Murray Perahia heldur tónleika í maí og hinn þekkti finnski tónlist- armaður Olli Mustonen boðar fjölda erlendra listamanna á sinn fund í því skyni að leika með þeim á röð kammertónleika. Meðal þeirra sem fylkja liði með Mu- stonen eru Ton Koopman, Vladimir Ashkenazy, Mikhail Pletnyev, Grigori Sokolov, Peter Schreier, Heinrich Schiff og Steven Isserlis. Fyrir alla fjölskylduiia Fjöldi annarra tónlistai*viðburða setur mark sitt á dagskrána, svo sem eins og alþjóðleg barokk-hátíð snemma í ágúst. Háskólakór- inn á Háskóla- tónleikum HÁSKÓLAKÓRINN, undir stjóm Egils Gunnarssonar, syngur á Háskólatónleikum í Noiræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Efnisskráin verður helguð ljóðskáldinu Jóhannesi úr Kötlum (1899-1972) og tón- skáldinu Jóni Leifs (1899- 1968). Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður Jóhannesi úr Kötlum og reynt að varpa ljósi á helstu yrkisefni hans, trúarhugleiðingar, samúð með lítilmagnanum og stöðu skáld- skaparins á atómöld. Seinni hlutinn verður helgaður Jóni Leifs og fluttar þjóðlagaút- setningar eftir hann og lag hans við Sólsetursljóð Jónas- ar Hallgrímssonar. Placido Vladimir Steven Domingo Ashkenazy Isserlis Menningarborgin Helsinki býð- ur einnig upp á dagskrá sem á sér það markmið að gera allri fjöl- skyldunni kleift að skemmta sér saman. I febrúar og mars á að byggja snjókirkju á miðju Senat- torginu, þá stærstu sem nokkurn tíma hefur verið byggð og í endað- an júlí gefst íbúum Helsinki og gestum hennar tækifæri til að berja augum frábæran sirkus sem gert hefur það gott í löndum við Miðjarðarhafið. Sagan fær einnig veglegan sess í dagski-á menningarborgai-innar Helsinki árið 2000. Sjávarminja- safnið finnska setur upp sýningu þar sem fólki mun gefast kostm- á að kynna sér sjóslys í Eystrasalt- inu og heyra um afdrif farþega og sjómanna. Serstök sýning verður tileinkuð Carl Gustav Manner- heim, stríðshetju og síðar forseta Finlands á áiunum 1944-1946. Mannerheim er sannkölluð þjóð- hetja Finna, hann var landkönnuð- ur og njósnari, lagði stund á mann- fræði og var í alla staði hinn merkasti maður. Þeir sem hins vegar ekki orka að heimsækja söfn og skoða sýningar munu geta rekist á ýmsai- sögu- frægar persónur á rölti í miðborg Helsinki - eða a.m.k. fólk í gervi þeirra - og verður hægt að taka fólkið tali, kynnast sögu þess og ævi. Listasýningar Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar listgreinar. Undir yfírskrift- inni ArtGenda 2000 verður haldin sérstök hátíð til heiðurs ungum listamönnum frá Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi, Danmörk, Þýska- landi, Póllandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Rússlandi. I maí verð- ur efnt til sýningar á listaverkum sem öll tengjast ákveðnu þema: borgarlífinu. Safn erlendra lista efnir til sýn- ingar á verkum belgíska málarans Guðlaug Hestnes hlýtur menn- ingarverðlaun Hornafjarðar HornaQörður. Morgunblaðið. HIN árlegu menningai*verðlaun Hornafjarðar voiu veitt á dögun- um við hátíðlega athöfn á Hótel Höfn. Þetta er í fjórða skipti sem þessi verðlaun eru veitt, en það er menningarmálanefnd Hornafjarð- ar sem velur verðlaunahafann úr hópi aðila sem tilnefndir eiu. Sjö tilnefningar báiust að þessu sinni og var Guðlaug Hestnes tónlistar- maður einróma valin. Inga Jónsdóttir formaður menningarmálanefndar Horna- fjarðar afhenti verðlaunin og sagði þá m.a.: „Guðlaug hefur búið á Hornafirði í 25 ár. Við komuna hingað varð hún strax undirleikari hjá Karlakórnum Jökli og fljót- lega fór hún að æfa raddir hjá kór- félögum. Þessum störfum sinnir hún enn. Eftir að hafa leyst kirkjuorganistann af um tíma varð hún einnig kirkjuorganisti frá 1975 í u.þ.b. 6-7 ár. Hún stjórnaði þá jafnframt kirkjukórnum en það var upphafið að skipulögðu starfi kórsins. Við einstaka tilefni leikur Guðlaug enn á orgel kirkjunnar og hún aðstoðar Samkór Hornafjarð- ar, arftaka kirkjukórsins, öðru hvoru með undirleik á píanó. Frá árinu 1981 hefur Guðlaug kennt við Tónlistarskólann. Guðlaug hef- ur átt ríkan þátt í því að fá hingað tónlistarfólk í heimsókn og hefur þá heimili hennar jafnan staðið opið fyrir gistingu og fæði bæði fyrir tónlistamenn sem og aðra listamenn sem hingað hafa komið. Af þeim sem sótt hafa Hornfirð- inga heim ber líklega hæst komu Sinfóníuhljómsveitarinnar 1987, þegar Karlakórinn söng með hljómsveitinni, svo og heimsókn íslensku óperunnar 1989, með Brúðkaup Fígarós. Þá fékk Guð- laug 6 vikur til að koma saman óp- erukór og það urðu einungis 3 vik- ur til æfinga. En það tókst vel og var öllum til sóma. Nýjasta afrek Guðlaugar á sviði menningarmála er stjórn Gleðigjafanna, kórs aldr- aðra, þar sem hún hefur náð góð- um árangri svo og áhugi hennar á og vinna við stofnun Listvinasjóðs Hornafjarðar. Menningarmála- nefnd þakkar Guðlaugu störf hennar að menningarmálum und- anfarin 25 ár.“ Að lokinni verðlaunaafhending- unni sungu Gleðigjafar, kór aldr- aðra, þrjú lög undir stjórn verð- launahafans Guðlaugar Hestness, Paul Delvaux undir yfirskriftinni „Konur“ í október og nóvember. Jafnframt verður haldin yfirlits- sýning á verkum rússneska abstrakt-málarans Kasimirs Ma- levich. Finnska listamanninum Hugo Simberg verða einnig gerð góð skil á sýningu sem opnuð verð- ur í febrúar og lýkur í maí. Listasafnið í Helsinki efnir strax í janúar til sýningar á verkum Magnusar Enckells (1870-1925) sem kallaður hefur verið „alþjóó- legastur finnskra listamanna“. í stað þess að bjóða upp á yfirlits- sýningu á verkum Enckells hyggst listasafnið beina sjónum sínum að erlendum viðfangsefnum lista- mannsins. I tengslum við þetta verður boðið upp á fjölda íyrir- lestra sem hafa munu að viðfangs- efni evrópskar rætur fmnskrar menningar. Að síðustu ber að geta ljós- myndasýningar sem haldin verður í apríl. Dægurmenning, dans og þjóðlagatónlist Fyrir áhugamenn um sögu dæg- urmenningar verður sitthvað við að vera. Urval allra bestu kvikmynda, sem Finnar hafa framleitt, verður sýnt á sérstökum kvikmyndahátíð- um, sem og það merkasta sem fyrir augu hefur borið almennt í kvik- myndaheiminum undanfarin ár. Fágætar myndir úr kvikmynda- söfnum í Brussel og Bologna verða sýndar og unnendum gamalla mynda gefst tækifæri til að sjá meistararverk frá því í upphafi ald- ar, sem gerð hafa verið sýningar- hæf á nýjan leik. Rithöfundar, sem skrifað hafa vísindaskáldsögur, munu hittast á á ráðstefnu og helstu skopteiknar- ar samtímans einnig. Helsinki-borg býður upp á dans- hátíð þar sem nútímadansi verður gefinn sérstakur gaumur. Margir af helstu dönsuimm samtímans munu líta við og annaðhvort dansa eða bjóða upp á námskeið. Þjóðlagatónlist fær veglegan sess í dagskránni hjá menningar- borginni Helsinki og efnt verður til risastórrar þjóðlaga- og þjóðdansa- hátíðar, í samvinnu við Eistlend- inga, á Olympíuleikvanginum í Helsinki átjánda júní. Einnig verð- ur efnt til þriggja daga dægurtón- listarhátíðar í byrjun júlí þar sem fólki gefst kostur á að hlýða á jazz, tangó og popptónlist. Fjöldi Ijóðakvölda mun setja svip sinn á borgarlífið. Fluttir verða stuttir leikþættir og haldnir verða fyrirlestrar í tengslum við leiklistarsýningar. Haldin verður heimsmeistarakeppni í spuna. Að síðustu má geta sýningai* á ýmsum handverksbúnaði, skart- gripum gerðum úr bronsi, keramik og útsaumi. Helstu fatahönnuðir Finna hyggjast einnig láta Ijós sitt skína, en sameiginleg sýning á verkum þeirra verður opnuð 2. febi*úar. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson GUÐLAUG Hestnes með menn- ingarverðlaun Hornafjarðar. við undirleik Jónínu Einarsdóttui* á píanó og Sigurðar Þorsteinssonar á hai*moníku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.