Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 35
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 35
LISTIR
Graham Johnson held-
ur námskeið í Salnum
PÍANÓLEIKARINN Graham
Johnson heldur námskeið í Salnum
í Tónlistarhúsi Kópavogs laugar-
daginn 24. apríl, frá kl. 10-13 og
14-17. Námskeiðið er öllum opið en
hann mun leiðbeina söngvurum og
píanóleikurum um flutning söng-
laga helstu meistara tónlistarsög-
unnar, t.d. Schubert, Brahms,
Schumann, Wolf o.fl. Námskeiðið
er haldið í kjölfar tónleika sem
Finnur Bjarnason syngur með
Graham Johnson föstudaginn 23.
apríl, en Finnur var nemandi John-
sons í London og þeir hafa haldið
tónleika í Bretlandi, írlandi og
Þýskalandi.
Tónleikarnir og námkeiðið „í
meistarans höndum“ eru hvoru-
tveggja liður í „Tíbrá“ Salarins í
Kópavogi, en það er röð tónleika
sem Kópavogsbær stendur að.
Graham Johnson stundaði nám
við Royal Academy of Music í
London. Arið 1972 varð hann und-
irleikari hjá Peter Pears á nám-
skeiðum hans og vann með honum
upp frá því reglubundið. 1976 mót-
aði Johnson samkomur „Songmar-
kers Almanac", sem notið hafa
mikilla vinsælda og sett söng-
lagaarfinn í nýjan miðpunkt. Það
má með nokkru segja að Graham
Johnson hafi með því
starfi endurnýjað
söngskrá tónleika og
skipað sér á bekk með
allra fremstu undir-
leikurum veraldar,
segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrir utan yfir 150
„Songmarkers-tón-
leika“ á undanfömum
áram hefur hann stað-
ið fyrir fjölda tónleika
og tónleikaraða, t.d. í
South Bank-salnum í
London og Wigmore
Hall og einnig í öðrum
löndum s.s. í gömlu
óperunni í Frankfurt.
Hann hefur stýrt tónlistarþáttum
bæði íyrir BBC í útvarpi og sjón-
varpi um söngva Schuberts, Pou-
lenc, Liszt og Sjostakovits.
Hann er prófessor í undirleik við
Guildhall-skólann í London og
Royal Academy. Hann hefur haldið
námskeið um allan heim.
Graham Johnson hefur leikið
með miklum fjölda söngvara, t.d.
Elly Ameling, Victoria de los Ang-
eles, Ai-leen Auger, Birgitte Fass-
binder, Lucia Popp, Tom Krause,
Ann Murrey, Jessy Noi-man, Peter
Schreier, Marjana
Lipovsek, Felicity Pal-
mer o.fl.
Hann hefur leikið
með Felicity Lott síð-
an á námsárum þeirra
í Royal Academy en
þar unnu þau með
Floru Nielson.
Graham Johnson er
trúlega þekktastur á
Islandi fyrir leik sinn
með heimsins bestu
söngvurum á geisla-
plötum og nægir að
nefna heildarútgáfu
hans á söngvum
Schuberts sem er
margverðlaunað verk
fyrir gæði.
Nú vinnur hann að heildarút-
gáfu með söngvum Schumanns.
Valið verður úr umsóknum til
þátttöku. Þátttökugjald er 5.000
kr. fyrir parið (söngvara og píanó-
leikara). Áheyrn kostar 1.500 kr.
allan daginn og 1.000 kr. fyrir
hlustanda hálfan daginn. Nánari
upplýsingar eru í Salnum eða hjá
Jónasi Ingimundarsyni píanóleik-
ara.
Koma Grahams Johnsons er
styi'kt af Sjóvá-Almennum.
Graham Johnson
píanóleikari.
LEIKLIST
Leikfélag llúsavíkiir
ÓSKASTJARNAN
eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri og
leikmynd: Ásdis Þórhallsdóttir. Að-
stoðarleiksfjóri: Margrét Sverrisdótt-
ir. Framkvæmdastj. Ása Gísladóttir.
Sýningarstjörar: Regína Sigurðar-
dóttir og Hrefna Jónsdóttir. Búning-
ar: Dómhildur Antonsdóttir, Hjördís
Bjarnadóttir, Kristín H. Guðmunds-
dóttir. Lýsing: Jón Arnkelsson, Einar
Halldór Einarsson. Leikhljóð: Áskell
Geir Birgisson. Förðun og hár: Stein-
unn Áskelsdóttir, Ásdís Skarphéðins-
dóttir. Lcikendur: María Axfjörð,
Sigurður Illugason, Hanna Mjöll
Káradóttir, Anna Ragnarsdóttir, Þor-
kell Björnsson, Vigfús Sigurðsson,
Hrefna Jónsdóttir. Félagsheimili
Húsavíkur, sunnudaginn 28. mars.
NÚ er ekki nema eitt ár þangað
til Leikfélag Húsavíkur heldur upp
á eitt hundrað ára afmæli félags-
Oska-
stjarnan
skín á
Húsavík
ins, og því taka þau mikið tilhlaup
fyrir hátíðahöldin með því að setja
á svið íslenskt leikrit annað árið í
röð, að þessu sinni Oskastjörnu
Birgis Sigurðssonar, en það er
verk sem gerir umtalsverðar kröf-
ur til leikhæfni leikaranna. Eins og
reyndar kemur ekki á óvart standa
leikendumir á Húsavík vel undir
væntingum, og sýna allir býsna
góðan og trúverðugan leik og hafa
ágæta framsögn.
Því er á engan hallað þött þau
Þorkell Björnsson og Anna Ragn-
arsdóttir fái sérstaka rós í
hnappagatið: Þorkell fyrir mjög
sannfærandi og hjartnæma túlkun
á ekklinum Ragnari, sem er að
fara út úr heiminum en sér enn
leiftur af liðinni tíð, og Anna fyrir
trúverðuga og tilþrifamikla túlkun
á Bryndísi, reikulu systurinni list-
hneigðu sem unir sér hvorki
heima né heiman.
Asdís Þórhallsdóttir hefur unnið
gott verk með hópnum við þessa
sviðsetningu. Það er yfir henni ör-
yggi vandaðs undirbúnings, og
táknrænt baksviðið er vel gert og
nýtur, einkum í lokin, markvissrar
lýsingar. Það verður gaman að
koma til Húsavíkur að ári og sjá
hvað þessi sterki leikhópur hefur
fram að færa á hundrað ára afmæl-
inu.
Guðbrandur Gíslason
Kirkjutónperla
að norðan
TOIVLIST
Hallgrímskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Sweelinck, Schubert, Moz-
art og Jón Hlöðver Áskelsson. Mar-
grét Bóasdóttir sópran; Blásarakvin-
tett Reykjavíkur. Sunnudaginn 28.
marz kl. 20.30.
HINIR samanlagt liðlega þús-
und manns sem fylltu hvern kima á
karlakórstónleikunum í Grafarvogi
og Hafnarfirði síðustu daga létu sig
áberandi vanta á tónleikum List-
vinafélags Hallgrímskirkju sl.
sunnudagskvöld, enda þótt dag-
skráin þar væri að músíklegu inn-
taki til muna forvitnilegri, því að-
sóknin að 1.200 sæta musterinu á
Skólavörðuholti hefði vel verið við
hæfi kammersalar á borð við Nor-
ræna húsið. Sá salur, eða kannski
öllu frekar smærri kirkja, hefði líka
verið heppilegri fyrir mestan hluta
viðfangsefna, þvi eftirhljómur Hall-
grímskirkju er enn að óbreyttu
h.u.b. þrisvar sinnum of langur fyr-
ir allan þorra kammertónlistar,
þegar fjær er setið en 2-3 bekkjum
frá flytjendum.
Að frátöldu verki Jóns Hlöðvers
Askelssonar og fyrsta hluta Til-
brigða Jans Pieterszoonar Sweel-
incks, sem komu hvað þokkalegast
út úr ofurheyrðinni, var Hallgi'íms-
kirkja eiginlega ekki boðleg hlust-
endum. Maður gat t.a.m. ekki vai'-
izt þeirri hugsun í hraðari þáttum
Mozart-serenöðunnar K388, að
maður væri að vakna ringlaður úr
dái á gjörgæzludeild, óviss um
hvort maður væri lífs eða liðinn.
Slíkur var hrærigrautshljómburð-
urinn, og má furðu gegna hví
hljómlistarfólkinu skyldi stillt upp
fyrir framan kórinn í stað turnend-
ans, sem að jafnaði hefur gefizt bet-
ur að þessu leyti.
Tilbrigði hollenzka hljómborðs-
meistai'ans Sweelincks (1562-1621)
um hið tregafulla sálmkennda lag
„Mein junges Leben hat ein End“
sem gaman hefði verið að verða
einhvers vísari um, hefði tónleika-
skrárritari séð þörf á því, voru út-
sett fyrir tréblásarakvintett, senni-
lega úr sembal- frekar en orgel-
verki, af Ernest Lubin og hljómuðu
fagurlega í kirkjunni, eða alltjent
unz herða tók á tempóum seinni
hlutans. Margrét Bóasdóttir söng
hið bráðfallega Offertorium
Schuberts Op. 46 D136 „Totus in
corde lanqueo“ (1814) fyrir blásara-
kvai-tett og hið skæra C-klarínett í
liprum höndum Einars Jóhannes-
sonar (eftir tónleikaskrá að dæma
frumsamið fyrir þá áhöfn) af þokka,
þótt örlítið þvinguð væri á hæstu
tónum.
Serenaða Mozarts í c-moll K388,
frumsamin fyrir 2 óbó, 2 klarínett,
2 horn og 2 fagott, var síðan blásin
af kvintettnum í útsetningu Mor-
dechais Rechtmans, er nýtti sér
viðbótarlit flautunnar vel til mót-
vægis við niðurfækkun radda, og
hljómaði hinn íðilfagri Andan-
teþáttur sérlega fallega í
viðgelmisómvistinni, þó að sums
staðar í hraðari þáttum virtist ekki
allt jafn samtaka, að svo miklu leyti
sem heyrt varð gegnum óþæg
andsvör kirkjunnar. Kanon-menú-
ettinn, er minnir lítillega á „norna-
kanoninn" úr einum strengjakvar-
tetta Haydns að viðbættum fylling-
arröddum, var hins vegar í hraðara
og ódanshæfara lagi, og hin
smellandi snerpa kvintettsins í
lokatilbrigðaþættinum fór því mið-
ur fyrir lítið í ómsúpu húsakynn-
anna.
Að svo miklu leyti sem heyrt
varð af munnlegri kynningu MB á
Þremur ljóðum fyrir sópran og
blásarakvintett eftir Jón Hlöðver
Askelsson við Þrjú ljóð úr „Vísur
um drauminn" eftir Þorgeir Svein-
bjarnarson var verkið frumflutt á
Akureyri vorið 1993. Oljósara var
hvort um frumflutning í Reykjavík
væri að ræða að þessu sinni eður ei,
en hitt lá þó ekki milli hluta, að
áhöfnin sópran + blásarakvintett
er afar sjaldgæf í tónbókmenntum.
Það var sönn ánægja að þessu inn-
blásna verki Jóns. Margrét og
Blásarakvintettinn sýndu á sér sín-
ar beztu hliðar í næmri og innlifaðri
túlkun á nútímaverki, sem án þess
á nokkurn hátt væri afturhverft í
stíl náði að sameina margt hið
bezta í samtíð og fortíð með áhrifa-
miklum en um leið merkilega lát-
lausum ljóðrænum litum. Svona á
að semja kirkjutónlist á ofanverðri
20. öld!
Ríkarður O. Pálsson
Skozk skáldkona
lárviðarskáld?
London. Morgunblaðið.
SKOZKA skáldkonan Carol An
Duffy er nú sögð koma helzt til
greina sem næsta lárviðarskáld
Breta.
The Sunday Times birtir samtal
við skáldkonuna, þar sem fram
kemur, að hún hafi byrjað að yrkja
Sýning
séð inn
um glugga
Slunkaríkis
BRYNDÍS Snæbjörnsdóttir
og Mark Wilson opna sýningu
í Slunkaríki á Isafírði á morg-
un, miðvikudag, kl. 22. Á sýn-
ingunni verða litskyggnu-
myndir sem verður hægt að
virða fyrir sér utan frá göt-
unni í glugga sýningarsalar-
ins. Myndefni tengist Horn-
strandaferð í lok júlí síðastlið-
ið sumar.
Sýningin stendur til 18. aprfl.
ástarljóð til skólasystur sinnar ell-
efu ára gömul og kennari hennar
frá þessum árum minnist þess, að
hún hafi haft augljósa og mikla
skáldhæfileika. Hún hefur síðan
verið síyi'kjandi og unnið til bók-
menntaverðlauna fyrir ljóð sín,
m.a. fékk hún Whitbread-verðlaun-
in 1993. Ljóð, sem hún orti eftir
fráfall Díönu prinsessu, vakti mikla
athygli og von er á nýrri ljóðabók
frá henni í sumar.
Síðasta lárviðarskáld Breta, Ted
Hughes, féll frá í fyrrahaust. Síðan
hafa verið nefndir til starfans m.a.
Tony Harrison, Derek Walcott og
Seamus Heaney, en sá fyi-stnefndi
er sagður hafa „afþakkað“ með
harðri skothríð að konungsveldinu,
þar sem hann sagðist taka frelsi
sitt framyfh' allt annað, vilji frekar
vera frjáls en þurfa að blása upp
brúðkaup einhvers prins. Heaney
er sjálfur sagður hafa látið þau orð
falla, að hann væri „of írskur" fyiár
embættið, en hann er kunnur
lýðsveldissinni, og Walcott, sem er
frá Vestur-Indíum, býr að mestum
hluta utan Bretlands og því talinn
of fjarri góðu gamni.
Suðrænir gítar-
tónar í Salnum
KRISTINN H. Árnason gítarleik-
ari leikur í Salnum í Kópvogi í
kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Tón-
leikarnir eru í tónleikaröðinni Tí-
brá sem Kópavogsbær stendur
fyrir.
Leikin verða verk eftir Fern-
ando Sor, J.S. Bach, Jón Ásgeirs-
son, Joaquin Turina og Isaac Al-
beniz.
Fernando Sor fæddist í
Barcelona árið 1778 og lést í París
1839. Hann hlaut menntun sína í
kórskóla Montserrat-klaustursins.
Þegar setulið Napoleons Bonapar-
te hörfaði frá Spáni árið 1812,
neyddist Sor til að flýja land og
bjó ýmist í París eða London upp
frá því. Sor vakti fljótlega athygli
í París sem gítarsnillingur og tón-
skáld. Var t.d. ballettinn hans
„Cendrillon“ fluttur oftar en 1.000
sinnuni í Parísar-óperunni. Sor
samdi fjölda verka fyrir einleiks-
gítar og taldi Mozart og Haydn til
sinna helstu álirifavalda.
Turina fæddist í Sevilla 1882.
Hann var þekktur sem hljómsveit-
arstjóri, tónskáld og kennari, en
hann var prófessor við Tónlistar-
háskóla Madndar. Hann samdi
fjölda verka af ýmsum toga sem
bera merki æskustöðvanna í
Andalúsíu. Turina var eitt af þeim
tónskáldum sem Andres Segovia
fékk til liðs við sig til að endur-
reisa klassíska gítarinn á fyrri
hluta aldarinnar. Turina samdi
mjög verk fyrir Segovia.
Isac Aleniz (1860-1909) var Ka-
talóniubúi og endurspeglast, ríku-
lega í verkum hans þjóðlegar
hefðir í tónlist Spánar. Hann lærði
m.a. hjá Franz Liszt og var mikill
píanóvirtúós og vann fyrir sér sem
slíkur, eða þegar hart var á daln-
uin, sem knæpuspilari á hafnar-
krám. Hann mun hafa haft áhrif á
þróun impressionisma í franskri
tónlist. Verkin sem hér heyrast
eru umritanir á verkum upphaf-
lega samin fyrir píanó.
Fjórar stemmningar eftir Jón
Ásgeirsson var samið árið 1992
fyrir Arnald Arnarson, sem frum-
flutti verkið á Listahátíð sama ár.
Þetta er stórt og voldugt verk sem
nýtir möguleika gítarsins vel. Hin
sérstæði og heillandi hljóðheimur
Jóns Ásgeirssonar birtist hér á
skýran hátt í fjóruin ólíkum köfl-
um, segir í frétttatilkynningu.
Kristinn H. Árnason fæddist ár-
ið 1963 og lauk burtfararprófi ár-
KRISTINN H. Árnason
gítarleikari.
ið 1983. Kristinn lauk BM-prófi
frá Manhattan School of Music ár-
ið 1987. Þrjái' geislaplötur liafa
komið út með leik hans.
ARSIS í Hollandi, sem gefur út
geislaplötur Kristins, er að skipu-
leggja tónleikaferðalag hans uin
Evrópu nú í aprfl og verða fyrstu
tónleikarnir haldnir í Klettakirkj-
unni í Helsinki 16. aprrt. Síðan
leikur Kristinn í í Kaupmanna-
höfn, í Munch-safuinu í Osló og
loks í kanmiersalnum Concertge-
bouw í Amsterdam.
Miðasalan verður opin tónleika-
daginn frá kl. 17 í anddyri Tónlist-
arhúss Kópavogs.