Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 37 ALPRED P. Doolittle, Kai Lovring, í miðjunni með félögum sínum á góðri stund. Enn ein heillandi „My Fair Lady“ PRÓFESSOR Higgins, Soren Spanning, hittir Elísu, Meike Bahnsen. SUNGIÐ AF ALEFLI Ein mest sótta leik- sýning Kaupmanna- hafnar þessar vikurnar er glæsiuppsetning á „My Fair Lady“, sem Sigrún Davíðsdóttir sá nýlega. GAGNRÝNENDUR dönsku blaðanna gripu til stóru hrósyrðanna, þegar „My Fa- ir Lady“ var frumsýnd í „Det Ny Teater“ nýlega. Aðalparið var ann- ars vegar langreyndur leikari, sem prófessorinn og ung og óreynd leik- kona sem blómasölustúlkan Elísa, sem í sameiningu eru heillandi og skemmtilegt par. Onnur hlutverk eru ekki síður vel mönnuð og tón- listin og sagan stendur alltaf fyrir sínu. Það traflar kannski einhvern að heyra sungið og talað á dönsku, en sjálft leikhúsið er hin fullkomna umgerð utan um þessa sígildu sögu og sjálf tónlistin er vel flutt. Erfið tilurð vinsæls söngleiks Góður leikur, fallegir búningar og léttleiki er nauðsynlegur liður í vel heppnaðri uppsetningu á þess- um ágæta söngleik, sem stöðugt er sýndur einhvers staðar í heimin- um. Það gekk annars brösuglega að koma honum á fjalirnar upphaf- lega. Ýmsir höfðu spreytt sig á söngleiksgerð eftir leikriti Oscars Wildes, „Pygmalion", meðal ann- ars söngleikjakóngarnir Rodgers og Hammerstein og rithöfundur- inn Noel Coward, en það var tvíeykinu Alan Jay Learner og Frederick Loewe, sem á endanum tókst verkið. Einna erfiðast var að koma því heim og saman að Elísa gengi bara út frá prófessornum og giftist ein- hverjum öðram, eins og í leikriti Wildes. Lausnin var að láta hana snúa til baka og leyfa áhorfendum að gleðjast yfir að líflegt aðdráttar- afl hennar hefði brætt hjarta bóka- béussins Higgins. Nafn söngleiks- ins vafðist einnig fyrir þeim. Þeim leist hvorki á nöfn eins og „Liza“ eða „The Lady Liza“, en „My Fair Lady“ fannst þeim einna skárst, þó þeir væra ekki hrifnir. Það urðu leikhúsgestir hins vegar - og eru enn. Söngleikurinn var framsýndur á Broadway 1956, sex áram eftir lát Wildes. Hvort hann hefði orðið hrif- inn er óvist, en tónlistina hefði hann efalaust hlustað á gagnrýnu eyra. Hann var á sínum tíma þekktur og virtur tónlistargagnrýnandi, sem ófáir tónlistarmenn bára ótta- blandna virðingu fyrir. Sígildur söngleikur í sígildu umhverfi „Det Ny Teater" er ekki eins nýtt og nafnið gefur til kynna, var vígt 1906 og hefur verið haldið í stíl síðustu aldamóta. Það er til húsa á Gammel Kongevej 29, aðeins um 10 mínútna gang frá Aðalbrautarstöð- inni. Húsið hefur frá upphafi lagt áherslu á söngleiki og aðsóknin sýnir að það er góður grundvöllur fyrir slíkum rekstri. Verkefnaskrá- in hefur verið sígildir söngleikir og „My Fair Lady“ fellur sannarlega undir þann flokk. I kvikmyndinni eftir söngleikn- um, þar sem Rex Harrison lék Higgins rétt eins og hann hafði gert á Broadway, og Audrey Hep- burn Elísu, en ekki Julie Andrews er leikið hafði á móti Harrison á Bi-oadway aðeins 18 ára gömul, voru lagðar línurnar að framtíðar uppsetningum, því myndin varð firna vinsæl. Danska uppsetningin tekur mið af myndinni, en ekki svo að óþægilegt sé. Soren Spanning í hlutverki pró- fessorsins er eins og fæddur í hlut- verkið. Spanning er reyndur leik- ari, sem leikið hefur hjá Konung- lega leikhúsinu og öðram helstu leikhúsum Dana og þá einnig stór- hlutverk eins og Hamlet, sem hann gerði á sínum tíma heillandi skil. Hann er í raun ekki ólíkur Harri- son, myndarlegur og karlmannleg- ur og nær skemmtilega öllum tökt- um, sem sjálfsagðir þykja í fari pró- fessors. Líkt og fyrri frægar Elísur eins og Andrews var hin danska Elísa, Meike Bahnsen, óþekkt fyrir fram- sýninguna, en það er hún ekki leng- ur. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverkinu og það með réttu, því hún nær öllum þeim blæbrigðum óhefluðu blómasölustúlkunnar, sem breytist í fágaða heimskonu. í góðri uppsetningu á „My Fair Lady“ þarf líka að vera góður Al- fred P. Doolittle, hinn fjörugi faðir Elísu. Slíkur leikari er til staðar í dönsku uppsetningunni, þar sem Kai Lovring fyllir út í hlutverkið og lyftir því á hástig. Og annar rosk- inn og dáður leikari fer með hlut- verk frú Higgins, móður prófess- orsins, leikkonan Lily Weiding. Sýningin hefur til að bera létt- leika og góða tónlist og orðsporið er slíkt að það hefur ekki verið auðvelt að fá miða. Það er þó alltaf mögu- leiki á að ná miðum ef vel er að gáð og oft kostur á ósóttum pöntunum samdægurs. TOJVLIST Seltjarnarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Seltjarnarneskirkju, kammer- sveit og einsöngvarar fluttu Messe solennelle eftir Louis Vierne og Missa dolorosa eftir Antonio Caldara. Sunnudagskvöld kl. 20. KÓR Seltjarnarneskirkju er öfl- ugur kammerkór. Þótt hann hafi að- eins sextán söngvurum á að skipa er þar vel skipað því meðal kórfélaga era úrvalssöngvarar með mikla reynslu af kórsöng. Stjórnandi kórsins er Viera Manacek, og hefur hún gegnt því starfi frá árinu 1994. Af fyiTÍ verkefnum kórsins má ráða að mikill metnaður sé í kórstarfinu, og verkefnin að þessu sinni vora ekkert hversdagsbrauð, tvö verk sem hafa að líkindum ekki heyrst hér á landi áður, Messe solennelle fyrir kór og tvö orgel eftir Louis Vi- erne, nemanda Widors og Francks, en Vieme var ekki síður kunnur sem organisti við Notre Dame í París frá 1900-1937; - og Missa dolorosa eftir ítalska tónskáldið Antonio Caldara, sem uppi var frá 1670-1736. Þessi ítalski samtíma- maður Baehs var um margt í svip- aðri stöðu og þýski jöfurinn, - varð að semja fyrir vinnuveitendur sína eftir pöntun, - en ólíkt Bach og mörgum öðrum tónskáldum tókst Caldara að koma ár sinni þannig fyrir borð að hann þénaði dável á tónsmíðunum. I verki hans komu kammersveit og fjórir einsöngvarar til liðs við kórinn, þau Elísabet F. Eiríksdóttir sópran, Alina Dubik mezzósópran, Snorri Wium tenór og Loftur Erlingsson bassi. Szymon Kuran leiddi kammersveitina en organistar voru Lenka Máteova sem lék í verki Viernes og Pavel Manasek sem lék í báðum verkun- um á glænýtt og afar fallegt orgel kirkjunnar, smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmið. Hljómur þessa nýja hljóðfæris er fallegur og tær og gripurinn auk þess augna- yndi og fer vel í kirkjunni. Hátíðarmessa Louis Vieme er lítil en þokkafull tónsmíð, ekki framleg fyrir sinn tíma, - dregur dám af tónlist síðrómantíkeranna Brackners og Brahms. Það kom fljótt á daginn að Kór Seltjarnar- neskirkju er öflugur í meira lagi, og hljómar ekki minna en mun stærri kórar. Kórhljómurinn er massívur og þéttur, og að smekk gagnrýn- anda of þungur fyrir svona lítinn ÍSLENSKI dansflokkurinn er kominn heim úr ferð til Litháen þar sem lialdnar voru sýningar í tveimur borgum. Annars vegar opnaði Dansflokkurinn árlega danshátíð sem haldin er í Vilnius þar sem fram komu að auki Per Jonson Dance Company frá Sví- þjóð, Granhöj Dans frá Dan- mörku, Yolande Snaith Theatre- dance frá Bretlandi og Ariadone frá Frakklandi. Hins vegar var Dansflokkurinn með sérstaka sýningu í hafnarborginni Klaipeda, um 300 km frá Vilnius. Sýnd voru verkin Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta sem dansflokkurinn hefur sýnt í Borgarleikhúsinu að undanförnu og tvö styttri verk kór. Þar kemur til ofstjórn kórstjór- ans ef svo má kalla það, þar sem allt of stórum og grófum handarhreyf- ingum er beitt. Minni og markviss- ari hreyfingar myndu gera meira gagn og gefa svigrúm fyrir meiri dýnamík og fjölbreyttari blæbrigði í söngnum. Eftir höfðinu dansa lim- irnir, og verkið var sungið á svo gott sem fullum stjrk allan tímann, og hljómaði því fremur einsleitt þótt söngur kórsins væri vissulega glæsilegur. Missa dolorosa eftir Caldara er viðameira verk, með einsöngvurum, fylgirödd, lítilli kammersveit, og ekki síst nokkrum einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Hlutverk ,að- fengnu" einsöngvaranna var ekki viðamikið, hvert þeirra söng í tveimur til þremur af sautján þátt- um messunnar. Öll sungu þau þó með mikilli prýði sín hlutverk. Ekki var síst gaman að heyra í mús- íkalska tenórnum Snorra Wium með sína fallegu rödd. Dúett hans og Lofts, með sellói (Lovísa Fjeld- sted) og fylgirödd (Pavel Manacek og Richard Korn) í Domine fili, var sérstaklega hrífandi. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga vora virkilega góðir og sýndu hvers konar úrvals efniviður er í þessum kór. Þær Guð- rún H. Stefánsdóttir og Elma Atla- dóttir úr sópran, Svava K. Ingólfs- dóttir og Álfheiður Hanna Friðriks- dóttir í alt, Sigurður Sigurjónsson tenór og Egill Gunnarsson bassi sungu öll af öiyggi og miklum þokka. Á hinn bóginn galt flutning- ur þessa verks ekki síður en hið fyrra einhæfrar túlkunar stjórnand- ans. Það vantaði öll fínlegri blæ- brigði í flutninginn og alls enga þjáningu var þar að finna þrátt fyrir ,dolor“ í nafngiftinni. Kórinn söng af of miklum krafti, og beitti sér allt of mikið í stað þess að slaka á og dvelja í tónlistinni. Það endast eng- ar raddir til lengdar I svona ,blast“. Taktslag stjórnandans var of ómarkvisst, og innkomur stundum óöruggar eins og í níunda og tólfta þætti verksins. Það má segja að Kór Seltjarnar- neskirkju færist mikið í fang með flutningi þessara verka. Slíkur metnaður er mikils virði. Kórinn sýndi það líka að hann gæti náð langt með þetta fína fólk innan sinna raða. Með slíkan úrvals söng- hóp skipaðan fagfólki þarf kórstjóri minna en ella að beita sér, og ætti að geta notið þess að huga að eigin tækni og stíl og vinna betur í því að draga fram músíkina í tónlistinni. eftir íslenska danshöfunda, Minha Maria Bonita eftir Láru Stefánsdóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur. Verk Láru og Ólafar komu fram í Danshöfundasam- keppni Islenska dansfiokksins sem haldin var í fyrsta skipti í október 1998. Fullt hús var á báðum stöðum og viðtökur voru góðar. Ferðin var styrkt af Teater og dans i Norden og menntamálaráðu- neytinu. Sýningum á verkunum Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur í Borgarleikhús- inu fer senn að ljúka en þær síð- ustu verða 11. og 18. apríl. Bergþóra Jónsdóttir Góðar viðtökur íslenskra dansara í Litháen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.