Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Sjálfsmat Haustið 1997 hófst formlegt sjálfsmat í Menntaskólanum við Sund. Skólaárið 1997-98 tók skólinn
ásamt Fjölbrautaskóla Suðurlands þátt í tilraunaverkefni á vegum Evrópusambandsins um mat á gæðum
skólastarfs. Sigurrós Erlingsdóttir kennslustjóri segir hér frá umfangsmiklu starfí og árangri.
Sj álfsmat
opinberar
stöðu mála
# 56% nemenda stunda launavinnu,
að meðaltali í 13 stundir á viku
# 66% nemenda verja 5 stundum
eða minna í heimanám á viku
SIGURRÓS Erlingsdóttir er í stýrihóp sjálfsmats í MS.
Morgunblaðið/Þorkell
NÆSTA haust eru 30 ár
frá því að Menntaskól-
inn við Sund tók til
starfa. Á þessum árum
hefur skólinn gengið í gegnum
margvíslegar breytingar. Hann
hefur verið til húsa á tveimur stöð-
um og hét upphaflega Menntaskól-
inn við Tjörnina enda var hann þá
við Reykjavíkurtjörn. Innra starf
skólans hefur einnig breyst í takt
við breytingar á viðhorfum, lögum
og reglugerðum um framhalds-
skóla. Obreytt er að kennarar skól-
ans eru enn óþreytandi að leita
leiða til að bæta skólastarf og huga
að velferð nemenda. Þótt húsnæði
og annað varðandi búnað í skólan-
um hafí ekki alltaf verið í samræmi
við kröfur nútímaskólahalds hefur
það verið bætt upp með samstillt-
um og áhugasömum kennarahópi.
I Menntaskólanum við Sund hafa
menn ætíð viðhaft sjálfsmat þótt
ekki hafí það alltaf verið nefnt því
nafni. Má þar nefna stöðuga um-
ræðu um markmið skólans og
námsframboð. Dæmi um breyting-
ar vegna sjálfsmats eru umsjónar-
kerfi skólans og kjarnanám, sem
var viðbótarnámsframboð fyrir
fyrstu bekkinga 1993-95. Umsjón-
arkerfi skólans hafa kennarar mót-
að í sameiningu með þarfír nem-
enda í huga. Mikil áhersla hefur
verið lögð á að brúa bilið á milli
grunnskóla og framhaldsskóla og á
forvarnarstarf.
Haustið 1997 hófst svo formlegt
sjálfsmat í Menntaskólanum við
Sund enda er það nú bundið í lög
um framhaldsskóla (nr. 80 frá
1996). Þar segir, í 23. grein, að skól-
ar skuli „innleiða aðferðir til að
meta skólastarfið, þar á meðal
kennslu- og stjómunarhætti, sam-
skipti innan skólans og tengsl við
aðila utan skólans“. Skólaárið
1997-98 tók skólinn þátt í tilrauna-
verkefni á vegum Evrópusam-
bandsins um mat á gæðum skóla-
starfs. Alls tók 101 skóli frá 18
löndum þátt í þessu verkefni, þar af
tveir frá Islandi. Markmið Evrópu-
sambandsins var að fá yfiiiit yfír
matsaðferðir sem notaðar eru í
ólíkum löndum og efla sjálfsmat
skóla. Frá yfirstjórn Evrópuverk-
efnisins bárust leiðbeiningar um
sjálfsmat og einnig hafði MS gott
samstarf við Fjölbrautaskóla Suð-
urlands, hinn íslenska þátttöku-
skólann, um aðferðir og áherslur.
Stýrihópur sjálfsmats í _MS tók
til starfa í september 1997.1 honum
áttu sæti tveir fulltrúar nemenda,
þrír fulltrúar kennara og annarra
starfsmanna auk rektors sem
stýrði hópnum. Markmið sjálfs-
matsins var að afla upplýsinga, m.a.
um viðhorf nemenda og starfsfólks
til skólans, þróunarstarf og úrbæt-
Hvenær ieggur þú mesta vinnu í námið?
Svör flokkuð eftir einkunum
annar annar !ok annar
Hversu miklum tíma á viku verðu að jafnaði
í heimanám? Svör flokkuð eftir einkunum
Stundar þú launa-
vinnu utan námsins?
Svör flokkuð eftir bekk
ur. Stýrihópur lagði áherslu á að
matið næði til sem flestra starfs-
manna og nemenda. Starfið var
umfangsmikið og verður hér greint
frá nokkrum þáttum þess og hverju
það hefur skilað.
Sjálfstæði og ábyrgð nemenda
Sjálfsmatið fór að miklu leyti
fram í hópum þar sem nemendur,
kennarar og aðrir starfsmenn unnu
saman að fjölmörgum þáttum og
settu bæði fram greiningu og bentu
; :
HVERNIG telja nemendur að kennslustundirnar nýtist?
á leiðir til úrbóta. Vinnuhópur um
stundaskrárgerð lagði til að skapað
yrði svigrúm fyrir aukna sjálfstæða
vinnu nemenda í efri árgöngum
skólans. Tillögum hópsins var hrint
í framkvæmd síðastliðið haust sem
opnum tímum. Þar með eiga nem-
endur í 3. og 4. bekk þess kost að
velja sér kennslustundir og greinar
4-6 sinnum í viku. Til dæmis má
taka að í opnum tímum getur nem-
andi valið að lesa eða vinna að verk-
efnum í þeirri grein þar sem hann
telur sig helst þurfa hjálpar og út-
skýringa við og leitað tii kennara
eftir þörfum. Nemendur geta líka
valið að stunda námið utan
kennslustunda. Ábyrgðin á náminu
er þar með í auknum mæli færð yfír
til nemenda.
Gæði náms og kennslu
Annar vinnuhópur útbjó könnun
um gæði náms og kennslu og lagði
hana fyrir í nokkrum bekkjardeild-
um. I könnuninni er framlag kenn-
arans metið, m.a. undirbúningur og
kennsluaðferðir og kröfur í gi’ein-
inni. Sjónarhorninu er einnig beint
að nemendum og spurt um líðan
þeiira í tímum, áhuga á viðkomandi
grein og undirbúning. Könnunin
þótti gagnleg og var endurtekin 2.
og 3. mars sl. og nú lögð fyrir alla
nemendur skólans. Spurt var um
allar greinar og fá kennari í við-
komandi grein og rektor skólans
niðurstöðurnar og munu þeir ræða
þær í sameiningu.
Viðhorfskannanir
Vorið 1998 voru gerðar tvær
viðamiklar kannanir um viðhorf til
margvíslegi’a þátta skólastarfsins.
Önnur könnunin var lögð fyiir alla
nemendur skólans, 634 svöruðu eða
82%. Hin könnunin var lögð fyrir
starfsfólk skólans og svöruðu 54
eða 72%. Ýmsar athyglisverðar nið-
urstöður komu í ljós t.d. um vinnu,
heimanám og ástundun nemenda
og verða hér á eftir raktar nokkrar
helstu niðurstöður úr viðhorfskönn-
ununum.
Námskröfur
76% nemenda telja heildarnáms-
kröfur í MS vera hæfilegar, 6%
nemenda telja þær of miklar en
13% nemenda telja þær of litlar.
Marktækur munur er eftir árgöng-
um, 22% nemenda í 4. bekk telja
námskröfur of miklar en 7% í 1.
bekk. 12% nemenda í 1. bekk telja
námskröfur of litlar en aðeins 4% í
4. bekk. Niðurstaðan gefur vís-
bendingu um að auka megi náms-
kröfur í 1. bekk.
Skoðun starfsfólks á heildar-
námskröfum er ólík skoðunum
nemenda. Þótt einungis 13% nem-
enda telji heildarnámskröfur of litl-