Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 41
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 30. MARZ 1999 41.
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDAST J ÓRI:
RITSTJÓRAR:
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
30. MARZ 1949
I^SLENZKA LÝÐVELDIÐ var ekki orðið fimm ára,
þegar reynt var með ofbeldi að koma því á kné og
hindra, að Alþingi gæti tekið ákvörðun um aðild Islands
að Atlantshafsbandalaginu. Þetta var 30. marz árið 1949
og nú er hálf öld liðin frá þessum sögulega degi. Þá gerðu
kommúnistar árás á Alþingishúsið, þar sem þingmenn
fjölluðu um aðildina að NATO, sem ráðgert var að stofna
hinn 4. apríl. Nær allir þingmenn lýðræðisflokkanna,
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks,
studdu aðildina, en þingmenn Sameiningarflokks alþýðu -
sósíalistaflokksins ekki. Þar tóku þeir höndum saman við
aðra kommúnistaflokka í álfunni, sem börðust hatramm-
lega gegn stofnun Atlantshafsbandalagsins, enda töldu
þeir NATO ógnun við heimsyfirráð kommúnismans.
Loft var lævi blandið í heimsmálum i' aðdraganda að
stofnun bandalagsins. Astandið var mjög hættulegt og
eldfimt. Hvert ríkið af öðru hvarf undir hramm kommún-
ismans á bak við járntjaldið, Tékkóslóvakía, Ungverja-
land, Rúmenía, Búlgaría og austurhéruð Þýzkalands.
Júgóslavía og Albanía voru þegar undir kommúnískri ein-
ræðisstjórn þeirra Títós og Hoxha. Átök voru milli Sovét-
ríkjanna og vesturveldanna út af stöðu Berlínar og þurfti
að flytja allar nauðsynjar um loftbrú til vesturhluta borg-
arinnar. Kommúnistar beittu sér víða fyrir verkföllum og
óeirðum í löndum Vestur-Evrópu til að hrekja löglega
kjörnar ríkisstjórnir frá völdum og undirbúa eigin valda-
töku. Mikil átök áttu sér og stað víðar um heim og var
Rauði her Maos að leggja undir sig Kína og Kóreustyrj-
öldin á næsta leiti. Kjarnorkuvopnakapphlaupið var kom-
ið í algleyming. Kalda stríðið var skollið á.
Það var þessi heimsmynd, sem við blasti þennan ör-
lagaríka dag, 30. marz, þegar lýðræðisflokkarnir á AI-
þingi tryggðu sjálfstæði og öryggi Islands í ótryggum
heimi og létu ekki hótanir og árásir háværs minnihluta,
sem aðhylltist einræði kommúnismans, hrekja sig af leið.
Sagan sýnir ljóslega hálfri öld síðar, að ákvörðun lýðræð-
issinnanna um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu
var rétt. Valdakerfi kommúnismans er hins vegar hrunið.
PERLANí
BORGARLANDINU
ELLIÐAÁRNAR eru einstök perla í borgarlandinu og
raunar allt umhverfi þeirra, Elliðaárdalurinn. Hvergi
í veröldinni getur höfuðborg á stærð við Reykjavík státað
af laxveiðiá innan sinna marka. Það er því á tímum vax-
andi umhverfisverndar tímabært að beina athyglinni að
þeirri hættu sem á því er að áin og umhverfi hennar verði
eyðilögð.
Orri Vigfússon, sem er formaður samtaka, sem hafa af
mikilli elju unnið að verndun Atlantshafslaxins hefur haft
forgöngu um að samtökin settu á laggirnar sérstaka
Elliðaárnefnd, sem sett hefur sér það markmið að vernda
Elliðaárnar. Nefndin hefur unnið skýrslur um ástand
ánna, áhrif virkjana og fleiri þátta á laxastofninn í ánum
og hefur nefndin skrifað borgarstjóra og leggur til að raf-
orkuframleiðslu verði hætt í ánum. Hefur nefndin lagt
fram gögn máli sínu til stuðnings.
í viðtali við Orra Vigfússon í Morgunblaðinu í fyrradag
er fjallað um þessi mál en Orri hefur hlotið viðurkenningu
á alþjóðavettvangi fyrir stórmerkilegt starf á þessu sviði.
I viðtalinu segir hann m.a.: „Hliðstæð vandamál eru
þekkt, þar sem byggð er við laxár. Þær eru viðkvæmar og
bíða mikið tjón sé ekki gripið til nauðsynlegra varúðar-
ráðstafana í tíma. í stefnumótun Reykjavíkurborgar er
gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg verði árið 2002 þekkt
fyrir hreinleika og stórbrotna náttúru og áhugaverður
áfangastaður við dyr óspilltrar náttúru. Elliðaárnar verða
ekki hluti af þessum veruleika nema tekið sé í taumana
strax.“
Það er ástæða til að veita þessum orðum athygli. Þau
eru mælt af manni, sem þekkir betur til en flestir aðrir.
Auk þeirra þátta í umhverfi Elliðaánna, sem nú þegar
hafa neikvæð áhrif á lífríki ánna eru fyrirhugaðar stór-
framkvæmdir við vegalagningu og brúargerð í námunda
við Elliðaárnar á næstu árum. Enginn veit á þessari
stundu hvaða áhrif slíkar framkvæmdir munu hafa. Við
eigum að gera verndun Elliðaánna og umhverfi þeirra að
stærsta umhverfisverndarmáli höfuðborgarsvæðisins og
setja okkur markmið í samræmi við það.
Árásin
á Alþingi
✓
Þátttaka Islands í Atlantshafsbandalaginu
klauf á sínum tíma þjóðina. Kristján Jónsson
rifjar upp slaginn á Austurvelli 30. mars
1949 og ræðir við nokkra sem þar voru.
JEPPI með gjallarhorn, þaðan
streyma hvatningar um and-
stöðu og svívirðingar um
„landsölumennina". Lög-
reglumenn með svarta stálhjálma og
kylfur, táragassprengjur innan seil-
ingar. Á stalli á miðjum vellinum
trónir maður úr öðru efni en venju-
legt fólk og afreksmaður á sinni tíð,
þegar hann var af holdi og blóði. Nú
er hann þögull, enginn veit hvað hon-
um finnst um þetta upphlaup, reiði-
ópin, barsmíðarnar, grjótkastið,
eggjasletturnar á hurð Alþingishúss-
ins, brotnar rúðurnar.
Veður voru öll válynd í heimsmál-
unum 30. mars 1949 og þytur þeirra
barst hingað, þjóðin var ekki lengur
einangruð úti í reginhafi. Árið á und-
an höfðu kommúnistar og leppar
þeirra steypt lýðræðislegri ríkis-
stjórn Tékkóslóvakíu, hún var nú
undir jámhæl Stalíns, kommúnistar
voru að sigra í Kína.
Islendingar voru ein af þjóðunum
tólf sem stofnuðu Atlantshafsbanda-
lagið 4. apríl 1949 en deilurnar um
aðildina voru svo heiftúðugar hér að
enn eru sumir móðir ef ekki sárir. I
grannlöndunum var lítið um mót-
mæli ef undan er skilin viðleitni sov-
éthollra kommúnista og einstaka
friðarsinna. Brigslin gengu hér á
víxl, ýmist voru menn „handbendi
Stalíns", „þrælar auðvaldsins" eða
„þjóðníðingar". Kalda stríðið var ný-
hafið, íslenskt orðfæri þess var að
fæðast en gjarnan vitnað í fornar
bókmenntir og nýlegri ættjarðarljóð.
Tilfinningarnar voru á suðupunkti.
Menn slepptu fram af sér beislinu,
jafnvel rólegheitafólk, og í ræðustól
Alþingis fóru sumir hamförum. En
aðildin var samþykkt með 37 at-
kvæðum gegn 13 eftir geysiharðar
umræður og stóðu þær í nokkra
daga, reyndar samfleytt alla nóttina
áður en atkvæði voru loks greidd 30.
mars. Allir tíu þingmenn Sameining-
arflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins
voru á móti, einnig tveir þingmenn
Alþýðuflokksins, Gylfí Þ. Gíslason og
Hannibal Valdimarsson, og einn
framsóknarmaður, Páll Zóphonías-
son. Tveir framsóknarmenn, Her-
mann Jónasson og Skúli Guðmunds-
son, sátu hjá.
Atkvæðagreiðslu á Alþingi um að-
ildartillöguna lauk um kl. 14.30 og
var hún samþykkt. Skömmu áður hóf
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
LÖGREGLUMENN, búnir kylfum og svörtum stálhjálmum, hrekja andstæðinga aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu á brott frá Austurvelli 30. mars
1949. Loks var beitt táragasi og Ieystist þá mannsöfnuðurinn nær samstundis upp eftir um tveggja stunda átök. Margir fóru niður að Tjörn til að kæla
augun með vatni. Óspektir voru einnig síðar um kvöldið og var þá enn beitt táragasi. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn um
aðild Islands í Washington nokkrum dögum síðar.
1 i l i
li V 1
- > .
J
fólk að safnast saman á Austurvelli
til að mótmæla en fyrir voru mörg
hundruð stuðningsmanna aðildarinn-
ar sem höfðu orðið við hvatningu
ráðamanna Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks til
fólks um að verja þinghúsið fyrir
árásum kommúnista. Tók fólkið sér
stöðu framan við húsið ásamt lög-
reglumönnum sem þar voru en vara-
lið lögreglu, úr röðum óbreyttra
borgara, beið átekta inni í húsinu.
Reykjavík var enn lítill bær, Kópa-
vogur varla til, meirihluti þjóðarinn-
ar bjó úti á landsbyggðinni. En allt
að 10.000 þúsund manns munu hafa
verið á Austurvelli. Flestir við-
staddra voru sennilega á móti inn-
göngunni og kröfðust margir þjóðar-
atkvæðis. Var auðvelt fyrir þá
grimmustu að kasta grjóti og öðru
rusli að þinghúsinu og fela sig í
mannþrönginni.
Kastað var grjóti að þingmönnum
og ráðherrum og mildi að ekki varð
manntjón. Nokkrir lögreglumenn og
óbreyttir borgarar úr röðum beggja
deiluaðila, alls um tuttugu manns,
slösuðust en enginn þó alvarlega.
Þegar Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra ætlaði eftir atkvæða-
greiðsluna að setjast inn í bíl með
öðrum þingmönnum við Alþingishús-
ið var kastað steini í bílinn og maður
nokkur réðst á ráðherrann og reyndi
að draga hann út. „Þarna ertu helvít-
ið þitt, Bjarni Benediktsson," sagði
maðurinn.
Sautján ára gagnfræðaskölastúlka
gekk að Stefáni Jóhanni Stefánssyni
Mynd í eigu Alþingis/Guðni Þórðarson
SÆTI forseta Sameinaðs þings, Jóns Pálmasonar, eftir árásina á þing-
húsið, á gólfinu eru glerbrot en flestar rúður á framhliðinni voru brotnar.
Þingmaðurinn Hermann Guðmundsson fékk stein með glerflísum í höfuð-
ið, hann var frá vinnu í tvær vikur.
forsætisráðherra, er var að koma út
úr þinghúsinu, og rak honum kinn-
hest. Henni fannst að ráðherra hefði
svikið sig.
Þjóðviljinn hóf ungu stúlkuna til
skýjanna fyrir þetta „afrek“. Og í
Tímariti Máls og menningar í apríl
sama ár skrifaði rithöfundur um
„ungu, háttprúðu skólastúlkuna" og
íslenskt hjarta „sem sló í ungum
barmi, þróttmikil hönd sló hart, því
að hugir þúsundanna fylgdu högginu
eftir“.
Efasemdir um aðildina gengu oft
þvert á flokksbönd þótt vinstrisinnar
væru fremstir í flokki. Hópur
menntamanna stofnaði Þjóðvörn
gegn inngöngunni í NATO, þar voru
meðal frammámanna sr. Sigurbjörn
Einarsson, síðar biskup, Jónas
Haralz, síðar seðlabankastjóri, og
fleiri þjóðþekktir menn. í menning-
arlífinu bar mikið á andstæðingum
NATO, enda vinstrimenn þar öflugir.
Atómstöð Halldórs Laxness kom út
skömmu fyrr og þar var óspart slegið
á strengi þjóðernis. Hann varaði sak-
lausa eyþjóðina við því að nú ætluðu
öfl hins illa að selja nýfengið sjálf-
stæðið í hendur útlendinga. Ekki má
gleyma að landsmenn 'höfðu hlotið
sjálfstæði aðeins fjórum árum fyrr
og því hæg heimatökin að höfða til
þjóðrækni.
Skáldið Jóhannes úr Kötlum hvatti
til harðrar baráttu gegn samningn-
um og afsali þjóðfrelsis - en hann
hafði einnig ort: „Sovét-Island, óska-
landið, hvenær kemur þú?“
Þjóðviljinn sagði varalið lögi-egl-
unnai- hafa verið „vitstola hvítliða-
skríl“ eins og það var orðað. „Land-
ráð framin í skjóli ofbeldis og villi-
mannlegra árása á friðsama alþýðu"
var fyrirsögn blaðsins. Morgunblaðið
sparaði ekki heldur stóru orðin í fyr-
irsögnum daginn eftir atburðinn:
„Ofbeldishótanir kommúnista í fram-
kvæmd: Trylltur skríll ræðst á Al-
þingi". Tíminn og Alþýðublaðið fóru
einnig hörðum orðum um mótmæl-
endurna. Línurnar í umræðum um
öryggis- og varnarmál næstu áratug-
ina höfðu verið lagðar.
Handtak á 40 ára
stúdentsafmælinu
SUMIR hafa skipt um skoðun,
aðrir halda fast við sinn keip.
Enn aðrir voru að gegna
skyldustörfum og höfðu ekki
mótað sér skoðun á aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu. En þátttak-
endurnir í atburðunum góðviðrisdag-
inn 30. mars 1949, sem rætt var við,
voru flestir fúsir að tjá sig.
Leifur Sveinsson lögfræðingur var
21 árs háskólanemi og einn af liðs-
mönnum varaliðs lögreglunnar sem
stofnað var vegna þess að ráðamenn
óttuðust að andstæðingar samnings-
ins myndu ráðast á AJþingishúsið.
„Liðið var stofnað með vísan í lög
um lögreglumenn nr. 50 frá 1940 og
við vorum þarna sem opinberir
starfsmenn," segir Leifur. „Ef ein-
hverjir þeirra hefðu orðið fyrir veru-
legum skakkaföllum í átökunum
hefði ríkið orðið að greiða þeim bæt-
ur.“
Alls voru í því 85 manns, einkum
ungir og hraustir menn, allt karlar
og meðal þeirra allmargir mennta-
skóla- og háskólanemar.
Stjórnendurnir voru einkum þeir
Ásgeir Pétursson, síðar sýslumaður,
Eyjólfur Konráð Jónsson, síðar rit-
stjóri og alþingismaður og Thor O.
Thors, framkvæmdastjóri, að sögn
Leifs. Um 800-900 sjálfboðaliðar
stilltu sér upp fyrir utan húsið en 85-
menningarnir voru hins vegar hafðir
til taks í þingflokksherbergi Fram-
sóknarflokksins „með samþykki Ey-
steins". Þeir höfðu hjálma og kylfur
og auk þess armbindi í fánalitunum
til auðkennis, svipað og fyrirliðar í
knattspyrnuliði.
„Við vorum einu mennirnir á land-
inu sem vissu ekki hvað var að gerast
fyrir utan húsið, við vorum lokaðir
inni frá klukkan ellefu um morgun-
inn til fjögur. Við gátum aðeins horft
á dómkirkjudyrnar." Hann segir að
liðinu hafi loks verið sagt að fara út
og, eftir nokkurt þóf, að taka með sér
hjálma og kylfur. Lögreglustjóri hafi
sagt að þingmenn hygðust nú halda
heim og bílar þeirra ættu að koma að
aðalinngangi hússins. Varaliðið ætti
að tryggja að bílstjórarnir gætu ekið
að húsinu um Kirkjustræti.
Leifur segist halda að útrásin hafi
verið mistök. „Eins og þingmennirn-
ir gætu ekki beðið þangað til allir
væru farnir! Margir þingmenn
gengu reyndar út eins og ekkert
hefði í skorist, Einar Olgeirsson og
líka nokkrir stjórnarþingmenn.“
Hann segir um aðdragandann að
hundruð manna hafi um nokkurra
daga skeið komið á fundi í Sjálfstæð-
ishúsinu og verið viðbúnir því að
„kommúnistar gerðu árás og hindr-
uðu umræðurnar" á þingi sem stóðu
marga daga.
„Þegar við komum út reka þessir
andstæðingar Atlantshafsbandalags-
ins upp óp. Og þegar fyrirliði okkar,
Sigurður Þorsteinsson, sem var lög-
reglumaður, heyrir þessi öskur og
grjóthríðin bylur á húsinu álítur
hann að þetta sé árás á okkur. Hann
beinir kylfunni fram og það er merki
um að við eigum að stöðva mennina
sem voru að henda hraunhellunum.
Það er eins og olíu væri hellt á eld
þegar við birtumst þarna.
Þetta var stríð. Menn reyndu að
slasa engan en einn úr okkar röðum,
menntaskólanemi, var tekinn og bar-
inn illa. Við vorum mjög óánægðir
með að þeir sem voru dæmdir skyldu
aldrei sitja inni, enginn þeirra, held-
ur ekki forsprakkarnir. En það var
ægilegt að lenda í þessu, til dæmis
hafði einn af aðalmönnum andstæð-
inganna verið samstúdent minn. Það
jafnaðist ekki aftur á milli okkar fyrr
en á 40 ára stúdentsafmælinu 1986,
þá tókumst við loks í hendur."
Blöskraði túlku
Morgunblaðsins
Jón Böðvarsson íslenskufræðingur
og fyrrverandi skólameistari, hefur
verið eindreginn andstæðingur Atl-
antshafsbandalagsins og hersetunn-
ar frá því að bandarískt herlið kom
aftur hingað 1951. En hann var
menntaskólanemi og félagi í
Heimdalli 1949 og hlýddi kallinu þeg-
ar ungir sjálfstæðismenn voru beðnir
um að verja Alþingishúsið fyrir árás.
„Ég var að verða nítján ára um
þetta leyti,“ segir Jón. „Ég held að
þetta hafi verið nokkur hundruð
manns sem stóðu á verði fyrir fram-
an húsið, ég var við hornið á Dóm-
kirkjunni. Fyrir hverjum 15-20
manna hópi var einn ábyrgur, við
vorum margir úr Menntaskólanum í
Reykjavík.
Ég var fylgjandi inngöngunni í
NATO en ég trúði því statt og
stöðugt að hér yrði aldrei her á frið-
artímum. Það var svo stutt síðan
sjálfstæðið fékkst, 1944 og það var
svo mikill fögnuður í landinu þá.
Maður stóð þarna á Þingvöllum í
grenjandi rigningu, alveg holdblaut-
ur og fagnaði.“
Jón segir að reiðin hafi verið mikil
á báða bóga og hart deilt. „Svo kem-
ur 50 manna lið út úr húsinu, meðal
þeirra nokkrir bekkjarbræður mínir
og ég sá þá lemja menn. Rétt fyrir
framan mig ætlaði einn þeirra að
lemja gamlan mann en annar
Leifur
Sveinsson
Jón
Böðvarsson
Árni
Pálsson
Karl
Bóasson
Páll
Eiríksson
+
menntaskólanemi þreif af honum
kylfuna til þess að koma í veg fyrir
þetta.“ Sá síðarnefndi var dæmdur í
fangelsi fyrir að ráðast á lögregluna,
segir Jón. Hann segist halda að ungu
nemarnir í varaliðinu hafi verið
gripnir af æsingi en sér hafi þótt
dómurinn „alveg hrikalegur“. Þetta
hafi haft mikil áhrif á sig en hann
nefnir að sjálfur hafi hann verið ný-
kominn af málfundi í Menntaskólan-
um þar sem hann flutti ræðu og
mælti með Atlantshafsbandalaginu.
„Það sem mér blöskraði var hvern-
ig Morgunblaðið túlkaði þetta, það
sagði að menn eins og Jón Múli
Árnason og Stefán Ögmundsson
hefðu hvatt til árása á Alþingi. Þeir
gerðu það ekki. Mér fannst blaðið
túlka þetta eins og þetta hefði verið
stríðsástand." Stefán og fleiri sögðu
m.a. fólkinu á Austurvelli með aðstoð
gjallarhorns að þingmenn sósíalista
væru fangar í þinghúsinu en vegna
hættuástandsins var Alþingismönn-
um bannað að fara út um hríð.
Guðfræðinemi
kastar eggi
Séra Árni Pálsson í Kópavogi var
21 árs guðfræðinemi og lét meðal
annars hrífast af málflutningi manna
á borð við sr. Sigurbjörn Einarsson,
síðar biskup en hann var mjög and-
vígur aðildarsamningnum. Árni segir
ennfremur að sér hafi þótt sem
keyra ætti málið í gegn allt of hratt.
Hann var meðal mótmælenda á
Austurvelli, kom þangað_ af útifundi
við Miðbæjarskólann. Árni er nú
löngu búinn að skipta um skoðun á
Atlantshafsbandalaginu og segist að
sjálfsögðu skilja að lýðræðisríki þurfi
að bindast varnarsamtökum. „Ég
segi eins og Halldór Laxness, maður
gengur ekki með steinbarn í magan-
um alla ævina“. Eiginlega líti hann
meira á þátttöku sína í átökunum
1949 sem ungæðingsskap.
Árni hlaut dóm ásamt 19 öðrum.
Fyrir hvað?
„Ég henti einu eggi að skólabróður
mínum sem stóð undir vegg Alþing-
ishússins og viðurkenndi strax sekt
mína, gagnstætt mörgum öðrum.
Stutt var í búðir þarna og einhver
hefur farið og keypt nokkur kíló af
eggjum til að nota á staðnum.
Sakadómarinn sem yfirheyrði mig
spurði mig fljótlega hvort ég væri í
flokki. Ég sagðist vera í einum, Þjóð-
ernisflokki sósíalista, það er nasista-
flokknum íslenska. Þegar ég var níu
ára gamall ylfingur í skátafélaginu
Erni í Reykjavík skráði stjórnandinn
þar okkur alla í flokkinn. „Þessi
flokkur er ekki til,“ svaraði dómarinn
mér og ætlaði að sleppa því að láta
skrá ummælin. Ég sagði þá að ef ég
væri spurður og svaraði samvisku-
samlega en síðan ætti ekki að skrifa
þetta niður ætti ég ekkert erindi
þarna.“
Árni getur brosað að þessu núna
en málið var í senn hlægilegt og há-
alvarlegt. Þegar hæstaréttardómar
féllu 1952 voru þeir mikið áfall.
Byggt var á ákvæðum um landráð,
sakborningar misstu kosningarétt og
kjörgengi sem merkti m.a. að þeir
áttu ekki að geta stundað háskóla-
nám.
Fimm hinna dæmdu voru í Há-
skólanum og dr. Alexander Jóhann-
esson rektor ákvað strax í samráði
við háskólaráð að hlíta þessu í engu.
Dómarnir væru þess eðlis að ekki
væri hægt að vísa mönnum úr skóla
og Árni og hinir fjórir fengu að halda
áfram svo fremi þeir brytu ekki regl-
ur skólans. Seinna hlutu sakborning-
arnir fulla sakaruppgjöf og dómarnir
voru þurrkaðir út úr öllum bókum
1957.
Áður en hæstaréttardómurinn féll
var Árni kallaður niður í sakadóm,
sem þá var við Fríkirkjuveg, átti að
fara sem hljóðlegast bakdyramegin
og koma ekki fyrr en um hálfellefu
um kvöldið. Þar var fyrir verjandi
hans og saksóknarinn, þeir stóðu við
líkan af miðbænum.
„Þeir segja mér að ég geti breytt
framburði mínum, um það hvar ég
hafi verið staddur þegar ég fleygði
egginu. Þeir vildu að ég segðist hafa
staðið við gamla Líknarhúsið, vestan
við Alþingishúsið. Þá hefði ég ekki
getað kastað í átt að Alþingishúsinu,
ég hefði ekki hitt það. Alvaran fólst
nefnilega í því að ég hafði óvirt Al-
þingi með því að kasta í það eggi.“
Þetta dugði þó ekki; Árni var dæmd-
ur í hæstarétti en sat aldrei inni
fremur en hinir.
Lögregla milli steins
og sleggju
Sagt hefur verið að lögreglumenn
hafi verið eins og milli steins og
sleggju við Alþingishúsið 30. mars
1949. Karl Bóasson var lögreglumað-
ur á verði við Alþingishúsið og var 24
ára gamall, hafði þá starfað i lögregl-
unni í fjögur ár. Hann fékk þungan
hlut, líklega steinhellu, i mjöðm og
marðist illa en þurfti þó ekki á
sjúkrahúsvist að halda. Hann telur
að varalögregluliðið sem haft var til
taks inni í húsinu hafi gert illt verra
er það var sent út.
„Helst vildi ég nú gleyma þessum
degi,“ segir Karl. „Ég held að hægt
hefði verið að verja húsið ef við hefð-
um verið einir um þetta en við vorum
aðeins búnir kylfum, það er rétt. Þær
voru langar, úr tré og mjög óhentug-
ar og við höfðum ekki fengið neina
sérstaka þjálfun í að bregðast við
svona átökum. Búningarnir sem við
notuðum þá voru úr þykku ullarefni,
hnepptir upp í háls. Þeir voru auðvit-
að hlýir á veturna en óþjálir og alltof
of heitir á sumrin."
Varð hann síðar var við einhverja
andúð á lögreglunni meðal almenn-
ings vegna óspektanna við Alþingis-
húsið og framgöngu lögreglunnar
þar?
„Nei ég varð alls ekki var við það.
Sjálfur átti ég frændur og vini, einn
þeirra var harður Sjálfstæðismaður,
sem voru mikið á móti aðildinni að
NATO en þeir voru ekki í neinum
vígahug gegn lögreglunni.“
Páll Eiríksson var á vakt í Alþing-
ishúsinu, hann var 28 ára og hafði
verið í lögreglunni frá 1943.
„Vaktin mín var send í Alþingis-
húsið að kvöldi 29. mars en þá voru
þingfundir. Við vorum þarna alla
nóttina uppi á annarri hæðinni og
fram á næsta kvöld."
Sigurjón Sigurðsson lögi-eglustjóri
var nýtekinn við starfinu og hefur oft
verið deilt á þá ákvörðun hans að
senda út varaliðið, sem var til taks
inni í húsinu, en Páli er illa við að
gagnrýna sinn gamla yfirmann.
Hann segir þó að það hafi hleypt illi
blóði í marga þegar þeir sáu ungu
mennina koma út með hjálma og
kylfur. En er það rétt að þeir hafi
vaðið gegn fólkinu og lamið það?
„Við lögreglumennirnir sem vor-
um inni í húsinu fórum ekki út alveg
strax þannig að ég þori ekki að segja
til um það. Rúður voru farnar að
brotna undan steinkastinu, þing-
menn ennþá inni og við gátum því
ekki farið út strax. Auk þess þurftum
við fljótlega að setja á okkur gas-
grímurnar. Það var reiðubúið nokk-
urt lögreglulið fyrir utan húsið, búið
hjálmum og með táragassprengjur,
það var byrjað að kasta sprengjun-
um þannig að maður sá ekki vel hvað
gerðist."
Páll segir að lögreglumönnunum
hafi alls ekki liðið vel en þeir hafi
orðið að hlýða skipunum.
„En ég tel nú að bæði þeir sem
voru inni og hinir úti á Austurvelli
hafi í raun ekki gert sér grein fyrir
afleiðingunum. Margt af þessu fólki
var það ungt að það má kannski
segja að þeir hafi talið að þarna væri
einhvers konar gamlárskvöldshasar.
En toppamir vissu náttúrlega að það
var alvara á ferð,“ segir hann. ■f